Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Síða 41
■83e LÁtíömöÁ'é’trá' í988.
.53
LífsstHI
Möguleikar hreyfihamlaðra til ferðalaga er sorglega litill. Þessir einstakl-
ingar hafa jafnmikla ánægju af útiveru og aðrir, en þvi miður er lítið
gert til aö auðvelda þeim hana.
Samkvæmt upplýsingum frá Olöfu
Ríkarðsdóttur, forstöðumanni fé-
lagsmála hjá Landssambandi
Sjálfsbjargar, er víða pottur brot-
inn í aðstöðu fyrir fatlaða. Til dæm-
is er nærri ómögulegt fyrir fatlaöa
að komast um þjóðgarða landsins.
DV hafði samband við Ólöfu til að
forvitnast um ferðamöguleika fatl-
aðra.
Ekki er farið að
, byggingarlögum
„Staðreyndin er sú að það er síð-
ur en svo auðvelt fyrir hreyfihaml-
aöa að ferðast um landið sitt,“ sagði
Ólöf. „í raun er mábð þannig vaxið
að hreyfihamlaðir, sem vilja ferð-
ast um landið, þurfa að skipuleggja
ferðina út í ystu æsar. Ekki er
hægt fyrir þá að fara upp í bíl og
keyra af stað. Athuga verður hvar
hægt er að gista og hvort salemis-
aðstaða fyrir fatiaða sé til staðar,"
segir hún.
„Fáir staðir úti á landi bjóða upp
á aðstöðu fyrir fatlaöa. Byggingar-
lög frá 1978 kveða skýrt á um
hvemig skuli standa að byggingu á
opinberum mannvirkjum og þjón-
ustustofnunum. Þar em settar
reglur sem eiga að auðvelda fötluð-
um ferðir um þessar byggingar. Því
miður hafa reglur þessar í mörgum
tilvikum verið sniðgengnar. Sem
dæmi um það má benda á Hótel
Örk. Hótelið er byggt eftir að reglu-
gerðin tók gildi. Nærri því ómögu-
legt er fyrir fatlaða að komast um
bygginguna eða inn í hana. í raun
er grátbroslegt að nú eigi að aug-
lýsa þetta sem heilsuhótel, sérstak-
lega með tilliti tii þess að hreyfi-
hamlaðir geta ekki notað það,“ seg-
ir Ólöf.
„Samt er þetta ekki alls staðar
svona. Ég held að við æ fleiri bygg-
ingar sé farið eftir þessum lögum.
Mikiö er hringt hér á skrifstofum-
ar og spurst fyrir um þetta. Ég held
einmitt að mjög viturlegt sé fyrir
væntanlega byggingaraðila að hafa
samband við fulltrúa fatlaðra áður
en þeir byija að byggja. Ýmislegt
er hægt að gera til að auövelda
hreyfihömluðum lífið. Sem dæmi
er hægt að benda á að i mörgum
nýjum hótelum er aðbúnaður fyrir
fatiaöa góður. En síðan er of oft
lagður steinn í götu þeirra með því
að setja hnausþykk teppi á gólfin.
Það gerir til dæmis fólki í hjólastól-
um mjög erfitt fyrir með að komast
um,“ segir hún.
Uppflettirit fyrir
fatlaða ferðamenn
Samkvæmt ofangreindu mætti
ætla að yfirvöld kæri sig ekki um
að hreyfihamlað fólk ferðist um
þjóögaröa landsins. í flestum tilvik-
um eru aðstæður þannig að ómögu-
legt er fyrir þetta fólk að ferðast
um svæöin. Kostnaðurinn getur
verið aðeins meiri við aö auövelda
fötluðum að ferðast um, en kemur
einnig öðrum til góða. Er ekki
sanngjarnt að allir þjóðfélagsþegn-
ar geti ferðast um þjóðgarða lands-
ins og notið þess?
í sambandi við ferðalög er hægt
að benda á uppflettirit sem Sam-
band veitinga- og gistihúsa hefur
gefið út. Þar er bent á hótel og staði
sem fatlaðir eiga auövelt með aö
komast um. Því miður eru upplýs-
ingarnar ekki hundrað prósent
réttar og vonandi verður gerð brag-
arbót á því.
Ferðamálaráð vinnur nú aö sam-
norrænu verkefni þar sem upplýs-
ingum um ferðamöguleika fatlaðra
á Norðurlöndunum eru gerð skil.
Verið er að samræma staðla og
safna saman upplýsingum. í náinni
framtíð er von tfi að fatlaðir geti
fengið góðar upplýsingar um ferða- t
möguleika hér innanlands sem
annars staðar.
Betur má ef duga skal. Við íslend-
ingar virðumst vera mörgum
árum, ef ekki áratugum, á eftir
nágrannalöndunum í aðbúnaði
fyrir fatíaða á ferðalögum. Það er
leiðinlegt til þess að vita að aðstaða
fyrir fatlaöa til ferðalaga hérlendis
er með þeim hætti að auðveldara
er fyrir þá að fara til útlanda og
skoða sig þar um. Oft er brugðið
viö peningaleysi þegar þessi mál
ber á góma. Varla er íslenska þjóð-
in svo fátæk að geta ekki búiö
þannig að málefnum fatiaðra að
þeir fái notið útiveru og íslenskrar
náttúrufegurðar eins og aðrir.
-EG.
Væntanleg veiðiaðstaða fyrir fatlaða
Hvammsvík þekkja margir nú orð-
ið. Þar hafa eigendumir, en það eru
Laxalónsbændumir, hjálpað náttúr-
unni lítils háttar. Með hjálp vinnu-
véla er búið að útbúa smávatn. í þetta
vatn setja þeir síðan regnbogasilung
og bjóða fólki að koma, gegn greiðslu,
og veiða sér í soðið.
