Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Side 58
70
LAtUGARDAGUR <2. JÚíi 1988.
'Laugardagur 2. júlí
SJÓNVARPIÐ
17.00 íþróttir.
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet
Babies). Teiknimyndaflokkur eftir Jim
Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
19.25 Barnabrek. Umsjón Asdís Eva
Hannesdóttir.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Lottó.
20.40 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby
Show). Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
21.10 Maður vikunnar.
21.25 Lifi Lucy (We Love Lucy II). Upprifj-
un eftirminnilegustu atriðanna úr sjón-
varpsþáttum bandarísku leikkonunnar
Lucy Ball. Þýðandi Ölöf Pétursdóttir.
22.55 Feðgarnir (Harry and Son). Banda-
rísk biómynd frá 1984. Leikstjóri Paul
Newman. Aðalhlutverk Paul Newman,
Joanne Woodward og Robby Ben-
son. Þýðandi Páll Heiðar Jónsson.
00.50 Útvarpsfréttir I dagskrárlok.
9.00 Með Körtu. Karta skemmtir og sýnir
börnunum stuttar myndir. Kátur og
hjólakrílin, Lafði lokkaprúð, Yakari,
Júlli og töfraljósið, Depill, I Bangsa-
landi, Selurinn Snorri og fleiri teikni-
myndir. Gagn og gaman, fræðslu-
_ þáttaröð.
10.30 Kattanórusveiflubandið. Cattanooga
Cats. Teiknimynd. Þýðandi: Agústa
Axelsdóttir.
11.10 Hendersonkrakkarnir. Leikinn
myndaflokkur fyrir börn og unglinga.
Systkin og borgarbörn flytjast til
frænda síns upp í sveit þegar þau
missa móður slna. Þýðandi: Gunnar
Þorsteinsson.
12.00 Viðskiptaheimurinn. Wall Street
Journal. Endursýndur þátturfrásíðast-
liðnum fimmtudegi.
12.30 Hlé
13.30 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur.
”■ Plötusnúðurinn Steve Walsh heim-
sækir vinsælustu dansstaði Bretlands
og kynnir nýjustu popplögin. Music-
box 1988.
14.35 Formaður. Chairman. Kínverjar hafa
þróað með sér athyglisverðar upplýs-
ingar um ensim sem þeir vilja halda
vandlega leyndum. Bandarískur líf-
fræðingur leggur líf sitt í mikla hættu
þegar hann er sendur til Kína til þess
að komast að leyndarmálinu. Aðal-
hlutverk: Gregory Peck og Ann
Heywood. Leikstjóri: J. Lee Thomp-
son. Framleiðandi: Mort Abrahams.
Þýðandi: Ástráður Haraldsson. 20th
Century Fox 1983. Sýningartími 95
mín.
16.10 Listamannaskállnn. The South Bank
Show. Rithöfundurinn Doris Lessing.
Þýðandi: ÖrnólfurÁrnason. Umsjónar-
maður er Melvyn Bragg. LWT.
. 17.15 íþróttir á laugardegi. Litið yfir íþrótt-
ir helgarinnar og úrslit dagsins kynnt.
Islandsmótið, SL-deildin, NBA-karfan
og fréttir utan úr hinum stóra heimi.
Umsjón: Heimir Karlsson.
19.19 19.19. Fréttir og fréttatengt efni
ásamt veður- og Iþróttafréttum.
20.15 Ruglukollar. Marblehead Manor.
Snarruglaðir, bandarískir þættir með
bresku yfirbragði. Afleiðing ríkidæmis
er stórt heimili og Stonehillhjónin eru
ekki öfundsverð af þeim vanda sem
þvl fylgir að stjórna þjónustuliði slnu.
Aðalhlutverk: Bob Fraser, Linda Thor-
son, Phil Morris, Rodney Scott Hud-
son og Paxton Whitehead. Para-
mount.
20.45 Hunter. Spennuþátturinn. Leynilög-
reglumaðurinn Hunter og samstarfs-
kona hans, Dee Dee MacCall, á slóð
hættulegra glæpamanna. Þýðandi:
Ingunn Ingólfsdóttir. Lorimar.
.........................................
21.35 Velkomin til Los Angeles. Welcome
to L.A. Þegar Caroll, ungur dægurlaga-
smiður, snýr til Los Angeles til að
ganga frá plötusamningi kemst hann
að því að ekki er allt með felldu varð-
andi samninginn. Aðalhluverk: Keith
Carradine, Sally Kellerman, Harvey
Keitel, Geraldine Chaplin, Lauren Hut-
ton og Sissy Spacek. Leikstjóri: Alan
Rudolph. Framleiðandi: Robert Alt-
man. MGM 1977. Sýningartími 100
mín.
