Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Page 36
36
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988.
Jarðarfarir
Árný Jóhannesdóttir lést 27. júní.
Hún var fædd á Neöri-Fitjum í Víði-
dal 22. mars 1939, dóttir hjónanna
Kristínar Ásmundsdóttur og Jó-
hannesar Árnasonar. Eftirlifandi
eiginmaður hennar er Haukur Ei-
riksson. Þau hjónin eignuðust fjögur
börn. Útfór Árnýjar verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag kl. 15.
Gunnlaugur Hreinn Hansen lést 17.
júní sl. Jarðarförin hefur farið fram
í kyrrþey.
Grethe Laursen, Christiansdals
Kloster, Glumsö, Danmörku, lést 4.
júlí. Útfór hennar fer fram frá Næsby
Kirke 9. júlí kl. 14.
Síta Dal Sigurðardóttir verður jarð-
sungin frá Garðakirkju, Álftanesi,
fimmtudaginn 7. júh kl. 11 f.h.
Wilhelm Holm verður jarðsunginn
frá nýju kapellunni í Fossvogi
fimmtudaginn 7. júh kl. 13.30.
Guðmunda Guðbjörnsdóttir lést 27.
júní. Jarðarförin hefur fariö fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðríður Þ. Einarsdóttir, fyrrver-
andi ljósmóðir, Austurbrún 4,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 7.
júlí kl. 14.
. Útfór Hermanns Aðalsteinssonar
framkvæmdastjóra, Lálandi 9, fer
fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
8. júh kl. 15.
Útför Rögnu Ingimundardóttur,
Stórholti 26, Reykjavík, fer fram frá
Fríkirkjunni fimmtudaginn 7. júlí kl.
13.30.
Andlát
Guðrún Jónsdóttir frá Kjós í
Strandasýslu, Hátúni 10, Reykjavík,
lést 3. júlí.
Jón Björnsson, Hringbraut 87, er lát-
inn.
Pétur Árnason, Byggðarenda 23,
Reykjavik, lést í gjörgæsludeild
Landspítalans 5. júlí.
Tilkynningar
Önnur bókin um Raiju komin
út
Prenthúsið hóf fyrir skömmu útgáfu nýs
tíu bóka bókaflokks, bókanna um Rayiju.
Þessi bók nr. 2 heitir „Í skugga fjall-
anna“. Bækumar um Raiju eru eftir unga
norska stúlku, Bente Pedersen, sem þrátt
fyrir lágan aldur hefur öðlast heilmikla
athygli í heimalandi sínu fyrir smásögur
sínar og nú fyrir bækumar um Raiju.
Eins og Raija er Bente Pedersen fmnsk
að uppruna en flyst til Noregs sem ung
stúlka.
Nýtt fyrirtæki sem eyðir
hrukkum
vöðvabólgu og hárvandamál-
um
Nýtt fyrirtæki, Heilsuval, hefur verið
opnað að Laugavegi 92, við Stjörnubíó-
planið. í Heilsuvali er orkupunktameð-
ferð, rafmagnsnuddi og leisergeislatækni
beitt gegn hárvandamálum á borð við
hárlos, blettaskalla og líflaust hár. Með-
ferðartíminn tekur 45-55 min. og kostar
980 kr. Hliðstæðri tækni er beitt við að
eyða hrukkum og vöðvabólgu. Hjá
Heilsuvali em einnig seldar snyrtivömr
unnar úr lífrænum efnum. M.a. hinar
viðurkenndu Aloe Vera heilsuvörur frá
G.N.C. sem em einungis seldar í Heilsu-
vali. Aðaleigandi Heilsuvals er Sigurlaug
Williams sem áður veitti hárræktarstof-
unum Heilsulinunni og Hárræktinni for-
stöðu. Tímapantanir em í sima 11275 til
kl. 19 virka daga og til kl. 14 á laugardög-
um.
Mynd mánaðarins í Listasafni
íslands
í Listasafni íslands er vikulega kynnt
mynd mánaðarins. Þar stendur nú yfir
sýning á Norrænni konkretlist 1907-1960.
Þetta er farandsýning sem unnin er að
frumkvæði Norrænu listamiðstöðvar-
innar í Sveaborg í Finnlandi. Listasafn
islands er beinn aðili að sýningunni og
hefur staðið að undirbúningi fyrir ís-
lands hönd. Á sýningunni em á annað
hundrað listaverka, málverk og högg-
myndir og hefur málverk eftir Finn Jóns-
son verið valið sem mynd júlimánaðar.
