Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Ráðning Hannesar
Mikið íjaðrafok hefur orðið vegna ráðningar Hannear
Hólmsteins Gissurarsonar í lektorstöðu í stjórnmála-
fræði. Ætla mætti að hér væri á ferðinni feitur bitlingur
og valdamikið embætti sem sköpum gæti skipt. En í ljósi
þess að hér er verið að skipa í kennarastöðu í félagsvís-
indadeild Háskólans, kennslustarf sem snýr að byrjend-
um í fræðigreininni, gegnir furðu hversu heitt mönnum
er í hamsi. Skýringin er auðvitað sú að Hannes Hólm-
steinn á hlut að máli og ráðning hans er pólitískari fyr-
ir þá sök að Hannes hefur verið einn umdeildasti og
ákafasti talsmaður frjálshyggjunnar.
Hannes Hólmsteinn hefúr jafnframt verið ötull í starfi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Að vísu greinir menfi á hvort
framganga hans hafi orðið Sjálfstæðisflokknum til fram-
dráttar en engu að síður hefur Birgi ísleifi Gunnarssyni
menntamálaráðherra þótt ástæða til að launa Hannesi
liðveisluna og veita honum starfið.
Ráðherrann ber það af sér að ráðningin sé pólitísk.
Það er óþarfi hjá Birgi, enda hefur hann í öðru orðinu
viðurkennt að hann telji það hollt fyrir félagsvísinda-
deild að þar rúmist mismunandi og margvísleg sjónar-
mið og á þá við að Hannes sé ekki skoðanabróðir þeirra
sem þar eru fyrir. Þarna segir ráðherra beinlínis að
hann láti skoðanir Hannesar að einhverju leyti ráða
vali sínu og sú hreinskilni fer ráðherranum miklu bet-
ur, enda sannleikanum samkvæmt.
Háskólamenn, þeir sem eru andvígir Hannesi Hólm-
steini, hafa mótmælt ráðningunni og vísa til þess að
ráðherra hafi hundsað dómnefnd og álit félagsvísinda-
deildar um hæfni umsækjenda. Dómnefndin komst að
þeirri niðurstöðu að Hannes Hómsteinn sé hæfur að
hluta. Það er skrítinn niðurstaða og ekki mjög vísinda-
leg, enda vefst það fyrir leikmönnum að skilja hvernig
maður, sem hefur doktorspróf í stjórnmálaheimspeki,
sé vanhæfur til að kenna byrjendum. Miklu nær væri
fyrir þá sem fyrir sitja í félagsvísindadeild að segja það
hreint út að þeir vilji ekki Hannes af pólitískum ástæð-
um. Það er auðvitað ástæðan á bak við lætin gegn Hann-
esi. Mönnum líkar ekki við skoðanir hans. Hann er
dæmdur á pólitískum forsendum. Þess vegna er það
broslegur tvískinnungur þegar félagsvísindamenn eru
að skammast út í ráðherrann fyrir póhtíska veitingu.
Hvort sem Háskólamönnum líkar eða ekki þá hefur
ráðherra síðasta orðið í þessu máli. Af einhverjum
ástæðum hefur löggjafarvaldinu þótt skynsamlegt að
fela ráðherrum þetta vald og ekki kæmi á óvart þótt
ástæðan væri meðal annars óttinn við að pólitíska mis-
notkunin yrði enn verri ef valdið til að ráða kennara
og prófessora við Háskóla íslands flyttist yfir á hendur
þeirra sjálfra. Kemur það ekki einmitt í ljós, þegar lekt-
orsembættið í stjórnmálafræðunum er til úthlutunar,
að póhtíkin er hálfu verri og harðskeyttari hjá þeim sem
eru að amast við henni?
Meðan skipunarvaldið er í höndum ráðherra beitir
hann að sjálfsögðu því valdi til að gera upp á milli
umsækjenda, eins og lög gera ráð fyrir. Hann hefur
ekki lotið áliti dómnefndar eða vilja félagsvísindadeild-
ar. Það er hægt að skamma hann fyrir það, en það er
ekki hægt að saka hann um misnotkun, vegna þess að
til lítils er að hafa ráðherra með skipunarvald ef ekki
er til annars ætlast af honum en stimpla annarra manna
niðurstöður. Um hitt geta póhtískir áhugamenn haldið
áfram að deila hvort Hannes Hólmsteinn sé heppilegur
bandamaður. Það kemur hins vegar vísindunum og
Háskólanum htið við. Ehert B. Schram
Uppblástur -
Moldin fýkur
Moldin rýkur í burt, gróðurlendi
á íslandi er alltaf að minnka. Þetta
eru fréttur sem við höfum heyrt
nær daglega nú undanfarið. Nú
koma þessar fréttir frá Norður-
landi. Svipaðar fréttir fengum við
af Suðurlandi í fyrra. En þrátt fyrir
þessar háskalegu fréttir gerist fátt
sem til bjargar mætti verða. Land-
græðsla ríkisins streðast við en
íjársvelti hennar er svo algert að
ekki næst einu sinni að halda í
horfmu, eyðingin vex jafnt og þétt.
