Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988.
Fréttir
Lógreglumaður i tuttugu þúsund króna sekt fyrir handleggsbrotið:
Dæmdur fyrir líkams-
meiðingar af gáleysi
Sveinn Jónasson daginn eftir handleggsbrotið. Hann kærði handtökuna og
meðferðina strax næsta dag.
í Sakadómi Reykjavíkur hefur ver-
ið kveðinn upp dómur í handleggs-
brotsmálinu. Tveir vora ákærðir,
Árni Ólafsson, fyrrverandi lögreglu-
þjónn, var dæmdur til að greiða 20
þúsund króna sekt og fjórða hluta
málskostnaðar fyrir að hafa brotið
upphandlegg á Sveini Jónassyni. Mat
dómarans, Ingibjargar Benedikts-
dóttur, var að handleggsbrotið heföi
verið af gáleysi. Árni og Valgarður
Sveinn Hafdal varðstjóri voru sýkn-
aðir af öðrum ákæruliðum.
Það var aðfaranótt 13. febrúar að
Sveinn Jónasson frá Eskifirði var
handtekinn að Njálsgötu 39 í Reykja-
vík. Handtakan var framkvæmd eftir
að Hrafn, sonur Árna Ólafssonar, en
Hrafn var þá lögregluþjónn, bar þær
sakir á Svein Jónasson að hann hefði
stokkið upp á vélarhlíf bifreiðar
sinnar og valdið skemmdum með
athæfi sínu.
Síöar um nóttina kom til átaka á
milli Sveins ogþriggja lögregluþjóna,
auk fangavarðar, í fangageymslu lög-
reglunnar. Árni Ólafsson gekk harð-
ast fram í átökunum við Svein. Eins
og kunnugt er brotnaði vinstri upp-
handleggur Sveins í átökunum.
Sveini og lögregluþjónunum, sem við
sögu komu, ber sjaldnast saman um
málsatvik. Læknar segja að hand-
leggurinn hafi verið boginn er hann
brotnaði. Lögreglumennirnir segja
að Árni hafi tekið Svein „lögreglu-
taki“. Sveinn heldur því hins vegar
fram að snúiö hafi verið upp á hand-
legginn og honum slegið í afgreiðslu-
borö af miklu afli.
Ekki bráð hætta
Ðómarinn kemst að því að ekki
hafi veriö um ólöglega handtöku að
ræða. Þó segir í dóminum að til álita
komi hvort handtakan hafi verið lög-
leg vegna skyldleika Árna og Hrafns,
en þeir eru feðgar eins fyrr segir.
Eruifremur segir dómarinn:
„Ákærða Árna var rétt, er hann
hafði heyrt málavöxtu hjá syni sín-
um, aö fara þess á leit viö yfirmenn
sína á vaktinni að máliö yrði kannað
án hans íhlutunar, í stað þess að óska
eftir því að sinna því sjálfur. Þetta
var honum í lófa lagið, enda ekki
bráð hætta yfirvofandi. Þá þykir
einnig, eins og á stóð, óviðurkvæmi-
legt af ákærða að flytja son sinn og
annað vitni í lögreglubifreiðinni á
vettvang og leiða Svein Jónasson
þangað að þeim viðstöddum til við-
ræðna við þá lögreglumennina.
Við beitingu þvingunarúrræðis
sem handtöku er nauðsynlegt, rétt-
aröryggisins vegna, að ekki skapist
sú hætta aö ákvörðun um hana
stjórnist af persónulegum hagsmun-
um þeirra, sem að henni standa.“
í dóminum segir að í íslenskri lög-
gjöf sé hvergi að finna almennar regl-
ur eða einstök ákvæði um vanhæfni
lögreglustjóra eða lögreglumanna til
meðferðar einstaks máls. Því þótti
ekki ljóst að fyrir hendi væri skýlaus
lagaheimild er kvæði svo á að lög-
reglumenn væru vanhæfir í máli
sem þessu.
