Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. Frjálst.óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Bindiskylda bankanna Talsverð rimma hefur staðið milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og bankanna hins vegar um kaup á ríkis- skuldabréfum. Ein af efnahagsráðstöfunum stjórnar- innar í vor sem leið var að ákveða frekari íjármögnun ríkissjóðs með kaupum bankanna á spariskírteinum. Þetta hefur ekki gengið eftir og ríkisstjórnin hefur af þeim sökum hótað að hækka bindiskyldu bankanna gagnvart Seðlabankanum til að knýja fram vilja sinn. Til samkomulags í þessari deilu hafa bankarnir sett fram tillögu um að sala spariskírteinanna verði boðin út og jafnframt að bankarnir tryggi ríkissjóði tiltekið lágmarksfl ármagn sem brúi bilið í þá upphæð sem ríkis- sjóð vanhagar um. Ríkisstjórnin er enn með þessa sátta- tillögu til athugunar en ljóst er þó að hún þarf að skoða fleiri þætti þessa máls. Hvort heldur bankarnir kaupa meira af spariskírtein- um eða fá aðra til þeirra kaupa verður afleiðingin sú að minna fé verður til almennra útlána í bönkunum. Sem aftur hefur í för með sér vaxtahækkun. Enda þótt halli á ríkissjóði sé alvarlegur veikleiki í efnhagsstjórn- inni er þó hitt sýnu verra ef vextir hækka enn á hinuin almenna lánamarkaði. Vaxtakostnaður er að sliga þjóð- ina. Hann er smám saman að ganga af atvinnurekstrin- um dauðum og einstaklingar, sem neyðast til að taka lán, hvort heldur til húsakaupa eða reksturs heimila, festast í vítahring vaxta og afborgana. Áður fyrr var sagt að hækkanir á launum væru mesti verðbólguvald- urinn en fæstir efast um að fj ármagnskostnaður ræður nú mestu um verðbólgu og rekstrarerfiðleika. Það er rétt sem sagt er að einhliða vaxtahækkun læknar engin mein meðan verðbólgan mælir vísitölur og verðtryggingar á fleygiferð. Forsenda lækkunar á fjármagnskostnaði er auðvitað hjöðnun verðbólgunnar. Enda yrði einhhða vaxtalækkun árás á sparifjáreigend- ur og margfaldur vandi fyrir lánastofnanir sem ekki hefðu þá lengur lánsfé til að halda atvinnurekstri gang- andi. Dagar neikvæðra vaxta eru liðnir og eins gott fyr- ir alla að gera sér grein fyrir því. En með því að þvinga bankana til aukinnar bindi- skyldu eða óhagstæðra kaupa á spariskírteinum ríkis- sjóðs eru afleiðingarnar þær sömu og leiddu engu að síður vextina upp á við. Fyrirhugaðar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar eru því hreint glapræði ef og þegar hverj- um manni er ljóst að nú þarf að leggja allt kapp á hjöðn- un verðbólgu og vaxtalækkun í kjölfarið. Það verður að ráðast að rótum meinsins ef árangur á að nást. Vanda ríkissjóðs verður að leysa með öðrum hætti. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður hefur verið hvað skeleggastur við að vara við bindiskyldu bank- anna. Hann varar við slíkri peningaskömmtun og bend- ir réttilega á þá staðreynd að menn geti ekki gefið vexti frjálsa, boðið erlendu fjármagni inn á innlendan markað og á sama típia rekið ofstjórnarpólitík gagnvart peninga- magninu í umferð. Það er ekki bæði hægt að halda og sleppa. Eyjólfur virðist vera röddin í eyðimörkinni. Þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar, stjórnmálamenn- irnir sem taka undir skoðanir hans. Það er til að mynda athyglisvert að í ráðherrahópnum virðist mönnum fyr- irmunað að skilja samhengið. Ríkisstjórnin vill hafa sitt á þurru og hótar ihu að öðrum kosti. Það eru bank- amir sem nú gera örvæntingarfuha thraun til að koma vitinu fyrn: stjórnina. Þeir eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Ekki ríkisstjórnin. EUert B. Schram Refsing og umferðarslys Nú gengur yfir mikil umræða um aðgerðir gegn umferðarslysum. Eölilega verða margir harmi og reiði lostnir þegar fólk er keyrt nið- ur og slasast til ólífis á götum borg- arinnar enda fellur slíkt undir manndráp af gáleysi. Fólk hrópar á tafarlausar aðgerð- ir, s.s. fyrirvaralausa fangelsun, þyngri refsingar og jafnvel líkam- legar meiðingar! Er líklegt að skyndiákvarðanir um harðari refsingar verði farsæl lausn á þessum vanda? Lítum nán- ar á máiið. Ölvunarakstur í allflestum vestrænum löndum hefur tíðni ölvunaraksturs aukist mjög á síöustu 10-15 árum. Milli 50 og 70% þeirra ökumanna, er slasast eða deyja í uinferðarslysum um helgar, eru ölvuð. Flestir þeirra eru á aldrinum 18-30 ára (Úttekt á ölvunarslysum í vestrænum heimi. Ó. Ólafsson; 1985). Ótal ráðstefnur hafa verið haldn- ar um þetta vandamál. Trúlega á verulegur íjöldi þeirra, sem hér eiga hlut að máh, við áfengisvanda- mál að stríða. Hér á landi eru háværar raddir um að lögreglumenn þurfi að vera virkari en nú er. Sannleikurinn er samt sá að lög- reglan hérlendis