23.15 Dómarlnn. Night Court. Næturvakt-
in reynist oft erfiö hjá dómaranum
Harry Stone en hann leysir hin ólíkleg-
ustu mál á ólíklegasta máta. Aðalhlut-
verk: Harry Anderson, Karen Austin
" og John Larroquette. Warner.
23.40 lllur fengur, ilia forgengur. Yellow
Sky. Hópur útlaga kemur að svefnbæ
I niöurníðslu þar sem aðeins búa gam-
all maður og ung stúlka. Aðalhlutverk:
Gregory Peck og Anne Baxter. Leik-
stjóri: William Wellman. Framleiðandi:
Lamar Trotti. Þýðandi: Lára H. Einars-
dóttir. 20th Century Fox 1948. Sýn-
ingartlmi 95 mln. s/h
01.15 Ógnarnótt. Fright Night. Hrollvekja.
Ungur piltur er sannfærður um að
nágranni hans sé vampíra og þar sem
enginn vill trúa piltinum reynir hann
að sanna mál sitt. Aðalhlutverk: Chris
Sarandon og Roddy McDowall. Leik-
stjórn: Tom Holland. Framleiðandi:
Herb Jaffee. Þýðandi: Björn Baldurs-
son. Columbia 1985. Sýningartími
100 mín. Alls ekki við hæfi barna.
03.00 Dagskrárlok
Rás I
FM 92,4/93,5
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Gylfi Jóns-
son flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur."
Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir
á ensku kl. 7.30. Fréttir eru sagðar kl.
8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir
sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum held-
ur Pétur Pétursson áfram að kynna
morgunlögin fram að lestri tilkynninga
laust fyrir kl. 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barnanna. Meðal efn-
is er saga eftir Hrafnhildi Valgarðs-
dóttur, „Kóngar I ríki sínu og prinsess-
an Petra". Höfundur les (6). Umsjón
Gunnvör Braga. (Einnig útvarpað um
kvöldið kl. 20.00.)
9.20 TónlisL
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Ég fer I friið. Umsjón: Hilda Torfa-
dóttir. (Frá Akureyri.)
11.00 Tilkynningar.
11.05 Vikulok. Fréttayfirlit vikunnar, hlust-
endaþjónusta, viðtal dagsins og kynn-
ing á dagskrá Utvarpsins um helgina.
Umsjón: Sigrún Björnsdóttir.
12.00 Tilkynningar. Dagskrá.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir.
13.10 í sumarlandinu með Hafsteini Haf-
liðasyni. (Einnig útvarpað nk. miðviku-
dag kl. 15.03..)
14.00 Tilkynningar.
14.05 Slnná-þáttur um listir og menning-
armál. Umsjón: Magnús Einarsson og
Þorgeir Ólafsson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.30 Leikrit: „William og Mary“eftir Ro-
ald Dahl. Leikgerð: Jill Brooke. Þýð-
andi og leikstjóri: Karl Ágúst Úlfsson.
Leikendur: Gunnar Eyjólfsson, Bríet
Héðinsdóttir, Erlingur Gíslason, Valdi-
mar Lárusson, Baldvin Halldórsson og
Þorsteinn Hannesson. (Einnig útvarp-
að nk. þriðjudagskvöld kl. 22.30..)
17.10 Tónlist á siödegi.
18.00 Sagan: „Hún ruddi brautina“.Bryn-
dís Víglundsdóttur þýddi og samdi.
Bryndís les (8.). Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Óskin. Þáttur í umsjá Jónasar Jónas-
sonar. (Einnig útvarpað á mánudags-
morgun kl. 10.30..)
20.00 Morgunstund barnanna. Umsjón:
Gunnvör Braga. (Endurtekið frá
morgni..)
20.15 Harmónikuþáttur. Umsjón: Sigurður
Alfonsson. (Einnig útvarpað nk. mið-
vikudag kl. 14.05..) 20.45 Af dreka-
slóðum. Úr Austfirðingafjórðungi.
Umsjón: Ingibjörg Hallgrímsdóttir og
Kristín Karlsdóttir. (Frá Egilsstöðum..)
(Einnig útvarpað á föstudag kl.
15,03..)
21.30 íslenskir elnsöngvarar. Kristinn
Sigmundsson syngur italska söngva.
Jónas Ingimundarson leikur á planó.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veóurfregnir.
22.30 Stund með P.G. Wodehouse. Hjálm-
ar Hjálmarsson les söguna „Jeeves og
harösoðna eggið" úr safninu „Áfram
Jeeves" eftir P.G. Wodehouse. Sig-
urður Ragnarsson þýddi.