Sýknaður en fékk ávítur
Valgarður Sveinn Hafdal varð-
stjóri var ákæröur fyrir aö hafa vist-
að Svein Jónasson í fangaklefa þrátt
fyrir að enga nauðsyn bæri til. Dóm-
arinn kemst að þeirri niðurstöðu, sé
htiö til vitnisburðar, að ekki teljist
sannað að vistun Sveins Jónassonar
hafi verið að nauðsynjalausu. Val-
garður Sveinn var sýknaður.
Dómarinn átelur varðstjórann fyr-
ir að hafa ekki gert Sveini ljóst að
hann ætti kröfu á að fá réttargæslu-
mann, þrátt fyrir að skýlaust lagaá-
kvæði sé þar um og það beri að virða.
Það kemur fram að sú venja hefur
viðgengist að gera ölvuðum mönnum
ekki grein fyrir þessum rétti sínum
fyrr en áfengisvíman er runnin af
þeim.
-sme
Skaðabóta-
mál verður
höfðað
- segir lögmaður hans
„Það verður höfðað skaðabóta-
mál. Ég lít þannig á að rétt sé að
láta eitt ár h'ða áður en þaö verð-
ur höfðað. Þá ætti að vera komið
í Ijós hvaða afleiðingar þetta hef-
ur fyrir Svein Jónasson,“ sagöi
Jón Magnússon, lögmaður
Sveins Eskfirðings Jónassonar.
Jón sagði þetta ákveðna mál
ekkert sérstakt hvað þetta varð-
aði heldur ætti svo aö vera í
skaðabótamálum sem höfðuð era
vegna beinbrota.
Jón hafði ekki séð dóminn í
handleggsbrotsmálinu og var því
ekki tilbúinn að tjá sig um hann.
Sveinn Jónasson setti ekki fram
kröfur um skaðabætur í refsimál-
inu. -sme
Nýr Herjólhin
Endanleg
ákvörðun
í sumariok
„Þaö er búið að teikna nýjan
Hetjólf og stjórn Herjólfs hf. og
bæjarstjórnar Vestmannaeyja
hafa samþykkt teikningarnar og
kaupin fyrir sitt leyti. Rikið á
helminginn í Herjólfi og þar bíöur
máhð endanlegrar afgreiöslu
fram í ágúst. Þannig er biöstaöa
i málinu fram á haust,“ sagði
Magnús Jónasson, forstjóri Her-
jólfs hf., í samtali við DV.
Hann sagði að vegna þrýstings
á þingmenn í þinglok og sumarfr-
ía hefðu allir aðilar fallist á að
bíða til ágústloka þegar skoða
megi máhð betur.
„Nýr Herjólfúr hefur verið inni
á lánsíjárlögum síðustu tvö ár.
Tveggja mánaða bið skiptir ekki
miklu máh en áætlað er aö nýr
Heijólfur verði tilbúinn eftir um
tvö ár. Gamli Herjólfur hefur
ekki verið á söluskrá og ekki ver-
ið ákveðið hvort hann veröur
seldur eða látinn ganga upp í
nýja Herjólf.“ -hlh
í dag mælír Dagfari
Hver á stríðshanskann
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa
kastað hnútum hver í annars garð
að undanfómu. í þeim efnum hefur
ríkt bæði hugmyndaflug og orög-
nótt og hefur verið afar skemmti-
legt að fylgjast með þeim orðaskipt-
um. Sérstaklega þar sem htið ann-
að hefur gerst í pólitíkinni og fátt
um fina drætti. Er það guös þakk-
arvert að ráðherrar skuh hafa svo
þroskaðan skilning á hlutverki
sínu, að þeir hafi ofan af fyrir þjóð-
inni með skömmum og ávítum þeg-
ar ekkert annaö er að hafa. Má
raunar segja að þessi ríkisstjóm
hafi staöið sig frábærlega vel í þeim
efnum, vegna þess að hún hefur
ekki fengið miklu áorkað í stjórn-
arsamtarfi og efnahagsmálum, en
því meir hefur hún látiö að sér
kveða í frumlegum skeytasending-
um. Steingrímur hefur verið dug-
legastur í að skamma meöráðherra
sína og kenna þeim um ýmiss kon-
ar ófarir og vitleysu, en aðrir hafa
fylgt fast á eftir.
