Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988.
13
Fréttir
Verðlaunahafar í Ökuleikni '88.
Okuleikni BFÖ og DV:
Hvers eiga Vopnfirðingar
að gjalda í vegamálunum?
Það var með hálfum huga að við
settum Vopnaf]örð á hsta yfir keppn-
isstaði í Okuleikni ’88, ekki vegna
slæmrar þátttöku ’87, heldur vegna
hinna hræðilegu minninga um veg-
inn niður Vopnafjarðarheiði.
Vegurinn hafði að vísu „skánað”
en guð hjálpi þeim sem þurfa að aka
hann oft á liverju sumri.
13 krakkar tóku þátt í reiðhjóla-
keppninni, 9 í yngri riðh og 4 í þeim
eldri. Þrjú efstu í yngri riðli urðu
Hhmir Víglundsson með 58 refsistig
og enga villu, Andri Geir Viðarsson
með 104 refsistig, þar af 40 fyrir vhlur
í brautinni og Bjamey Guðrún Jóns-
dóttir með 112 refsistig, þar af 40 fyr-
ir vhlur. í eldri riðli varð Vigfús
Vopni Gíslason í fyrsta sæti með 57
refsistig og eina vhlu. Fimi hans í
brautinni er annar besti árangur yfir
landiö. Annar varð Einar Ólafur Ein-
arsson með 62 refsistig, þar af 10 fyr-
ir villur og þriðji varð Sveinn Auð-
unn Sveinsson með 68 refsistig og þar
af 10 fyrir vhlur í braut. Gísli fékk
verðlaun fyrir besta tíma í braut.
Þátttakan í ökuleikninni var frem-
ur dræm eöa 7 karlar og aðeins 2
konur. Bestum árangri í kvennariðli
náði Sigurveig Róbertsdóttir og í
ööm sæti varð Kristín R. Jónsdóttir.
Hörður Magnússon náði bestum
árangri í karlariðli. Annar varð
Bjarni Magnússon og í þriðja sæti
varö Amþór Sigurjónsson. Þau Sig-
urveig og Hörður náðu bestum tíma
í braut.
- ESH.
Athugasemd frá
Geir Gunnari Geirssyni
DV hefur borist eftirfarandi at-
hugasemd, dagsett að Vahá 4.7.88:
„í Helgarpóstkryddaðri grein í síð-
asta Helgarblaði DV em ljótar lýs-
ingar á aðbúnaði thailenskra
stúlkna, sem hér hafa verið að
Vahá síðan í september síðasthðn-
um.
Varðandi þessi mál þætti mér
vænt um að eftirfarandi kæmi
fram: Samningur sá, sem nefndur
er í greininni, var mér sendur er-
lendis frá thbúinn th undirskriftar,
er ekki plagg, sem farið hefir veriö
eftir. Stúlkunum var tilkynnt að
laun þeirra yrðu hækkuð jafnt og
þétt eftir því sem kunnátta þeirra
th verka ykist. Það er staðreynd
að fyrst í stað vora þær sem áhorf-
endur og voru mjög lengi að læra
það sem nauðsynlegt er til að hægt
væri að tala um fullgilda starfs-
krafta.
Hlunnindi stúlknanna, sem upp-
tahn eru í greininni, geta verið
metin á ýmsan máta og ég hygg að
mörgum þyki nokkurs virði að
vera laus við þá kostnaðarhði.
Vinnutími stúlknanna er stórlega
ýktur því oftlega lýkur vinnu
þeirra fyrr en haldið er fram í
greininni. Blaðamaðurinn var hér
staddur um fimmleytið á fóstudeg-
inum 1.7., og þá höfðu þær þegar
lokið vinnu. Sjónvarpsmenn vom
hér um þrjú-fjögur leytið á laugar-
deginum 2.7. og þá var verið að
ljúka störfum. Er þetta þá tilviljun
eða er þetta DV sannleikur?
Virka daga hafa þær fengið frí
þegar þær hafa beðið um og þær
hafa verið hvattar að láta vita þeg-
ar þær langar til þess að fara í
bæinn.
Enn ein ósannindin eru þau að
stúlkurnar hafi verið kallaðar eftir
vinnutíma til thtektar á heimili
okkar hjóna. Þau verk hefir íjöl-
skylda mín annast sjálf, utan nokk-
ur skipti þar sem stúlkurnar hafa
komið til aðstoðar síðdegis og hefur
kona mín þá unnið þau verk með
þeim.
Varðandi kvittanir fyrir greiðsl-
um og kvittanalausar greiðslur,
skal það tekið fram að þeim er full-
kunnugt um hver árangur verður
af dvöl þeirra að Vallá og hafa sam-
anburð þar um, því þeim hefir ver-
ið lofað gulh og grænum skógum
ef þær fæm héðan.
