Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Qupperneq 40
FRETT ASKQTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988.
Samvinniihreyfingm:
Hverjir taka
við af Val?
Hverjir taka við störfum Vals Arn-
-<• þórssonar sem kaupfélagsstjóra KEA
og formanns stjórnar Sambandsins
setjist Valur í stól bankastjóra
Landsbankans um áramótin í stað
Helga Bergs? Þessi spurning brennur
nú á mönnum í viðskiptalífmu.
Ljóst þykir að Ólafur Sverrisson,
varaformaður stjórnar Sambands-
ins, taki við formannsstöðunni og
gegni henni að minnsta kosti til
næsta aðalfundar Sambandsins sem
verður næsta vor. Ólafur hefur verið
kaupfélagsstjóri í Borgarnesi um
árabil en hætti nýlega og hyggst
flytja til Reykjavíkur.
Það kemur í hlut þeirra norðan-
manna, stjórnar KEA, að ráða nýjan
kaupfélagsstjóra. „Af núverandi
starfsmönnum þykir mér Magnús
Gauti-Gautason, fjármálastjóri KEA,
líklegastur sem eftirmaður, Her-
mann Hansson, kaupfélagsstjóri á
Höfn, verði leitað í raðir annarra
kaupfélagsstjóra og eins tel ég Jón
Sigurðarson, forstjóra Álafoss, koma
sterklega tif greina. Hann er í miklu
áhti hjá Val,“ sagði þekktur sam-
vinnumaður við DV i morgun.-JGH
Niðurgreiðslur:
,Hækka um 160
milljónir
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að
hækka niðurgreiðslur úr ríkissjóði
um 160 milljónir kr. til samræmis við
hækkun söluskatts vegna verð-
hækkana. Miðast þetta við 1. sept-
ember.
Miklar deilur urðu fyrr á árinu
milli landbúnaðarráðherra og fjár-
málaráðherra vegna breytinga nið-
urgreiðslna í kjölfar verðhækkana.
Þýðir niöurstaða málsins nú að sjón-
armið landbúnaðarráðherra hafi
sigrað?
„Ég veit nú ekkert um það. Það lá
loftinu aö þetta yrði ofan á þar sem
betta felur aðeins í sér endurgreiðslu
oegar innheimts söluskatts. Ég og
íleiri höfum veriö þeirrar skoðunar
að ef innheimtan er aukin þá eigi aö
auka endurgreiðslu söluskatts,“
sagði Jón Helgason landbúnaðarráð-
aerra. -SMJ
LOKI
Enn skorar Jón á Seglbúðum
hjá nafna sínum!
Stúlkumar á Vallá fá greidd rétt laun:
vart stoppað
- segir Guðmundur i. sem boðar hertar aðgerðir Dagsbrúnar
„Við höfum fengið fregnir af
mörgum útlendingum sem ekki fá
greitt samkvæmt íslenskum samn-
ingum og lögum í kjölfar frétta af
stúlkunum á Vallá. Við munum því
gera rassíu í þessum málum. Við
ætlum ekki aö láta það viðgangast
að menn fái hingað til lands um-
komulausar stúlkur og láti þær
vinna langan vinnudag fyrir brot
af þeim launum sem íslendingar
fá,“ sagði Guðmundur J. Guö-
mundsson, formaður Dagsbrúnar.
Guðmundur fór í gær upp að
Vallá á Kjalamesi ásamt Rögnu
Bergmann, formanni Verka-
kvennafélagsins Framsóknar, og
gekk frá máh thailensku stúlkn-
anna. Guðmundur sagði samninga
Verkamannasambandsins við
bændasamtökin miða við tíu tíma
á dag fimm daga vikunnar. Hins
vegar þyrfti að greiöa fyrir yfir-
vinnu og vinnu á laugardögum og
því væri erfitt að segja til um
hversu mikið stúlkumar hefðu
verið hlunnfarnar frá því þær
komu til landsins í september á síð-
asta ári.
í DV á mánudag vom birtar upp-
lýsingar frá bændasamtökunum
um laun landbúnaðarverkafólks.
Samkvæmt þeim ætti aö greiða
stúlkunum rúm 38 þúsund krónur
fyrir tíu.tíma vinnu sex daga vik-
unar auk fæðis og húsnæðis. Sam-
kværat því eiga stúlkurnar aldrei
minna en 195 þúsund krónur inni
hjá kjúkhngabúinu aö Vallá.