Það er eins og stjórnvöldum þyki
flest meira um vert en að græða
upp landið. Viö eyöum milljörðum
í flottræfilshátt á meðan moldin er
að íjúka út í hafsauga eða sandur-
inn að ryðjast yfir vanmegnan há-
fjallagróöur. Nefndar hafa veriö
háar tölur um gróðureyðinguna og
hve langan tíma það tekur að end-
urheimta gróið land eins og það var
til foma. Þessar tölur hækka með
hverju ári sem líður verði ekki
brugðist við af meiri alvöru en
hingaö til. Hér er um svo stórt
verkefni að ræða að almennafé
verður til að koma og önnur verk-
efni verða að bíða eða vinnast á
lengri tíma.
Þjóðarátak.
Það má ekki skilja þessi orö mín
svo að engir séu að sporna við fæti.
Landgræðslan hefur unnið mjög
gott starf þótt lýjandi sé að vinna
við kringumstæður hennar þegar
fjármagn er svo lítið að ekki er
nokkur leið að hafa við eyðing-
unni, hvað þá stöðva hana. Áhugi
á skógrækt hefur margfaldast og
það skapar marga möguleika. Nú
síðast hafa stórkaupmenn gengist
fyrir átaki í gróðurvemd undir
kjörorðinu „Græðum, græðum“ og
er þaö vissulega þakkarvert. Þeir
stefna að þvi aö sameina menn til
stórátaks í þessum efnum og höföa
þar bæði til fyrirtækja, félagasam-
taka og einstaklinga. Allir sem
vettlingi geta valdið eiga að styðja
þetta framtak.
Ég drap á skógræktina áðan. Þar
hafa margir einstaklingar og félög
skógræktarmanna unnið gott starf
í kyrrþey og unaösreitir hafa víða
veriö að rísa upp sem verða öðrum
hvati til gróðurvemdar. En miklu
betur má ef duga skal. Eitt af nauð-
synjaverkunum í þessu tilliti er að
koma í veg fyrir alla ofbeit. Hún
er öllum til skaða, líka búijáreig-
endum. Fjallaauðnir íslands eru
KjaUarinn
Kári Arnórsson
skólastjóri
ekki beitiland. Vandalaust á aö
vera að skipuleggja svo búskap á
íslandi að allar skepnur, sem þörf
er fyrir, hafi nóg að bíta án þess
að þurfa aö níðast á veikum há-
fjallagróðri eða ofsetja heiðarlönd.
Ennþá auðveldara á að vera að
hafa stjórn á þessu þegar sauðfé
hefur fækkað jafnmikið og raun
ber vitni. Hross verða að taka sitt
gras að mestu leyti á láglendi og
aöeins má beita þeim á heiðalönd
sem mjög vel eru gróin og sé það
gert undir eftirliti. Landssamband
hestamannafélaga gekkst fyrir þvi
á sínum tíma að skattleggja sína
félaga í þeim tilgangi að koma upp
áningarhólfum og rækta land.
Þessa var full þörf og er enn. Þeim
er í mun að hestamenn gangi vel
um landið en við þurfum einnig að
gæta þess í beitarafnotum. Þeir
tímar kunna að vera framundan
að allt búfé veröi að vera innan
girðinga. Þegar í stað er þess full
þörf í sumum landshlutum því
stærri og stærri svæði verður að
friða.
Gróðurverndarskattur
Hér aö framan minntist ég á átak
sem Féíag stórkaupmanna gengst
fyrir. Ég vona svo sannarlega að
það verði þjóðarátak. En ég vil enn
og aftur minna á að stjórnmála-
menn verða að taka miklu fastar á
þessu en verið hefur. Ég hef áður
minnst á þá hugmynd að lagður
verði nefskattur á alla skattgreið-
endur og megi eingöngu nota þetta
.fé til landgræöslu. Eitt þúsund
króna skattur gæfi 120 milljónir
króna á ári. Þaö stappar nærri að
vera tvöfóldun á því fé sem Land-
græðslan hefur í dag.
Ég veit að flestum finnst nóg um
þær miklu skattaálögur sem fyrir
hendi eru. En verkefnið er svo gíf-
urlegt og svo brýnt aö ALLRA
LEIÐA verður að leita. Skatt af
þessu tagi, jafnvel þótt tvö þúsund
krónur væru á ári, held ég flestir
myndu greiða fúslega væri það
tryggt áö hann rynni eingöngu í
þetta verkefni. Nauðsynlegt væri
að binda það með lögum því annars
gætu þeir, sem meö ríkisfjámálin
fara, tekiö þetta fé til annarra nota,
samanber skattinn til Þjóðarbók-
hlööunnar.
Að lokum vil ég minna á þýðingu
þess að aukinn sé að miklum mun
áróöur fyrir gróðurvernd og upp-
græðslu. Þann áróður þarf að reka
sem víðast. Koma þarf upp vegg-
spjöldum sem víðast sem sífellt
minna okkur á. Hefja þarf fræðslu
í skólum og ætla til þess tíma. Þessi
fræðsla þarf að fara fram á öllum
skólastigum en ekki aðeins í
grunnskólanum. Umhverfis-
fræðsla á að sitja í fyrirrúmi þegar
kennslutími veröur lengdur og þar
á gróðurverndin og umgengni um
landið að vera númer eitt. Þaö virð-
ist vera að skapast undiralda meðal
fólks um aðgerðir í þessu máli og
hún þarf að veröa aö svo hárri öldu
að hún hrindi af staö framkvæmd-
um.
Kári Arnórsson
„Eg hef áður minnst á þá hugmynd,
að lagður verði nefskattur á alla skatt-
greiðendur og megi eingöngu nota
þetta fé til landgræðslu. Eitt þúsund
króna skattur gæfi 120 milljónir króna
á ári.“