Það er ohumálverkið „Örlagateningur-
inn“ frá árinu 1925. Leiðsögnin mynd
mánaðarins er ókeypis og fer fram í fylgd
sérfræðings alla fimmtudaga meðan sýn-
ingin stendur, fram til 31. júlí kl. 13.30-
13.45 og er safnast saman í anddyri húss-
ins. Sýningin er opin alla daga, nema
mánudaga, kl. 11-17. Veitingastofa húss-
ins er opin á sama tíma.
Skólastjórnarskipti hjá Tóm-
stundaskólanum
1. ágúst nk. verða skólastjóraskipti hjá
Tómstundaskólanum. Ingibjörg Guð-
mundsdóttir sem verið hefur skólastjóri
frá 1985, en þá tók skólinn til starfa, læt-
ur nú af störfum og við tekur Vilborg
Harðardóttir sem undanfarin ár hefur
verið útgáfustjóri Iðntæknistofnunar ís-
lands. Menningar- og. fræðslusamband
alþýðu á og rekur Tómstundaskólann
sem býöur námskeið um mörg og mis-
munandi efni á haustönn og vorönn ár
hvert. í vetur stunduðu um það bil 1100
manns nám í skólanum á samtals 114
námskeiðum. Flest námskeiðanna eru
haldin í Iðnskólanum í Reyhjavik þar
sem skólinn leigir kennsluaðstöðu en
skrifstofa skólans er að Skólavörðustíg
28. í haust hefst skólastarfið í september
og þá verða eins og áður mörg og spenn-
andi námskeið í boði.
BÖKUNAROFN
Til sölu Revent-mini bökunarblástursofn, 2ja ára, lít-
ið notaður, hentugur fyrir brauðbúðir, hótel og veit-
ingahús. Uppl. í síma 83214 á kvöldin.
Fréttir
Ungt par á allsérstöku ferðalagi:
Stálu frá lög-
reglu og brutust
inn í kaupfélag
Ungt par átti sérstaka daga um
síðustu helgi. Maðurinn var ný-
kominn úr þriggja mánaða gæslu-
varðhaldi. Hann festi kaup á bíl í
síðustu viku. Bílaleiga seldi honum
bílinn gegn skuldabréfi. Litlar lík-
ur eru á að skuldabréfið innheimt-
ist og bíllinn er mikið skemmdur.
Seljandinn hefur því orðið fyrir
töluverðu tjóni.
Á föstudag lagði maðurinn af stað
í ferðalag ásamt vinkonu sinni.
Ferðinni var heitið á Suðurland.
Skammt frá Kirkjubæjarklaustri
óku þau út af. Þau voru ekki alls-
gáð. Fólk, sem kom að þeim, lét
lögregluna á Kirkjubæjarklaustri
vita hvernig komið var. Lögreglan
flutti fólkiö til læknis og síðan á
lögreglustöð. Illa gekk að fá upp
nafn mannsins. Hann gaf upp mörg
og ólík nöfn þar til hann sagði rétt
til nafns.
Parið svaf á lögreglustöðinni á
Kirkjubæjarklaustri um nóttina.
Daginn eftir fór maðurinn að bíln-
um og kom honum í gang. Lögregl-
an fékk þær skýringar á ferðalagi
parsins að þaö væri að fara á
bóndabýli sem héti Seyðisfjörður
eða Eskifjörður.
Lögreglan uggði ekki að sér og
varð ekki vör við þegar fólkið lagði
af stað á ný, nú sem puttafarþegar.
Áður höfðu þau stolið tveimur
eyðublöðum úr ávísanahefti lög-
reglumannsins. Næst segir af ferð
þeirra á Djúpavogi. Þau komu viö
í kaupfélaginu þar, eftir lokun. Þau
brutust inn og stálu 30 þúsund
krónum.
Fólkið var síðan handtekið á
Eskifirði. Það gekkst við öllum af-
brotunum og var flutt á kostnað
ríkisins til Reykajvíkur. Þar sem
játningar liggja fyrir gengur fólkið
laust. Ekki er vitað hvort ferðahug-
ur er kominn í parið á ný. -sme
Anægðir með frjálst loðnuverð
„Þetta hefur verið í gangi síðustu
tvær vertíðir og reynst nokkuð vel.