23.10 Danslög.
24.00 Fréttir.
24.10 Um lágnættið. Jón Örn Marinósson
kynnir sígilda tónlist.
01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
8.00 Á nýjum degl - Erla B. Skúladóttir.
10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson
tekur á móti gestum í morgunkaffi,
leikur tónlist og kynnir dagskrá Ríkis-
útvarpsins.
12.20 Hádegisfréttlr.
12.45 Á réttri rás - Halldór Halldórsson.
15.00 Laugardagspósturinn. Umsjón: -
Pétur Grélarsson.
17.00 Lög og létt hjal. Svavar Gests.
19.00 Kvöldfréttlr.
19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi.
22.07 Út á lífiö. Skúli Helgason ber kveðj-
ur milli hlustenda og leikur óskalög.
2.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í
næturútvarpi til morguns. Fréttir kl.
2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri
og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 8.00, 9.00, 10.00,
12.20, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00.
08.00 Felix Bergsson á laugardags-
morgnl. Felix leikur góða laugardags-
tónlist og fjallar um það sem efst er á
baugi I sjónvarpi og kvikmyndahúsum.
Fréttir kl. 8.00 og 10.00.
12.00 Hádegisfréttir Bylgjunnar.
12.101, 2 & 16. Hörður Arnarson og Anna
Þorláks fara á kostum, kynjum og ker-
um. Brjálæðingur Bylgjunnar lætur
vaða á súðum. Ángríns og þó lætur
móðan mása. Fréttir kl. 14.00.
16.00 íslenski listlnn. Ásgeir Tómasson
leikur 40 vinsælustu lög Vikunnar.
Fréttir kl. 16.00.
18.00 Kvöldfréttatimi Bylgjunnar.
18.15 Haraldur Gislason og hressilegt
helgarpopp.
20.00 Trekkt upp fyrir kvöldið með góöri
tónlist.
22.00 Margrét Hrafnsdóttir, nátthrafn
Bylgjunnar.
03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
9.00 Sigurður Hlöðversson. Það er laug-
ardagur og nú tökum við daginn
snemma með laufléttum tónum og
fróðleik.
10.00 og 12.00 Stjörnufréttir (fréttasími
689910).
12.10 Gunnlaugur Helgason. Gunnlaugur
á fartinni á liðugum laugardegi.
16.00 Stjömufréttir (fréttasími 689910).
16.00 „Milli fjögur og sjö“. Bjarni Haukur
Þórsson. Bjarni Haukur leikur létta
grill- og garðtónlist að hætti Stjörn-
unnar.
19.00 Oddur Magnús. Ekið I fyrsta gir með
aðra hönd á stýri.
22.00 Næturvaktin. Helgi Rúnar Öskarsson
og Sigurður Hlöðversson með báðar
hendur á stýrinu.
3.00- 9.00 Stjörnuvaktin.
ALrA
FM 102,9
14.00 Tónlistarþáttur. Fjölbreytileg tónlist
leikin.
15.00 Ég, þú og Jesús (barnaþáttur).
16.00 Tónlistarþáttur
22.00 Eftirfylgd.
24.00 Dagskrárlok.
9.00 Barnatimi i umsjá barna. E.
9.30 I hreinskilnl sagt. Umsjón: Pétur Guð-
jónsson. E.
10.00 Tónlist frá ýmsum löndum. Tékknesk
tónlist. Umsjónarmaður Jón Helgi
Þórarinsson. E.
11.00 Fréttapottur. E.
12.00 Tónafljót.
13.00Poppmessa I G-dúr. Tónlistarþáttur
I umsjón Jens Guð.
14.00 Af vettvangi baráttunnar. Gömlum
eða nýjum baráttumálum gerð skil.
16.00 Um Rómönsku Ameríku. Umsjón:
Mið-Ameríkunefndin. Frásagnir, um-
ræður, fréttir og s-amerísk tónlist.
16.30 Opið. Þáttur sem er laus til umsókn-
ar.
17.00 Rauðhetta. Umsjón: Æskulýðsfylk-
ing Alþýðubandalagsins.
18.00 Búseti.
19.00 UmróL
19.30 Barnatími i umsjá barna.
20.00 Fés. Unglingaþáttur í umsjá ungl-
inga. Opið að sækja um.
21.00 Sibyljan. Ertu nokkuð leið/ur á sí-
bylju?
23.30 Rótardraugar.
23.13 Næturvakt. Dagskrárlok óákveðin.
Hljóðbylgjan Akuieyri
FM 101,8
10.00 Andri Þórarinsson og Axel Axelsson
með góöa morguntónlist.
