Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Side 23
^IM&Ágíib.'ÍvJíft.f, ------------------------------------------------ r>v Veiðivon Þá tók laxinn loksins... Veiöisögur vilja veiöimenn heyra og þeir segja þær viö hin ólíklegustu tækifæri, hvort sem er í veiðihúsum eða heimahúsum, og það góða við veiðisögur er að þær eru allar sann- ar. Sveifarlausi veiðimaðurinn Fyrsta veiðisaga sumarsins kemur tTr Elliðaánum. Tveir veiöimenn voru að renna um síðustu helgi og mikið var af flski. Annar veiðimaö- urinn rennir og um leið tekur fiskur, hann landar fiskinum strax. Veiðifé- lagi hans rennir og um leið tekur lax. Laxinn er þreyttur um stund og síðan á að draga hann en viti menn, það er alls ekki hægt. Sveifin hafði farið af hjóhnu í átökunum. Skömmu seinna fór laxinn af líka hjá sveifar- lausa veiðimanninum. Steinari Jóhannssyni þykir miklu skemmtilegara að veiða með flug- unni en maðknum, skyldi nokkurn undra. Að fá lax eða silung á flugu er ævintýri sem seint gleymist. Veiðigarpar við Laxá í Dölum, Helgi Eyjólfsson, Dagur Garðarsson og Garðar Sigurðsson, með góða veiði úr ánni. DV-myndir G.Bender og Pétur 40 flugutegundir dugðu ekki Laxá í Kjós hefur gefið vel það sem af er en ekki hefur öllum gengið vel þar þrátt fyrir þáö. Viö fréttum af einum sem fór fyrir skömmu og veiddi dagstund. Laxinn var tregur að taka hjá vini okkar sem reyndi lengi vel með flugunni en lax- inn tók ekki. Hann var að renna fyr- ir neðan Laxfoss og prófaði margar flugur. Veiðimaðurinn færði sig neð- ar og renndi á breiðunni fyrir ofan holuna en ekkert gerðist. Neðar var farið og veiðimaðurinn, sem reynt hafði 40 tegundir af flugum, renndi nú maöki. En er hann veður út í dettur úr vasa hans fluga og lendir í vatnið. Veiðimaðurinn horfir á eftir flugunni og viti menn, þaö kemur lax og tekur hana. Það var ekki nóg að vera búinn að reyna allar tegundir í Málin rædd við Laxá i Kjós fyrir nokkrum dögum, Árni Baldursson segir nokkur orð við Gunnar H. Hálf- dánarson um Kvislarfossinn um leið og þeir labba hjá. Gunnar hafði nokkrum minútum áður veitt 4 laxa niðri í Höklum. boxinu, laxinn tók þær ekki - en þessa. Getur veiðin ekki stundum verið ósanngjörn? Sjálfstýringin bilaði Sumir veiðimenn eru fengsælir en aörir ekki. Við fréttum af einum veiöimanni sem veiddi í á á Vestur- landi og hafði engan fisk fengið það sem af var sumri. Lukkuhjólið fór ekki að snúast í þessari á frekar en öðrum og það stefndi í núll þangað til nokkrum mínútum fyrir hættu- tímann. Þá gerðist undrið, lax mað bilaða sjálfstýringu sigldi upp á þurrt og vinurinn fékk í soðið. Heppinn þar! G.Bender Magnús Þorvaldsson, fyrrum leikmaður með Vikingi, veður yfir Laxá í Kjós fyrir skömmu með lax sem hann hafði skömmu áður landað. Viða of margar stangir í veiðiánum „Þetta er oröiö alltof mikiö stress í veiöinni þar sem eru svona marg- ar stangir eins og héma,“ segir veiöimaðurinn við morgunverðar- borðiö og hættir að borða brauö- sneiöina. Hann heldur áfram: „Sérðu, þriggja stanga veiðiá var ég i fyrir skömmu og þar réð maöur öllu sjálfur, ekkert stress þar. Svo kemur maður hingað og allt veröur vitlaust“ Veiðimaðurinn hefur lokiö máli sínu og þarna við matarboröið hetj- ast umræður um málið. „Þetta er mál sem blöðin eiga að taka á. Sjáðu Norðurá, 12 stangir á aðal- svæðinu, og í Kjósinni eru 10 stang- ir. Það kemur fyrir að maður verð- ur aö veiða i þtjá tíma á lélegum svæðum, þetta gengur ekki fyrir mikið fésegir annar veiðimaöur yfir morgunmatnum. Þetta er rætt áfram en menn tin- ast út til veiða, fiskurinn biður ekki þó svæðin séu mörg, það vita veiði- menn og þess vegna renna þeir áfram þó þröngt sé hjá sumum. G-Bender Hann er tignarlegur, laxinn okk- ar, og veiðimenn berja oft marg- ir á sama laxinum dag eftir dag, það gerir stangafjöldinn i mörg- um veiðlám. DV-mynd G.Bender GARÐASTAL Afgreitt eftir máli. Allir fylgihlutir. = HEÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.