Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Page 35
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLf 1988.
35
Afmæli
Arnþór Garðarsson, prófessor í
grasafræði og deildarforseti raun-
vísindadeildar HÍ, Langholtsvegi
120B, Reykjavík, er fimmtugur í
dag.
Amþór er fæddur í Reykjavík.
Hann lauk atúdentsprófi frá MR
1957, B.Sc.-prófi í dýrafræði frá
háskólanum í Bristol á Englandi
1962 og doktorsprófi frá Kalifomíu-
háskóla í Berkley í Kalifomíu 1971.
Arnþór var kennari við Kalifor-
níuháskóla 1963-1965, stundakenn-
ari víð verkfræöi- og raunvísinda-
deild HÍ 1969-1973 og prófessor þar
frá 1974.
Arnþór var sérfræðingur viö
Náttúrufræðistofnun íslands
1962-1963 og 1965-1973. Hann var
formaður Hins íslenska náttúru-
fræðifélags 1972-1975, sat í Nátt-
úruvemdarráði 1972-1981, í fugla-
friðunarnefnd frá 1967 og í stjóm
Landvemdar 1969-1971. Amþór
hefur verið deildarforseti raunvís-
indadeildar HÍ frá 1987.
Kona Amþórs er Guörún Svein-
bjarnardóttir, f. 3. október 1937,
viðskiptafræðingur og starfsmaður
hjá Hótel Loftleiðum. Foreldrar
Guðrúnar em Sveinbjörn Sigur-
jónsson, skólastjóri í Rvík, og kona
hans, Soffia Ingvarsdóttir, fyrrv.
borgarfulltrúi.
Böm Arnþórs og Guörúnar em
Soffia, f. 28. september 1960, líffræð-
ingur, við framhaldsnám í Wales,
og Þrándur, f. 18. júli 1963, tölvu-
fræðingur í Reykjavík
Foreldrar Arnþórs: Garðar Þor-
steinsson, fiskiðnaðarfræðingur í
Reykjavík, f. 12. febrúar 1910, og
kona hans, Þórunn Sigurðardóttir
ljósmóðir, f. 3. febrúar 1899, d. 1986.
Garðar er sonur Þórlaugar Bene-
diktsdóttur frá Minnibakka í
Garðarsson
Arnþór Garðarsson.
Skálavik og manns hennar, Þor-
steins Eyfirðings, skipstjóri á
ísafirði og í Rvík, bróður Jóns Ey-
firöings, formanns í Bolungarvík,
og Jóhanns Eyfirðings, formanns í
Bolungarvík, afa Leifs Dungals,
læknis í Rvík. Þorsteinn var sonur
Jóns, b. á Hofi í Svarfaðardal, bróð-
ur Snjólaugar, móður Jóhanns Sig-
uijónssonar skálds. Jón var sonur
Þorvalds, b. á Sökku í Svarfaðar-
dal, Gunnlaugssonar og konu hans,
Snjólaugar Baldvinsdóttur, prests
á Upsum, bróður Hallgríms Þor-
steinssonar, fóður Jónasar skálds.
Móðir Þorsteins Eyfirðings var
Guðrún Jónsdóttir, b. á Hofsá í
Svarfaðardal, Halldórssonar og
konu hans, Þórdísar, systur Bót-
hildar Bjarnadóttur, móður Helgu,
ættmóður Proppéættarinnar.
Móðursystir Arnþórs er Hall-
dóra, móðir Sigrúnar, konu Matt-
híasar Á. Mathiesen ráðherra. Þór-
unn var dóttir Sigurðar, b. á Fiski-
læk í Leirársveit, Sigurðssonar, b.
í Heysholti í Stafholtstungum,
Bjarnasonar. Móðir Þórunnar var
Guörún Diljá, systir Þórunnar,
ömmu Örlygs og Steingríms Sig-
urðssona. Guðrún var dóttir Ólafs,
útvegsbónda í Mýrarhúsum á Sel-
tjamamesi, Guðmundssonar og
konu hans, Karítasar, systur Guö-
rúnar, konu Matthíasar Jochums-
sonar.
Karítas var dóttir Runólfs, b. í
Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarsonar,
og konu hans, Halldóru, ljósmóður,
systur Guðmundar, afa Ingunnar
Eyjólfsdóttur, konu Böðvars Magn-
ússonar á Laugarvatni. Halldóra
var dóttir Ólafs, b. á Blikastöðum,
Guömundssonar, klæðalitara í
Leirvogstungu, Sæmundssonar, b.
á Kjarlaksstöðum á Fellsströnd,
Þórðarsonar, prófasts á Staðarstað,
Jónssonar, biskups á Hólum, Vig-
fússonar. Móðir Halldóru var
Helga, systir Þorláks Loptssonar,
afa Þorláks Johnsen, kaupmanns í
Rvík.
Ingibjövg Bvyndís Eiríksdóttir
Ingibjörg Bryndís Eiríksdóttir,
Hátúni 10, Reykjavík, er áttræð í
dag.
