Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Side 54
66
Andlát
Guðríður Þ. Einarsdóttir, Austur-
brún 4, er látin.
Kristján Magnús Björnsson, Álfta-
mýri 28, andaöist í Landakotsspítala
30. júní.
Hólmfríður Benediktsdóttir Peders-
n en, húsmóðir, Hrauntungu 15, Kópa-
vogi, lést í Borgarspítalanum 30. júní.
Páll Halldórsson organisti, er látinn.
Tilkynriingar
Sex prestar vígðir á morgun
Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirs-
son vígir sex guöfræöinga til prestsþjón-
ustu á morgun, sunnudaginn 3. júlí.
Vígslan verður í Dómkirkjunni í Reykja-
vík og hefst kl. 11. Vígsluþegar eru:
Gunnar Sigurjónsson sem kallaður hefur
veriö til Skeggjastaöaprestakalls. Gunn-
ar er 27 ára, lauk guðfræðiprófi frá Há-
j skóla íslands nú í vor. Kona hans er Þóra
Þórarinsdóttir landfræðingur. Halldóra
J. Þorvarðardóttir sem kjörin var í
Fellsmúlaprestakall. Hún er 28 ára, lauk
guðfræðiprófi haustið 1986. Eiginmaður
hennar er Sigurjón Bjarnason skóla-
stjóri. Ólöf Ólafsdóttir er veröur prestur
við Umönnunar- og hjúkrunarheimilið
Skjól í Reykjavík. Ólöf er sextug aö aldri,
lauk guðfræðiprófi vorið 1987. Eigin-
maður hennar, Svavar Pálsson rafvirki,
er látinn. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir
hefur verið kjörin prestur á Raufarhöfn.
Hún er 35 ára, lauk guðfræðiprófi haus-
tið 1987. Sigurður Jónsson hefur verið
kjörinn prestur í Patreksflarðarpresta-
kalli. Hann er 28 ára, lauk guðfræðiprófi
nú í vor. Kona hans er Jóhanna Friðriks-
dóttir hjúkrunarfræðingur. Sigurður
Pálsson er settur prestur í Hallgríms-
prestakalli í námsleyfi sr. Karls Sigur-
björnssonar. Hann er 51 árs, lauk guð-
fræðiprófi haustið 1986. Kona hans er
Jóhanna Möller söngkona. Víglsuvottar
verða: sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir,
sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sr. Sigurður
H. Guðmundsson og sr. Sigmar I. Torfa-
son prófastur er lýsir vígslu.
Vinnuferð sjálfboðasamtaka
um náttúruvernd
verður farin í Mývatnssveit og unnið í
Dimmuborgum og jafnvel á fleiri stöðum
undir stjórn félaganna fyrir norðan. Fyr-
irtækið Guðmundur Jónasson veitir
ókeypis far norður Sprengisand fyrir allt
að 10 manns. Ef fleiri verða skiptist sá
kostnaður á hópinn. Aðalferðadagurinn
norður er miðvikudagurinn 6. júlí en
einnig er ferð laugardaginn 9. júlí. Gist
er í húsi sem Náttúruvemdarráð hefur
til umráða. Þátttöku þarf að tilkynna í
síðasta lagi á sunnudagskvöld til Jó-
hönnu B. Magnúsdóttur í síma 66614.
Félag eldri borgara
opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á
sunnudag kl. 14. Frjálst spil og tafl. Kl.
20 dansað til kl. 23.30.
Verkakvennafélagið
Framsókn
fer í sína árlegu sumarferð 7.-9. ágúst.
Farið verður um Skagafjörð og gist á
Sauðárkróki. Upplýsingar á skrifstofu
félagsins, s. 688930.
Helgileikurinn Chrysokolla
fluttur á Draghálsi
Laugardaginn 2. júlí nk. mun gerninga-
þjónusta Inferno 5 flytja helgileikinn
Chrysokolla á Draghálsi. Ætlunin var að
frumsýna leikinn á sumarblóti ásatrúar-
manna á sama stað 18. júní sl. en fresta
varð flutningi vegna veðurs. Inferno 5 er
hópur manna er lagt hefur stund á al-
hliða Ustsköpun, staðið fyrir tónleikum,
alls kyns sýningum og gerningum. Blótað
verður kl. 18 en helgileikurinn hefst kl.
19. Heiðingjar eru sérstaklega velkomnir
en einnig aðrir.
Danssýning í Kramhúsinu
Laugardaginn 2. júli verður danssýning
i Kramhúsinu og lýkur þar með alþjóð-
legu dansnámskeiði. Dagskráin verður
mjög bölbreytt, m.a. verður frumfluttur
nútímajassdans við nýtt tónverk eftir
Eyþór Arnalds en danshöfundur er Adr-
ianne Hawkins. Önnur verk eru samin
af dönsurunum Christian Polos, Önnu
Haynes, Keith Taylor og Alexöndru
Prusa. Á þessari sýningu gefst fólki kost-
ur á að sjá afrakstur og fjölbreytni slíkra
námskeiða, s.s. nútímadans, jassdans,
stepp, tangó og kóreografíska vinnu. Sýn-
ingarnar verða tvær laugardaginn 2. júlí,
sú fyrri kl. 15 og sú seinni kl. 18. Aðgöngu-
miðar og miðapantanir verða í Kram-
húsinu, simi 15103 og 17860.
Fyrirlestur um líf víkinga
Sunnudaginn 3. júlí kl. 17 heldur Dom-
Greiðslur almennings
fyrir læknishjálp og lyf
"'(skv. reglugerð útg. 22. júní 1988)
1. Greiðslur hjá heimilislÆkni og heilsugæslulækni
165 kr. — Fyrir viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils.
