Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. Spumingin Hefurðu farið í útilegu í sumar? Anna Björg Sigurðardóttir: Nei, ég veit ekki hvort ég fer nokkuð. Sigurður Jóhannesson: Nei, Og ætla ekki. Guðlaug Þorkelsdóttir: Nei, en það er aldrei aö vita. Kjartan Ólafsson: Nei, ekki í sumar. Ásta Guðmundsdóttir: Já, ég var nálægt Brekkuskógi. Lúðvík Þráinsson: Já, ég fór til Siglu- fjarðar. Lesendur Leigubiffeiðasljórar vandamál? Leigubifreiðastjórar eru mikið vandamál hér á landi að áliti bréfritara. Gunnar K. skrifar: Ég er ekki einn af þeim sem hef gaman af að kvarta, en þegar eitt- hvað mikið er að, þá er ástæða til þess að minnast á það. Leigubifreiða- stjórar eru mikið vandamál hér á landi. Það er eins og þeir haldi að þeir séu einir í heiminum, eða að minnsta kosti rétthærri en aðrir. Þeir leyfa sér að svína svo svívirði- lega fyrir fólk að oft er mikil slysa- hætta af. Þess ber að geta að sjálfsögðu að ég beini ekki orðum mínum til allra bílstjóranna, heldur til þeirra sem þessar aðfmnslur eiga við. Auk þess er annar mjög hvimleiður siöur hjá þeim þegar þeir sækja fólk að nætur- þeli að þá renna þeir upp að húsum og nota bílflautuna óspart. Skiptir þá engu hvort þeir koma að einbýlis- húsi eða öðrum íbúðarhúsum. Það er víst ekki hægt að ætlast til þess að bílstjórar fari að leita að nafni á bjöllum í fjölbýlishúsum. En að ganga að einbýlishúsi eða raðhúsi og hringja bjöllunni, í stað þess að þeyta bílflautuna, finnst mér ekki til of mikils ætlast. Margir eru reyndar þannig í vextinum að þeir hefðu gott af einhverri hreyfingu. Talaö var um það í eina tíð aö tek- iö hefði verið fyrir það að ellihrumir einstaklingar væru að keyra leigu- bílana, en ég get ekki séð að það hafi verið gert. Ég virðist allavega vera svo óheppinn að hitta oftast á ein- hverja slíka. Oft hef ég verið að flýta mér og látiö vita af því. Þá verður aksturslagið oftast í meira lagi skrautlegt. Þá stíga menn bensínped- alann svipað og trommari sem slær taktinn í hröðu rokklagi svo maður er að fara úr hálsliðunum. Ég veit að ástandið þarf ekki að vera svona, því ég hef ferðast mikið erlendis og notað leigubíla, og þeir eru velflestir færir í að aka, ef ekki snillingar. Það mætti til dæmis, sem tillögu um úrbætur, setja leigubílstjóra á tíu ára fresti í hæfnispróf og stytta tím- ann á milh prófa þegar aldurinn fær- ist yfir bílstjórana. Hin norðfirska siðferðiskennd fiúnar Jón Árnason skrifar: Undanfarið hefur nokkuð mikið verið fjallaö um ráðningu spari- sjóðsstjóra Norðfjarðar. Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um þaö mál, en þó má ég til, því satt að segja er ég rpjög undrandi yfir öhum látunum í þeim Norðfirðingum vegna þessa máls. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að búa á Norð- firöi um tólf ára skeið og er því alvanur slíkum furðuráðningum, en man satt að segja ekki eftir slík- um viðbrögöum. Sagt er aö hinn nýráðni spari- sjóðsstjóri hafi ekki reynslu í bankastörfum eöa hhðstæöum störfum og sé eigj menntaður „nema sem smiður". Við ráðningu í sambærilega stööu 1986, þ.e.a.s. í stöðu forstjóra sjúkrahússins, var ráðinn maöur sem var eigi „nema smiður að mennt“. Hann haföi aldrei áður unnið á skrifstofu, aldr- ei í banka eða unnið nein sambæri- leg störf. Gárungamir sögðu að smiður þessi heföi þurft aðstoð konu sinnar til að vélrita umsókn sína um stöðu forstjóra sjúkra- hússins. Þegar fyrmefndum smið var út- hlutað stöðu sjúkrahússforstjóra var, eins og nú, gengið fram hjá öðrum umsækjendum sem voru mun hæfari til aö gegna stöðu þess- ari með tilliti til fyrri starfa, en þá var ekkert skrifaö i blöðin, engin kæra, enginn hótaöi að verða ekki veikur og setja sjúkrahúsið í við- skiptabann. Satt að segja er ég, eins og áður sagöi, ákaflega hissa á við- brögðunum nú. Norðfiröingar eiga spéfugj einn mikinn, Guðmund Bjamason að nafni. Honum er lagiö aö sjá skop- legu hliðarnar á málum. Þegar ráðning sjúkrahússforstjóra hafði farið fram 1986 fóru þá eins og nú einhveijir þeirra umsækjenda, sem eigi fengu starfann, i fýlu eins og sagt er og jafhvel yfirgáfu hið fuh- komna bæjarfélag jafhréttis og bræðralags. Á þorrablóti Alþýðu- bandalagsins 1986 hermdi Guð- mundur þessi Bjarnason á sinn einstaklega smekklega og fyndna hátt eftir þeim umsækjendum er hafnað var. Mig minnir að það hafi hljómað einhvern veginn svona: „Eg fer í fýlu, ég flyt bara til Reykjavíkur.