Ingibjörg fæddist á ísafirði en ólst
upp á mannmörgu menningar-
heimili að Hrauni á Ingjaldssandi,
hjá fóðursystur sinni, Sigríði
Finnsdóttur, og manni hennar,
Bernharði Jónssyni.
Ingibjörg fór að heiman um tví-
tugt og dvaldi þá um skeið í Reykja-
vík og síðan á Akureyri. Hún starf-
aði m.a. í tvö ár á ms Gullfossi og
var síðan við afgreiðslustörf viö
Skóverslun Iðunnar á Akureyri.
Ingibjörg var í þrjú sumur ráðs-
kona hjá ísfelli á Flateyri og starf-
'aöi síöan við Sjúkraskýlið þar um
tíma. Hún hefur nú búið í Reykja-
vík um alllangt skeið en í fjölda ára
starfaði hún við ræstingar í Búnað-
arbankanum í Reykjavík.
Ingibjörg á tvær dætur. Þær eru:
Þórdís Guðfinna, f. 18.11. 1942,
hjúkrunarkona og húsmóðir í
Reykjavík, gift Hilmari Steingríms-
syni rafvirkjameistara, en þau eiga
þrjú börn; og Sigríður Bernharðs,
f. 22.12.1948, ljósmóðir og húsmóðir
í Reykjavík, gift Bergi Jónssyni off-
setprentara, en þau eiga þijú böm.
Auk sex bamabarna á Ingibjörg
svo eitt langömmubam.
Ingibjörg átti níu fóstursystkini á
Hrauni, auk þess sem fleiri böm
voru þar ahn upp.
Hálfsystkini Ingibjargar sam-
feðra em: Jóhann, lengi yfirfisk-
matsmaður á ísafirði; Baldur, sem
Ingibjörg Bryndís Eiríksdóttir.
var starfsmaður hjá Síldarverk-
smiðju ríkisins á Siglufirði og síðar
framkvæmdastjóri Útgerðarfélags
Siglufjaröar hf. og fv. forseti hæjar-
stjórnar á Siglufirði, en er nú bú-
settur á Akranesi; Bragi, fram-
kvæmdastjóri Skreiðarframleið-
enda í Reykjavík, faðir Böðvars,
lögreglustjóra í Reykjavík; Arn-
fríður, húsmóðir í Bandaríkjunum;
Iðunn, húsmóðir á ísafirði, en hún
er nú látin; og Einar, kennari á
ísafirði og síðar í Vestmannaeyj-
um, en nú skattendurskoðandi,
búsettur í Kópavogi.
Foreldrar Ingibjargar voru Eirík-
ur Brynjólfur Finnsson, verkstjóri
í Neðstakaupstaðnum á ísafirði, f.
11.11. 1875, d. 9.11. 1956 og Þórdís
Jónsdóttir en hún lést er Ingibjörg
var kornung.
Systir Þórdísar var Hallfríður,
móðir Daðínu Ólafar, móður Önnu
Höllu Linker. Jón, faðir Þórdísar,
var b. á Kleifastöðum Jónsson, b. í
Fremri-Gufudal Guðnasonar, b.
þar Jónssonar, b. í Gufudal,
Bjamasonar. Móðir Jóns í Gufudal
var Unnur Pálsdóttir, systir Magn-
úsar, langafa Jóns í Djúpadal, fóður
Björns ráðherra, fóður Sveins for-
seta. Magnús var einnig langafi
Jóns á Hjöllum, föður Ara Arnalds
alþingismanns, afa Ragnars Arn-
alds, alþingismanns og fv. ráð-
herra.
Föðurforeldrar Ingibjargar voru
Finnur Eiríksson, b. að Kirkjubóli
í Valþjófsdal og að Hrauni á Ingj-
aldssandi og kona hans, Guðný
Guðnadóttir ljósmóðir. Finnur var
sonur Eiríks, b. að Hrauni Tómas-
sonar, b. að Hrauni Eiríkssonar, b.
í Mosdal Tómassonar, á Tannanesi
Eiríkssonar, í Tungu í Önundar-
firði.
Guðný var dóttir Guðna Jónsson-
ar og Gróu Greipsdóttur frá Kirkju-
bóli í Önundarfirði Oddssonar á
Kirkjubóli, Jónssonar, Oddsspnar.
Guðni var sonur Guðnýjar Árna-
dóttur og Jóns Guðmundssonar, b.
á Kirkjubóli, í Valþjófsdal, Magn-
ússonar. Faðir Guðnýjar var Árni,
b. í Dalshúsum i Valþjófsdal, Bárð-
arsonar, b. í Arnardal Illugasonar,
ættfóöur Arnardalsættarinnar.
Ingibjörg dvelur með dætrum
sínum á afmælisdaginn.
Eiríkur Trausti Stefánsson
Eiríkur Trausti Stefánsson sjómað-
ur, til heimilis að Fannborg 3,
Kópavogi, er fertugur í dag.
Eiríkur fæddist að Karlskála í
Reyðarfirði og ólst þar upp til tólf
ára aldurs, en flutti þá til Neskaup-
staðar og bjó þar til 1970 er hann
flutti til Reykjavíkur.