Lengi vel var Þorsteinn Pálsson,
forsætisráðherra nokkurs konar
blóraböggull í þessum nýja ráð-
herraleik. Hann tók á sig skamm-
irnar, hann tók á sig sökina af því
sem miður fór og hélt bæði greiðsl-
unni og brosinu, var góði og sæti
strákurinn í ríkisstjórninni, sem
lét allar ávíturnar yfir sig ganga.
Þorsteinn er nefnilega óvanur í
pólitíkinni og tiltölulega nýr í ríkis-
stjórn og vissi því ekki betur en aö
hann væri orðinn ráðherra í þeim
tilgangi aö láta gott af sér leiða.
En Þorsteinn er skýr og glöggur
strákur og hann hefur smám sam-
an verið að uppgötva að það að sitja
í ríkisstjórn er ekki það sama og
stunda ábyrga pólitík og halda
kjafti. Hann hefur lært sína lexíu
og nú er Þorsteinn búinn að breyta
um takt og stíl og farinn að rífa
kjaft eins og hinir. Annað hvort
hefur hann lært þetta af sjálfum
sér eftir umgengni sína viö aðra
ráðherra, eða þá að einhver góð-
hjartaður og velviljaður maöur
hefur kornið vitinu fyrir hann. For-
sætisráðherra á ekki aö vera gufa
og gengilbeina fyrir lausbeislaða
ráðherra úr öðram flokkum. For-
sætisráðherra er ekki maður með
mönnum nema hann sendi öðram
ráðherrum kveðjur á því máh sem
þeir skilja.
Þessi óvænta herstjórnarlist hjá
Þorsteini hefur komið hinum ráð-
herrunum á óvart. Steingrímur
hefur móðgast og furðar sig á að
forsætisráðherra kasti stríðs-
hanska framan í sig, blásaklausan,
en eins og alþjóð veit, er Steingrím-
ur alltaf saklaus og blár í framan,
þegar aörir era vondir við hann.
Steingrímur spyr í sakleysi sínu,
hvað þaö eigi að þýða hjá Þorsteini
aö kasta stríöshanska. Þorsteinn
segist ekki hafa kastað stríðs-
hanska. Allir viti að hann sé kurt-
eis strákur og seinþreyttur til
vandræða en það hafi verið fram-
sóknarmenn og Steingrímur sjálf-
ur sem hafi kastað stríðshanskan-
um. Það var Steingrímur sem byrj-
aöi, segir Þorsteinn.
Nú mun væntanlega heíjast nýtt
orðaskak um það hver hafi byrjað.
Alveg eins og strákarnir í sand-
kassanum í gamla daga, þegar allt
var komiö upp í loft, allir grenjandi
og kveinandi og foreldrarnir þurftu
aðblanda sér í deilurnar, þá sögðu
allir kór: Þaö var hann sem byij-
aði, þetta er honum að kenna.
Það er rétt hjá Steingrími að Þor-
steinn kastaði stríöshanska þegar
hann svaraði Steingrími út af gjald-
skrárhækkuninni hjá Landsvirkj-
un. En það var vegna þess að Stein-
grímur hafði kastað stríðshanska
út af gjaldskránni. En Steingrímur
getur líka sagt að hann hafi ekki
kastað fyrsta stríðshanskanum, þvi
ekki var það hann sem hækkaði
gjaldskrána. Það voru sjálfstæðis-
mennirnir sem stóðu fyrir því og
samþykktu hækkunina. En sjálf-
stæðismennirnir geta aftur á móti
sagt að þaö hafi alla tíð legið fyrir
að gjaldskráin myndi hækka eftir
að gengiö var fellt. Þeir byrjuðu
ekki, þaö voru framsóknarmenn
sem báðu um gengisfellinguna.
Framsóknarmenn báðu að vísu
, ekki um hana, en þeir töldu einsýnt
aö fella yröi gengið, þegar sjálf-
stæöismenn voru búnir að sigla
öllu í bólakaf í gengismálunum og
efnahagsmálunum.
Já, þaö er ekki gott að sjá hver
kastaði stríðshanskanum fyrstur.
En aðalatriðið er aö einhver hefur
kastað honum. Til þess era menn
í ríkisstjórn!
Dagfari