er mun virkari í þessum málum en t.d. lögregla á öðrum Norðurlöndum. Þó aö við neytum minna áfengis en flestir aðrir tekur lögreglan mun fleiri vegna gruns um ölvun viö akstur en t.d. á öðrum Norðurlönd- um. Dauðaslys eru hlutfallslega færri hér á landi en í nágranna- löndunum. (Sjá mynd). Aðgerðir Fangelsun er ekki einhlít lausn á k þessu vandamáli. Norðmenn hafa lokað menn inni í fangelsi viö 1. KjaUaiinn Ólafur Ólafsson landlæknir ölvunarbrot frá því á árinu 1935. Ekki deyja færri vegna ölvunar- aksturs í Noregi en í nágranna- löndunum. Finnar tóku upp þenn- an sið fyrir nokkrum árum en hurfu frá þeirri skipan vegna lélegs áranginrs. Helst er tahð að þungar fésektir komi að einhverju gagni og að jafnframt beri að gefa mönn- um kost á áfengismeðferð. Dómarar þessa lands mættu taka þetta meira til athugunar en nú er. Stórauka ber áfengisfræðslu í skólum. Hraðakstur Hvers vegna aka ungir menn of hratt? Sjálfsagt er erfitt aö benda á eina sérstaka ástæðu en líklegt er að eftirfarandi ástæður séu a.m.k. samverkandi orsakir þessa: 1. Unglingar fá ökuskírteini á ís- landi einu ári yngri en í öðrum löndum. Egnar sannanir eru fyr- ir því að unghngar verði fyrr andlega þroskaðir hér á landi en í nágrannalöndunum. 2. ökukennslu er alls ekki sinnt nægilega hér á landi. Til þess að öðlast ökukennararéttindi er krafist 20-30 klst. námskeiðs. í nágrannalöndunum þurfa verð- andi ökukennarar að ganga í gegnum 6-12 mánaða nám áður en þeir fá kennsluréttindi. Fjöl- mörg dæmi eru þess að ungling- um er sleppt í gegnum ökupróf eftir 10-12 klst. akstursæfingu og sýnir það andvaraleysi okkar í þessu efni. 3. Bifreiðaeign unglinga hefur aukist gífurlega á siðustu 5-10 árum. 4. Fjölmiðlar sýna oft i viku spennukvikmyndir sem enda venjulega með hraðakstri. Bif- reiðaumboðin auglýsa daglega í fjölmiðlum vöru sína eins og vera ber. Nær undantekningar- laust er mest lagt upp úr við- bragðsflýti bifreiðar og spyrnu- keppnum. 5. Við fullorðna fólkið erum tæp- ast góðar fyrirmyndir i þessu efni. Varla ef htið er til gerða Alþingis en nú er leyfður hærri hámarkshraði á venjulegum vegum á íslandi en i nokkru öðru , Evrópulandi. Hvað er til ráða? Sjálfsagt er engin skjótfengin lausn til. Við bifreiðaakstur gidir þó alþekkt regla - æfmgin skapar meistarann. í Bandaríkjunum hef- ur m.a. verið kannaður aksturs- og umferðarslysaferill unglinga eftir ökupróf, með tilhti til þess hve marga æfingatíma þeir höfðu ekið fyrir ökuprófið. í ljós kom að þeir sem höfðu fengið 50-60 æfingatíma lentu mun síður í slysum en þeir er höfðu aðeins 20-30 æfingatíma. Það getur ekki hafa farið fram hjá foreldrum að unglingar eru í 5-6 sinnum meiri hættu að lenda i slys- um eða valda slysum en þeir sjálf- ir!! (sjá mynd). Á þessar staðreyndir hefur marg- oft verið bent (sjá mynd frá Slysa- deild Borgarspítalans). Ef við for- eldrar reynum ekki að koma öku- kennslu i sæmilegt horf, t.d. með þvi hafa áhrif á þá alþingismenn, sem við höfum kosið, til þess að gera eitthvað raunhæft til þess að bæta ökukennslu og lækka hám- arkshraða, er við okkur að sakast að nokkru leyti ef iha fer. Síðan þarf að taka upp verklega ökukennslu í efstu bekkjum grunn- skóla og jafnvel í framhaldsskól- um, en allflestir „umferðar-sér- fræðingar" hafa lagst gegn þessu án þess að færa nokkur rök fyrir máh sínu. Kostnaður við þessar aðgerðir er.aðeins brot af þeim mikla kostnaöi sem hlýst af bif- reiðatjóni og slysum. Við fullorðna fólkið mótum lífsstíl unglinga, aug- lýsum bifreiðar, kennum bifreiða- akstur og setjum lög og reglur og þess vegna er ábyrgð okkar mikil. Lokaorð Ég fagna aðgerðum þeirra sem nú hafa komið fram á sjónarsviöið og vhja bæta umferðarmenningu þessa lands og vonast th þess að átak þeirra beri árangur, en því miður hef ég margoft orðið vitni að því að svipuð átök hafa runnið út í sandinn. Ég vona sannarlega að svo verði ekki nú - en þaö nægir tæpast að „höggva af bensínfótinn" og heimta þyngri refsingu. Annarra aðgerða - sem að vísu tekur lengri tíma að koma í framkvæmd - er þörf. Síðan má skrifa langt mál um óábyrga afstöðu sumra víðlesinna fiölmiðla í þessum málum. Þeir m.a. lögðu sitt af mörkum th þess að setning laga um bhbeltanotkun dróst á langinn með hörmulegum afleiðingum. Ólafur Ólafsson Aldur og kyn þeirra sem slösuðust i umferðinni á hverja 1000 íbúa á Fteykjavíkursvæðinu 1975. Heimlld: Bjarnl Toríason: UmterOarslysin og afteiðingar þeirra. Fylgirit v/heilbrigöisskýrslur 1984 nr. 1. Tengsl dauðaslysa í umferð vegna ölvunar og handtöku vegna ölvunar við akstur. Upplýslngar Norrœna umferðarslysaþlngið I Helslngfors 1985.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.