Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988.
3
Norrænt tannlæknaþing í Reykjavík:
Nýtt fyllingarefni í
þróun í stað silfurs
„Þaö fir\nast engar óhrekjandi
sannanir fyrir skaösemi silfurfyll-
inga eöa amalgam í tönnum fólks.
Á Norðurlöndum hefur átt sér stað
mikil og oft hörð umræöa um skað-
semi kvikasilfurs í silfurfyllingum
og veriö geröar rannsóknir á efn-
inu þar og viðar. Af hundruöum
rannsókna má ráða að þessar fyll-
ingar séu ekki hættulegar. Eins
kemur fram hiö gagnstæöa í rann-
sóknum og greinum, en þær eru
færri og hafa oft ekki birst í vís-
indalegum tímaritum. Þaö hefur
enginn hundrað prósent svar viö
þessu atriði," sagöi Lennert Forst-
en, tannlæknir frá Finnlandi, í
samtali viö DV.
Lennert Forsten er hér á ársþingi
Norræna tannlæknafélagsins sem
haldið er í Óperunni í Reykjavík
þessa dagana. Þema þingsins er
„tannlæknir framtíöarinnar".
Framsaga Lennert Forsten á
þinginu nefnist „Ný viðmið við val
á tannfyllingarefni“, þar sem
Finnlandi, segir silfurfyllingar hafa
ýmsa vankanta og því æskilegt að
notast við önnur tannfyllingarefni
áhersla er lögö á val annarra fylli-
efna en silfurs í framtíðinni.
„Glerjónafylling“
„Æskilegt er aö nota fyllingarefni
sem hafa þaö í fór með sér aö ekki
þurfi aö bora eins mikið og viö
notkun silfurfyllinga. Viö höfum
nýtt efni í dag er nefnist glerjóna-
fylling. Þaö er enn í þróun en sam-
sefning þess er ekki nægilega sterk.
Þannig hentar þaö best viö viögerð-
ir á framtönnum og á hlið jaxla,
annars á þaö til aö brotna. Þarna
höfum viö þó vísi að fyllingarefni
framtíðarinnar, sem festist vel við
tennurnar og hindrar myndun
nýrra skemmda en er ekki nógu
sterkt. Við notkun silfurs getur
brðið skemmd á mörkum silfursins
og tannarinnar, þannig aö hreinsa
þarf fylhnguna úr og gera enn
stærri fyllingu en í upphafi. Þannig
hefur silfur ýmsa vankanta sem
aftur ýtir undir notkun hins nýja
glerjónaefnis þar sem það á við.“
-hlh
Hann var óheppinn, eigandi Toyota bifreiðarinnar á myndinni. Hann lagði bíl sínum á athafnasvæði Ríkisskips
við Reykjavíkurhöfn og átti sér einskis ills von. Bretti með áburðarpokum hrundi á bílinn sem skemmdist tölu-
vert, enda vegur hver poki fimmtiu kiló. DV-mynd S
Jón Ragnar Þorsteinsson, fyrrverandi uppboðshaldari í Vestmannaeyjum:
Bókunin fórst fyrir vegna anna
„Það má kannski segja aö mér
hafi yfirsést. Þetta á þó sínar skýr-
ingar, sem eru þær helstar að þetta
var mikill fjöldi mála og mótmæli
lögmannsins komu fyrirvaralaust.
Það voru fleiri mál þarna fyrir og
ég varð að taka á mótmælunum
strax. Fyrstu skýringar, sem lög-
maðurinn lagði fram, voru ekki
haldbærar. Ég gaf honum því frest
til að koma með frekari skýringar.
Að þeim fengnum kvað ég upp úr-
skurðinn. Þarna var mikill fjöldi
af uppboðsbeiönum og mikil bókun
í þessum sambandi," sagði Jón
Ragnar Þorsteinsson.
Hæstiréttur hefur ómerkt fjóra
af sex úrskurðum sem lögmaður
Pálma Lórenssonar veitingamanns
áfrýjaöi til Hæstaréttar. Jón Ragn-
ar stýrði uppboðsréttinum í Vest-
mannaeyjum og sagði Hæstiréttur
vinnubrögð hans ámælisverð.
Ómerkingarnar byggði Hæstirétt-
ur á skorti á forsendum í dómabók.