300 kr. — Fyrir vitjun læknis til sjúklings.
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling. um viðbótargjald, nema
vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér.
2- Greiðslur fyrir sórfræöilæknishjálp, rannsóknir
. og röntgengreiningu
550 kr. — Fyrir hverja komu til sérfræðings.
185 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 1 2 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan ekkert.
(Sjá nánar hér að neðan).
Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í fram-
haldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla:
Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi.
TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Ranns./ Röntg.gr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi
Dæmi 1 165 550
Dæmi 2 165 385
Dæmi 3 165 550 550
Dæmi 4 165 550 0
Dæmi 5 165 550 0 550
Dæmi 6 165 550 0 550 0 550
Skýringar: Taflan lesist frá vinstri
til hægri og sýnir samskipti við
a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúkl-
ingur leitar til heimilislæknis og
greiðir þar 165 kr. Heimilislæknir
vísar síðan sjúklingi til sérfræð-
ings, og þar greiðir sjúklingur 550
kr. Þessi sérfræðingur sendir
sjúkling í röntgengreiningu, og
þarf sjúklingur ekki að greiða
sérstaklega fyrir hana, þar sem
hún er T beinu framhaldi af komu
til sérfræðings.
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema
vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér.
Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum.
Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sTnu kvittun fyrir 12 greiðslum á sérfræði-
læknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins.
3. Greiöslur fyrir lyf
440 kr. — Fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi.
140 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi.
Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfjaskammt, eða brot úr honum.
Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfjabúð fást ákveðinn lyf,
við tilteknum langvarandi sjúkdömum, ókeypis.
Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags T þeim tilvikum,
sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi.
Greiðslur þessar gilda frá og með 1. júlí 1988.
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
LAUGAKDAGUK 2. JÚI.Í 1988.
inic Tweddle fyrirlestur í fundarsal Norr-
æna hússins um daglegt líf víkinga á
dögum Eiríks blóðaxar er féll árið 954
síðastur norrænna konunga í Jórvík.
Dominic Tweddle er forstöðumaður
Rannsóknarstofnunar Jórvíkur (York
Archaelogical Trust) og er staddur hér á
landi í boði Norræna hússins. í haust er
fyrirhuguð viðamikil sýning á víkinga-
aldarmenningu í Norræna húsinu og
Þjóðminjasafninu. Fyrirlesturinn verður
fluttur á ensku og eru allir velkomnir.
Tapaðfundið
Kettlingur í óskilum
Ca. 2 mánaða hvítur og grábröndóttur
kettlingur er í óskilum í Torfufelli 44.
Hann fannst við KRON í Breiðholti. Upp-
lýsingar í síma 79523.
Lotta ófundin
Lotta er kolsvört læða sem hefur ekki
sést síðan 4. júní en þá hvarf hún frá
heimili sínu að Laufásvegi 2a. Hún er
eymamerkt 7515. 5.000 krónum er heitið
í fundarlaun fyrir Lottu. Upplýsingar í
síma 23611.
Kveikjari tapaðist
Grár kveikjari, sem er nákvæm eftirlík-
ing af míkrafóni, tapaðist á Hótel íslandi
fóstudagskvöldið 24. júní. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma 30997 eða 84840.
Sýningar
AiAV JOHNSTOK
Skoskur listamaður
í Nýlistasafninu
í dag opnar skoski listamðurinn Alan
Johnston sýningu á málverkum, skúlpt-
úr og veggteikningum i Nýlistasafninu.
Allan er fæddur 1945 og býr í Edinborg.
Hann sýnir reglulega í New York, Tokýo
og Köln og átti verk á samsýningu í Ný-
listasafninu í febrúar sl. Sýningin er opin
virka daga kl. 16-20 og kl. 14-20 um helg-
ar. Sýningin stendur til 10. júlí.
Tónleikar
Svíþjóðarfarar í
Heita pottinum
Nk. sunnudags- og mánudagskvöld spilar
kvartett Tómasar R. Einarssonar í Heita
pottinum í Duus-húsi. Þetta verða siðustu
tónleikar kvartettsins áður en hann held-
ur til Svíþjóðar. Þar verður hann fulltrúi
íslands á Nordiska Radiojazzdagar í Karl-
stad 8.-10. júlí. Auk Tómasar R. Einars-
sonar kontrabassaleikara skipa kvartett-
inn Sigurður Flosason (altó- og barítón-
saxafónn), Kjartan Valdimarsson (píanó)
og Birgir Baldursson (trommur). Efnis-
skrá hljómsveitarinnar er að mestu
frumsamin og eru lögin eftir þá Tómas
R. Einarsson og Sigurð Flosason. Tón-
leikamir í Heita pottinum hefjast kl. 21.30
bæði kvöldin.
Tónleikar í Norræna húsinu
Þriðjudaginn 5. júlí kl. 20.30 ætlar
Frartsk-íslenski kvartettinn að halda tón-
leika í Norræna húsinu. Efnisskráin er
óvenju fjölbreytt því þar er bæði að finna
klassísk einleiksverk eftir J.S. Bach,
Henry Eccles, P.A. Genin og jasssvítu
eftir franska tónskáldið og jassistann
Claude Bolling. Þeir sem skipa kvartett-
inn eru: Daníel Þorsteinsson píanó,
Christope Brandon flauta, Hávarður
Tryggvason kontrabassi og Birgir Bald-
ursson trommur.