“ Þar eð ég veit að Guðmundur Bjarnason er störfum hlaöinn er ég þess fullviss aö hann sparar sér tíma og flytur þennan annál aftur fyrir blótsgesti nú í vetur. Hann þarf bara aö breyta röddinni aðeins, þ.e.a.s. bara að reyna að ná Klöm sem hlýtur að vera auð velt fyrir eiginmann henn- ar, þ.e.a.s. Guðmund Bjarnason. Aðstæður eru jú nánast þær sömu nú, og ég er viss um að Norðfirðing- ar hlæja sig alveg máttlausa af íyndninni. Það nýjasta í þessu máli er að Sigfinnur Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Norðfjarðar, hótar viðskiptasfitum við sparisjóðinn. Að vísu átti eftir að bera það trndir stjóm verkalýðsfélagsins, en Sig- finnur veit eins og alfir Norðfirö- ingar að þaö er nú bara formsat- riði. í þessu felst að þá mun að öll- um líkindum Lífeyrissjóöur Aust- urlands hætta sínum viöskiptum við sparisjóðinn, en það þýöir með öðrum oröum dauði sparisjóðsins. Og enn er mér spurn. Hvaö hafa Norðfirðingar upp úr því? Um leið og ég bið að heilsa vinum mínum á Noröfirði vil ég bjóða velkomna hingað suöur á möfina þá er ekki geta sætt sig við þessa skipan mála. Bréfritari fagnar þeim áhrifum sem verðstríð gosdrykkjarisanna hefur í för með sér. Anægja með framkvæmdir Guðrún M. hringdi: Reykjavíkurborg er frekar hrein borg sem hlúa ætti að. Það er því mjög ánægjulegt að sjá allar þær framkvæmdir sem eru í gangi úti um allan bæ þar sem unnið er að snyrt- ingu og lagfæringum. Götur er víða verið að lagfæra, malbika eða bæta og merkja. Auk þess er víðast hvar verið að loka sárum sem hafa verið opin svo árum skiptir, jafnvel ára- tugum. Frágangur á nýjum svæðum í byggingu er orðinn þannig, að oft- ast er búið að ganga frá lóðinni áður en húsið sjálft er tilbúiö, og er það mikil breyting til batnaðar. Þaö vek- ur einnig ánægju að verið er að lag- færa torf við Miklubrautina, og það er til fyrirmyndar því það var orðið allt of hátt. Allt þetta hefur orðið til þess að maður gerir sér ferð um borg- ina til að sjá breytingarnar. Gosdrykkjastríð Ö.S. skrifar: Nú er í algleymingi gosdrykkja- stríð á milfi risanna Sanitas og Vífil- fells. Sanitas býður þessa dagana upp á stærri dósir, sem eru með 50% meira magni, fyrir sama verð. Vífil- fell býður upp á skyrtur og vasaút- varp fyrir ákveðiö magn af dósaflip- um eða töppum af plastflöskum. Fyr- ir ákveðinn ljölda á svo að gróður- setja tré og stuöla þannig að land- græðslu í landinu. Hvort tveggja mjög ólíkar aðferðir til að höfða til neytandans en koma honum til góða eigi að síður. Þetta er dæmi um það jákvæða sem samkeppnin getur komið til leiðar og þvi ber að fagna. Ætli bæði fyrir- tækin auki ekki sölu á gosdrykkjum sínum? Bjarni Halldórsson hringdi: margir sem lenda í því aö verða Ég las í síðasta helgarblaði DV boðniruppenBubbiersvoþekktur grein um aö bú Bubba Morthens að ástæða er tafin til að minnast á hefði verið boðið upp og fannst það það sem frétt. Það er í mínum aug- mjög ósmekklegt Það er alveg um argasta lágkúra aö skrifa um nægilegt að birta svona upplýsing- þessi mál í dagblöð án þess að mál- ar 1 Lögbirtingablaðinu en ástæöu- iö sé mér að nokkru leytí. viðkom- laust að tíunda þetta í dagblaði. andi. Eins og ástandið er á íslandi eru * 9 v f a t «

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.