Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. 9 Útlönd Sakar Sovét- menn um samningsbrot Zia-ul-Haq, forsqti Pakistan, ásak- aði Sovétríkin um að hafa flutt milli tíu og tólf þúsund sovéska hermenn inn í Afganistan í trássi við samning um brottflutning sovéska heraflans í landinu. Zia kvað upplýsingar sínar komnar frá Sameipuöu þjóðunum og sagði að hermennirnir hefðu verið fluttir inn í landið sökum áfram- haldandi eldílaugaárása á Kabúl, höfuöborg Afganistan. Talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins sagði yfirlýsingu Zia ekki eiga við nein rök að styðjast. Varaut- anríkisráðherra Sbvétríkjanna sagöi að brottflutningur sovésku her- mannanna gengi samkvæmt áætlun og að a.m.k. 23 þúsund hermenn hefðu þegar verið fluttir á brott. Hann sagði þó að ef vopnaflutningur til afganskra skæruliða hætti ekki þegar í stað kæmi|til greina að fresta brottflutningnum. Samkvæmtsamn- ingum ríkjanna éiga Sovétríkin að flytja helming 100 þúsund manna herliðs síns frá Afganistan fyrir 15. ágúst nk. og seinni helminginn fyrir 15. febrúar á næsta ári. Á laugardag . skutu afganskir skæruhðar meira en 10 eldflaugum á Nýrflokkur í Danmörku Gizur Helgason, DV, Danmörku: Hópur gamalla áhugamanna á hægri væng stjórnmálanna í Dan- mörku er nú að stofna nýjan stjórn- málaflokk til þess að mótmæla skattaöngþveiti og almennu stjórn- leysi í landinu. Flokkurinn hefur hlotið nafniö Lýðræðislegi þjóðar- flokkurinn. Flokksmyndunin er óánægjuyfir- lýsing borgaralegu aflanna með for- ystu íhaldsmannsins og forsætisráö- herrans Pouls Schluter. í yfirlýsingu frá undirbúnings- nefndinni segir að fjöldi borgara- legra kjósenda hafi veitt Framfara- flokknum atkvæði sitt af því að um aðra flokka hafl ekki verið að ræða. Hinn nýi flokkur ætlar sér aö fá þau atkvæöi til baka og gott betur. Aðalmarkmið flokksins verður að ríkið eigi að hafa eins lítil afskipti af einkalífi fólks og rtiögulegt er og að einstaklingurinn eigi að bjarga sér sjálfur. Undirskriftasöfnun er hafin á veg- um flokksins svo hann geti boðið fram við næstu þingkosningar. Nýjar viðræður um herstöðvar Nýjar viðræður hefjast í Aþenu í dag um um framtíð bandarískra her- stöðva í Grikklandi. Verður það í áttunda sinn sem fulltrúar Banda- ríkjanna og Grikklands hittast til að ræða veru herstöðvanna en samn- ingurinn um þær, sem undirritaður var 1983, rennur út í desember næst- komandi. Samningaviðræður hófust í nóv- ember síðasfliðnum og hafa enn eng- an árangur borið. Grikkir vilja að samninginn megi túlka þannig að Bandaríkjamenn styðji þá í deilunni við Tyrki um yfirráð yflr Eyjahafi en yfirvöld í Washington eru því mótfahin og segja að pólitískar yfir- lýsingar eigi ekki heima í hemaðar- samningi. Grísk yfirvöld tilkynntu Banda- ríkjamönnum formlega að samning- urinn rynni út samkvæmt áætlun í desember sem felur í sér að allir bandarískir hermenn verða aö vera famir frá Grikklandi í júní 1990 nema nýr samningur verði undirritaður. Kabúl og létu tíu manns lífið og átján særðust. Skæruhðar réðust einnig á bæinn Chaman, rétt innan pakist- önsku landamæranna. Talið er að sex manns hafi látið lífið og a.m.k. 25 særst. Reuter Byggingavindur Eigum nú fyrirliggjandi GEDA STAR 150 byggingavindur. Lyftigeta 150 kg. Margs konar aukabúnaður er einnig fyrirliggjandi. Pallar hf. Vesturvör 7 200 Kópavogi. Símar 42322 - 641020. HEFUR ÞU VITAÐ ÞAÐ BETRA? UEI Mmsu IB nEkmmviun ÚTOGRESTIN A12 MANUÐUM T0Y0TA-BÍLASALAN býður einstök greiöslukjör á notuðum bílum í eigu umboðsins. 50% af kaupverði greiðast við samning en eftirstöðvar eru lánaðar í 12 mánuði, vaxta- og verðtryggingarlaust! Og ekki nóg með það... Peir sem staðgreiða fá 15% afslátt. // Hjá T0Y0TA-BÍLASÖLUNNI er gott úrval notaðra bíla Verið velkomin í Skeifuna og skeggræðið við sölu- menn okkar: Pétur, Jón Ragnar, Jóhann eða Egil. Opið milli kl. 9-19 virka daga og kl. 10-17 laugardaga. TOYOTA BILASALAN SKEIFUNNI 15, SÍMI 687120

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.