Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. 15 Ýmislegt er óviðunandi DV prentaöi 1. júlí sl. grein mína „Þaö er margt gott á íslandi“. Ég ætla ekki að draga neitt til baka - gott er aö hafa heilsuvernd, gott er að allir hafa aðgang aö menntun. Hins vegar er ýmislegt óviðun- andi og eins og sagt er „margt smátt gerir eitt stórt". Hér eru ýmiss kon- ar mál sem eru óviðunandi. ísland í hugum manna er- lendis Á ferð minni í Bandaríkjunum í júní sl. fann ég að fólk þekkti nafn- ið „Reykjavík", fundarstað Reag- ans og Gorbatsjovs, en þeir vissu ekki aö landiö var ísland. Fyrsta spuming var „Hve margir íbúar eru á íslandi?" En þeir vildu varla trúa mér að við værum tæplega 250.000 manns, þ.e.a.s. 1 pro mill, samanborið við um 250 milljónir Bandaríkjamanna. En meiri varð undrun þeirra þeg- ar þeir skildu að til var mál lands- ins, „íslenska“, íslenskar bók- menntir, listamenn, jafnvel íslensk söngkona, María Markan, sem hafði verið stjama í Metropolitan Opera í New York. Til þess að halda nafni íslands á lofti er rétt og nauð- synlegt að skýra frá list og menn- ingu íslands. En ríkið og borgin gera lítið í þessum málum. Listmunir borgarinnar ekki hirtir Á gönguferðum mínum sá ég styttur í eigu Reykjavikurborgar. Myndin sýnir styttu sem stendur í Austurstræti við Útvegsbankann. Styttan er ómerkt. Þar vantar nafn höfundar, vinnuár og heiti stytt- unnar. Styttan var óhrein, raf- magnskassi var fast við stallinn og auglýsingar hmdar á. Ég talaði við deild gatnamálastjórans, símleiðis, KjaHaiinn Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur og fekk oviðunandi svar. Styttur væm hreinsaðar eftir kerfi ein- hverrar nefndar, óháð því hvar þær væra o.s.frv. Við Listasafn íslands era tvær ótrúlega góðar styttur við innganga (einn þeirra læstur) og vora þær algerlega ómerktar. Eftir kvartanir mínar vora hthr pappírsmiðar hmdir á veggi innanhúss (en húsið er aðeins opið 6 daga vikunnar kl. 11-17). Þar var skýrt frá að um verk Sigurjóns Ólafssonar væri að ræða en hann var einn af bestu hstamönnum landsins. Mig langar að leggja til að allar höggmyndir, innan- og utanhúss, verði greinilega merktar með málmplötum eins og venja er er- lendis. Fyrir hverja er listahátíð? Ég var spurö um þetta af starfs- manni Listasafns íslands. „Er hún fyrir erlenda feröamenn eða ís- lendinga?" Svarið mitt var og er fyrir hvora tveggja. En fólk á elh- launum og fatlaðir á styrkjmn geta ekki haft not af bestu sýningu Listasafnsins - sýningu á myndum Marcs Chagah. Ég hef haft áhuga á ChagaU í mörg ár. Fyrst sá ég glugga í Jerúsalem og 1983 stóra sýningu í Louisiana í Danmörku. Eg var þvi ánægð að sýningin hér er til 14. ágúst. Eg keypti sýningar- skrá fyrir 800 kr. (pappírskUju, bundin er verðið kr. 1000). Að- gangseyrir var kr. 300. Þegar ég kom inn í salinn uppgötvaði ég að myndimar voru aöeins merktar meö númerum, ekki heiti eða vinnuári (sem er áríðandi hjá ChagaU). Aöeins með notkun sýn- ingarskrár var hægt að fá þessar upplýsingar. Auk þess var ekki bent á að í kjaUara hússins var myndband, mjög gott, jafnvel nauð- synlegt fyrir þá sem vildu sjá Cha- gaU-sýninguna. í Bandaríkjunum var ég aUtaf spurð hvort ég væri „eldri borg- ari“ og fékk ég aðgang að mörgum sýningum fyrir hálfvirði. En þetta er ekki regla í Listasafni íslands. Tekjur lífeyrisþega era samtals aðeins kr. 26.684. Þvi er útilokað að þeir geti komið á ChagaU-sýn- inguna og greitt kr. 1100 (aðgang kr. 300 og sýningarskrá kr. 800). Styrkur hins opinbera tíl fatlaðra er einnig aðeins kr. 26.684 mánað- arlega. Afsláttur er kr. 100 fyrir hóp, en félag eldri borgara fékk engar upplýsingar, að því er ég best veit. Þar sem hstahátiðin er nú búin en sýning ChagaUs enn opin, legg ég til að einn dagur vik- unnar verði ákveðinn sem dagur aldraðra, aðgangseyrir lækkaður í kr. 150 og sýningarskrá lánuð eldri eða fötluðum gestum. Stólar ekki nothæfir fyrir aldraða og fatlaða Nokkuð fáir stólar era í forstofu og í sal 4 (konkrethst) en þeir eru svo lágir, án baks og arma, að eldra fólk og fatlaöir geta varla staðið upp. Rannsókn mín um heimaslys (útgefin sept. 1987) sýndi einmitt mörg slys vegna stóla. Væri ekki hægt að vinna með sjúkraþjálfum við hönnun innréttinga í stofnun- um sem ætlaðar era almenningi? Sjúkraþjálfarar þekkja þarfir aldr- aðra og fatlaðra. Það er nauðsyn- legt að hafa í huga að á íslandi era margir eldri menn og fatlaðir sem hafa áhuga og þekkingu á hst, og rétt þeirra til að njóta listarinnar ber að virða í verki. í Listasafni ASÍ var sérstaklega góð málverkasýning, „Fiórar kyn- „Myndin sýnir styttu sem stendur í Austurstræti við Útvegsbank- ann.