Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. 5 pv____________________________________________________________________________ Stjórnmál Framsóknarflokkurinn gefur ríkisstjóminni enn eitt tækifæri: Hátfur þingflokkur í sljóm en hinn helmingurinn utan - fatt eitt af kröfum flokksins í efnahagsmálum hefur náð samþykki í ríkisstjóminni Þingflokkur Framsóknar er klofinn í afstöðu sinni til ríkisstjórnarinnar. Flokksformaðurinn sjálfur hefur margoft lýst yfir vantrú sinni á stjórnina og hann á sér marga jábræður innan þingflokksins. Einn þingmanna, Ólafur Þ. Þórðarson, er hættur stuðningi við stjórnina. Aðrir þingmenn vilja halda í stjórnarsamstarfið og ráðherrastólana. Á mánudaginn héldu framsóknar- menn þriggja' tíma langan þing- flokksfund. Þaö eina sem geflð hefur verið út um niðurstöður fundarins er aö þingflokkurinn ætlar að gefa þessari ríkisstjóm eitt tækifæri enn til þess að grípa til aðgerða í efna- hagsmálum. Miklar deilur urðu á fundinum um hversu hörð skilyrði yrðu sett af hálfu flokksins um þess- ar aðgerðir. Margir þingmanna flokksins eru orðnir langþreyttir á aö sjá ekki fyrri samþykktir sínar í efnahagsmálum verða að veruleika. Margir þingmanna Framsóknar- flokksins, og þá sérstaklega formað- ur hans, hafa verið iðnir við að krefj- ast harðra aðgerða. Aörir hafa verið varkárari í yfirlýsingum. Þróunin hefur þó oröið sú að í flokknum hafa myndast tvær fylkingar- annars veg- ar í kringum Steingrím Hermanns- son, formann flokksins, og hins veg- ar í kringum Halldór Ásgrímsson, varaformann flokksins. Þessi skipt- ing klýfur síðan þingflokkinn, jafn- vel svo harkalega að einn þingmaður hefur opinberlega lýst því yfir að hann væri í stjómarandstöðu. Framsókn í stjórnarandstöðu Stjómarandstöðutilhneiging for- mannsins, Steingríms Hermanns- sonar, hefur verið augljós frá upp- hafi. Flestir hafa sömu skýringu á því: Hann vildi verða forsætisráð- herra og starfar því ekki af heilind- um í stjórninni. Margar yfirlýsinga hans hafa verið vel til þess fallnar að vekja upp ýfingar í stjórnarsam- starfinu. Nægir þar að nefna yfirlýs- ingaglaða fundi eins og „Róm brenn- ur“ í janúar og Kópavogsfundinn fyrir gengisfeflinguna í febrúar. Þá hafa verið hressilegir sprettír í kringum forsetaheimsóknina til Sov- étríkjanna, viðræður við PLO, ógreidda reikninga frá flugstöðinni og verðskrá Landsvirkjunar. Stein- grímur er að því leyti í andstöðu við aðra ráðherra flokksins sem vilja halda fast í sætin. Reyndar segja sumir að Steingrím- ur sé ekki tilbúinn að fóma sæti sínu enda kunni hann ekki annað en að vera ráðherra. Hann hefur verið ráð- herra í 10 ár samfellt ef undan er skilin minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins sem ríktí í fjóra mánuði. Á mánudaginn nefndi Steingrímur síð- an hugsanlegan líftíma stjórnarinn- ar þegar hann segir að á næstu 2-3 vikum skýrist hvort unnt sé að halda áfram. Um leið ýjar Steingrímur að vonleysistón í forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafa verið stór- yrtir þegar að stjórnarsamstarfinu kemur: „Það er ógæfa yfir stjóm- inni,“ sagði Guðni Ágústsson í sam- tah við DV 4. júlí og boðaði haust- kosningar. Sjálfur þingflokksfor- maðurinn, Páll Pétursson, hefur heldur ekki sparað stóryrðin en hann hefur sérstaklega ráðist gegn Þorsteini og því sem hann kallar „forystuleysi" hans. Páll segir í DV í gær yfirlýsingar Þorsteins vera „heimskulegar og hrokafullar". Stjórnarandstaða Ólafs Þ. Þórðar- sonar er líklega mest áberandi en hann er opinberlega búinn að lýsa því yfir að hann sé í andstöðu við stjómina. Athygli vakti þá hve létt- úölega flokksformaðurinn tók á því máli. Guðmundur G. Þórarinsson hefur veriö í „hógværri stjórnarandstöðu" eins og einn framsóknarmaður orð- aði það. Þessi sami framsóknarmað- ur sagði að þaö væri reyndar áber- andi hvað Guömundur hefði látið lít- ið til sín taka að undanfórnu. Alexander Stefánsson fékk ekki að halda ráðherrastól sínum við síðustu stjórnarskipun Framsóknar. Hann hefur haldið uppi harðri gagnrýni á stefnu núverandi félagsmálaráö- herra og augljóslega ekki verið sáttur við skipan mála. Þá er stjórnarandstaða ungra framsóknarmanna áberandi og hafa þeir sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir vantraustí á ríkis- stjórnina. Stjórnarsinnar meðal framsóknarmanna Afstaða Halldórs Ásgrímssonar til stjórnarinnar sést líklega best á því hvernig hann meðhöndlaði van- traustsyfirlýsingu ungra framsókn- armanna. „Ungir menn hafa ávallt verið gagnrýnir innan flokkanna. Ég er ekki sammála þeim yfirlýsingum um stjómarslit sem hafa komið frá ungum framsóknarmönnum," sagöi Halldór. Hann er harðastí stuðnings- maður stjórnarinnar meðal fram- sóknarmanna. Þá mun vera óhætt að skipa hinum ráðherrum Fram- sóknar í sama flokk. Guðmundur Bjamason þykir hafa komið þokka- lega út úr heilbrigðismálunum og Jón Helgason hefur unnið allar orr- ustur við fjármálaráðuneytiö. Það er því ekkert fararsnið á þeim. Þingmennirnir Jón Kristjánsson, Stefán Guðmundsson, Jóhann Ein- varðsson og Valgeröur Sverrisdóttir eru fremur sátt við stjómarsamstarf- ið þótt ástandið í dreifbýlinu komi vissulega óþægilega við landsbyggð- arþingmenn Framsóknar. Margir hafa orðið til að velta fyrir sér þeim flokksaga sem ríkir í Fram- sóknarflokknum nú. Spurningin er hvort allir þingmennirnir hlýða formanninum ef hann vill slíta stjórnarsamstarfmu. Á það gæti reynt á næstu vikum. Miðstjórnin vildi tafarlausar aðgerðir í apríl Miðstjórn Framsóknarflokksins samþykkti stjómmálaályktun á fundi sínum í lok apríl. í henni vom kröfur flokksins í efnahagsmáliun settar fram. Þrátt fyrir að þrír mán- uðir séu liðnir hafa ráðherrar flokks- ins ekki náð fram þessum kröfum. Fréttaljós Sigurður Már Jónsson og Gunnar Smári Egilsson í peningamálum vildi miðstjórnin að lög yrðu tafarlaust sett yfir svo- kallaöan gráan markað, að vísitölu- viömiðun yrði afnumin og að vextir og vaxtamunur yrðu ákveönir af Seðlabankanum. Til að slá á þensl- una vildi miðstjórnin setja gjald á ný mannvirki og draga úr niður- greiðslu vaxta í húsnæðiskerfinu. Miðstjórnin vildi breyta sköttum fyr- irtækja úr veltutengdum sköttum í tekjutengda. í byggðamálum vildi miöstjórnin lækka raforkuverð, jafna aðstöðumun með lækkun opin- berrar þjónustu á landsbyggðinni, efla Byggðastofnun, svo hún gæti breytt skuidum fyrirtækja á lands- byggðinni í langtímalán, og nýta fé Jöfnunarsjóös í auknum mæh til þess að jafna aðstöðumun. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu hefur fátt eitt náð fram að ganga. Steingrímur setti fram enn harðari kröfur í maí Þegar ríkisstjórnin var tekin í ból- inu þegar gjaldeyrir streymdi út úr bönkunum dagana fyrir uppstign- ingardag sauð Stemgrímur Her- mannson ítarlegri kröfuhsta upp úr samþykkt miðstjórnarfundarins. Þegar sá hstí er skoðaður kemur enn skýrar í ljós hversu skammt þessi ríkisstjórn hefur gengið til móts við kröfur Framsóknar í efnahagsmál- um. Stærstí hlutinn af tillögum Stein- gríms snerist um peningamál. Hann vildi afnema vísitölubindingu eins og krafist hafði verið í stjórnmálaá- lyktun miðstjórnarinnar. Hann tók sérstaklega fram eldri húsnæðis- stjórnarlán og lán bankanna tíl hús- næðiskaupa. Hann vhdi draga úr bindiskyldunni og afnema vísitölu- bindingu hennar. Hann vhdi gera bönkunum skylt að nýta aukið lausafé th lána handa fyrirtækjum í útflutnings- og sarnkeppnisgreinum. Hann krafðist þess að Seðlabankinn lækkaði dráttarvexti og vaxtafrelsið yrði afnumið. Seðlabankanum yrði fahð aö ákvarða vexti og vaxtamun. Þá vildi Steingrímur takmörkun á fjármögnunarleigu og verðbréfasjóði og að eldri skuldbreytingarlánum yrði breytt í gengistryggð lán. í verðlagsmálum vhdi Steingrímur frysta álagningu th áramóta, frysta verð á opinberri þjónustu og raf- orkuverði. Steingrímur vhdi gjald á nýja mannvirkjagerð og draga úr erlendum lánum vegna opinberra framkvæmda th þess að slá á þensl- una. Hann vhdi efla Byggðastofnun, ráðstafa helmingi af Jöfnunarsjóði th þess að jafna aöstöðumun, flytja út kindakjöt th að minnka birgðir og styrkja dreifbýhsverslun. Kröfunum var sinnt lítið og illa Það atriöi, sem Framsóknarflokk- urinn náði fram, var að Byggðastofn- un og fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisgreinum voru veittar heimhdir th erlendrar lántöku. Gengisfehingin varð hins vegar minni en flokkurinn vhdi. Aðhald í verðlagsmálum varð einnig minna. Afnám vísitölubindingar og lækkun vaxta var í meðfórum ríkisstjómar- innar að máttlausum lagaákvæðum og loðnum yfirlýsingum um vhja rík- isstjórnarinnar. Flestum kröfum Framsóknar var hins vegar stungið undir stól. Það er því ekki furða þótt þingflokkurinn hafi nú dregið upp tuttugu og tveggja punkta kröfuhsta Steingríms. Fæstir af þeim punktum hafa fengið sam- þykki ríkisstjómarinnar. Þau atriði, sem hafa fengist samþykkt, hafa orö- ið máttlausari en flokkurinn vhdi þegar komið hefur th framkvæmda. Þótt Framsóknarflokknum hafi gengið iha að ná fram stefnumiðum sínum í efnahagsmálum hefur hann náð langt á öðrum sviöum. Þar ræð- ur mestu sigurganga Jóns Helgason- ar í landbúnaðarmálum eins og greint hefur verið frá í DV. Jóni hef- ur tekist að verja það kerfi sem hann kom á í landbúnaðinum þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu Alþýðuflokksins. Lán ýmissa sjóða til loðdýraræktar nú er enn einn sigur Jón. Ástandið verra en í apríl ef eitthvað er Að matí flestra framsóknarmanna hefur hins vegar fátt breyst í efna- hagsmálum síðan miðstjórnin hélt fund sinn í apríl. Þeim erfiðleikum, sem framsóknarmenn sjá, er ef til vhl best lýst með oröum Geirs Geirs- sonar, endurskoðanda Sambandsins, á aðalfundi fyrirtækisins að Bifröst. Geir sagði að íjármagnsgjöld Sam- bandsins hefðu snúist viö og væru nú oröin fyrirtækinu mjög þungbær. Á sama tíma væri ekki að sjá nein batamerki á afkomu fyrirtækisins. Framundan væru því mikhr erfið- leikar í rekstri Sambandsins og gætí farið svo að fyrirtækið bæri af því varanlegan skaða. Þessi varnaðarorð frá endurskoð- anda Sambandsins eiga greiðan að- gang að hjörtum framsóknarmanna. Á miðstjórnarfundi Sambandsins í apríl var bent á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar stæði að stjómin stefndi að því „að búa atvinnulífinu sem best starfsskhyrði", „að tryggja jafnvægi í viðskiptum við útlönd“, að ná, jákvæðum en hóflegum raun- vöxtum" og „lækkun vaxta“ og að stefna „að eðhlegri byggðaþróun". Það sem hefur breyst eitthvað í þess- um málum síðan í apríl hefur heldur snúist á verri veg að matí framsókn- armanna. Kröfur þeirra síðan þá em því í fuhu ghdi og em harðari ef eitt- hvað er. Framsóknarmenn ráðgera annan miðstjórnarfund í ágúst. Fullvíst má telja að boöun fundarins, ein og sér, hafi mikhvæga þýðingu. Framsókn- armenn geta einfaldlega ekki komiö saman enn á ný sem „sérkröfuhóp- ur“ innan ríkisstjórnarinnar án þess aö eitthvaö af kröfum þeirra nái fram að ganga. Það sem hins vegar getur dregiö úr stjórnarshtahug Framsóknar er sú staðreynd að hún á varla aftur- kvæmt í ríkisstjórn á næstunni ef hún shtur þessu samstarfi. Breytir þar engu þó að framsóknarmenn haldi sínu í kosningum eins og skoð- anakannanir gefa í skyn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.