Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. 17 Lesendur Verð, sem gefið var upp á pitsu, reyndist ekki rétt þegar til kom. Villandi upplýsingar J.K. hringdi: Ég er mikiU pitsuaðdáandi og sæki í þær hvert sem ég fer. Á ferðalögum mínum erlendis hef ég mikið prófaö pitsur og eru þær vægast sagt mjög misjafnar að gæðum. Svo undarlega vill til að íslendingar eru bara nokk- uð framarlega í pitsugerð og eru nokkrir góðir pitsustaðir hér. Einna bestir eru Ítalía, Pizzahúsið og Eld- smiðjan og hef ég verslað mikið á þeim stöðum. Þó verð ég að segja að ég var ekki ánægður síöast þegar ég átti .viðskipti við Pizzahúsið. í það skipti pantaði ég pitsu í gegn- um síma tU að taka með heim. Ég pantaði pitsu sem heitir Americana og er með pepperoni-pylsu. Ég spurði hvað hún kostaði og fékk það svar aö hun kostaði um 700 krónur. Það fannst mér nokkuð mikið fyrir 12 tommu pitsu tU að taka með heim en lét mig hafa það. Þegar á staðinn kom þurfti ég að borga 790 krónur fyrir hana. Þegar ég gerði athuga- semd við þær upplýsingai; sem ég hafði fengið, svaraöi afgreiðslumað- urinn því að ég ætti að gera mig á- nægðan með þetta svar, þ.e.a.s. að um 700 krónur gætu vel veriö 790 krónur. Þetta finnst mér ruddaleg framkoma og afgreiðslumanninum ekki tU sóma. Að öðru léyti hafði ég ekkert út á pitsuna að setja, þær eru oftast góðar frá þessum stað. Getraunakerfi 1X2 fullyrða að haldi getraunum á floti. Kerfiskarl úr Keflavík skrifar: Nú í haust hefst nýtt getrauna- tímabU, með tilkomu lottóvélanna, en ég er einn þeirra sem hafa tipp- að á getraunakerfl í gegnum árin, með misjöfnum árangri. Ég skora á forráöamenn getrauna að hækka ekki verðið á hverri get- raunaröð. Það kæmi harðast niður á kerfiskörlum, sem óhætt er að TU samanburðar má geta þess að lottóröð kostar þrjátíu krónur og vmningslikur þar eru 1 á móti 201.376, á móti því að í getraunum eru þær 1 á móti 531.441. Ef litiö er á þessar tölur, tel ég, og vonandi fleiri, að verð á getraunaröð ætti að haldast óbreytt, eða tíu krónur á hveija röð. Apótek Breiðholts Paul V. Michelsen skrifar: Mig langar tíl þess að hafa orð um misjafna afgreiðslu og viðmót í opin- berum stofnunum, sem oft er ekki nógu góð né þægUeg. Misjafnt er einnig að koma í verslanir, stundum er eins og maður sé að gera af- greiðslufólki ónæði, en þó er einn staður sem er undantekrúng. Það er Apótek Breiðholts í Mjóddinni. AUar afgreiðsludömur á þeim stað eru til fyrirmyndar og vilja aUt fyrir mann gera sem þægUegast og aUa tíð með bros á vör og hlý orö. Þaö er afar gott að koma á svona staöi og mættu margar verslanir læra af þessu. Ég hef mikið þurft að leita til þejpa undanfarin 2-3 ár og aUa tíð er sama hjálpsemin. Hafi þær aUar miklar þakkir fyrir. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Álakvísl 22, tal. eig. Bergljót Davíðs- dóttir, fer fram á eigninni sjálfri fostud. 22. júlí ’88 kl. 11.15. Uppboðs- beiðendur era Hróbjartur Jónatans- son hdl. og Ámi Einarsson hdl. Barónsstígur 13, þingl. eig. Líknarfé- lagið Sporið, fer fram á eigninni sjálfri fóstud. 22. júlí ’88 kl. 16.15. Uppboðs- beiðendur eru Eggert B. Ólafsson hdl., Hákon Ámason hrl, Gunnar Guð- mundsson hdl., Iðnaðarbanki íslands hf., Gjaldheimtan í Reykjavík, Lands- banki íslands, VeðdeUd Landsbanka íslands, Búnaðarbanki íslands og Gunnar Jóh. Birgisson hdl. Drápuhlíð 21, hluti, þingl. eig. Haukur Hafsteinsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 22. júlí ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Hafharstræti 20, 4. hæð, þingl. eig. Öm Erlendss., Helgi Skaptas. og Gerpir sf., fer fram á eigninni sjálfri föstud. 22. júlí ’88 kl. 14.30. Uppboðs- beiðendur em Iðnaðarbanki frlands hf., Eggert B. ólafsson hdl. og Lands- banki Islands. Laugavegur 81, hluti, þingl. eig. Þór- hallur Öm Guðlaugssonj tal. eig. Jón- as Þorvaldsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 22. júlí ’88 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Sigurður G. Guðjónsson hdl., Ólafur Gústafsson hrl., Búnaðarbanki íslands, Gjald- heimtan í Reykjavík, Steingrímur Þormóðsson hdl. og Veðdeild Lands- banka íslands.. Skeifan 8, hluti, þingl. eig. Jón Sig- urðsson, fer fram á eigninni sjálfri fóstud. 22. júh' ’88 kl. 10.30. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð á eftirtalinni fasteign fer fram í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, á neðangreindum tíma: Árskógar 17, íbúð nr. 1, Egilsst., þingl. eig. Dagur Kristmundsson, miðviku- daginn 27. júlí 1988 kl. 15.00. Uppboðs- beiðandi em Jón Ingólfsson hdl. BÆJARFÓGETINN Á ESKMRÐI SÝSLUMAÐUR SUÐUR-MÚLASÝSLU Nauðungamppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði miðvikudaginn 27. júií 1988 á neðangreindum tima: Koltröð 1, Egilsstöðum, þingl. eig. Jóhann V. Jóhannsson, kl. 13.30. Upp- boðsbeiðendur em Ámi Halldórsson hrl., Sveinn Skúlason hdl., Sigríður Thorlacius _ hdl., Byggðastofiiun, Landsbanki íslands, Iðnlánasjóður og Sigurður I. Halldórsson hdl. Steinholtsvegur 2, Eskifirði, þingl. eig. Bjami Björgvinsson, kl. 13.50. Upp- boðsbeiðandi er Ámi Halldórsson hrl. Miðás 2, Egilsstöðum, þingl. eig. Borg- þór Gunnarsson, kl. 14.00. Uppboðs- beiðandi er Amar G. Hinriksson hdl. Skólavegur 58, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. db. Ragnars Jónassonar, tafin eign Guðjóns Jóhannssonar, kl. 14.10. Uppboðsbeiðendur em Skúli Pálsson hrl., Grétar Haraldsson hrl., Ami Halldórsson hrl., Búðahreppur, Ró- bert Ámi Hreiðarsson hdl. og Bygg- ingarsjóður ríkisins. Fumvellir 13, Egilsstöðum, þingl. eig. Heimir Ólason, kl. 14.20. Uppboðs- beiðendur em Jón Sveinsson hdl., Kristján Ólafeson hdl. og Byggingar- sjóður ríkisins. Heiðmörk 13, Stöðvarfirði, þingl. eig. Andrés Óskarsson, kl. 14.30. Uppboðs- beiðandi er Tryggingastofiiun ríkis- ins. Hólaland 22, Stöðvarfirði, þingl. eig. Sigríður Sigfinnsdóttir oÁ, kl. 14.40. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofii- un ríkisins. Álfabrekka 2, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Búðahreppur, kl. 14.45. Uppboðsbeið- andi er Ami Halldórsson hrl. Fjósbygging á lóð íbúðarhússins Eski- fjörður v/Dalbraut, Eskifirði, þingl. eig. Bjami Björgvinsson, kl. 14.50. Uppboðsbeiðendur em Ólafúr Axels- son hrl. og- Ámi Halldórsson hrl. Síldarverksmiðja á Djúpavogi, þingl. eig. Búlandstindur h£, kl. 15.50. Upp- boðsbeiðendur em Bjöm Jósef Am- viðarson hdl., Pósgíróstofan, Eggert B. Ólafeson hdl.,_Iimheimta ríkissjóðs og Landsbanki íslands. BÆJARFÓGETINN Á ESHFIRÐI SÝSLUMAÐUR SUÐUR-MÚLASÝSLU Hér á landi má kaupa erlend tíma- rit um nær hvaða málefni sem er. Sum þessara tímarita bjóða lesend- um sínum þann kpst að gerast áskrifendur. Þá fá lesendur ritin send heim. Þessi kostur er yfirleitt miklum mun ódýrari en að kaupa ritin í lausasölu. Munurinngeturverið margfaldur. í Lífsstíl á morgun verðurfjallað um erlend tímarit í áskrift og í lausa- sölu. Sjá nánar í Lífsstíl á morgun. Flosi á glösum og orðinn léttari. í Lífsstíl á morgun verður birt viðtal við Flosa. Hann segir frá veru sinni í „Náttúrunni" fyrir austan, eins og honumeinumerlagið. Fjallað verður nánar um Heilsu- hæli NLFÍ í Hveragerði. Þórhallur B. Ólafsson yfirlæknir segir frá hæl- inu og þeim aðferðum sem beitt er þar til að ná árangri í megrun. Einnig verða birtar nýstárlegar uppskriftirað lambakjötsréttum og gefin góð ráð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.