Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Page 29
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988. 29 Eru hryllingsmyndir það sem koma skal? Svo virðist sem áhugi á hryllingsmyndum fari ört vaxandi sem sést best á auknu framboði slíkra mynda Þaö er margur sálfræðingurinn sem hefur velt því fyrir sér hvers vegna fjöldi fólks kaupir sér miöa í kvikmyndahús til þess eins aö láta hræða sig. Sumir gestimir reyna aö bregöa hendinni fyrir augun þegar hryllOegustu atriöunum bregður fyr- ir á hvíta tjaldinu og einstaka kíkir svo á milli fingranna til að vera viss um aö missa ekki af neinu. Aörir eiga erfitt með svefn þegar minningar um blóðbaö og hryllileg morð koma upp í hugann rétt áöur en gengið er til náða. Ekki má heldur gleyma þeim sem segjast ekkert láta á sig fá en fela svo óttann með hlátrasköllum og háös- glósum um atburöarásina einmitt þegar spennan er í hámarki. Sérstaklega viröist algengt meöal íslenskra kvikmyndahúsagesta af yngri kynslóðinni aö sýna karl- mennsku sína meö þessu móti. Geta þessi ungmenni drepið niður spenn- una og ánægjuna fyrir þeim sem raunverulega hafa gaman af þessari gerð mynda. Breskar hryllingsmyndir Hugtakið „hrylhngsmynd“ er dálítið teygjanlegt. Þeir sem áttu þess kost á sínum tíma aö stunda Hafnar- bíó heitið muna án efa eftir öllum gömlu bresku hryllingsmyndunum meö þeim Vincent Price og Christo- pher Lee. Þessar myndir sýndu ekki mikið blóð og lítið var lagt upp úr nærmyndum af afmynduðum lík- amshlutum. Þess í stað birtust oft á skjánum myndir af köstulum sem lýstust upp í myrkrinu þegar elding- ar gengu yfir. Auk þess var mikið um ískrandi hurðir og skugga sem sáust svífa yfir hvíta tjaldið ásamt stórum klukkum sem slógu þegar áhorfendur áttu síst von á. Ekki ólíkar voru margar mynda Bettie Davis eins og Whatever Hap- pened to Baby Jane og svo Hush Hush Sweet Charlotte. Þessar mynd- ir voru eiginlega forverar þeirra hryhingsmynda sem flestir þekkja nú th dags þar sem allt flóir í blóði og við sjáum fórnardýrin höggvin í spaö ef svo ber undir. Særingamaðurmn Segja má að nokkur stefnumörk- un hafi átt sér stað þegar Særinga- maðurinn kom fram á sjónarsviðið um jóhn 1973. Hér var um að ræða þekktan leikstjóra sem beitti ahra nýjustu tækninni th að hreha áhorf- endur. Einnig var ekkert th sparað og getur þ\d Særingamaðurinn flokkast th stórmynda miðaö við hvað var lagt í hann. Myndin geröist nær nútímanum en flestar hinna eldri hrylhngsmynda og sum atriðin voru svo ógeðsleg að jafnvel hörðustu aödáendum hryll- ingsmynda fannst nóg um. Ekki nóg með það heldur tengist myndin trú- málum sem skapaði thheyrandi um- ræður í þjóðfélaginu. Myndin varð gífurlega vinsæl og hratt af stað skriðu af myndum í áhka dúr. Önnur mynd, sem hafði líka mikh áhrif og náði því á tímabhi að verða söluhæsta mynd allra tíma, var Jaws. Þessi mynd var hka fyrsta mynd Spielbergs sem sló í gegn. Jaws sannaöi fyrir Hollywood að hægt var að gera vinsælar hryllingsmyndir sem hötðuðu th ímyndunarafls kvik- myndahúsagesta. Hryllingsmyndir voru loksins færðar upp um einn flokk, þ.e. úr öðrum flokki upp í þann fyrsta. Góð ár Á árunum 1979-1984 komu marg- ar góöar hryllingsmyndir fram á sjónarsviðið. Má þar nefna Aliens, The Amityvihe Horror, Halloween, Poltergeist, Friday the 13th Part 3 og svo myndir á borð við Ghostbusters og Gremhns. Síðan tók við mikil lægð á árunum 1984-1986 en að undanfórnu hefur virst sem vinsældir hryhingsmynda séu að aukast. Ef htiö er á töflu 1 sést að 1987 voru framleiddar 137 hryhingsmyndir í heiminum sem er um 20% aukning frá árinu á undan. Þær myndir, sem endurvöktu áhuga kvikmyndahúsagesta á hrylhngs- myndum, voru m.a. Aliens (fram- haldsmyndin), Poltergeist II, The Fly og svo nýlega myndir sem eru á mörkunum aö vera hryllingsmyndir eins og The Witches of Eastwick, Robocop og svo A Nightmare on Elm Street 3. Á fimm fyrstu mánuöum þessa árs hófst gerð 39 hryhingsmynda í Bandaríkjunum. Stór hluti þeirra nær líklega aldrei því markmiði að verða vinsælar og munu þess í stað enda fljótlega á myndbandamark- aðnum. Hins vegar eru einnig þarna á með- al stórmyndir á borð við The Fly II og Friday the 13th Part VII. Einnig eru leikstjórar á borð við Nicolas Roeg og Ken Russeh með hryhings- Kvikmyndir Atriði úr myndinni Hellraiser. í fljótu bragði virðist hér um að ræða hugmyndaskort og vöntun á hugrekki. Framleiðendur vita að þaö er ódýrara að auglýsa upp fram- haldsmynd heldur en að koma með alveg nýtt nafn og leikara. Ef fyrsta myndin reynist vinsæl er líklegt að hægt sé að lokka sömu áhorfendur th að sjá framhaldið. Sést þetta glögg- lega þegar • vinsældalisti Variety, tímarits bandaríska skemmthðnað- arins, er skoðað. Þar tróna í júní langefstar myndirnar Crocodhe Dundee II og Rambo III. Og meðan áhorfendur láta sér þetta nægja og þyrpast á þessar myndir fáum við framhaldsmyndir. Hvað tekur við? Það hafa ahtaf verið mikl- ar tískusveiflur í kvikmyndaiðnaði og þá sérstaklega í Hohywood. Hver man ekki eftir öllum vísindaskáld- sögumyndunum sem fylgdu í kjölfar Star Wars myndanna? Síðan tóku við ævintýramyndir á borð við Indiana Jones myndir Stevens Spielberg. Svo komu ahar unglingamyndimar sem gerðust á skólaárunum þar sem áhorfendur fengu að fylgjast með prakkarastrikum, fyrstu ástarævin- týrunum og öðru ljúfu lífi sem fylgir skólaárunum. Ekki má heldur gleyma kappakstursmyndum sem fylgdu í kjölfar myndar Peters Yates, Buhett, þar sem Steve McQueen ók Mustang um götur San Francisco á ævintýralega máta. Og svo mætti lengi telja. Þótt nýr tími hryllingsmynda sé að renna upp verður hann skammur ef af líkum má ráða. Hvað þá tekur við skal engu spáð um en líklegt er að þær myndir, sem bandarísk skóla- börn kjósa aö sjá í sumarleyfinu sínu, leiði til framhaldsmynda auk eftirlíkinga sem munu birtast á skjánum síðari hluta þessa árs og í upphafi þess næsta. B.H. Framleiðsla á hryllingsmyndum Ár Bandarísk framleiðsla Önnur framleiðsla Samtals: 1970 26 76 102 1971 65 90 155 1972 85 115 200 1973 42 83 125 1974 25 56 81 1975 26 40 66 1976 52 51 103 1977 36 - 43 79 1978 41 28 69 1979 35 46 81 1980 70 65 135 1981 93 61 154 1982 44 60 104 1983 57 38 95 1984 52 19 71 1985 52 20 72 1986 89 25 114 1987 105 32 137 myndir í undirbúningi, þ.e. Roeg með The Witches og Russell með The Lair of the White Work. Framhaldsmyndir Það er ótrúlegt hve bandarískir hryhingsmyndaframleiðendur og raunar allir kvikmyndaframleiðend- ur í henni Hollywood eru iðnir við að koma með framhaldsmyndir. Sumar hryllingsmyndaraðirnar eru famar að minna á bresku Carry on myndirnar, eins og Friday the 13th myndirnar. Mynd númer 7 var um miðjan júni í 8. sæti yfir vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.