Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Qupperneq 18
Sviðsljós Ólyginn sagði... Karl prins er nú sagður farinn að lengja eft- ir að fá að taka við af móður sinni. Hefur hann af þessum sök- um leitað ráða hjá stjörnuspek- ingmn hvenær sé besti tíminn að biðja Betu um að segja af sér svo hann geti tekið við. Kalli er orð- inn þreyttur á aðgerðaleysinu og vonar að senn verði stjömumar honum hliðhollar þó að móðir hans hafi tilkynnt fyrir tveimur áram aö hún væri ekkert á því að setjast í helgan stein strax. Diana Ross ku hafa orðið fremur ill í veislu einni þegar einhver í kringum hana minntist á Whitney Hous- ton. Á Diana að hafa sagt aö sá hinn sami skyldi ekki dirfast að minnast á Whitney þegar hún væri viðstödd, því hún væri stjaman á staðnum. Ame Naess, eiginmaður Diönu, sagði þá að víst væri hún stjama og það væri viturlegra fyrir hana að haga sér sem slík. Burt Reynolds hefur nú verið boðið að koma fram í einum þætti af Hasarleik, en þeir þættir hafa verið sýndir á Stöð 2. Burt tók boðinu vel en sagðist þá vilja fá að syngja með Cybill Shepherd í þættinum. Þau munu hafa sungið saman áður í 13 ára gamalli mynd og mis- þyrmdu þau þá lagi eftir Cole Porter. Þess er því að vænta að Burt og Cybill stilli saman radd- bönd sín á næstunni. Og er aldrei að vita hvenær íslenskir sjón- varpsáhorfendur fá aö sjá þann dúett. Loksinsgift Jæja, þá em þau loksins gift, Burt Reynolds og Loni Anderson. Parið var búið að búa saman í ein sex ár og fannst mörgum kominn tími til að þau festu endanlega heit sín. Brúðkaupið fór fram þann 29. aprO á búgarði Burts í Júpiter á Flórída. Og voru þau gefin saman í lítilli kap- ellu sem Burt byggði sjálfur fyrir um þremur árum. Var fátt í veislunni, Burt Reynolds heldur hér utan um stjúpdóttur sína Deirdre, en miklar getgátur eru nú um það hvort litill Burt Reynolds sé á leiðinni. ef miðað er við önnur Hollywood- brúðkaup, og var aðeins 60 manns boðið. Allt saman nánustu vinir og ættingjar. Hamingja þeirra hjóna er mikil og mun Burt hafa lyft glasi fyrir konu sinni eftir athöfnina og sagt að hann væri heppnasti maður í heimi því hann heíði rétt í þessu gifst besta vini sínum. Þó mun eitt vanta upp á til þess að hamingjan sé algjör, þ.e.a.s. barn. Loni Anderson á eina 23 ára dótt- ur, en Burt er barnlaus og hafa þau hjúin víst mikið reynt að eignast barn saman. Nú gengur þó sú saga fjöllunum hærra að Loni hafi reynd- ar verið bamshafandi er þau giftu sig. Eru þessar fréttir aðallega hafðar eftir vinum þeirra, en blaðafulltrúar þeirra verjast allra frétta og mun fulltrúi Burts hafa sagt að hann vissi ekki tO þess að Loni væri með barni, en hvernig ætti hann annars að vita það, ekki væri hann kvensjúkdóma- læknir. Vitni mun þó hafa séð Loni í barna- fataverslun í Beverly HiOs viku fyrir brúðkaupið og á Loni að hafa verið að kíkja á fatnað fyrir nýfædd börn og annað sem þeim fylgir. Hún keypti að vísu ekki neitt, en skoðaði allt eins og hún yröi móðir fljótlega. Fyrst Britt Ekland gat orðið móðir á fimm- tugsaldri, hví ætti Loni ekki að geta það? A < s Amar Sigurmundsson, kennari á fiskvinnslunámskeióinu, ásamt nem- endum, eftir að Arnar hafði fjallað um markaði fyrir islenskar sjáyaraf- urðir. DV-mynd Ómar. Vestmannaeyjar: m í* i « i r xi Fyrir skömmu voru tæplega 40 hópnum. Það er einn stærsti hópur sérhæföir fiskvinnslumenn út- sem útskrifast hefur í einum skrifaðir af fiskvinnslunámskeiði í áfanga hér á landi. Vestmannaeyjum. Þeir eru þar Kafbátur við brúna? Þann 13. september 1981 var brúin yfir Borgarfjörð vígð. Brúin kom Borgar- nesi í alfararleið, stytti vegalengd hringvegarins og geröi hann greiðfær- ari. Þó lítur svo út á myndinni sem óboðinn gestur hafi laumast meðfram skerjagarðinum og liggi fyrir utan Borgarfjarðarbrúna. Á mynd líkist þetta óneitanlega kafbáti! DV-mynd JAK MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. Loni Anderson og Burt Reynolds, loksins gift eftir að hafa búið saman i sex ár. Hólmfriður Friðjónsdóttir, DV, Raufarhö&r Nýlega gaf Raufarhafnarhreppur Ungmennafélaginu Austra minigolf til að auka félagslíf og útiveru hér á staönum. Unnið var af kappi að út- búa brautina fyrir 17. júní. Að sögn Haraldar Jónssonar, for- manns Austra, er þetta éinnig góö fjáröílunarleið fyrir félagið en aðal- fiáröflunarleiðir þess hafa-verið að vinna við hin ýmsu verkefni sem fást, svo sem að mála hús, þekja lóð- ir og fleira. Þá sagöi Haraldur að aðsókn að minigolfmu hefði verið mjög góð og greinilegt væri að Raufarhafnarbúar kynnu vel að meta þessa nýjung. Völlurinn er opinn öll kvöld og um helgar. Keppt í minigolfi. DV-mynd Hólmfríður ^... Langlegudeildin sem nú er t byggíngu víð Dvalarheimílið Lund á Hellu mun skapa um 20 stööur fyrir faglært hjúkrunarfólk. DV-mynd Brynjar Gauti aldraðra 1 bygptip a Hdlu Nú standa yfir framkvæmdir við Vonast er til aö hægt verði að byggingu langlegudeildar viö Dval- taka deildina í notkun eftir tvö ár, arheimiliö Lund á HeUu. Það eru Rangárvallahreppur, Ásahreppur, Djúpárhreppur, Holtahreppur og Landmannahreppur sem reka dvalarheimili fyrir aldraða í sam- einingu. Meö komu langlegudeild- arinnar er hægt að sinna sjúkling- um sem þarfnast mikillar umönn- unar og verður öll sú þjónusta sem nauðsynleg er við hjúkrunarheim- ili af þessu tagi þar í boöi. en bygging dvalarheimilisins hófst fyrir tíu árum. Ríkið tekur stóran þátt í byggingu heimilisins, og greiöir um 85% kostnaðarins. Þegar langlegudeildin verður tekin í notkun munu skapast um 20 atvinnutækifæri fýrir faglært hjúkrunarfólk á Hellu, en nú eru atvinnutækifæri þar af skornum skammtí. -StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.