„Þaö virðist, því miður, að Vallá
sé alls ekki einstakt dæmi. Eins og
ég hef sagt áður era mörg þessi
kjúkhngabú, loðdýrabú og svínabú
varasöm. Viö höfum fengiö mikið
af fregnum af útlendingum sem
vinna hér langt undir lágmarks-
launum. Síminn hjá okkur hefur
vart stoppaö. í sumum tilfellum
vinna stúlkumar á einhverjum
au-pair samningum og án atvinnu-
leyfis. Vallá haföi þó fengið at-
vinnuleyfi fyrir stúlkurnar. Við
munum gera gangskör að því aö
fara í þessi mál og leiðrétta kjör
þessa fólks,“ sagði Guðmundur J.
Guðmundsson.
-gse
Ungir sem aldnir hafa drifið sig í laugarnar siðustu dagana. Þessi unga stúlka, Elín Björk, var að æfa sig í Breið-
holtslauginni og hafði gaman að. DV-mynd: JAK
Veðrið á morgun:
Þurrt um
allt land
Á morgun verður fremur hæg,
breytileg átt á landinu og skýjað
með köflum.
Reikna má með þurru veðri um
allt land.
Hiti verður 9 til 15 stig.
Hvalkjótsgámamir:
Hélduaf
stað til íslands
í nótt
„Hvalkjötsgámarnir voru lestaðir’
um borð í Urriðafoss í nótt. Þetta var
svolítill eltingarleikur. Skipið hafði
verið að lesta ýmsar vörur og þurfti
að færa sig að gámakajanum til aö
geta lestað hvalkjötsgámana. Þar var
fólk frá samtökum grænfriðunga
búið að koma sér fyrir í krönunum
og hindraði lestun. Skipið þurfti því
að færa sig um set aftur, að öðrum
kaja, þar sem loks tókst að koma
gámunum um borð. Urriðafoss sigldi
síöan út úr höfninni í Helsinki um
klukkan 3 í nótt í fylgd lögreglu-
báta,“ sagði Þórður Sverrisson,
framkvæmdastjóri flutningasviðs
Eimskipafélags íslands, í samtali við
DV í morgun.
Fjórir grænfriðungar höföu falið
sig við höfnina síðustu tvo daga.í
þeim tilgangi að hindra lestun hval-
kjötsgámanna en höfðu ekki erindi
sem erfiði eins og fyrr segir. Urriöa-
foss kemur til íslands eftir tæpa viku
og er óvíst um áframhaldandi ferðir
gámanna. Þeir hafa staðið á hafnar-
bakkanum í á þriðju viku þar sem
þeir voru á leið til Japans í gegn um
Finnland og Sovétríkin. -hlh
Biðraðir fyrir
utan sund-
laugarnar
Aðsóknin í Laugardalslaugina hef-
ur tvöfaldast frá því vatnsrenni-
brautinni var komið fyrir. Að sögn
starfsmanna Laugardalslaugarinnar
hefur gestum fjölgaö úr 2000 í 3500
til 4000 á degi hverjum.
„Við erum að gera aðstöðu. í kjall-
aranum svo við getum tekið á móti
öllum þessum fjölda krakka sem
kemur hér daglega. Aukningin hefur
að mestu verið börn og biðraðirnar
hafa verið miklar. Það ætti að rætast
úr því þegar aðstaðan í kjallaranum
verður tilbúin," sagði einn starfs-
manna Laugardalslaugarinnar.
Sundlaug Seltjarnarness og Vest-
urbæjarlaugin hafa einnig verið mik-
iö sóttar á sólardögunum.
Á báðum stöðum sögðu þeir að
aukning sundlaugargesta hefði verið
mjög mikil þessa sólardaga og að-
sóknin hafi aukist nokkuð frá því í
fyrra. Ennfremur að minniháttar
biðraðir hafi myndast, sérstaklega á
annatímum, í hádeginu og seinnipart
dags. Þeir sögðust einnig finna mikið
fyrir því á báöum stöðum að þangaö
væri að koma fjöldi fastagesta frá
Laugardalslauginni sem gefist hefði
upp á því aö bíða í biðröðum. Þaö
væru helst eldri sundlaugargestir.
„Varmársundlaugin í Mosfellsbæ
gæti vel bætt við sig,“ sagði Davíð
Björn Sigurðsson.
Hann sagði að daglegir gestir und-
anfarna sólardaga hefðu verið um
400 en að meðaltali koma um 115
sundgestir daglega og vildi beina því
til fólks sem býr í Grafarvoginum að
ekki séu nema 8 kílómetrar upp í
laugina á Varmá. -GKr
Hafnfirskur trillukari:
Fótbrotnaði í róðri
Trillukarl frá Hafnarfirði hrasaði
um borð í báti sínum í gær og fót-
brotnaði. Honum tókst, þrátt fyrir
meiösli, að sigla bátnum til hafnar.
Þegar hann kom til Hafnarfjarðar
beið hans sjúkrabíll sem flutti hann
á sjúkrahús. -sme