Hann hóf sjómennsku sína í Vest-
mannaeyjum 1963 og var þar í eitt
ár en síðan á bátum frá Norðfirði
frá 1964-70. Hann var farmaður frá
1971-76 og á loðnuveiðum og togur-
um frá 1976-88 en frá 1988 hefur
hann verið sjómaður hjá Ríkisskip.
Bræður Eiríks eru: Hörður, flug-
vallarstjóri í Neskaupstað, kvænt-
ur Kristínu Kristinsdóttur; Guðni,
járnsmíðameistari og bæjarfulltrúi
í Kópavogi, kvæntur Guðbjörgu
Ásgeirsdóttur; Guðmundur, stýri-
maður í Neskaupstað, kvæntur
Dagmar Þorbergsdóttur; Jón Þor-
lákur, vélstjóri á Neskaupstað,
Eiríkur Trausti Stefánsson.
kvæntur Steinunni Jónsdóttur; og
Stefán Þórhallur, sjómaður í
Grindavík, kvæntur Fannýju
Lautsen.
Foreldrar Eiríks eru Stefán
Guðnason, útvegsb. á Karlsskála i
Reyðarfirði, og kona hans, Sigríður
Guðmundsdóttir.
Stefán er sonur Guöna, útvegsb.
á Karlsskála, Eiríkssonar, b. á
Karlsskála, Björnssonar, ættföður
Karlsskálaættarinnar.
Móðir Stefáns var Jónína ljós-
móðir Stefánsdóttir, b. á Karlskála,
Jónssonar b. á Sómastöðum, Þor-
steinssonar. Móðir Jónínu var
Anna Marta Indriðadóttir, b. og
hreppstjóra á Seljateigi í Reyðar-
firði, Ásmundssonar.
Sigríður var dóttir Guðmundar,
b. og smiðs, í Garði í Þistilfiröi og
konu hans, Elínar Guðmundsdótt-
ur.
Eiríkur verður á laxveiðum á af-
mælisdaginn.
Þóra
Guðmundsdóttir
Þora Guömundsdottir, sem nu
dvelur á Dvalarheimili aidraöra á
Eskifirði, varð áttræð í gær.
Þóra er fædd og uppalin á Eski-
firði, dóttir hjónanna Guðmundar
Ásbjörnssonar fríkirkjuprests og
Bjargar Jónasdóttur frá Svína-
skála.
Þóra rak kaífihúsið Ásbyrgi í
fjölda ára ásamt móður sinni og
Láru systur sinni. Hún starfaði
mikið fyrir leikfélagiö á Eskifirði
og var mjög virk í félagslífinu á
staðnum.
Þóra vill færa öllum ættingjum
og vinum um land allt hugheilar
kveðjur á þessum tímamótum.
Þóra Guðmundsdóttir.
Til hamingju með daginn
85 ára
Helga Þórarinsdóttir, Heiðar-
hrauni 54, Grindavík, er áttatíu og
fimm ára í dag.
Soffia Sigtryggsdóttir, Espilundi 2,
Akureyri, er áttatíu og fimm ára í
dag.
80 ára_____________________
Guðmundur O. Magnússon Öldu-
götu 59, Reykjavík, er áttræður í
dag.
75 ára____________________
Ragnar Bjarnason, Háagerði 31,
Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í
dag.
70 ára______________________
Magnús Aðalsteinsson, Laufásvegi
65, Reykjavík, er sjötugur í dag.
Halldór Bjarnason, Hringbraut 103,
Reykjavík, er sjötugur í dag.
60 ára_______________________
Elita Benediktsson, Efri-Dálksstöð-
um, Svalbarðsstrandarhreppi,
Suður-Þingeyjarsýslu, er sextug í
dag.
Guðrún Einarsdóttir, Holtsgötu 42,
Njarðvík, er sextug í dag.
Sigurjón K. Nielsen, Vesturbergi
23, Reykjavík, er sextugur í dag.
40 ára_________________________
Pétur Gunnlaugsson, Skólavörðu-
stíg 18, Reykjavík, er fertugur í dag.
Kristín Kjartansdóttir, Hjalla-
brekku 5, Ólafsvík, er fertug í dag.
Pétur H. Guðmundsson, Svalbarði
3, Hafnarfirði, er fertugur í dag.
Guttormur Sigurðsson, Junkara-
geröi, Höfnum, Gullbringusýslu, er
fertugur í dag.
Hildur Ása Benediktsdóttir, Birki-
hrauni 4, Skútustaðahreppi, Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, er fertug í dag.
Hreiðar Þór Sæmundsson, Hátúni
10 A., Reykjavík, er fertugur í dag.
Jóna Kristjánsdóttir, Fjölnisvegi
13, Reykjavík, er fertug í dag.
Sigurveig Guðjónsdóttir, Víkur-
braut 7, Grindavík, er fertug í dag.
Eyrún Jónsdóttir, Borgarvegi 23,
Njarðvík, er fertug í dag.
Sigfús Smári Viggósson, Kross-
hömrum 5, Reykjavík, er fertugur
í dag.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaðið hveturafmælisbörn og aðstandendur
þeirra til að senda því myndir og upplýsingar
um frændgarð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta
lagi tveimur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir