Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. Fréttir Gunnar Bjómsson um væntanlegan safnaðarfund í Fríkirkjunni: Ern að dvaga að halda fundinn vegna hræðslu „Þetta er dularfullur dráttur á þessum safnaðarfundi því sam- kvæmt lögum safnaðarins ber að halda slikan fund svo fljótt sem auð- ið er. Þær ástæður, sem safnaðar- stjórnin ber fyrir- sig, eru því tylliá- stæður. Þau eru að draga þetta vegna hræðslu og vonast til þess að málið lognist út af,“ sagði séra Gunnar Björnsson, sem safnaðarstjóm Frí- klrkjunnar hefur sagt upp starfi. Gunnar sagði að þau ummæli ísaks Sigurgeirssonar, stjómarmanns í Fríkirkjusöfnuðinum, að fólk þyrfti að greiða sín gjöld til að geta setið fundinn væm villandi og til þess fall- in að fæla fólk frá því að mæta. „í dag skuldar enginn kirkjunni eins og ísak talar um. Hið opinbera inn- heimtir gjaldið til kirkjunnar og eftir að staðgreiðslukerfið var tekið upþ fær kirkjan ávísun í hverjum mánuði frá hinu opinbera. Upphæðin á ávis- uninni er fjöldi safnaðarmeðlima margfaldaður með kirkjugjaldinu sem var 141 króna í janúar, visitölu- tryggt,“ sagði Gunnar. Miðað við 1. desember? Gunnar sagði að í sínum augum væri ljóst að þeir hefðu atkvæðisrétt sem gengið hefðu í söfnuðinn á þessu ári, en ekki væri hægt að miða við skrá Hagstofunnar frá 1. desember. „Þegar ég var kjörinn Fríkirkjuprest- ur 1982 vom ýmsir sem vildu styðja mig og mættu og kusu. Þeir gengu inn í söfnuöinn á sömu mínútunni og þeir kusu prestinn. Þá var sama fólk við völd. Nú hentar það þessu fólki að reka prestinn og þá em reglumar hertar og fara á að krefjast persónu- skilríkja af fólki," sagði Gunnar. ísak Sigurgeirsson sagði að hingað til hefði verið miðað við safnaöar- skrána frá 1. desember. Hins vegar væri búið að biðja um nýja skrámið- að við safnaðarmeðlimi í júlí. Um það hvort þeir fengju að greiða atkvæði sem gengiö hefðu í söfnuöinn síðustu daga sagði ísak: „Það verður athugað hvort slíkt er leyfilegt. Við ætlum ekki að níðast á neinum heldur erum friðsöm og seinþreytt til stórræða enda hefur það sýnt sig í þessu máli.“ Magnús Guðjónsson biskupsritari sagðist ekki vita hvernig kosninga- rétti hjá Fríkirkjusöfnuðinum væri háttað en hjá þjóðkirkjunni gætu all- ir safnaðarmeðlimir, sem komnir væru yfir 16 ára aldur, greitt at- kvæði á safnaðarfundum. Mætir kannski til messu „Ég vildi helst af öllu mæta til messu en hef ekki lengur lykil að kirkjunni. Hins vegar hef ég ekki viljað taka mark á þessari uppsögn og lít á hana sem lögleysu. Það er hins vegar eðlilegt aö messur hafi legið niðri að undanförnu því að ég hef verið í sumarfríi. Hvort ég mæti þegar það verður búið, því hef ég ekki velt fyrir mér,“ sagði Gunnar Bjömsson. Gunnar sagði að undirskriftasöfn- un stuðningsmanna hans gengi vel og 2000 safnaðarmeðlimir væm bún- ir að skrifa undir. „Þetta hefur geng- ið hægar vegna sumarleyfa en nú verður tekið við undirskriftum á tveimur stöðum og í bíl í Austur- stræti. Þetta verður samt betur aug- lýst,“ sagði Gunnar. Um þaö hvort Gunnar ætlaði að sækja um prestsembættið að nýju sagöi hann: „Já, ég hef gefið út þá yfirlýsingu og mun gera það, þó að ég hafi ekki ennþá sent bréfið." -JFJ Harður árekstur varð á mótum Snorrabrautar og Eiríksgötu seinni partinn í gær. Bíil, sem kom norður Snorrabraut á leið inn á Eiríksgötu, beygði í veg fyrir annan er var á leið i suðurátt. Við áreksturinn kastaðist sá er beygði á þriðja bilinn, sem beið á Eiríksgötu, og þaðan inn á lóð Landspít- alans. Var tvennt flutt á slysadeild. hlh DV-mynd S Th í stað þ í vegabréfunum: Getur leitt til vandræða eriendis „Það er léleg afsökun hjá hinu opinbera að skjóta sér á bak við tæknileg vandamál. Það er gert ráð fyrir þ-i í öllum ritvélum og tölvum sem fluttar em inn hér og sjá tæknimenn um að framkvæma nauðsynlegar breytingar. Það er meira en skrýtið að íslenskt vega- bréf skuli ekki hafa íslenska stafi,“ sagöi Atli Öm Jónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Kreditkorta hf., sem eru meö Eurocard, við DV. Hann sagði að greiðslukortin væm með íslensku letri. Samræmi yrði að vera milli nafnsins, sem skráð er á kortið, og undirskriftar- innar. „í löndum þar sem miklir glæpir eru þýðir lítið að „ræða málin" eins og hér heima. Þar verða hlutirnir að stemma. Þómnn undirritar ekki með Th. íslensk nöfn á því að skrifa með íslensku en ekki einhverju al- þjóðlegu, óskilgreindu máli.“ DV hafði einnig samband við Visa ísland og gjaldeyrisdeild Lands- bankans vegna þessa og þar tóku menn undir orð Atla Amar. „Ég er undrandi á að sjálft lög- reglustjóraembættið skuli láta þetta viðgangast. Þetta getur skap- að vandræði. Þ er séríslenskur bók- stafur og fólk á skýlausa heimtingu á að fá nafnið sitt ritað rétt í vega- bréfið,“ sagði Leifur Steinn Eiríks- son hjá Visa ísland. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að það væri vissulega baga- legt að th væri ritað í stað þ. Hann sagðist háfa haldið að þessu hefði verið kippt í liðinn. „Það hafa borist örfáar kvaríanir til mín út af þessu. Samband við framleiðanda ritvélanna hefur ver- ið ýmist í okkar höndum eða lög- reglustjóra. Það tekur tíma aö lag- færa þessa hluti og það kostar líka peninga. Annars hafa margir vanið sig á að skrifa th í stað þ í útlönd- um, svo vandamálið er kannski ekki svo alvarlegt.“ Hjalti viöurkenndi að ósamræmi væri milli öryggisins sem gætt væri við gerð nýju vegabéfanna í Reykjavík og á Akureyri og stafa- mglingsins. -hlh - sjá einnig baksíðu Sambandið tapaði hálfum milljarði á sex mánuðum allt eigið féð bundið í dótturfyrirtækjum og Sambandinu haldið á floti á lánsfé Sambandið tapaði á fyrstu sex mánuöum þessa árs hátt í 500 milþ- ónum króna. Þegar það leggst við 220 milljón króna tap síðasta árs er nær allt eigið fé Sambandsins, utan það sem bundið er í dótturfyr- irtækjum þess, uppurið. Fyrirtæk- ið þarf því að tjármagna nær alla starfsemi sína með lánsfé. „Auövitað er þetta mjög alVarlegt þegar flánnagnskostnaöurinn er eins og hár og raun ber vitni. Þetta er kannski einn aöalvandinn sem við höíúm við að glíma í þessum rekstri,“ sagði Guðjón B. Ólafsson. Afhátt í 500 milljón króna tapi ræð- ur mestu 492 múfjón króna gengis- munur sem færður er til gjalda á rekstrarreikning. Ástæðan er hækkun erlendra skulda fýrirtæk- isins vegna gengisfellinga í febrúar og maí. Sjálfur rekstOr fyrirtækis- ins gekk mjög illa. Hann skilaöi neikvæðri fjármunamyndun upp á 60 milljónir króna. Með öörum orð- um þurfti aö taka ný lán að upphæð um 60 milijónir króna til þess að halda rekstrinum útt. Þar veldur mestu taprekstur í verslun og þeim iönaði sem eftir er í Sambandinu. í fyrra varð fjármunamyndunin nei- kvæð um 96 milljónir á árinu öllu. Að sögn Guöjóns B. Ólafssonar ræðst þetta mikla tap vegna gegnis- fellinganna af því aö Sambandiö skuldar mikið 1 erlendri mynt, bæði langtíma- og skammtímalán. „Það skekkir stöðuna meira þeg- ar gengið er fellt mikiö á svona stuttu tímabili en ef þetta fengi að jafna sig út yfir lengra tímabil. Við erum með ansi mikið af erlendum lánum. Þau er á miklu hagstæðari Kjörum en gefast hér innanlands. En á mótt koma þessir gengisfell- ingaskellir af og til. Þegar gengis- fellingar koma á svonu stuttu tíma- bili skekkja þær myndina óraun- hæfL Þetta svertir myndina meira en efni standa tii“ Sambandið sótti um heimildir til erlendrar lántöku að upphæð um 300 milijónir króna snemma í vor. Viðskiptaráðherra hefur nú sam- þykkt heimildir upp á 200 milljónir króna. Sættir Sambandiö sig við þessa niðurstöðu? „Við óskuðum eftir 300 milljón- um. Sú ósk stendur eftir þó okkur liafi verið úthlutað þessum 200 milljónum." En nú er einnig mikið tap á rekstrinum og 60 milljónir renna út úr fyrirtækinu á sex mánuðum. Er ekkert í rekstri Sambandsins sem horfir til betri vegar eftir tapið ífyrra? „Það hefúr ekkert gerst í ytri rekstrarskilyrðum í landinu sem er til bóta. Þaö eru margir hlutir sem eru í gangi hér innanhúss. En það eru hlutir sem sumpart eru eitthvað byijaöir aö skila sér og smnpart munu ekki skila sér fyrr en seint'á þessu ári eöa því næsta.“ Á stjórnarfúndi Sambandsins á mánudag var ákveðið aö skipa nefnd til að fara ofan í rekstur fyr- irtækisins. . „Þetta er kannski í þriðja sinn á síöustu fimm árum sem sett er á laggimar nefnd til þess að skoöa skipulag samvinnufyrirtækja al- mennt,“ sagði Guðjón B. Ólafsson. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.