Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. Spumingin Hvað finnst þér íslenski fáninn tákna? Ólafur Guðnason: Hann táknar sjálf- staeði þjóðarinnar. Sigríður Rósa Kristjánsdóttir: Bara allt. virðingu til dæmis. Eiður Ágúst Gunnarsson: Táknar samúð fyrir aðra. Visst þjóðartákn. Ragnheiður Eyjólfsdóttir: Stolt þjóð- arinnar. Fallega liti, fallegt land - ís og eld. Fínn fáni. Ég er hreykin af honum. Ólöf Jóna Jónsdóttir: Ég veit það ekki, bara íslenska fánann. Lesendur Þýskalandsferð forseta: Blástur og blíðmæli Pétur Guðmundsson skrifar: Ég las í DV lesendabréf frá Aðal- steini Jónssyni undir yfirskriftinni ..Tengsl íslands og V-Þýskalands: Blásið lífi í samskiptin" þar sem hann ræðir um opinbera heimsókn forseta íslands tii Vestur-Þýska- lands. Ég er sammála Aðalsteini um margt sem hann segir, einkum þegar hann bendir á að þaö sé nú kannski ekki við hæfi að vera alltaf að fara með matvæli með sér þegar um opinber boð sé að ræða þar sem það sé gestgjafans að leggja til það sem boðið sé upp á. Einnig talar hann um að það sé ekki við hæfl að taka með sér skemmtikrafta og á þar viö blás- arakvintettinn sem á að leika við ýmis tækifæri þarna ytra, t.d. við móttökuathöfn hjá forsetanum. Þessu er ég líka sammála. Mér finnst að þarna sé verið að ofhlaða í kynningu jafnvel þótt listin eigi í hlut. Mér finnst nóg að gert í vin- gjarnlegum orðaskiptum og blíð- mælum hvers konar miili þjóð- höfðingja og að ekki þurfi fjöl- mennt lið að fylgja forsetanum. Ég vil hins vegar taka fram að ferðir hans til annarra þjóða og önnur slík samskipti eru af hinu góða og þau hefur forseti okkar rækt með prýði til þessa. En öllu má ofgera. - Heyrt hef ég að erlend- ir þjóðhöfðingjar í gestgjafahlut- verki geri ýmislegt gestum sínum til heiðurs. Þannig hafi t.d. verið tekið á móti forseta okkar á Ítalíu með lúörablæstri við móttöku eina þar. Gæti þar verið komin skýring- in á hugmyndinni að hafa blásara með í for til Þýskalands. En það er mikill munur á hvort svona serimóníur eru framk væmd- ar í landi gestgjafa, sem vill tjalda öllu þvi besta, eða hvort gesturinn leggur til með sér. Mér finnst hann eigi ekki að leggja neitt annaö til en blíðmæhn og svo sem eina mót- töku sem þakkarvott. Endurgjaldið er svo í formi opinbers boðs hingað til okkar og þá er við hæfi að blása til samkvæmis. Blásið við móttöku forseta íslands í Ítalíuferð á sl. ári. Varia lágmaiks- þjónusta Ragnar S. skrifar: Ég þurfti að sinna erindum hjá Vöruflutningamiðstöðinni sl. fóstudag og þegar ég kom á stað- inn kl. 16.01 var þar harðlokað. Mér var bent á aö lesa tilkynn- ingu á hvítu spjaldi sem sett haföi veriö í einn gluggann þar sem til- kynnt var um lokunartíma. Ég hélt aö þaö væri lágmarks- þjónusta að hafa opið til kl. 17.00 á fóstudögum. Mér finnst aö fyr- irtækiö ætti að athuga þetta nán- ar og bæta úr þjónustuleysinu. Ræðum málefnið Fjóla Felixdóttir, Ljósheimiun 10, skrifar: Mig langar til að fá birtar nokkrar lfnur, varðandi lesenda- bréf sem birtist í DV fimmtudag- inn 30. júni sl. og bar yfirskriftina „Greiðum mæðrura mismun- inn“. Ég vil einungis láta koma fram að ég er einstæð móðir með þijú börn og er ein þeirra sem er þvi máli fylgjandi, sem kemur fram í greininni. Þess vegna varð ég mjög ánægð að sjá aö fleiri hafa áhuga og vilja gera eitthvað i málinu. Ég bið því Kristínu Jónsdóttur (höfund les- endabréfsins) og aðrar mæður, sem áhuga hafa og lesa þessar línur, að hafa samband við mig. - Við gætum aö minnsta kosti rætt máiiö. (Síminn hjá mér er 689769.) lýsingáleikjumí útvarpivel þegnar Snorri Snorrason Víkingur og Ólafur .