Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Síða 12
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988.
Leiðtogi Ungverjaiands, Karoly
Grosz, hefur áhuga á umbota-
stefnu Gorbatsjovs.
Simamynd Reuter
Grosz hítti
Gorbatsjov
Grosz, leiðtogi Ungverjaiands,
hitti í gær Gorbatsjov Sovétleiötoga
í Moskvu og ræddust þeir við í
þrjár klukkustundir. Grosz gaf í
skyn að Ungverjar hefðu áhuga á
sams konar umbótum og sovéski
kommúmstaflokkurinn samþykkti
á ráðstefnu sinni á dögunum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Grosz
heimsækir Moskvu frá því að hann
tók við formennsku sovéska
kommúnistaflokksins eftir að Jan-
os Kadar lét af því embætti í janúar
síöastliðnum.
Reagan deilir á Dukakis
Rauðu khmer-
arnir taka þátt í
friðaiviðræðum
Dukakis leitar nú að varaforsetaefni og átti í gær fund með tveimur sem
til greina koma. Hér er Dukakis ásamt bandarískum þingmönnum.
Simamynd Reuter
Reagan Bandaríkjaforseti sakaði í gær Michael Dukakis um að reyna
aö leyna frjálshyggjustefnu sinni Lagði forsetinn áherslu á aö hann vildi
Bush sem næsta leiðtoga Bandaríkjanna.
Dukakis hélt 1 gær fund með tveimur mögulegum varaforsetaefnum,
fyrrverandi keppinautunum Richard Gephardt og A1 Gore. í dag er ráö-
gert að hann eigi fund með þeim þriðja, þingraanninum Lee Hamilton frá
Indiana.
Lögreglumaöur grunaður
Lögregluraaður í Manila er grun-
aður um að hafa reynt að myrða
vinstri sinnaðan menntamann sem
særðist i árásinni. Þrír lífverðir
létust við tilræöiö.
Yflrheyrslur fara nú fram yflr
grunuöum meðlimi sveitar sem
berst gegn kommúnistum. Talið er
að sveit þessi beri ábyrgð á morð-
um á iögfræðingum á Filippseyjum
undanfamar vikur.
Filippseyskur liðsforíngi meö vopn
sem tekin voru við húsleit í út-
hverfi Manila. Simamynd Reuler
Nitján hafa drukknaö undan
Ferðamenn
drnkkna
Níu ferðamenn, þar á meðal tveir
unglingar, drukknuðu í gær í
óveðri við Miðjarðarhafsströnd
Frakklands. Samkvæmt frásögn
yfirvalda hafa nítján manns
drukknað undan ströndixmi austan
Marseille frá því um helgina.
Veður hefur verið slæmt á þess-
um slóðum og mikil ólga í sjónum.
ströndinni vlð Marseille.
Reuter
Nýjar kínverskar eldflaugar
Kinveijar ætla að framleiða nýja tegund af eldflaugum, að þvi er Kín-
verska dagblaðiö sagði í morgun. í fréttinni mátti einnig lesa að geröar
hefðu verið tilraunir með þrjár tegundir af eldflaugum.
Yflrvöld í Kína hafa mikið reynt að koma eldflaugum sínum á fram-
færi til annarra landa, sérstaklega Miðausturlanda.
í mars tilkynntu kínversk yflrvöld að þau hefðu selt ótilgreindan Qölda
eldflauga til Saudi-Arabíu.
SpSlllng eykst
Áagar Eggeilsson, DV, Mundven;
í hinum ýmsu fylkjum V-Þýskalands komust í fyrra upp þijú hundruð
og þrjátiu mútu- og svikamál sem opinberir starfsmenn voru flæktir í.
Rannsóknarlögreglan ijóstraöi upp um ýmsa starfsmenn sem tóku viö
dýrum gjöfum og ferðalögum frá fyrirtækjum. Á móti fengu fyrirtækin
úthiutað ýmsum verkefnum.
Hæsta greiðslan fór til starfsmanns í gatnamáladeildinni í Frankfurt. Á
nokkrum árum runnu i pyngju hans um tuttugu og fimm milljónir króna.
Borgarlögmaöurinn í Frankfurt hefur nú skipað neöid sem koma á í veg
fyrir slikar mútur.
Nú sitja tveir borgarstjórar í gæsluvarðhaldi. Annar fyrir ijárdrátt og
hinn fyrir að feia einungis tveimur fyrirtækjura frarakvæmdir bæjarins.
Fundur utanríkisráðherra ASEAN,
ríkja Suðaustur-Asíu, gaf nýjar vonir
um frið í Kampútseu eftir níu ára
styijöld. Friðarviðræður milli hinna
striðandi afla í landinu verða haldn-
ar í Indónesíu þann 25. þ.m.
Að sögn utanríkisráðherra Thai-
lands, Siddhi Savetsila, hafa nokkrar
þjóðir boðist til að vinna að friðar-
gæslu í Kampútseu en verið getur
að aðstoðar Sameinuðu þjóðanna
verði æskt til að setja saman friðar-
gæslusveitir til að stuðla að friði í
landinu
Utanríkisráðherra Japans, Sosuke
Uno, er væntanlegur til Bangkok í
dag til að ræða hugsanleg fjárfram-
lög Japana til stofnunar slíkrar friö-
argæslusveitar. Uno mun ræöa viö
Shianouk prins, leiðtoga skæruliða í
Kampútseu, á fundinum í Bangkok.