„Á þeim tíma, sem þessi uppboð
voru, varð að framkvæma þau á
eignunum sjálfum. Þetta olh því að
mikil frestun varð á framgangi
málsins. Þaö var búinn að fara
fram málflutningur og ég var búinn
að kveða upp úrskurðina. Til að
færa þetta til bókar varð að bóka
alla sem mættir voru. Það var mis-
jafnt hversu margir mættu í hvert
mál. Það hefði tekið svo mikinn
tíma hjá bókaranum. Lögmennirn-
ir óskuðu eftir því að þetta yrði
bókað eftir á. Eg hefði kannski
aldrei átt að samþykkja það,“ sagði
Jón Ragnar Þorsteinsson.
Jón Ragnar sagði að miklar annir
hefðu veriö hjá sér á þessum tíma.
Auk þess að vera settur bæjarfóg-
eti gegndi hann áfram staríi hér-
aðsdómara.
-sme
Fréttir
Landað úr Sóma 8. Aflinn tonni minni en áætlað var í upphafi
Stærsta trilluútgerð landsins á Neskaupstað:
AHi trillanna er á
við góðan skuttogara
- segir Ásgeir Magnússon bæjarstjóri
„Afhnn sem kemur úr smábátun-
um á Neskaupstaö er á við afla góðs
skuttogara,“ sagði Ásgeir Magnús-
son, bæjarstóri á Neskaupstað, í
samtah við DV. „Það eru hvergi fleiri
trillur, ef miöað er við mannfjölda,
en hér í bænum.“
Frá þvi að smábátahöfnin var
stækkuð fyrir tveimur árum hefur
bátum fjölgað ört. Til dæmis á síð-
asta ári fjölgaði smábátunum úr 70 í
rúmlega 100 og er talað um að smá-
bátahöfnin sé aftur að veröa of þröng
fyrir þennan fjölda.
DV lagði leið sína niður á höfnina
á Neskaupstað þar sem fjöldi smá-
báta var að sigla í höfn með aflann
sem þeir höfðu veitt frá því kvöldinu
áður. Meðal þeirra var Sómi 8 sem
sagður var hafa 3 tonn í farteskinu.
Löndunarmennirnir sögðu að alfinn
hefði verið mjög góöur að undan-
fórnu og ágætisverð hefði fengist fyr-
ir aflann. í sama streng tók Stefán
Björnsson, skipstjóri á Sóma 8, Sem
er 2 og 'h tonns bátur. Hann reynd-
ist hins vegar ekki hafa nema um 2
tonn upp úr krafsinu þegar upp var
staðið. „Það hefur verið ágætur afli
að undanförnu. Við sækjum aflann
yfirleitt út fyrir Breiöafjörðinn. Það
er mun meiri hagræöing í þessu eftir
að við fengum farsíma um borð,“
sagði Stefán. „Við hringjumst á, smá-
bátaeigendurnir, og fáum upplýsing-
ar hjá hver öðrum hvar besta fisk-
iríið er hverju sinni."
Guðmundur og sonur hans Sigurð-
ur fengu 8 tonn fyrstu 10 daga júní
mánaðar, úr 6 róðrum, en sonurinn
fékk 25% hluta af aflanum sem var
um 60 þúsund króna virði.
-GKr
„Við fáum ágætt verð fyrir aflann hér á Neskaupstað," sagði Stefán Björns-
son skipstjóri. Með honum á myndinni eru tveir synir hans.
DV-myndir GVA
Flugmannadeilan:
Samkomulag handsalað
„Það hefur ekki verið skrifað und-
ir neitt enda framlengist gildandi
kjarasamningur til 10. apríl 1989
samkvæmt bráðabirgðalögum ríkis-
stjómarinnar. Hins vegar hefur ver-
ið handsalað samkomulag um
ákveðna þætti aðra en launaliði og
það má því segja að áfangalok hafi
orðið um helgina,“ sagði Einar Sig-
urðsson, blaðafulltrúi Flugleiða.
Samkomulagið, sem handsalað
var, hefur í för með sér breytingu á
vinnutímareglum og lengir útivistar-
tíma flugmanna úr 12 dögiun í 18 í
sambandi við leiguflug. JFJ