Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. LífsstOI Hundaskólinn heimsóttur Óhlýðinn hundur er til ama Mylla er annar af leiðbeinendum Hundaskólans. Charlie, einn af nemendum skólans, var svo feiminn að hann vildi ekki sitja fyrir við myndatökuna. Emilía Sigursteinsdóttir (eða Mylla eins og hún er kölluð) og Þórhildur Bjartmarsdóttir stofnuðu hundaskólann fyrr á þessu ári. Þær hafa báðar langa reynslu í hundaþjálfun. DV lék forvitni á að vita hvemig slíkur skóh er rekinn og hvað nem- endumer kennt. „Við höfum í sex ár verið með námskeið á vegum Hundarækt- arfélags íslands og ákváðum að reyna sjálfar," sagði Mylla þeg- ar loksins tókst að draga hana úr hundaþvögunni. Við stofn- uðum þennan skólá í vetur og höfum sinnt þessu síðan. Þetta var gert í samráði við félagið og samvinnan og samkomulag- ið er afbragð. Til dæmis er Hundaræktarfélagið með hvolpaeigendanámskeið sém eru nauðsynlegur forgrunnur fyrir okkar námskeið,“ segir hún. Meðan eigendur fengu sér kaffisopa notuðu hundarnir tækifærið til að ólmast og ærslast, óla- og afskiptalausir. Sltt, ligg og hæl var talað, kallað og hvislað þegar eigendur reyndu að koma dýrum sinum I skflning um hvað þeir vildu að gert væri. Abyrgðarhluti að halda hund En hvers vegna hundaskóli? „Það eru í raun margar ástæöur fyrir því. Sú fyrsta og kannski þýðingarmesta er að með hundahaldi í þéttbýli þarf aö taka tillit til annarra íbúa. Það er einungis hægt ef hund- amir hlýða eigendum og eru þjálfaöir til ýmissa hluta. Það sér hver maður að það gengur ekki að hundamir geri þarfir sínar hvar sem er. Eða þá að þeir valsi eftirlitslaust um göt- umar. Óþjálfaður og óhlýðinn hundur er ekki aðeins til ama heldur beinlínis hættulegur. Það er því ábyrgðarhluti að halda hund. Ef hálda á hund í þéttbýli verður viðkomandi að gera sér grein fyrir því að þeir búa ekki einir í borginni. Með skólanum eram við meðal ann- ars aö reyna að hafa áhrif á aö hundaeigendur séu ábyrgir. Þar fyrir utan er svo ánægjan sem fólk hefur af dýmnum þeg- ár þau em vel tamin,“ segir hún. Hundasálfræði er nauð- synleg „Það sem við gemm hér er að kenna eigendum að þjálfa hunda sína. Málið snýst um aö eigandinn geti komið skilaboð- um til hundsins um hvað hann vill og að dýrið skilji og hlýði þeim. Til aö ná þessu takmarki þarf eigandinn að reyna að setja sig inn í hvemig hundurinn hugsar og hvað veldur ákveðn- um viðbrögðum hans. Segja má að hann veröi að læra hunda- sálfræði," se^ir Mylla og hlær. • ' .. ...I I I. I .1 Tíðarandi „Það er mikill misskilningur að hundurinn sé kúgaður með því að þurfa að hlýða. Þvert á móti vita þeir fátt betra en að vera húsbónda sínum þóknanlegir. Ef boðunum fylgir hrós og upp- örvun em þeir hæstánægðir," bætirhúnvið. „Þá komum við að öðrum þætti í sambandi við þjálfunina og það er sambandið á milli hunds og manns. Samstarfið byggist á gagnkvæmu trausti. Hundurinn verður öruggari og líður betur þegar hann fmnur að eigandinn veitir honum at- hygli. Eigandinn nær nánara og betra sambandi við skepn- una strax og hann byrjar að þjálfa hana. Báðir em sem sagt ánægðari," segir hún. Sumir gætu unnið í sirkus „Stundum koma hingað eig- endur, sem eru alveg að gefast upp, með óstýriláta ólátagemsa. Að loknu hámskeiðinu gætu þessir hundar næstum unnið í sirkus," segir Mylla og hlær. „Auðvitað eru hutidamir ekki alfullkomnir eftir stutt nám- skeið en tilgangurinn er að leið- beina fólki svo það geti haldið áfram. Það fer síðan eftir hveij- um og einum hversu mikla vinnu hann leggur í þetta. Eitt er vist að hún skilar sér alltaf,“ bætir hún viö Næst er Mylla spurð hvort námskeiðin séu vel sótt. „Já, það má segja það. Við erum með námskeið fimm daga vikunnar og alltaf er langur biðlisti hjá okkur. Sem betur fer hafa hundamál hér á landi þró- ast í jákvæðari átt. Æ fleiri taka á þessum málum af meiri al- vöru. Ég ráðlegg fólki, sem ætl- ar að fá sér hund; að hugsa sig tvisvar um áður en ákvörðun er tekin. Það er og verður ábyrgðarhluti að halda hund og fólk sem nennir ekki að leggja á sig erfiðiö og fyrirhöfnina ætti að sleppa því,“ segir Mylla. -EG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.