Shianouk prins hefur stuðning ASE-
AN-ríkjanna og vestrænna rikja í til-
raunum sínum til að koma á friði í
Kampútseu. Shianouk sagði að
rauðu khmerarnir heíðu samþykkt
að taka þátt í friðarviðræðunum í
Indónesu þann 25. og að skæruliöa-
hreyfingin yrði leyst upp samhliöa
ríkisstjóm landsins. Hann sagði
einnig að rauðu khmeramir hefðu
samþykkt að stofnað yrði til fjögurra
flokka ríkisstjómar þegar Víet-
namskt herlið væri á brott úr
landinu sem og aö íbúar landsins
fengju að kjósa sína fulltrúa.
Utanríkisráðherra Thailands, Siddhi Savetsila, (t.h.) og Sihanouk prins á
blaðamannafundi í Bangkok á þriðjudag.
Simamynd Reuter
Utanríkisráðherra Japans, George
Schultz, utanríkisráöherra Banda-
ríkjanna, og utanríkisráðherrar
Ástralíu, Nýja Sjálands, Kanada og
V-Þýskalands munu hitta ráðherra
ASEAN ríkjanna á morgun og föstu-
dag til að ræða hugsanlegar leiðir til
að koma á friði í landinu.
Víetnamar réðust inn í Kampútseu
áriö 1978 til að steypa af stóli harð-
stjórn ríkisstjórnar rauöu khme-
ranna. Rauöu khmerarnir voru
ásakaðir um að hafa orðið þúsundum
að bana á meðan á íjögurra ára
valdatíma þeirra stóö. Þeir em nú
stærsti skæruliðahópurinn í Kamp-
útseu.
Reuter
Ohugnanlegt morð
í Svíþjóð
Gtmnlaugur A. Jónason, DV, Lundú
Umfangsmikil leit sænsku iög-
reglunnar á sér nú staö í skógunum
við Vánersborg í Vestur-Gautlandi
í Svíþjóö. Lögreglan leitar bæði úr
lofti, með þyrlum og á landi með
aðstoð sporhunda aö ungu finnsku
pari sem grunaö er um að hafa
myrt miöaldra hjón og sextán ára
son þeirra í bænum Ámsele í Norð-
ur- Svíþjóð aðfaranótt sunnudags-
ins.
Lögreglan hefur getað rakið slóö
finnska parsins til Vánersborg þar
sem bíll, sem tahð er aö þau hafi
stolið á flóttanum, hefur fundisL
Ýmis vitni hafa einnig getað gefið
upplýsingar um flóttaleið þeirra.
Það var á sunnudagsmorgun sem
þrjú illa útleikin a lík fundust í
kirkjugaröinum í Ámsele, feðgar,
skotnir til bana með haglabyssu,
ogkona, stungin til bana meö hnífi.
Morð þessi hafa vakið mikinn óhug
í Svíþjóð, ekki síst í ljósi þess að
lögreglan telur ástæðu morðsins
hafa vera hjólreiöstuid. Feögamir
sáu til finnska parsins um kl. 3 um
nóttina er það stal reiðhjólum íjöl-
skyldunnar. Feðgamir veittu par-
inu eftirför á bíl sínum að kirkju-
garðinum þar sem þeir vom skotn-
ir til bana með haglabyssu. Móðirin
kom svo rétt á eftir á reiðhjóii sínu.
Þegar hún kom að kirkjugarðinum
var hún einnig myrt, stungin til
bana með hníf.
Eyðni í Noregi
fyrir 22 árum
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Norskir vísindamenn hafa sýnt
fram á 22 ára gamalt tilfelli af eyðni.
Það var norskur sjómaður sem er
fyrsti eyönisjúklingurinn sem vitað
er um í Evrópu.
Maðurinn, sem á siglingum sínum
haföi viödvöl á mörgum stöðum í
Afríku, veiktist 1966. Hann smitaði
einnig eiginkonu sína sem veiktist
ári seinna. Tveggja ára dóttir hjón-
anna fékk sjúkdómseinkennin árið
1969. Þau dóu öll sama árið, 1976.
Læknarnir, sem höfðu umsjón með
fjölskyldunni, varðveittu blóðsýni úr
öllum sjúklingunum og nú hafa
norskir vísindamenn sannað dánar-
orsökina.
Þrjár mismunandi eyðniprufur
voru teknar úr hverju blóðsýni og
niðurstaðan var í öllum tilfellum sú
sama, nefnilega að um eyðni hefði
verið að ræða.
Norski læknirinn Stig Fröland, við
ríkissjúkrahúsið í Osló, skrifaði um
þessar niðurstöður í júníútgáfuna af
enska læknatímaritinu Lanced. Nið-
urstöðumar eru afar áhugaverðar
þar sem þær sanna að eyðni hafi
verið til í Evrópu mörgum árum áöur
en vitað hefur veriö.
Þetta eru elstu þékktu tilfelli af
eyðni í Evrópu og trúlega munu ekki
nokkurs staðar vera til eldri heimild-
ir um böm sem.hafa látist af völdum
sjúksómsins.
Uppgötvanir þessar geta haft áhrif
á vitneskju um útbreiöslu sjúk-
dómsins, bæði í fortíö og framtíö.