14.00 Rokkað á Ráöhústorgi
17.00 Vinsældarlisti Hljóðbylgjunnar I
umsjá Andra og Axels. Leikin eru 25
vinsælustu lög vikunnar sem valin eru
á fimmtudögum á milli kl. 19 og 21 I
síma 27711. Einnig kynna þeir lög sem
líkleg eru til vinsælda á næstunni.
19.00 Ókynnt helgartónlist.
20.00 Sigríður Sigursveinsdóttir á léttum
nótum með hlustendum. Hún tekur
vel á móti gestaplötusnúði kvöldsins
sem kemur með sínar uppáhaldsplötur.
24.00 Næturvaktin. Öskalögin leikin og
kveðjum komið til skila.
04.00 Dagskrárlok.
Stöð 2 kl. 21.35:
Leitað að hinni
einu og sönnu ást
Rás 1 kl. 22.30:
Margir þekktir leikarar sýna list-
ir sínar í kvikmyndinni Velkomin
til Los Angeles (Welcome to L.A.)
sem Stöð 2 frumsýnir í kvöld. Með
helstu hlutverk fara Keith Carrad-
ine, Sally Kellerman, Harvey Keit-
el, Geraldine Chaplin, Lauren Hut-
ton og Sissy Spacek. Leikstjóri er
Robert Altman.
Myndin fjallar um ungan laga-
smið sem kemur til Los Angeles til
að ganga frá plötusamningi. Samn-
ingarnir fara úrskeiðis og málin
þróast þannig að lagasmiðurinn
snýr sér að kvennamálunum og
leitinni að hinni einu og sönnu ást.
Ýmislegt gengur á í þeirri leit.
Kvikmyndahandbókin gefur
þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu
og telur myndina eiga eftir að verða
sígilda. Þó er varað við því að sjálf-
sagt fellur hún ekki öllum í geð.
-ATA
Margir kunnir leikarar eru i kvik-
myndinni Velkomin til Los Ange-
les, þeirra á meðal Sissy Spacek.
Jeeves og harð-
soðna eggið
Aðdáendur P.G. Wodehouse fá eitthvað fyrir sinn snúð á rás 1 í kvöld.
Þá les Hjálmar Hjálmarsson söguna „Jeeves og harðsoðna eggið“ sem er
smásaga úr safhinu „Áfram Jeeves". Sigurður Ragnarsson þýddi söguna.
Frásagnarmáti og kímni Wodehouse er einstök og þeir sem á annað
borð kunna að mefa Wodehouse nánast dýrka bækurnar hans. Nokkrar
bækur eftir höfundinn hafa komið út á íslensku, þeirra á meðal „Snabbi“
og „Látum Psmith leysa vandann". Frægastur varð Wodehouse þó senni-
lega fyrir sögur sínar um Jeeves.
-ATA
Útvarp Rót kl. 14.00:
Baráttan gegn
áfengisbölinu
Þátturinn Af vettvangi
baráttunnar fjallar aö
þessu sinni um barátt-
una gegn áfengisbölinu.
Áfengi hefur fylgt
mannkyninu frá alda-
öðli og ávallt hefur stór
hópur fólks misnotað
hinn görótta drykk.
Bindindishreyflngin
hefur alltaf barist gegn
hvers kyns neyslu
áfengis og verður í þætt-
inum rætt við virka
bindindismenn og
stúkufólk um sögu og
verkefni hreyflngarinn-
ar.
Einnig verður fjallað
um starfsemi SÁA og
rætt við lækna og fleira
fagfólk um áfengisbölið.
-ATA
Sjónvarp kl. 19.25:
Bamabrek
Bama- og unglingaþátturinn Barnabrek verður á dagskrá Sjónvarpsins
í kvöld. 1 þættinum veröur bæði nýtt og endurflutt efni.
Litið verður inn á námskeið i Laugardalnum þar sem íþróttamenn fram-
tíöarinnar kynnast hinum ýrasu greinum íþrótta. Fylgst verður með
ungum listamönnúm í menningarmiðstöðinni Gerðubergi og rætt veröur
viö unglinga sem starfa hjá kirkjugörðum borgarinnar.
SJÓN, eöa Sigurjón Siguröarson, segir okkur frá barnabreki aö þessu
sinni. Endursýnda efhiö er sögustund með Guðrúnu Ásmundsdóttur þar
sem hún segir sögu sína um kariinn í kúluhúsinu.
Umsjónarraaður Bamabreks er Ásdís Eva Hannesdóttir.
-ATA
Ofneysla áfengis er vandamál sem fylgt hef-
ur mannkyninu frá aldaöðli. Við fáum að
fræðast um baráttuna gegn áfenginu á Út-
varpi Rót í dag.