Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. 31 DV Áleið til sólar Biðröð við bensínstöð á leiðinni frá Miinchen til Salzburg. Á þeirri leið var á laugardaginn bíll við bíl þar sem þá var aðalferðahelgi ársins i Vestur-Þýskalandi. Símamynd Reuter Síðasta helgi var aðalferða- helgi sumarsins í Evrópu þegar tugir þúsunda héldu upp í lang- þráðar sumarleyfisferöir. Þol- inmæði er traustur forunautur en hennar var þó sérstaklega þörf um þessa helgi í sumar. Verkfallsaðgerðir grískra og spænskra flugeftirlitsmanna og aukin ásókn í sólarlandaferðir urðu til þess að tugir þúsunda Breta urðu aö bíða allt að tvo sólarhringa eftir því að komast í loftið og munu tafir þessar koma til með að kosta ferða- skrifstofurnar ógrynni fjár. Talið er að um þrettán millj- ónir Breta haldi til sólarlanda í ár og mega margir búast við talsverðum töfum þrátt fyrir aö allar verkfallsdeilur séu leyst- ar. Fréttir af töfum á flugvöllum annars staðar í Evrópu hafa . ekki borist en á laugardaginn var bíll við bO á hraðbrautinni frá Munchen í V-Þýskalandi til Salzburg sem er rétt innan við landamæri Austurríkis. Hrað- brautin er hundrað tuttugu og flmm kílómetra löng á milli þessara borga. Sumarleyfi skólabama sums staðar í austurhluta Vestur- Þýskalands hófst um helgina og einnig lokuðu Ford bílaverk- smiðjumar vegna sumarleyfa. Erlend myndsjá Þúsundir Breta þurftu um síðustu helgi að biða allt að tvo sólarhringa á Gatwicktlugvelli eftir að komast til Suður-Evrópulanda. Símamynd Reuter Þeir eru ekki margir sem vilja heldur sitja i svalanum á ströndinni við Travemiinde við Eystrasalt en að kúldrast í biðröð á hraðbraut í svækj- una f suðri. Það krefst þolinmæði að bíða eftir sólarlandaferð. Símamynd Reuter Það er til svona stranda, eins og þessarar á Spáni, sem fölir Norður- Evrópubúar flykkjast til að fá úr sér hrollinn. Simamynd Reuter Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.