Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. 7 Fréttir Þungbrýnn og munnljótur starir karlinn ó heiðinni á ferðamenn sem fara um Ijallveginn á milli Patreksfjarðar og Barðastrand- ar. En engum gerir hann mein þvi hann er óvígur eftir að hönd- ín var hoggin af og iiggur i brot- um við fótstallinn. Vegagerðar- menn hlóðu og steyptu kariinn á vesturbrún Kleifarheiðar og seg- ir ekki hver sé fyrirmyndin. - DV-mynd pv Ríkisstjómin ekki í kreppu - segir Jón Sigurðsson „Ég veit ekki hvort þetta gefur til- efni til yfirlýsinga af hálfu Alþýðu- flokksins. Þessar tvær til þrjár vik- ur, sem hafa verið nefndar, eru vikur sem margir eru lausir við og fjar- staddir. Mér skilst að forsætisráð- herra fari meðal annars til Banda- ríkjanna í ferðalag á þessum tíma. Æfli þetta sé ekki of skammur tími,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra þegar DV bar undir hann um- mæli Steingríms Hermannssonar ut- anríkisráðherra um þann tíma sem ríkisstjómin hefur til þess að koma sér saman um aðgerðir í efnahags- málum. - En er ríkisstjórnin ekki í kreppu þessa stundina? „Ég kannast ekki við það,“ sagði Jón. -gse Ættarmót í Ófeigsfirði Regína Thoiarensen, DV, Selfossi; Ófeigsfj arðar-ættarmót á Strönd- um verður haldið 22.-24. júlí næst- komandi og er reiknað með miklu íjölmenni á það. Ef ég þekki rétt til þá verður sungið þar mikið af ætt- jarðarljóðum því Ófeigsíjarðarfólk er mikið söngfólk og bráöskemmti- legt. Pétrn- Guðmundsson er kominn í Ófeigsíjörð með sína fjölskyldu enda er hann þar á hverju sumri við dún- tekju og að hirða reka á ættaróðali sínu. Elín móðir hans, sem er nýlega orðin ekkja, er einnig komin til að undirbúa móttökumar fyrir hópinn stóra sem væntanlegur er. Þar eiga alhr að halda til og margt verður til skemmtunar. Matur mikill og senni- lega verður selkjöt þar á borðum og selshreifar. Að sögn Halldóru Sveinbjömsdótt- ur, sem er einn mesti stólpi Ófeigs- fjarðarættarinnar, verður ættartala Öfeigsijarðar gefin út og afhent gest- um 22. júlí þegar mótið hefst. Rútu- ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni og einnig fer fólk í einkabílmn og flugvélum. Það er ósk mín að sól og logn verði meöan á mótinu stendur, því veðráttan hefur aUtaf sitt aö segja á Ströndum sem annars staðar. Góöa ferð og skál. Jon anægður með tillögur bankanna „Það sem ég tel velkomið í þessu er að bankamir velta því nú fyrir sér hvemig viðskiptum með ríkis- skuldabréf sé best farið. Þær hug- myndir sem þeir nefna um ríkisvíxl- ana, sem ég tel reyndar að ættu að eiga við um öll ríkisskuldabréf, benda til þess að hægt sé að ná sam- komulagi viö aðila á verðbréfamark- aði um að þeir starfi sem ábyrgir aðilar. Þeir taki að sér að selja fyrir ákveðnar fjárhæöir á ákveðnu tíma- bih og ef þeim tekst ekki að koma bréfunum í lóg þá hggi þeir uppi með þau sjálfir. Þetta tel ég mjög tíma- bært og nauðsynlegt að ræða og það verður gert á næstunni," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráöherra. - Þú ert tilbúinn til þess að beita þér fyrir því aö bindiskylda ban- kanna verði hækkuð þar til niður- staða hefur fengist úr þessum við- ræðum? „Ég hef heimilað Seðlabankanum að beita frekari innlánsbindingu um aUt að tveimur af hundraði. Þetta er ekki ákvörðun. Ákvörðunin er hjá Seðlabankanum. Þeir sendu mér ekki tiUögu um hækkun bindiskyldu, eins og áöur hefur verið, heldur ósk- uðu þeir eftir heimild. Þá heimild fengu þeir. En það er rétt athugaö að þetta er einn þáttur af mörgum í peningamálamyndinni." -gse * Hleðslutæki * Árar * Pumpa Innifalið í verði: * Gúmmibátur fyrir tvo * Rafmótor * Rafgeymir GUMMIBATUR MEÐ MÓTOR VERÐ KR. 14.600 STAÐGR. KR. 13.870 Sendum i póstkröfu Kreditkortaþjónusta Ármúla 40 - Simi 35320 /M4R D HJOLHYSi - FARANGURSVAGNAR SÝNING Á LAUGARDAG, KL. 10-16 Fólksbílakerra nrieð segli og fullum Ijósabún- Farangursvagnar með Ijósum. - Þyngd að- aði. - Gott tæki til allra flutninga. - Burðar- eins 100 kg. Verð kr. 42.300,- geta 400 kg. Verð aðeins kr. 48.800,- VÉLAR OG ÞJÓNUSTA “!si 2 sími 83266 - 686655

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.