Fiskimjölsframleiðendur sáu því
ekki ástæðu til að hafa þetta öðru-
vísi. Það virðast allir vel við una
enda er þetta eðlileg aðferð og þægi-
legra viðfangs í loðnu en öðrum fiski,
þar sem um einhæfari veiði er að
ræða og færri móttakendur við afla,“
sagði Pétur Antonsson, forstjóri
Fiskimjöls og lýsis hf. í Grindavík.
í gær var ákveðið á fundi Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins að gefa
frjálsa verðlagningu á loðnu til
bræðslu á sumar-, haust- og vetrar-
vertíð 1988-1989. Loðnuverð hefur
verið frjálst undanfarnar tvær ver-
tíðir og sagði Sigurður Einarsson,
útgerðarmaður í Vestmannaeyjum,
að sér litist vel á að þetta yröi áfram
eins og verið hefði enda heföu ekki
komið upp nein vandamál.
Hvorki Pétur né Sigurður treystu
sér til að áætla væntanlegt markaðs-
verð á loðnu. Pétur sagði að það
væri misjafnt á milli verksmiðja og
menn hefðu selt mismikið fyrirfram.
Nefndi hann verðið 8-9,7 dollara á
prótíneininguna fyrir mjöl en sagði
að það gæti breyst. Mikil verðhækk-
un hefur orðið á afurðaverði loðnu í
heiminum og munu miklir þurrkar,
einkum í Bandaríkjunum, vera aðal-
orsökin. Pétur sagði aö þetta væri
hálfgerður veðurmarkaður og verðið
gæti því auðveldlega falhð niður.
Sigurður Einarsson sagðist ekki
hafa hugmynd um hvenær hann
hæfi veiði en hann gerir út fjóra báta
á loðnu. Sagði Sigurður aö í fyrra
hefðu þeir byrjað í nóvember en
þetta færi eftir hvernig veiðin yrði.
Pétur Antonsson sagði að leyfilegt
væri að byrja veiðar 10. júlí noröan
við 68. breiddargráöu en veiðar hefðu
byrjað seint í fyrra og hann gerði ráð
fyrir að stærsti hlutinn færi ekki út
fyrr en seinni hluta ágúst eða í byrj-
un september.
-JFJ
Böðvar Bragason:
Bíður eför saksóknara
„Eg tek ekki ákvörðun fyrr en
ríkissaksóknari hefur ákveðið
hvort hann áfrýi þessum dómi. Ég
byggi þessa ákvörðun á því að hér
er um dóm undirréttar að ræða.
Verði áfrýjað til Hæstaréttar lýkur
málinu ekki fyrr en dómur hans
liggur fyrir,“ sagði Böðvar Braga-
Sjá nánar á bls. 2
son, lögreglustjóri í Reykjavík, þeg-
ar hann var inntur álits á dómi
Sakadóms Reykjavikur í hand-
leggsbrotsmálinu. -sme
Eiður Guðnason:
Menn hlusti meira á
Halldór en Steingrím
„Þriggja flokka ríkisstjórnir eru
ahtaf erfiðari en tveggja flokka en
mér finnst þetta hnútukast vera
hvimleitt og hvorugum til sóma. Ég
held að menn ættu að hlusta meira
á Hahdór Ásgrímsson en Steingrím
Hermannsson í þessum málum.
Steingrímur virðist hafa verið óán-
ægður í þessari ríkisstjórn og menn
geta leitt hugann að orsökum þess
og komist að sinni niðurstöðu," sagði
Eiður Guðnason, þingflokksformaö-
ur Alþýðuflokksins, um þau ummæli
Steingríms Hermannssonar að for-
sætisráðherra hafi kastað stríðs-
hanskanum og ummæli Þorsteins
Pálssonar að Steingrímur hafi búið
til ágreining um gjaldskrármálið út
af engu.
Eiður kvaðst ekki eiga von á kosn-
ingum í haust miðað viö stöðuna í
dag en sagði þó að menn ættu aldrei
að segja aldrei í póhtík. Fyrst yrði
þó að sjá hvort ríkisstjómin gæti tek-
ist á við vandamálin. Eiður gaf lítið
út á vantraustsyfirlýsingu ungra
framsóknarmanna og sagði: „Þeir
segjast hafa misst traust sitt á stjórn-
inni en ég hef aldrei haft mikið traust
á ungum framsóknarmönnum. Þetta
er fyrst og fremst glamur til aö kom-
ast í fjölmiöla. Ég held að menn ættu
frekar að spara stóru orðin og fara
að gera eitthvað.“
JFJ