Þrátt fyrir slík tilboð telja þær
hag sínum betur borgið hér. Þetta
er nokkur huggun fyrir okkur því
þessi árás er þannig gerð á mann-
orð okkar hjóna að það svíður und-
an. Til að kóróna svívirðuna, er það
gefið í skyn að konan mín hreyti í
þær notuðum fótum af sér. Þetta
er slíkt buh að engu tali tekur.
Stúlkan, sem DV segir að hafi
strokið héðan, strauk ekki, heldur
fór th manns síns og ég hafði sagt
honum í síma að best væri aö hún
færi til hans sem fyrst.
Fyrirsögn greinarinnar og síð-
asta málsgreinin era enn ein undir-
strikunin á því að Helgarpósturinn
er genginn aftur á DV. Ef hræðsla
og eymd stúlknanna var þvílík, því
kallaði ekki stúlkan, sú sem strauk
úr vistinni, til aðstoðar fyrr, nægur
tími var til þess fyrir hana.
Ragna Bergman mun athuga
hvort eitthvað bjáti á hjá stúlkun-
um og að allri pappírsþörf kerfisins
verði fuhnægt.
Rétt er að bæta við að stúlkurnar
hafa atvinnuleyfi til landbúnaðar-
starfa.
Wanna Norasing og Supawan
Kornakaew hafa fengið þessar lín-
ur þýddar fyrir sig og votta að þetta
sé satt og rétt.
Hafið svo þökk fyrir birtinguna.
Geir Gunnar Geirsson, Vallá.“
Allt vétt eftir stúlkunum haft
- segir Ragna Bergman um viðtal DV á laugardag
„Það var aht rétt eftir stúlkunum
haft í DV á laugardaginn,” sagði
Ragna Bergman, formaður Verka-
kvennafélagsins Framsóknar, en
hún var viðstödd samtal blaðamanns
DV við thailensku stúlkurnar á
Vallá.
„Þeir pappírar sem ég skoðaði voru
eins og greinir frá í DV. Þær sögöust
fá notuð föt af frúnni þótt þær dragi
það nú th baka. Þetta er viðkvæmt
mál fyrir þessar stúlkur. Það kemur
nú á daginn að þær segjast hafa það
mjög gott og líði mjög vel. Ég sé al-
veg hvað er á ferðinni. Afstaöa þeirra
var hins vegar aht önnur á fóstudag-
inn þegar þið rædduð við þær,“ sagð-
i Ragna. -gse
Hvammstangi
Nýir umboösmenn á Hvammstanga frá og meö 1.
júlí 1988 eru Kristi Anna Jessen, Kirkjuvegi 8, sími
95-1368, og Ásthildur Ólafsdóttir, Hlíðarvegi 14,
sími 95-1405.
RITARI
Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í
utanrlkisþjónustunni.
Krafist er góðrar tungumálakunnáttu og góðrar vélrit-
unarkunnáttu.
Eftir þjálfun ( utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir
að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum Is-
lands erlendis.
Eiginhandarumsókn, með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu,
Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 21. júlí nk.
Utanríklsráðuneytlð
Vljög vandaðir danskir barnaskór frá Kennedy.
Stærðir 18-23. Leðurfóðraðir með mjúkum innlegg-
um. Litir: hvítir eða hvítir með bláu og rauðir með
hvítu. Verð kr. 1.880,-
smáskór
Skólavörðustig od
gegnt Iðnaðarmannahúsint'
Sími 622812.
Póstsendum.
Opið laugardaga frá 10-12.
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐU-
NEYTINU:
Lausar stöður við framhalds-
skóla
Við Menntaskólann við Sund er laus til umsóknar
stundakennarastaða í eðlisfræði. Upplýsingar eru
veittar í símum: 35519, 33419, 44705 og 32858.
Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eru lausar kennara-
stöður í íþróttagreinum, stærðfræði og hálf staða í
matvælagreinum. Þá vantar stundakennara í ís-
lensku, rafeindavirkjun, rafvirkjun og ýmsum öðrum
greinum. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans
eftir 10. ágúst.
Við Flensborgarskóla í Hafnarfirði eru lausar stundar-
kennarastöður í eftirtöldum greinum: eðlisfræði,
stærðfræði, vélritun, bókfærslu, fjölmiðlun og latínu.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 150 Reykjavík fyrir 20. júlí næstkomandi.
Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum
viðkomandi skóla.
Þá er umsóknarfrestur um áður auglýsta kennara-
stöðu í ensku við Flensborgarskóla í Hafnarfirði fram-
lengdur til 8. júlí.
Menntamálaráðuneytið