Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 18
Sviðsljós MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. Hressir skátar í rigningu Ólyginn sagði... Morgan Fairchild var svo óheppin þegar hún var að fá sér sundsprett við frönsku rivíeruna að efri hluti bikinísins, sem hún var í, losnaði og flaut í burtu. Nokkrir ljósmyndarar voru á siglingu þarna skammt frá og komu nú alveg á fullri ferð til að festa atburðinn á filmu. Ákaf- inn var svo mikill hjá einum þeirra að hann beygði sig of mik- ið yfir boröstokkinn, missti fó- tanna og myndavélin ílaug í sjó- inn. Morgan á að hafa hlegið sig máttlausa við þessa sjón. George Michael hefur fest kaup á mikilh glæsi- villu í St. Tropez. Á landareign- inni er meöal annars lendingár- pallur fyrir þyrlu svo það ætti að vera auðvelt fyi'ir manninn að komast ferða sinna. Goggi er ann- ars á hljómleikaferðalagi um þessar mundir eins og allir aðrir að því er virðist. Hefur hann ver- iö á ferð um meginland Evrópu en ætlar að leggja Bandaríkin að fótum sér í september. Inger Nilsson - sem varð fræg fyrir hlutverk sitt í Línu Langsokk - er nú farin að leika aftur. Hún segir að loks- ins hafi einhver skilið aö hún væri fær um að leika annað én Línu og er hún því hæstánægð með hlutverk sitt í myndinni „Tyren Ferdinand en þar leikur hún sálfræöing. Skátarnir, sem flestir voru á aldrinum 9 til 24 ára, voru ekkert að láta það á sig fá þó hellirigndi. Sváfu þeir vært í tjöldunum. DV-myndir JAK Hva, það er ekkert að veðrinu, bara smá-rigning! Þessir strákar munduðu regnhlifarnar gegn vætunni. Skátafélagið Vífill í Garöabæ hélt sitt árlega skátamót um síðustu helgi. Voru um 250 manns á mótinu þegar flest var, þrátt fyrir rok og rigningu á köflum. Mótiö var haldið í Efridal sem er rétt fyrir ofan Heið- mörkina, Garðabæjarmegin, og tóku þátt í því félög af Reykjavíkursvæö- inu, Suðurnesjum og Suöurlandi. Auk þess mættu á mótið skátar frá öðrum löndum. Um 30 voru þýskir, 20 voru af dönsku þjóðemi og einn var Hollendingur. Ekki var- útlitið bjart þegar skát- amir ætluöu aö fara að slá upp tjöld- um sínum á fóstudagskvöldinu því það hellirigndi og talsvert rok var. Var sumum snúið við og þeir beðnir um að reyna aftur síöar. Skátar hafa þó haft orð á sér fyrir að vera hraust fólk og harðgert, og létu þeir því veðrið lítið á sig fá. Var því mótið sett eins og áætlaö var og síðan fariö í kynningarleik til aö blanda flokk- unum saman. Mynduðust þá nýir flokkar úr þeim gömlu. Menn fengu svo kex og heitt kakó áður en lagst -var til svefns. Á laugardeginum voru allir ræstir klukkan níu, og eftir aö fáni hafði verið dreginn að húni var skellt sér í dagskrána sem bar yfirskriftina „Vertu með“. Var margt um að vera og enn fleira sér til gamans gert. Komið hafði verið upp 15 mismun- andi þrautum sem menn reyndu sig við. Meðal annars kallaðist ein þrautin „öðruvísi" og gátu krakk- arnir þá reynt hvernig var að vera í hjólastól. Þá vora þarna einnig blindraþraut, sem fólst í því að þreifa sig eftir bandi blindandi, og vatna- safarí sem naut mikilla vinsælda og sannaðist þar hið fornkveöna að maður er manns gaman. Svo vel vildi til að það stytti upp um kvöldið rétt áður en menn ætluöu að fara að grilla. Var því haldin mik- il grillveisla fyrir mannskapinn og var boðiö upp á pylsur og lambakjöt. Eftir máltíðina var svo haldin kvöld- vaka sem allar þjóðirnar tóku þátt í. Vakti einn Þjóðverjinn hvað mesta athygli en hann lét sig ekki muria um að gleypa eld fyrir áhorfendur sína. Gunnar Eyjólfsson skátahöfð- ingi flutti svo nokkur orð. Var farið í næturleik eftir það og varö heljar- mikill hasar. Daginn eftir, á sunnudeginum, var félagakeppni og skoruðu þá félögin hvert á annað í handfótbolta, blak og flugdisk. Komið var upp meta- svæði þar sem hvert metið var sett á fætur öðru. Náðist til dæmis að raða 26 ölkössum beint upp en þegar bæta átti 27. kassanum við þá rauk. allt um koll í rokinu. Einnig var þarna heimatilbúinn símaklefl og tókst að troða 17 manns inn í hann. Mótslit fóru svo fram um þrjúleytið og fóru menn þá aö halda heim á leið. Verður ekki annað sagt en að skát- arnir hafi skemmt sér hið allra besta þrátt fyrir veðrið, en svo mikið rok var á stundum að menn áttu fullt í fangi með að halda niðri tjöldunum. Á laugardeginum gátu menn spreytt sig á ýmsum þrautum og fólst ein þeirra í því aö menn áttu að þreifa sig blindandi eftir bandi um holt og hæöir. Vatnasafariiö naut mikilla vinsælda og dró veðrið ekkert úr mönnum. Þessi tunna varð frægð þvi hún reyndist mörgum erfið og lentu ófáir með skelli beint ofan í vatnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.