Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. Sandkom Sauðárkrókur Thailandi dægrastyttmg þeirrasem Rjúgameö Flugleiðum er aölesatíma- ritið„Viðsem fljúgum“.í blaðinueroft aðfinnahiö skemmtilegasta lesefni og úttektir á stöðum sem ferðast má tii. í nýjasta tölublaði er að finna kynn- ingu á tveimur áfangastöðum Flug- leiða. Annar er Frankfurt en hinn Sauðárkrókur. Mikiðer lagtuppúr greininni um Sauöárkrók, hún er vel unnin og tekur mikið pláss. Um þetta er ekkert nema gott að segja en það er forsíðumynd tímaritsins sem vek- ur athygli. Ekki er hægt að sjá betur en að myndin sé frá Sauðárkróki en Flugleiðaraenn leiðrétta slíkar rang- hugmyndir því í upplýsingadálki blaðsins segir aö forsíðumyndin sé frá Thailandi! Hólmsteinar RáöningHann- esarHólm- steinsGiss- urarsonar sem lektors í srjóm- málafræði hef- urveriðmikið Ífjölmiölaljós- inuuppásið- ______________ kastið. Þrátt fyrir að vera í eldlínunni gaf mennta- raáiaráðherra sér þó tima til aö skreppa í lax í Elliðaámar ásamt nokkrum fyrrverandi borgarstjór- um, eftir því sem sagan segir. Borgarstióramir fyrrverandi renndu fyrir lax og síðan var beðið átekta. Fljótlega mtm hafa bitið á hjá Birgi í sleifi og hann hófst handa við að draga fiskinn inn. Þaö tókst eftir nokkra stund hjá steinum nokkrum sem þessi hópur mun hafa veitt við og em kaUaðir borgarstjórasteinar. Sagan segir að Geir Hallgrimsson hafi sagt við Birgi þegar fiskurinn var kominn á land: „Þú náðir þá honum í Hólmsteinum þessum." Nú er spurningin h vort steinarnir hafa hér raeöfengiðnýtt nafii. JesseJackson og m Ntiþegar 1 flokksþing m\ dcmókrata í §1§11l iii §1 Bandaríkjun- r I umstendur H semhæstog Pi flokkurinn 'át sl muntitnetoa wJá'W forsetaíram- U bjóöandaer ekki úr vegi að líta stuttlega til eins litrikasta forystumanns flokksins og helstu baráttumála hans. Jackson hefur raeðal annars barist hart gegn atvinnuleysi og þá einkum meðal svartra. Gárungarrarsegjaað Jack- son sé búinn aö finna einfalda lausn á þessu vandamáh sem allir geti sætt sig við og efli þar að auki Ukamlegt atgervi þjóöarinnar. Lausnin er sú aö fjölga körftiboltaUðum í NBA- atvinnudeildinni upp í 2000. Þorsteinn og Afríkubragðið Einsogalþjóð erkunnugt neyddistÞor- steinn Pálsson forsætisráð- herratilað hætta viðheim- sókn sína til Bandaríkjaima ímaíþarsem sfjómaþurfti landinu. Eitthvað heftir Reagan þótt sárt að geta ekki gefið Þorsteini tíu dropa og heftir nú boðið honum aftur í heirasókn 10. ágúst Nti hafa menn sagt að Uf rflds- stjómarinnar ráöist með haustinu og Stemgrimur Hermannsson hefur ne&t næstu 2~3 vikur. Á þeim tíma raun Þorsteinn halda tfl Bandarfkj- anna og þá velta menn því fyrir sér hvort hann þurfi aftur að hætta við ferðina vegna stjómmálaástandstos hér heimafyrir eða hvort beitt vcröi því sem vinsælt hefur verið í Afriku, ystumaöur hennar er erlendis. Umsjón Jónaa Fr. Jónsson Fréttir__________________________________________________________________pv Brúin yflr Jökulsá á Dal: Glæfraleg aðkeyrsla vekur ugg vegfarenda „Þarna er glæfraleg aðkeyrsla báð- um megin og blindhæðir, sérstaklega frá Egilsstöðum. Ef maður kemur akandi austan frá þá er farið yfir blindhæð og svo beygt meðfram gljúfrunum um 200 metra kafla áður en farið er í vinkilbeygju inn á brtina. Þar er ekkert grindverk, aðeins símastaurar á stangli sem reknir hafa verið niður. Ef það springur á bílnum eða ef mjög hált er, þá getur farið svo aö bílferðin endi í beljandi ánni á gljúfurbotninum. Þú syndir ekkert yfir að bakkanum þar vegna straums, þti berst á fleygiferð niður eftir ánni,“ sagði Hörður Jónasson verslunarmaður við DV. Sagði hann furðu sæta að aðkoman að þessari brú skuli ekki vera betur tir garði gerð þar sem þetta sé þjóð- vegur númer eitt. Þama fari margir um. „Ég hef heyrt að Vegagerðin vilji ekki setja upp grindverk þarna þar sem þá verði snjómokstur mun erfið- ari. Mér er bara spurn hvort sé dýr- mætara, snjómokstur eða mannslíf?" Hðrður sagði að lítið plan væri við brúarendann Egilsstaðamegin og þar hleyptu rtitumar ferðamönnum tit til að skoða gljtifrin. Skapaðist við það hætta, bæði vegna