Ólafsson Framari skrifa: Við viljum þakka alveg æðis- lega vel fyrír beinu útsending- araar frá knattspyrauleikjunum 2 í Súdeildinni á rás 2, Viö fógn- um því einnig, aö Bjarni Felixson er nú kominn í hópinn með lýs- ingar, og þó sérstaklega lýsingum hans á Evrópukeppninni síöustu. Við vinnum vaktavinnu og þess vegna er það kærkomin tilbreyt- ing að ía útvarpslýsingar eins og þær hafa veriö. - Aðrar útvarps- stoðvar mættu gjarnan taka sér þetta til fyrirmyndar. Vinnum við hjá Flugfélagi íslands?: Einkennileg skilgreining í VR-töxtum Starfsmaður hringdi: í síðustu VR-fréttum, sem inni- héldu launaskrá Verslunarmannafé- lags Reykjavikur, var athyglisverð framsetning á skilgreiningu launa- flokka starfsfólks Flugleiða hf. - Sumir voru skráðir samkvæmt venju (þ.e. „eftir 1 ár í starfsgrein“, o.s.frv.) - en svo stóð allt í einu, fyrir þá eldri: „Eftir 5 ár hjá FÍ“ - og átti þetta við fólk í flugafgreiðslu, sölu- skrifstofum, farmiöasölum, hleöslu- menn, en þó einkum starfsmenn á tæknilager, sem enginn launaflokk- ur er undanskilinn, samkvæmt skil- greiningunni „Eftir ..ára starf hjá FÍ“. Þar sem við höfum veriö aö ræöa þessa skilgreiningu hér, án þess aö komast að niðurstööu, hringdi ég á skrifstofu VR og spurðist fyrir um hvað þetta „FI“ þýddi. Eftir að starfs- stúlka hafði borið sig saman við starfsfélaga á staðnum, var vísað á lögfræðing félagsins. í hann var hringt og upplýsti hann, að þessi sér- staka skammstöfnun, „FÍ“ væri sett þarna samkvæmt sérstökum tilmæl- um frá starfsmannastjóra Flugleiöa hf. Nú er spurningin; Vinna sumir starfsmenn enn hjá Flugfélagi ís- lands, eða er þetta sett í samninga vegna einhverra sérstakra ákvæöa frá fyrri árum sem gilda milli starfs- manna þess og félagsins? - Það skal tekiö fram aö enn eru hlutafélögin Flugfélag íslands hf. og Loftleiðir hf. til og eru sérstakar stjórnir kosnar fyrir félögin, og sitja sömu menn í stórn þeirra og Flugleiða hf. Hugsanlega eru einhver önnur tengsl á milli þessara tilmæla starfs- mannastjóra Flugleiða um aö halda skammstöfuninni „FÍ“ í launalist- um, en ef svo er vita hinir almennu starfsmenn ekki hver þau eru. Hringið í síma 27022 miHi ki. 13. og 15 eða skrifið Græðum á virkjunum Halldór Björnsson skrifar: Nú á aö fara aö byggja hér tvær stórar álverksmiðjur. Ekki hvarfl- ar þaö að mér að auðhringirnir séu aö húgsa um aö gera þetta í góö- gerðarskyni. Mér finnst því að viö Islendingar ættum aö reyna aö hafa sem mest út úr þessu. - Þótt álver- iö í Straumsvík hafi borgað upp Búrfellsvirkjun og meira til á stutt- um tíma, þá var veröið á rafmagn- inu hlægilega lágt framan af. Nú er Reykjavíkurborg að reisa gríðarlega stórt orkuver á Nesja- völlum, bæöi fyrir heitt vatn og til raforkuframleiðslu. Þar er veriö aö tala um mikla raforkuframleiðslu með einföldum vélum. - Mér finnst að þeir ættu að nota mikinn og flók- inn tækjabúnað, eins og gert var við Kröflu, og græða nóg á þessu. Vonandi fer ekki að gjósa þarna líka. En svona til öryggis ætti að tryggja mannvirkin nógu hátt hjá einhveiju stóru, erlendu trygging- arfélagi. Frá framkvæmdum á Nesjavöllum. - „Þar ætti að nota mikinn og flók- inn tækjabúnaö," segir bréfritari. intdiuMii unnMtnmuun i^UUb'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.