Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988.
Sandkom
Fréttir
Ástæðumar
fundnar_
Þaðfórvíst
ekM fram Rjá
neinumaðung-
irframsóknar-
mennsam-
þykktuum
daginnályktun
þarsemskoraö
______________varáríkis-
stjórnina aö segja af sér. Stuðnings-
menn stjórnarinnar flýttu sér að lýsa
því yfir að sitt væri nú hvað, ungur
og gamall framsóknarmaður. Þetta
þýddi því alls ekki að Steingrímur
væri á ieiö úr stjómarsamstarflnu.
í leiðara Tímans i gær er rætt um
samþykkt ungliðanna. í upphafi leið-
arans er rikisstjómm varin og þess
beðið að hún fai lengri tima til að
sanna sig. En skyndilega áttar leið-
arahöfundur sig á þ ví að ef til vill
hafi ungu mennimir eitth vað til síns
máls. Ööaverðbólga veldur ekki þess-
um sinnaskiptum, ekki vandi sjávar-
útvegs, fallandi gengi krónu, vanda-
mál landsby ggðarinnar, pólitískar
stöðuveitingar né óeining einstakra
ráðherra. Nei! Leiðarahöfundurinn
nefhir tvö dæmi málstað ungliðanna
til stuðnings: Fjármögnunarstofnun-
in Glitnir er aö tveim þriðju hlutum
i eigu útlendinga! Og iðnrekendur
hafa lagt til að gengi krónunnar verði
tengt erlendum aaldmiðlum! Þar era
þó komnar ástæðurnar fyrir stjóm-
arslitum.
Blómarósir
Þegarsólin
lætursvolítið
aðsýnasigá
höfúðborgar-
svæðinukepp-
astölidagblöð-
inviðaðbirta
sólarmyndir,
_____ llPaHI einsogvonlegt
er. Það er um leið fin afsökun fyrir
Ijósmyndarana aö taka myndir af fá-
klæddum stúikum og sundbola-
myndir úr laugunum prýða margar
forsíður. Trúrþessari stefnu birti
Tíminn í gær sólbaðsmynd á forsiö-
unni. Undir myndinni stóö meðal
annars: „Sólin setur svip sinn á borg-
arlífið og þessar blómarósir sóluðu
sig t gær i Sundlaugum Reykjavik-
ur.“ Ekkert við þetta að athuga nema
hvað frerast á myndinni er ungur
maður og er óvíst að hann taki því
fagnandi að vera kallaöur blóraarós!
Hómópatarog
múhameðstrúar-
menn
Skipun
Hannesar
Hólmsteins
Gissurarsonar
ilektorsstöðu
viðfélagsvis'
indadeildhefur
vakiötalsverð-
_____________arumræðurí
yóðfélaginu. Dr. Hörður Filippusson
dósent skrifar skemmtilega grein um
málið í Alþýðublaðið í gær. I grein-
inni segir Hörður að menntamálaráð-
herra hafi skipað Hannes vegna þess
að hann sé fúlltrúi fyrir skoöanir sem
litinn hljómgrunn hafi haft innan
deildarinnar: „Efráðherraerstað-
fastur í þessari stefnu sinni má búast
við aö hómopatar og andalæknar
verði skipaöir til starfa við lækna-
deild, enda eiga skoðanir þeirra þar
fáa formælendur. Ennfremur er
skortur á múhameðstrúarmönnum i
guöfr æðideild, andstæöingum þró-
unarkenninga í Liffræðistofnim og
þannig mætti lengi telja.“
Afturoq nýbúinn!
Sjöárastrák-
urúrReykja-
vikfórísveit
norðurílandí
vor.Ábænum
erfullorðin
kona.mjög
barngóð. Þegar
^ strákurinnvar
nýkominnábæinn smurði konan
brauðsneið handa honum og strákur
sagði: „Þakka þérkærlega!" Konan
varð hrærð vegna ávarpsins og sagði:
„Ekkert finnst mér eins yndislegt og
að heyra böm þakka kurteislega fyr-
ir sig.“ Þá sagöi strákurinn: „Ef þú
setur marmelaði ofan á brauðið
skaltu íá að heyra það aftur!“
Umsjón Axel Ammertdrup
Er nýtt þensluskeið vegna orkuframkvæmda í uppsiglingu?
Sjö orkuver þarf
fyrir nýtt álver
- fjárfesting í orkumálum 25 milljarðar vegna álversins
Heildarfjárfesting í raforkugeiran-
um á næsta áratug mun aukast um
25 milljarða króna ef af stækkun ál-
versins í Straumsvík verður. Þessar
tölur eru komnar frá Landsvirkjun
og er að finna í síðustu ársskýrslu
fyrirtækisins. Tölurnar eru miðaðar
við verðlag í desember. Þessara upp-
hæða verða íslendingar að afla sjálfir
eða taka þær að láni.
Kostnaður við fyrri hluta álversins
er áætlaður um 300 milljónir Banda-
ríkjadala eða tæpir 14 milljarðar kr.
Það er aðeins helmingur kostnaöar-
ins sem má búast við að verði 28
milljarðar þegar upp er staðið. Eins
og staðan er í dag er gert ráð fyrir
að álverið verði í eigu þeirra íjögurra
fyrirtækja sem nú hafa samþykkt
hagkvæmnisathugun. Mun hvert
þeirra eiga 25%. Eignarhluti af hálfu
ríkisins hefur þó ekki verið útilokað-
ur. Búast má því við framkvæmdum
upp á um 50 milljarða vegna stóriðju
á næstu tíu árum.
