Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988.
I
33
LífsstíU
Tví- og ferfættir nemendur
Að fara í hundana
„Við erum farin í hundana,“
sagði einn viðmælenda DV þegar
blaðamaður talaði við tvífætta
nemendur hundaskólans. Reyndar
voru það orð að sönnu. Þarna voru
eigendur og dýr í þjálfun. Skipanir
frá tvífætlingum og gelt frá þeim
ferfættu ómuðu á víxl. Þarna var
höndum bandað og merki gefin.
Orð eins'og sitt, ligg og hæll heyrð-
ust og þó að blaðamaður ætti erfitt
með að skilja máhö, virtust hund-
amir hafa þetta á hreinu.
„Geturðu ekki legið eins og mað-
ur,“ gæti Albert verið að segja við
hann Mána.
Næst snerum við okkur að
nokkrum hundaeigendum. Það var
ekki auðhlaupið aö því að trufla
þá við þjálfunina því kappið var
mikið.
Þetta á að vera leikur
Fyrst fengum við Jónu Þ. Vern-
harðsdóttur til að tala við okkur.
Með henni var tíkin Bessý. Bessý
er ársgömul collie-tík sem horfði
tilbeiðsluaugum á eiganda sinn.
Jóna taldi það sjálfsagðan hlut að
læra að þjálfa hundinn sinn. I]ún
kvaðst hafa náð ágætisárangri með
Bessý og sagöist reyna aö þjálfa
hana á hverjum degi. „Bessý hefur
mjög gaman af þessu og telur þetta
allt saman leik. Þannig á það ein-
mitt að vera,“ segir Jóna og horfir
ástúðlega á tíkina sína. Þama var
auðsýnilega á feröinni hið fræga
samband manns og hunds.
Ekki bara fyrir
hreinræktaða hunda
Hlíf Ásgrímsdóttir var stödd á
námskeiðinu meö Lísu sína. Lísa
er blönduð tík en á bersýnilega
ættir að rekja til íslenskra forfeðra.
„Það halda sumir að þessi nám-
skeið séu einungis fyrir hreinrækt-
aða hunda með ættartölu. Það er
af og frá,“ segir hún. „Þessi nám-
skeið eru nauðsynleg til að gera
hundeigendum kleyft að búa í sátt
og samlyndi við annað fólk. Tökum
til dæmis íslenska hundinn. Hann
á tfi að vera dáhtið geltinn. Meö
þjálfun er hægt aö minnka gelt-
áráttuna þannig að þeir séu ekki
gjammandi í tíma og ótíma. Fyrir
utan það er gífurlega gaman að
taka þátt í þessu námskeiði, félags-
skapurinn er svo góður," segir hún.
Ætlar að þjálfa Mána
sem fuglahund
Albert Guðbrandsson var að
kenna Sólbergs-Mána að liggja þeg-
ar blaðamaður truflaði þá. Máni er
af þeirri ætt hunda sem kallaðir
eru golden retriever. Fallegur feld-
ur og augnaráð, sem bræðir hjörtu
á augabragði, einkenna þessa
hunda. Máni virtist vera hæst-
ánægður með námskeiöið og haföi
mikinn áhuga á aö leika sér. í raun
tók hann skipunina um að liggja
svo bókstaflega að hann rúilaði sér
eftir grasfletinum. Við spurðum
Albert um veru hans í námskeið-
inu.
„Ég er hér til að læra að þjálfa
hundinn minn. Mér fmnst gaman
að veiði og vonast til að geta gert
úr honum sæmilegan fuglahund.
Hundar af þessu kyni eru mjög
góðir til slíkra verka. Þessir hun'd-
ar eru stundum kallaðir vinnu-
hundar og byggist það á athafnaþrá
þeirra," sagöi Albert.
Ekki var ráö að truila þessa stoltu
eigendur lengur en svo virtist sem
bæði hundar og menn vildu ólmir
takast á við verkefnin aftur. Hund-
ar með lafandi tungur horfðu eftir-
væntingarfullir á eigendur sína og
biðu eftir næstu bendingum og
skipunum. Það var eins og þeir
skemmtu sér konunglega við að
hlýða duttlungum þeirra sem voru
á hinum enda ólanna. Gott ef ekki
sást bros á einstaka hundstrýni.
Eftir þessi kynni við hunda og
menn í hundaskólanum hefur mál-
tækið „að fara í hundana" fengið
mun jákvæðari merkingu.
-EG.
Jóna er hér að venja Bessý á að ganga viö hliðina á sér. Tilgangurinn
er að hundurinn rjúki ekki frá eigandanum í tima og ótíma.
Hlíf Ásgrimsdóttir var svo sannariega ánægð með Lísu sína. Lísa ætlaði aö sanna að blendingar geta líka
dúxað í hundaskólum.
SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN
Smáauglýsingadeild
tunocano
— sími 27022.
■ iiiiiiiiiimiiiiimiirn
LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF
Laugavegi 178 - Reykjavik • Sími 685811
........ rmmnm iiiiul