“ slóðir", 4.-17. júh. Tekiö var tillit ti aldraöra og fatlaðra. Þeir greiddu aðeins kr. 100 í aðgangseyri, þ.e.a.s. helming, og sýningarskrá innifalin. HjólastóU handa hreyfihömluðum er til notkunar. Eiríka A. Friðriksdóttir „Styttan er ómerkt. Þar vantar nafn höfundar, vinnuár og heiti styttunnar. Styttan var óhrein, rafmagnskassi var fast við stallinn og auglýsingar límdar á.“ Umhverfisvemd eða sölubrella? „Sums staðar erlendis er sérstakur endurkaupaskattur á bjór- og gos- drykkjadosum. Slíkan skatt mætti hæglega taka upp hér.“ Nýjasta bragöið til aö fá böm tU að kaupa meira af gosdrykkjum er að heita verðlaunum fyrir að safna svonefdum fhpum sem rifnir era af gosdrykkjadósum þegar þær era opnaðar. Gosdrykkjaverksmiðja ein og fáeinir poppfjölmiölar hafa bundist tryggðaböndum um þetta verkefni og kynna það sem, nei, ekki ráð tU að geta selt meira kók heldur sem „átak í umhverfis- vemd“. Engar dósir við vegina Vitaskuld væri það miklu ein- faldara að framleiða aUs ekki gos- drykki í einnota umbúðum af neinu tæi ef markmiðið væri um- hverfisvemd. Eða þá að gera dós- irnar þannig úr garði aö flipa væri ekki hægt að skUja frá dós. Og hvað verður um dósimar sjálfar þegar flipunum hefur veirð safnaö? I stað hinna hefðbundnu varða við foma fjallvegi era nú vegir landsins varðaöir gosdrykkjadós- um í 50-100 gerðum. Þeir sem dós- unum henda era ábyrgir fyrir því en ekki gosdrykkjaseljendur. Dósin biður aUs ekki um að henni sé hent út um bUgluggann. Kannski dettur hún þó bara. Fjölmiðlaþátturinn Svo eru það þessir íjölmiðlar fyr- ir sunnan sem era að vekja athygli á göfuglyndi sínu í umhverfismál- um með þátttöku í hinni nýju sölu- herferö kók. Hver þeirra er um- hverfissinnaðastur? Hver þeirra vill stuöla best og mest að náttúru- vemd? Er hægt að hugsa sér stærra átak í umhverfismálum en söfnun flipa af gosdrykkjadósum? Auðvitað er enginn þessara aöUa hvorki eingöngu né mest að hugsa um umhverfismál, hvorki fjölmiöl- amir né gosdrykkjaframleiðendur. Allir eiga þeir í harðri samkeppni sem byggist ekki síst á því að afla KjaUaiinn Ingólfur Á. Jóhannesson landvörður i Mývatnssveit sér velvildar meðal landsmanna. Af því að það þykir yfirleitt frekar sóðalegt að henda rash er með þessum hætti hægt að afla velvUd- ar þeirra sem láta sig slíkt varða um leið og böm verða áköf við þessa söfnun vegna verðlaunanna sem heitið er fyrir fhpana. Aftur á móti ættu fjölmiðlarnir að vera vandari að virðingu sinni, en samkeppni allt of margra einka- fjölmiðla er einfaldlega of hörð tU þess að um shkt sé hægt að fást. Hin hliðin Að sjálfsögðu er þetta „átak“ ekki með öUu neikvætt, ef það er. þá nokkuð neikvætt. Það leiðir huga að þvi að henda ekki flipunum, sama þótt gosdrykkjaframleiðand- inn sé náttúrlega einkum að hugsa um að komast fram úr keppinaut- unum og útvarpsstöðvarnar að sýna að þær séu betur hugsandi en hinar. En hvers vegna er þá ekki dósin öU keypt? Af henni aUri eru miklu meiri spjöU, og þá myndi fólk á ferð í bfi kannski stoppa tU að hirða dósimar sem duttu eða fuku hjá öðram. Sums staðar erlendis er sérstakur endurkaupaskattur á bjór- og gosdrykkjadósum. Slíkan skatt mætti hæglega taka upp hér og væri hann miklu mikUvægari sem umhverfisvemd en „átakið“ fyrmefnda. Fyrirtækin gætu líka gefið sérstaka upphæð tU náttúru- verndar fyrir hverja dós sem þau tappa á eða byggt upp endur- vinnslukerfi. Látum þó í minnsta lagi hlutina heita réttum nöfnum - gosdrykkja- sala á htið skylt við umhverfis- vernd. Ingólfur Á. Jóhannesson „Nýjasta bragðið til að (á börn til að kaupa meira a( gosdrykkjum er að heita verðlaunum tyrir að safna svonefndum flipum sem rifnir eru af gosdrykkjadósum þegar þær eru opnaöar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.