Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. 13 dv Útlönd Hótuðu að grýta vanfæra konu Sumajdiði fate&Bon, DV, Árósum: Mun fleiri ilóttamenn hafa nú sótt um hæli í Danmörku en á sama tíraa í fyrra, aö því er segir í skýrslu frá danska útlendinga- eftirlitinu. Hefur danski Rauði krossinn átt í vandræöum meö aö hýsa flóttamennina á meðan beðið hefur verið eftir úrskurði um hvort þeir fái að vera áfram í landinu. Aukinn fjöldi þeirra sem sækir um hæji er ein skýring á hvers vegna viðhorf í garð flóttamanna hafa breyst. Reynt er að tak- marka fjölda þeirra sera mest, reglum er fylgt út í æsar og fólki vísað úr landi ef það uppfyllir ekki nauðsynleg skilyrði. Framfaraflokkurinn, sem.sérs- taklega hefur beitt sér. fyrir því að takmarka fjölda útlendinga í landinu, einkum múhameðstrú- armanna, hefur lika ýtt undir þessi viðhorf. Aukna andstöðu hér í landi gegn flóttamönnum og innflyfjendum má meðal ann- ars sjá af sífellt meira fylgi flokks- ins í þeim skoðanakönnunum sem geröar hafa veriö að undan- fórnu. Mál ungrar sýrlenskrar flótta- konu hefur vakiö athygli. Hún flúði frá heimalandi sínu vegna þess að hún óttaðist um líf sitt þar. Bræöur hennar höfðu hótað að grýta hana til bana vegna þess að hún var vanfær. Bamsfaöir- ínn var unnusti hennar en það var ekki nóg því þau voru ógift. Þar meö hafði hún sett blett á heiður fjölskyldunnar sem ekki yrði afmáöur á annan hátt en þann aö taka hana af lífi. Stúlkan reyndi aö komast gegn- um Þýskaland og Danmörku til Svíþjóðar þar sem hún á ættingja. Henni var vísaö frá í Svíþjóö en í Danmörku fékk hún leyfi til að dvelja að minnsta kosti á meöan hún fáeddi bamiö. En umþóttun- artíminn var ekki langur. Hún fékk aö vera í landinu í fjórar vikur. Eftir að fæöingin var af- staöin var henni vísað aftur til Þýskalands þrátt fyrir aö hún hefði engan vísan dvalarstaö eða vissi um hæli þar og hefði ekki einu sinni fæðingarvottorð fyrir barnið. Þessi málsmeðferö er nú gagn- rýnd harkalega hér í Danmörku og yfirvöld sökuð um að koma ómannúðlega fram. Hafa gagn- rýnendur meðal annars bent á að lágmark hefði verið að konan hefði fengið að vera í landinu í 24 vikur eða sama tíma og konur hér fá í fæðingarorlof. Eftir að flölmiðlar vöktu athygli á málinu hafa margir boðist til að taka á móti konunni ef hún fær heimild til aö koma aftur til landsins. Áskrifendur! Léttið blaðberunum störfin og sparið þeim sporin. Notið þjónustu DV og kortafyrirtækjanna. Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti. Meðþessum boðgreiðslum vinnstmaigt: t Þærlosaáskrifendur viðónæðivegna inn- heimtu. t Þæretuþægilegur greiðslumáti sem tryggir skilvísar greíðslur þráttfyrir annireðafjaivistir. • Þærléttablaðberan- um stöifín en hann heldurþóóskertum tekjum. f Þæraukaöiyggi. Blaðberarerutil dæmisoftmeðtölu- verðarfjárhæðirsem geta glatast. Hafið samband við afgreiðslu DV kl. 9-20 virka daga, laugardaga kl. 9-14 í síma 27022 eða við umboðsmenn okkar ef óskað er nánari upplýsinga. _ __________________________ Iteb________________________________________________________ Skop......................................2 Gervihnettir, gersemar geimaldar............3 Hringrás eilífra endurtekninga..............10 Hve lengi endist Gorbasjov?...................17 Planta andskotans...............................23 Ráðabrugg í Níkaragúa............................33 Föst í jökulsprungu................................42 Hugsun í orðum..................................... 48 Oft hef ég fundið almættishönd drottins...............50 Með skrímsli í skrokknum............................... 61 Viðvörun: Reykingar geta skaðað kynlífið..................85

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.