Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. LífsstOI Ólögleg aukeíni: Segjast ná því úr með suðu I þessum tunnum er eplamauk sem notað er i tómatsósu frá Val. Til að verja maukið rotnun er sett i það brennisteinssýra DV-mynd GVA í tómatsósu frá Efnagerðinni Val er notað eplamauk sem ílutt er inn frá Danmörku. í þetta eplamauk er blandað brennisteinssýru sem rot- varnarefni. Ekki er leyfilegt að nota brenni- steinssýru sem rotvamarefni hér á landi nema í þurrkaða ávexti. Notk- un þess í eplamauk er því ólögleg og verður það áfram með nýrri reglu- gerð um aukefni. Samkvæmt henni Neytendur má aðeins nota brennisteinssýru sem rotvamarefni í sýrðar asíur. Tvö rotvarnarefni til staðar í samtah við blaðið staðfesti Stefán Gunnarsson, verkstjóri hjá Val, að maukiö væri blandaö brennisteins-' sým. Hann sagði ennfremur að sýr- an væri fjarlægð úr maukinu viö vinnslu og næðist hún öll úr því við suðu. í tómatsósuna væri svo bland- að öðm löglegu rotvamarefni DV hafði samband við matvæla- fræðinga vegna þessa máls. Töldu þeir fráleitt að sýran næðist úr við suðu. Mikið yrði eftir, jafnvel þótt suðan færi fram við lofttæmi. Það að blanda öðm rotvamarefni væri því að bera í bakkafullan lækinn, því þá væm tvö rotvamarefni í sósunni en slíkt er ónauðsynlegt og jafnvel skaðlegt. -PLP Brennisteinssýra í eplamauki Ólafur Sigurðssón matvælafræðingur Öfgakenningar á undanhaldi Notkun aukefna í matvælum (E- númerin) er oft gagnrýnd. Telja ýms- ir sérfræðingar að oft sé of langt gengið. Hefur áróðurinn gengið svo langt að falsaðar skýrslur hafa verið birtar og víða erlendis er haldið uppi linnulausum áróðri sem á ekki við rök að styðjast. Sjaldnast er minnst á alla þá vinnu og rannsóknir sem fer í að sýna fram á skaðleysi þeirra. Er talið að það geti kostað milljóna- tugi að fá leyfi til notkunar nýs auk- efnis vegna rannsókna eingöngu. Kúrinn sem átti aö lækna ofurvirkni barna (hyperacti- vity) Feingold-kúrinn er einn svo- nefndra töfrakúra og náði útbreiðslu í Bandaríkjunum. Upphafsmaður kúrsins er dr. Ben Feingold sem hef- ur haldið því fram að tengsl væm á miilisumra fæðutegunda og aukefna annairs vegar og hegðunar og náms- hæfni bama hins vegar. Matarkúrinn byggist á því að neyta ekki sumra matvæla og forðast til- tekin aukefni sem notuð em í mat- vælum. Böm, sem em ofurvirk (hy- peractive), mundu njóta góðs af og jafnvel læknast. Ofurvirk böm valda foreldrum oft miklu hugarangri. Þau sofa stutt, em sífellt á iði, geta aðeins einbeitt sér í stuttan tíma, era uppstökk og geta verið árásargjöm. Þetta era þættir sem bömin ráða ekki við og fylgja þessu jafnvel ósamræmdar vöðva- hreyfingar. Oft versna einkennin er bömin eldast. Til hjálpar foreldrum þessara bama vom stofnuð í Bandaríkjunum árið 1977 samtök þar sem foreldrum var ráölagt að setja bömin á Fein- gold-kúrinn. Fyrstu aðgerðir vom að hætta neyslu matvæla sem innihéldu tilbú- in litarefni og bragðefni, glutamat (þriðja kryddið), nítrit eða nítrat, BHA, BHT og bensósýra. í öðm lagi átti að forðast um sinn matvæh sem innihéldu náttúruleg sahcylöt. Það em matvæh eins og eph, möndlur, aprikósur, perar, plómur, sveskjur, appelsínur, tómat- ar, gúrkur, rúsínur o.fl. Einnig var talinn upp langur hsti aukefna með svonefndum E-númemm. Skriðan fer af stað Tuttugasta september 1986 birtist grein eför bandaríska dálkahöfund- inn Ann Landers í bandarískum dag- blöðum á Chicago svæðinu, sem th- heyrðu blaðahringnum Chicago Sim-Times, þar sem hún hrósaði Feingold-kúmum sem meðhöndlaði ofurvirk böm. Innan samtaka bandarískra mat- vælavísindamanna er ráðgjafar- nefnd sem starfar að því að leiðrétta ahs kyns rangfærslur og ósannindi tengd matvælum og hollustu þeirra. Viðbrögð þeirra urðu til þess að Ann Landers bað lesendur sína af- sökunar á því að hafa látið blekKjast. Fjöldi sérfræðinga í næringar-, matvæla- og læknisfræðum skrifuðu bréf til hennar þar sem greint var frá því að fuhyrðingar dr. Feingolds ættu ekki viö rök að styðjast, væm ósannaðar, vihandi, til þess fahnar að foreldrar leituðu síður hjálpar hjá viðurkenndum aðhum o.s.frv. Bandarísk samtök, sem vinna gegn hohustu-svikum og samtök banda- rískra næringarfræðinga, hafa einn- ig lýst yfir vantrú á Feingold-kúm- um. Rannsóknarmenn í bamalækning- um, taugasjúkdóma-, geðlæknis-, lyfia-, lífeðhs-, ofhæmis- og sálar- fræöum bentu Ann Landers á það, allir sem einn, að ofurvirkni barna orsakaðist ekki af mataræðiv Áður- nefndir sérfræðingar em starfandi prófessorar og/eða yfirmenn rann- sóknastofnana í bandarískum há- skólum, ríkisstofnunum og víðar. Eitt bréfið var frá lesanda sem tjáði Ann Landers að hún hefði leitað th Feingold-stofnunarinnar um upplýs- ingar um thtekið atriði en var í stað- inn boðin þátttaka í félaginu (20$), kassetta (4$), bók eftir Dr. Feingold (8$) og kokkabók eftir Feingold- hjónin (6$). Konan sagðist ekki trúa því að Ann Landers hefði verið kunnugt um þetta þegar hún væri að ráðleggja lesendum sínum að fara eftir ráðum dr. Feingolds. Svar Ann Landers var: „Það er rétt hjá þér, mér var ekki kunnugt um þetta. Ég bið aha lesendur mína af- sökunar á því að hafa vhlt um fyrir þeim.“ Stór orð frá Ann Landers, megi fleiri taka hana sér th fyrir- myndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.