þess að ekk- ert grindverk væri við gljúfrin og vegna þess að aöstaða til aksturs þarna væri nógu þröng fyrir. Hjá vegaeftirbti Vegageröarinnar fékk DV þær upplýsingar að þar sem símastaurar væm reknir niður með nokkuð þéttu bili og væru með end- urskinsmerkjum, ættu bílar ekki að geta farið í gljtifrið. Aðspuröur hvort erfiðleikar við snjómokstur hindr- Aðkeyrslan að brúnni yfir Jökulsá á Dal séð austan megin frá. Aðkeyrslan þykir óskemmtileg og glæfraleg. Biliö milli símastauranna, sem reknir hafa verið niður meðfram aðkeyrslunni, er um sex metrar og ekki mikil vörn í þeim. Erfiðleikar við snjómokstur eru sagðir hindra uppsetningu girðingar. DV-mynd Ægir Kristinsson uðu frekari öryggisráðstafanir, sagði hann það af og frá að öryggi fólks kæmi á eftir snjómokstri í mikil- vægi. Slíkt gæti opinbemm stofnun- um ekki dottið í hug. Viðmælandi DV viðurkenndi þó að grindverk við aðkeyrsluna myndi skapa meira ör- yggi- Girðing truflar snjómokstur Hjá Einari Þorvarðarsyni, um- dæmisverkfræöingi Vegagerðarinn- ar á Reyðarfirði, fengust þær upplýs- ingar að girðing eða „leiðari" á löng- um kafla meðfram gljúfrinu myndi ekki hjálpa mikið. Myndi hún líka gera erfitt fyrir með snjómokstur og yrði því aldrei til friðs. „Menn fara varla út af þarna. Það er smákantur að hlaupa upp á ef staurarnir halda ekki. Menn kvarta frekar þegar komið er að brúnni að norðan. Þá er htin í hvarfi og því kemur htin ailt í einu í ljós. Menn frá vegaeftirlitinu gera tillögur um merkingar og þeim fannst ekkert at- hugavert við aðkeyrsluna." Lögreglan á Egilsstöðum sagði að fólk væri lítt hrifið af aðkeyrslunni og hafi lögreglu að sunnan þótt hún óskemmtileg. Mætti merkja hana betur. Óhöpp hafi ekki oröið þar enn, en bílar heföu oft skransað þar í hálku. Þama hafi ensk kona fallið í gljúfrið fyrr í sumar, en rúturnar stoppuðu oft þarna til að sýna ferða- mönnum gljtifrin. Mætti sjálfsagt gefa sérstaka umsögn um aðkeyrsl- una, en vegamál á Austurlandi væru þannig að þessar aöstæður skæm sig ekkert sértstaklega úr. Þaö væri af nóguaðtaka. -hlh Reykvískur húsasmiður keypti graskögglaveríksmiðju - foreldrar hans hafa séð um reksturinn í sumar Júlía Imsland, DV, Höfn: Síðastliðið vor keypti ungur Reyk- víkingur, Óli Óskarsson htisasmíða- meistari, graskögglaverksmiðjuna í Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu. Verksmiðjan var eign ríkisins en hætt var þar allri framleiðslu þeg- ar ekki var talinn lengur grundvöllur fyrir rekstri hennar. Þegar verksmiöjan var auglýst til sölu, ásamt húsum og búnaði, gerði Óli tilboð í eignina. Samningar um kaupin náðust eftir nokkra mánuði og nti er graskögglaverksmiðjan komin í gang á ný og framleiðslan gengur vel. Foreldrar Óla, þau Arnfríður ís- aksdóttir og Óskar Ólason, hafa séð um reksturinn í vor og sumar þar sem Óli en enn bundinn við verk- efni, sem hann er með við Blöndu- virkjun. Aö þeim loknum mun hann sntia sér að rekstri verksmiðjunnar. Við hana starfa átta manns í sumar og er unnið á þremur átta tíma vökt- um. 600 hektara tún Mikil vinna var í vor við að yfir- fara og gera við vélar og áhöld og Graskögglaverksmiðjan í Flatey á Mýrum. DV-mynd Ragnar sagði Óli aö verksmiðjan væri nokk- uð vel btiin vélum. Helst þyrfti þó að hafa tvöfaldan vélakost því öll vinna byggðist á vélum og ef eitthvað bilar og varahlutir eru ekki á staðn- um stöðvast öll vinna. í Flatey er 600 hektara tún en í mikið af því þarf að vinna og sá í aftur vegna óræktar. Enginn kvóti fylgir Nú eru aðeins þrjár grasköggla- verksmiöjur eftir í landinu svo sölu- horfur á framleiðslunni ættu að vera góðar. Þegar Óli var spurður af hverju hann hefði lagt út í þetta sagði hann. „Ef maður vill btia í þessu landi dug- ir ekki að leggja allt niður og gefast upp og ég er bjartsýnn á að þetta gangi allt vel.“ Ekki reiknar Óli með að koma upp bústofni í Flatey þar sem enginn kvóti fylgir jörðinni. Hann lætur sér bara nægja þau fjögur hreindýr sem sest hafa að í Flatey og eru hin róleg- ustu í túninu. Óli Oskarsson ásamt foreldrum sínum, Arnfríði og Óskari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.