Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. 11 Utlönd Er friður í nánd í Kampútseu? Mikill þrýstingur er nú á ríkis- stjórn Kína frá stjórnarerindrekum vestrænna sem og asískra ríkja um að stjórnvöld þar í landi reyni að hafa áhrif á áætlanir Rauðu kmer- anna í Kampútseu eftir að brottflutn- ingi herliös Víetnama þaöan lýkur fyrir árslok árið 1990. Rauðu kmerarnir Rauðu kmerarnir, sem voru við völd í Kampútseu á seinni hluta síð- asta áratugar og studdir voru af Kín- veijum, eru stærsti hópur skæru- liðahreyfmgarinnar í Kampútseu. Hreyfingin, sem í eru þrír hópar skæruliða, var stofnuð í kjölfar inn- rásar Víetnama árið 1978 en þeir steyptu stjórn kmeranna af stóli. Að sögn eins stjórnarerindreka segjast Rauðu kmerarnir hafa yfir 60 þúsund manna herliði að ráða. Reyndar draga margir í efa að herlið þeirra telji fleiri en 30 þúsund en það er svipaður fjöldi og herlið stjóm- valda í Phnom Pehn. Rauðu kmer- amir segja einnig að Kínverjar styðji þá í baráttunni gegn innrásarliðinu með vopnasendingum. Þrýst á kínversk stjórnvöld Búist er við að Sihanouk prins, sem Bæði vestræn ríki sem og asísk vilja allt til vinna að Rauðu kmerarnir nái ekki völdum í Kampútseu á nýjan leik. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ferðast um Asíu til aö vinna að viðræðum hinna stríðandi afla í Kampútseu. Símamynd Reuter Herlið Víetnama réðst inn í Kampútseu árið 1978 til að steypa stjórn Pol Pots og Rauðu kmeranna af stóli. sagði af sér leiðtogaembætti skæm- höahreyfingarinnar nýlega, muni leggja leið sína til Kína til að freista þess að hafa áhrif á gang mála. Einnig hafa erlendir embættis- menn, þ.á.m. George Shultz utanrík- isráöherra Bandaríkjanna, reynt að beita Kína pólitískum þrýstingi. Kínverska stjómin hefur fullvissað þessa aðila um að Rauðu kmeramir muni ekki hafa lykilhlutverki að gegna í stjórn Kampútseu eftir að víetnamska herhöið hverfi á braut. Bandarískur embættismaður sagði að stjórnin í Kína hefði gefið það til kynna í viðræðum við Shultz að leið- togar Rauðu kmeranna, þ.á.m. Pol Pot, myndu draga sig í hlé þegar víet- namskt herhð væri á brott. Opin- berlega hefur kínverska stjórnin ekkert látið hafa eftir sér um það. Kínverjar vilja ekki Rauðu kmerana í tilkynningu frá kínversku stjórn- inni þann 1. júh sl. hvatti hún til þess að stofnuð yrði fjögurra fylkinga Spilavíti í Danmörku Gizur Helgason, DV, Reersnæs: í haust verður að öllum líkindum lögð fram sú tillaga í danska þjóð- þinginu að heimilaður verði rekstur spilavíta á danskri grund. Vitað er að flestir þingflokkanna eru jákvæð- ir gagnvart frumvarpinu en þó hafn- ar Kristílegi þjóðarflokkurinn algjör- lega hugmyndinni. Með stofnun spilavíta hyggjast Danir auka ferðamannastrauminn til Danmerkur en auk þess að koma í veg fyrir aö þúsundir spilafíkinna Dana sæki til útlanda til þess að seðja fíkn sína. í Danmörku er fjöldi ólöglegra spilavíta en ekki er tahð að opnun opinberra spilavíta muni útrýma þeim ólöglegu því auk spenningsins við spilaborðið fylgir spenningurinn við framkvæmd hins ólöglega. Hótel Sheraton í Kaupmannahöfn hefur nú þegar lýst því yfir að uppi á átjándu haéð séu 450 fermetrar sem á örfáum mánuðum geti breyst í spilavíti á heimsmæhkvarða. Fyrir nokkrum árum lagði Fram- faraflokkurinn fram tillögu um opn- un spilavíta, sú tillaga náði ekki fram að ganga, en nú virðist aftur á móti meirihluti fyrir tillögunni. Steinakrýl er meira en venjuleg málning málning't Kópal Dýrótex er útimálning sem dugar vel málning't stjóm stríðsaðila eftir að Víetnam drægi herhð sitt til baka. Tahð er að með þessari thlögu gefí stjórnvöld í Kína til kynna að þrátt fyrir ósk um stjóm sem hliðholl sé Kínveijum vilji þau ekki fá Rauðu kmerana við stjórnvölinn á ný. Margir telja að Kínverskum stjórn- völdum muni ekki takast að hafa hemil á Rauðu kmerunum. Þeir taka sem dæmi að við fjöldamorð Rauðu kmeranna á valdatíma sínum hafi kínversk yfirvöld setið aögerðalaus hjá. Talið er að Rauðu kmerarnir hafi átt sök á dauða allt að einni mihjón íbúa landsins. Friðarviðræður hinna stríöandi afla í Kampútseu hefjast í Jakarta í Indónesíu á mánudag. Eftir að Si- hanouk prins sagði af sér dró eitt- hvað úr vonum manna um að við- ræðurnar bæm árangur sem erfiði. Þær eru þó skref í rétta átt því þetta verður í fyrsta sinn sem allir aðharn- ir hittast eftir innrás Víetnama. Reuter Veldu Steinvara 2000 gegn steypu- skemmdum r irmE Júlí- heftið komið út r dn irwsiE MANEX HÁR- VÖRURNAR HAFA SÉRSTÖÐU Próteinbætti Manex hárvökvinn samanstendur af 22 amínósýrum sem inni- halda nægilega lítil mólikúl til að komast inn í hárslíðrið og næra hárrótina með hreint undraverðum árangri. Virkni próteinbætta hárvökvans er ótvíræð: / / / Hárvökvinn stöðvar hárlos í allt að 100% tilvika. Flasa hverfur í 100% tilvika. í 73% tilvika hefur Manex hárvökvinn endurheimt hár í hársverði þar sem lífsmark er enn með hárrótinni. / Með því að bæta hár- vökvanum í permanent festi, næst langvarandi ending permanents í þunnu hári. / / Próteinbætti Manex hár- vökvinn dregur úr exemi í hársverði. Hárvökvinn lífgar og styrkir hár sem er þurrt og slitið eftir efnameðferð. Manex hárltekninga- vörumar samanstanda af sjampó, hárnceringu, vítamín- töflum og prateinhcettum hárvökva og fást á flestum rakara- og hársnyrtistofum um land allt. HEILDSÖLUBIRGÐIR amörosía UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SÍMI 680630

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.