„Þensluáhrif“
„Framkvæmdir sem þessar hafa
tvímælalaust þensluáhrif en það eru
aðgerðir í kringum þær sem ráða því
hvaða áhrif þetta hefur á lítið hag-
kerfi eins og á íslandi," sagði Vil-
hjálmur Egilsson hagfræðingur. Vil-
hjálmur sagði að eftirspurn eftir
vinnuaili myndi aukast og auk þess
þyrfti erlent lánsfé að koma til. „Þaö
er auðvitaö ekkert að því aö taka
erlend lán til tiltekinna framkvæmda
en spurningin er hver verðmæta-
sköpunin verður af þeim fram-
kvæmdum," sagði Vilhjálmur.
Það þarf orku frá sjö raforkuverum
til að fullnægja nýju álveri af stærð
í kringum 200.000 tonn. í áætlun
Landsvirkjunar er gert ráð fyrir að
hluti af orku Blönduvirkjunar fari
til álversins, einnig stækkun Búr-
fellsvirkjunar, orka frá Nesjavöllum
og Kröílu og þá verði virkjað viö
Sultartanga, Villingames og Vatns-
fell. Þessar virkjanir á Landsvirkjun
til verkhannaðar og mætti því bjóða
þær út með skömmum fyrirvara.
Aflþörf nýs álvers er áætluð um 300
megavött.
-SMJ
Vatnsfell
Villinganes
Sultartangi
Krafla
Nesjavellir
St.Búrfells
Blanda
Núverandi
virkjanir
Orkuþörf
Orkugeta
A meðfylgjandi korti sjást þær virkjannir sem þarf að ráðast í vegna fyrirhugaðs álvers við Straumsvik. Þrjár þeirra eru á Þjórsársvæðinu, Búrfell 2,
Sultartangi og Vatnsfell. Þá er gert ráð fyrir orku frá tveim gufuvirkjunum, á Nesjavöllum og við Kröflu. Síðast en ekki sist þá kemur orka frá Blöndu.
Súluritin sýna annars vegar orkuþörfina sem er nú fyrir hendi með þeirri viðbót sem kemur með álverinu mælda í gígawöttum. Hins vegar sést hvaða afl
þær virkjannir, sem á að reisa, þurfa að framleiða til að anna þörfinni. Eru þar gefnar upp samsvarandi tölur í megawöttum.
Hjörieifur Guttormsson:
„Stóriðja er á leiðinni til
þriðja heimsins“
„Þaö eru margar spurningar sem
koma upp í hugann þegar slíkar
stórákvarðanir liggja fyrir," sagði
Hjörleifur Guttormsson, alþingis-
maður og fyrrverandi iönaðarráð-
herra, aðspurður um fyrirhugaöar
álversframkvæmdir.
„Fyrst og síðast hlýtur maöur að
spyija sig hvaða áhrif þetta hafi á
íslenska atvinnuþróun og hvort það
sé yfirleitt heppilegt að hlaða undir
erlenda stóriðju þegar hún er á leiö-
inni til þriðja heims landa. Þá er það
athyglisvert að farið er að gefa undir
fótinn með að raforka til hins nýja
álvers verði langt undir kostnaðar-
verði.“
Hjörleifur sagði að það væri greini-
legt að fulltrúar þeirra erlendu fyrir-
tækja sem um ræddi teldu sig fá raf-
orkuna á svipuðu verði og ísal. Sagði
Hjörleifur að meðalverð seldrar raf-
orku á síðasta ári heföi verið 22 mill.
Ódýr orka frá Blöndu kostaði 20 mill
en eigi að síður væri verið að ræða
um að selja orku á svipuöu verði og
ísal nyti i dag til hins nýja álvers.
„Þá tel ég mjög hæpið að tengja svo
mikinn hluta raforkuverðs hér á
landi við heimsmarkaðsverð á áli.
Sá toppur, sem hefur verið á álverði
að undanförnu, kemur varla til með
að vara lengi.“
Hjörleifur sagði að undarlega væri
aö allri málsmeðferð staðið og þá
sérstaklega að ráðast í svona mikla
framkvæmd án þess að nokkur þjóö-
hagsleg úttekt heföi farið fram.
Allt að 50 milljarða fjárfesting
„Þama á að fara út í fjárfestingu
upp á 20 til 50 milljarða en annað
eins hefur ekki sést hér á landi áður
á einu bretti. Ég get nefnt sem dæmi
að allar framkvæmdir ríkisins á síð-
asta ári námu aðeins 12,5 milljörð-
um. Þannig að það er brýnt að grant
sé skoðað hvaða áhrif framkvæmdir
sem þessar hafa á þjóðfélagið áður
en rokið er af stað.“
Þá sagði Hjörleifur að staðsetning
álversins væri enn eitt tilræöið við
byggðaþróun í iandinu og skilaboöin
til landsbyggðarfólksins væru skýr:
Það ætti að fara að pakka niður í
töskurnar.
„Ég tel engan vafa á því aö þetta
verður eitt af stórmálunum á Alþingi
í vetur og þar verður ríkisstjórnin
aö svara fyrir alla þætti þessa máls.“
-SMJ