Ólafur Skúlason á Laxalóni hyggur
á frekari framkvæmdir. Hann á nú
i viðræðum við fulltrúa úr röðum
fatlaðra um breytingar og bætur á
svæðinu svo þeir eigi auðveldara
með að veiða í vatninu. DV fór á stúf-
ana þegar fréttist að einn veiðivanur
úr röðum hreyfihamlaðra væri aö
prófa vatnið og kanna aðstæður. Þar
hittum við fyrir Ólaf Skúlason, einn
af eigendum Laxalóns, og Hafþór L.
Jónsson, sem hefur mikið látið þessi
mál tfi sín taka.
Ólafur sagðist hafa mikinn áhuga
á að reyna að hæta aðstöðuna þannig
að fatlaðir gætu stundað þama veiði
og notið útiverunnar. Sagðist hann
hafa verið að bæta aðstöðuna en
margt þyrfti að gera enn. Hann taldi
þaö sanngimismál að þessir ein-
staklingar sem og aðrir gætu komist
í veiði.
„Hvammsvík gæti veriö paradís
fyrir fatlaða veiðimenn," sagði Haf-
þór. „Viö sem erum fatlaðir höfum
auðvitað löngun til að ferðast um og
stunda okkar áhugamál eins og ófatl-
aðir,“ segir hann.
„Við eigum nú í viðræðum við Ólaf
um að gera aðstöðuna þannig úr
garði aö fatlaðir komist í veiði á þess-
um stað. Það er aftur á móti augljóst
að einstaklingar geta ekki einir axlað
þann kostnað sem í þessu felst. Þar
verður einhver opinber aðih að koma
inn í dæmið,“ bætir hann við.
Þrir í land og fleiri á leiöinni
Hafþór var að landa þriöja fiskin-
um þegar blaðamaður kom aö og
virtist pjóta þessarar glímu út í ystu
æsar. í raun var nærri þvi syndsam-
legt að tefja hann við veiðina því fisk-
urinn var að taka og Hafþór kominn
í stuð.
„Eins og sést er vel hægt að veiða
hérna og er það virkfiega skemmti-
legt. Fjarlægðin frá Reykjavík er
ekki það mikfi að ferðalagið sé erfitt
og með hjálp er hægt að komast að
vatninu. Ef gerðar væru nokkrar
einfaldar rennur fyrir hjólastólana
og vegurinn væri bættur yrði leikur
einn fyrir fatlaða að veiða hér. Auð-
vitað þarf salemisaðstaða fyrir fólk
í hjólastólum að vera tfi staðar. Ég
vona að hiö opinbera hjálpi tfi við
að opna veiðimöguleika fyrir hreyfi-
Feröir
manna við Elhða- og Kleifarvatn fyr-
ir nokkrum árum síðan. Þeir byggðu
bryggjur þannig að fatlaðir gátu farið
á hjólastólum að vatnsbakkanum og
veitt. Að vísu voru þær ekki settar á
veiðilega staði en það skiptir kannski
ekki öhu máh. Seinna varð bryggjan
við Kleifarvatn óveðri að bráö og
hefur hún ekki veriö endurbyggð.
Það er með þetta eins og annað aö
stundum gleymist hjólastólafólkið.
Ég er ekki að vanþakka það sem gert
er, þvert á móti. Oft vfil bera við að
mikill og góður vfiji fái ekki þann
fjárhagslega stuðning sem nauðsyn-
legur er,“ segir Hafþór. -EG.
S. i
I Hvammsvík geta fatlaðir veitt. Þeir þurfa þó að fá hjálp til að komast að
vatninu. „Ekki þarf að gera mikið til að gera þetta að góðu útivistarsvæði
fyrir fatlaða," segir Hafþór.
Hafþór var búinn að draga þrjá á
land. „Ég held þó að betra sé að
veiða hinum megin við vatnið en
sem stendur kemst ég ekki þangað
á hjólastólnum," sagði hann.
hamlaða í framtíðinni því ekki þarf
mikið tfi,“ segir Hafþór.
Lamaðist á leið i veiði
Hafþór er bundinn í hjólastól eftir
slys sem hann lenti í fyrir níu árum.
Hann lenti í slysi þessu á leiðinni tfi
Þingvaha en sú ferð var einmitt farin
tfi að veiða silung. Slysið varð tfi
þess að Hafþór mænuskaddaöist og
mun þurfa á hjólastól aö halda það
sem eftir er ævinnar.
Hann var spuröur hvort hugur
hans tfi veiðanna hefði ekki breyst
með slysinu.
„Nei nei,“ svarar hann. „Það var
ekki veiðinni að kenna að svona fór.
Ég hef ávallt haft gaman af þvi að
veiða og hví skyldi það breytast eftir
fötlunina? Auðvitað eru möguleik-
amir tfi að fara í veiði aðrir en áhug-
inn er sá sami. Ég viðurkenni aö mér
er raun að geta ekki komist í veiði
og á staði sem ég gat áður. Maður
reynir bara að sætta sig við þetta,“
segir hann.
Oft gleymist hjólastólafólkið
„Mér gremst samt að ekki skuh
vera meira gert tfi að auðvelda foti-
uðum að stunda þetta sport. Lofsvert
framtak var gert af hálfu Kiwanis
NEW LOOK
snyrtivörurverslun / heildverslun
Þingholtsstræti 1 - sími 24666
Paris Cosmetics
Hvammsvík: