Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. Utlönd Haustkosningar í Pakistan Forseti Pakistans, Zia ul-Haq, til- kynnti í morgun að þing- og héraðs- stjórnarkosningar yrðu haldnar í landinu þann 16. nóvember á þessu ári. Allt frá þvi í maílok hafa menn verið að velta því-fyrir sér hvenær efht yrði til kosninga því þá var forsætisráðherra landsins, Mo- hammad Khan Junejo, vikið írá og neðri deild þingsins leyst upp. Þeg- ar Zia ul-I-Iaq lét stjórnina fara frá í maí iofaði hann kosningum innan níutíu daga. Forsetinn sagði ekki hvort stjórn- málaflokkum yröi lejdð þátttalca í kosningunum. Loksins rigning Kærkomiö regn féll á meginhluta þurrkasvæöanna í Bandaríkjunum siðla mánudags og í gær og var þaö nokkur huggun sama daginn og kunngerö var spá kunnra loftslagsfræðinga þess efnis að búast megi viö því að næstu sextíu sumur-verði jafnþurr og þetta sumar. Á miðhluta þurrkasvæðanna mældist úrkoman 5 til 10 sentfmetrar en annars staðar komu aðeins góðar skúrir í kjölfar þrumuveðurs. Samfara rigningunni hefur hitinn lækkað í bih. Þessu valda kuldaskil á leiö suðvestur yfir Bandaríkin. Þegar þau hverfa er útlit fyrir áfram- haldandi hita og þurrka. Samt er betra hljóö í bændum og um leið og rigndi féll korn aftur í verði. Stjórnvöld segja að þótt uppskeran verði íjóröungi minni i ár en í meöal- ári séu kombirgðir nægar, bæði til innanlandsneyslu og til venjulegs útflutnings. Verstu fréttirnar eru frá frægum loftslagsfræðingum sem hafa með tölvureikningi verið aö spá fyrir um raka í jarðvegi næstu áratugina. Niðurstöðumar era ógnvekjandi. Næstu sextiu sumur verða lík þessu sumri, heit og þurr. Þessu valda hin svonefndu gróðurhúsaáhrif sem stafa af sívaxandi notkun eldsneytis úr jörðu. Notkun þess eykur koltvisýring í andrúmsloftinu sem aftur kemur í veg fyrir að geislar sólarinnar nái til jarðar og við það hækkar hiti á jörðunnL LoftslagsfrakMngarnir ráöleggja aukna notkun kjarn- og sólarorku og aö bændum i miðvesturríkjunum verði hjálpað til að rækta korn að vetr- arlagi eða gjörbreyta vökvunaraðferðum. ShuHz tlB Mið-Ameríku Aö áliti skopteiknarans Lurie hetur sáttasemjarinn Shuttz nóg að gera vlð að koma á friði i heiminum. Utanríkisráöherra Bandarikjanna, George Shultz, mun í byrjun næsta mánaðar hitta aö máli utanríkisráðherra Costa Rica, Guatemala, Hondur- as og E1 Salvador í Guatemala. í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu segir að ráöherram- ir muni ræða friðartilraunir í Mið-Ameríku og aðferðir til að koma á lýðræöi, öryggi og efnahagsumbótum á svæðinu. Shultz fór til fyrmefndra flögurra landa í júní síðastliönum til að ráðg- ast viö ráöamenn þar um hvemig mætti binda enda á stríðið milli sandín- ista og kontraskæruhða í Nicaragua. Friðarviöræður milh þessara aðila fóru út um þúfur í júni og Bandaríkjastjóm hyggst gera nýjar tilraunir til þess aö reyna að sannfæra þingiö mn að taka upp á ný hemaðarað- stoö við kontraskæruhða. Shultz er nú á feröalagi í Asíu. Bændur mótmæla Til átaka kom í gær í Seoul í Suö- ur-Kóreu þegar bændur efndu til hópgöngu og reyndu að komast að þinginu th að bera fram mótmæh sín gegn fijálsari matvælainnllutn- ingi frá Bandaríkjunum. Banda- ríkjamenn liafa þrýst á yfirvöld í Suöur-Kóreu um að opna markað- inn og em bændur því uggaxidi um hag sinn. Er lögregla stöövaði fór bænda réðust þeir að lögreglumönnunum með lurkum. Delvalle tll Panama Eric Arturo Delvalle, forseti Panama, sem settur var af í febrúar eftir að hann reyndi aö reka Noriega hershöfðingja, kom heim til Panama í gær eftir níu daga ferð um Bandaríkin. Reagan Bandaríkjaforseti lofaði DelvaJle stuöningi sínum viö að koma á lýðræði í landinu. Reaganstjómin hefur hætt íjárhagsstuðningi sínum við Panama og fryst bankainnstæður í Bandaríkjunum. Delvalle hefur farið huldu höfði síðan í febrúar en honum er leyfilegt að fara úr landi í tíu daga án þess að ráðfæra sig viö yfirvöld eða fá sam- þykki þeirra. Keutcr Óeirðalögregla í Seoul í Suður- Kóreu vamar bændum aðgöngu að þinginu. Símamynd Reuter Zia ul-Haq, forseti Pakistans. Mótmæla stefnu forsetans Óeirðalögregla í Lima, höfuðborg Perú, handtók að minnsta kosti 230 manns á fyrsta degi allsherjarverkfalls í landinu. Símamynd Reuter Til átaka kom milh lögreglu og verkafólks í Lima, höfuðborg Perú, á fyrsta degi tveggja daga allsherjar- verkfalls þar í landi. Stærsta verka- lýðsfélag Perú, Samband verka- manna, boðaði verkfalhð í strássi við bönn stjórnvalda til að kreíjast hærri launa og mótmæla stjórnarstefnu Alans Garcia, forseta Perú. Lögreglan handtók a.m.k. 230 mánns á fyrstu klukkustundum verkfallsins og átta manns særðust, þar af tveir af völdum byssuskota lögreglu. Öflug sprengja sprakk í höfuðstöðvum landbúnaöarráöu- neytisins en enginn slasaðist. Verkfalhð kemur í kjölfar ákvörð- unar námaverkamanna í Perú þess efnis að hætta vinnu um óákveöinn tíma. Verkalýðsfélagiö, sem telur um eina og hálfa mihjón manna, vill fá hækkun kaups til að halda í við sí- vaxandi verðbólgu í Perú en áriö 1987 náði hún um 230 prósentum. Verkalýðsfélaginu og ríkisstjóm- inni ber ekki saman um þátttöku í verkfallinu. Formaður verkalýös- félagsins sagði aö þátttaka hefði ver- ið 100 prósent en vinnumálaráðherra Perú sagði að 90 prósent verkamanna á landsbyggðintii og 85 prósent verkamanna í höfuöborginni hefðu mætt til vinnu. í höfuðborginni voru flestar verslanir og verksmiðjur lok- aðar og almenningsfarartæki vora ekki í gangi. Reuter Aðgerðum Armena frestað Um hálf milljón Armena safnað- ist saman til fundar í Jerevan, höf- uðborg Armeníu, í gærkvöldi í kjöl- far ákvörðunar forsætisnefndar æðstaráðs Sovétríkjanna þess efnis að Nagorno-Karabakh-hérað yrði ekki fært undir stjórn Armeníu eins og íbúar þess höföu krafist. Að sögn fréttamanna var aðgerð- um íbúa gegn ákvörðun yfirvalda frestað í sólarhring. Mannfjöldinn dreifðist um klukkan tíu í gær- kvöldi að staöartíma til að fólk fengi tækifæri til að fylgjast með sjónvarpsfréttum af fundi æðsta- ráðsins um málefni Nagorno-Kara- bakh. Fréttir af fundi æðstaráðsins, þar sem kröfu íbúa Nagorno-KaraLakh og Armeníu var alfarið hafnað, bárust seint til almennings. Al- menningur vissi ekki um niður- stöður fundarins í u.þ.b. sólar- hring. Talið er að þessi þögn hafi stafað af áhyggjum stjórnvalda um að nýjar róstur brytust út. Mikhail Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, sagði að fólk „hefði gengiö af göfl- unum“ vegna þessa máls og kvað tíma vera kominn til að kveða nið- ur óeirðirnar vegna kröfu Armena og íbúa Nagorno-Karabakh en fyrstu átök vegna þeirra hófust fyr- ir fimm mánuðum. Reuter Róstur blossa upp í Jerúsalem Róstur í Jerúsalem blossuðu upp á nýjan leik í gær þegar 16 ára Jerúsa- lembúi af arabaættum var borinn til grafar. Unglingurinn lést af völdum skothríðar ísraelskra lögreglumanna ög er það í fyrsta sinn sem arabi, búsettur í Jerúsalem, er skotinn til bana síðan óeirðir blossuöu upp í borginni fyrir sjö mánuöum. Atvikið átti sér stað í Beit Hanina hverfinu í eldri hluta Jerúsalem sem lögregla segir að sé utan síns lög- sagnammdæmis. Telur lögreglan að hermenn hafi átt þátt í atvikinu. í kjölfar skothríðarinnar blossuðu upp róstur í borginni. Mörg hundmð unglingar söfnuðust saman til mót- mælagöngu gegn ísraelum og slasað- ist einn ísraelskur lögreglumaður alvarlega. Að minnsta kosti 236 Palestínu- menn hafa látið lífið síöan óeiröirnar hófust á herteknu svæðunum í des- ember síðastliðnum. Unglingurinn, sem lést í gær, er fyrsti palestínski íbúi Jerúsalem sem deyr. Nokkur friður haíði ríkt milh Palestínu: manna og ísraela í Jerúsalem en dauði unghngsins varð til þess aö róstur blossuðu upp á nýjan leik. Reuter Þúsundir söfnuðust saman þegar fyrsti Palestínumaðurinn í Jerúsalem, sem myrtur hefur verið af ísraelum síðan róstur hófust, var borinn til grafar. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.