Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. RAKARAST0F4N KLAPPARSTIG Sími 13010 HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTIG Simi12725 titf^ÞESSA VIKU Skór i sumarlitum 100-150 pör, stærðir 35-41 Strigaskór, stærðir 29-41 Hvítir herraskór, allar st. frá Ekta leðurkúrekastígvél, st. 37-43 frá 300 100 .495 kr. .495 Ódýri skómarkaðurinn Hverfisgötu 89, s. 18199 - Póstsendum DAGVI8T BARJVA. Daggæsla á einkaheimilum Leyfísveitingar fyrir daggæslu barna á einkaheimilum hefjast að nýju 1. ágúst - 1. október 1988. Athugið að umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Dagvistar barna í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Nánari upplýsingar í síma 27277. Umsjónarfóstrur. Fréttir Þjóðgarðurinn í Asbyrgi: A vakt allan sólarhringinn - segir Sigrún Kristín Barkardóttir landvörður Gylfi Kristjánssan, DV, Aknxeyxi; „Hér er bankaö á öllum tímum sól- arhringsins og viö erum því alltaf tílbúin og höfum reyndar oft vakta- skipti," sagði Sigrún Kristín Barkar- dóttir, landvöröur í Ásbyrgi í Keldu- hverfi, er DV átti þar leið um. Sigrún er þar landvörður ásamt sambýlis- manni sínum, Kristni Garðarssyni. Þau koma úr Miðfirðinum og eru í Ásbyrgi annað sumarið í röð. „Starfssvið okkar er margþætt," sagði Sigrún. „Það felst þó aðallega í umsjón með svæðinu, við sjáum um tjaldstæðin og að þar sé aílt í lagi, við veitum mikið af upplýsingum, höldum svæðinu hreinu og áfram mætti telja. Einnig forum við í skipulagðar gönguferðir með þá sem þess óska. Frá því í júní og fram í ágúst er eitt- hvað um að vera á hverjum degi hjá okkur á þessu sviði.“ - Hvemig hefur aðsóknin verið hér í sumar? „Hún hefur verið góð. Aðsóknin í júní var t.d. mun meiri núna en á sama tíma í fyrra. Bróðurpartur þeirra sem hingað koma eru Islend- ingar og þeir eru ávallt í miklum meirihluta." - Verður þú vör við að íslendingar komi hingað með öðru hugarfari en erlendir ferðamenn? „Það eru oft önnur markmið sem erlendir ferðamenn virðast hafa með Sigrún Kristín Barkardóttir og Kristinn Garðarsson, landverðir í Asbyrgi. DV-mynd gk heimsókn sinni hingað. Útlending- amir era mmi duglegri að fara í gönguferöir og þeir spyrja meira um það sem fyrir augu ber. íslending- amir nenna varla í gönguferðir ef þær taka lengri tíma en 10 mínútur, þeir vilja frekar vera í útilegu og hggja og slappa af.“ - Hvemig er umgengni fólks? „Yfirleitt gengur fólk þokkalega um. Þó hendir fólk frá sér sígarettu- stubbum og sælgætisbréfum þar sem það er statt hverju sinni og það skap- ar óþrifnað. Þá er einnig alltaf nokk- uð um að fólk tjaldi utan tjaldsvæða og aki utan vegar og er full ástæða til að biðja fólk um að gera slíkt ekki,“ sagði Sigrún Kristín að lokum. Nýtt skip smíðað í stað Sólbaks? Gytfi Kristjánsson, DV, Akureyxi Sólbakur, einn togara Útgerðar- félags Akureyringa hf., er nú kominn á þann aldur að það þarf að fara aö huga að smíði á nýju skipi í hans stað. „Það er einn af þeim möguleikum sem er verið að kanna,“ sagöi Sverr- ir Leósson, stjómarformaður Út- gerðarfélags Akureyringa, er DV spuröi hann hvort félagiö væri aö láta athuga með að smíða skipið er- lendis. „Menn era að velta vöngum yfir þessu máh og sennilega skýrast línumar eitthvað þegar kemur fram á haustið,“ bætti Sverrir við. Félagið auglýsti nýlega eftir fram- kvæmdastjóra í stað Gísla Konráðs- sonar sem láta mun af störfum á næsta ári. Umsóknarfrestur rennur út um miðjan næsta mánuð en þegar mun eitthvað hafa borist af fyrir- spumum til félagsins. Sorpið urðaðá Akranesi Sigurgeir Sveóatan, DV, Akranesi: Sorpmálin á Akranesi hafa lengi verið í ólestri en nú sér von- andi fyrir endann á því. Ákveðið hefur verið að urða sorpið sex daga í viku og er reyndar byijaö á þvi. Brunalyktin frá sorphaug- unum ætti því aö hætta að angra Skagamenn. Fyrir skömmu var gengiö firá samningi milh bæjar- ins og Skóflunnar hf. um uröun á sorpinu. Eru Islendingar hættir að fara út að borða? Fara mörg veitingahús á hausinn á næst- unni? í þriðjudagsblaði DV verða vandamál veit- ingahúsaiðnaðarins könnuð og margir þekktir matreiðslumenn láta móðan mása. Einar Olgeirsson, formaður Sambands veit- inga- og gistihúsa, segir að mörg veitinga- hús muni hökkva upp af með haustinu og segirjað matreiðslumenn séu um það bil að taka upp nýja stefnu. Fólkið í Austur- stræti kvartar yfir of háu verðlagi og segist heldur vilja borða heima hjá sér og þing- mennirnir fara lítið út að borða að eigin, sögn. j í!p*1P ImTI'ttB mw\\\ 1 i- 1 VHM •fnmiriiT ' kÉME H MbIb JA »1 Sá einstaki atburður átti sér stað á dögun- um að hestamenn lögðu upp í ferð sem aldrei hefur verið farin áður, svo vitað sé. En það var ævintýraferð um Hornstrandir. í þessari ferð var m.a. brugðið á það ráð að láta hesta synda í land til Hesteyrar frá borði af m.s. Fagranesinu. Hestamenn lýsa andrúmsloftinu áður en lagt var í ferðina og segja margar skemmtilegar sögur. Ferð- in var kvikmynduð og munu (slendingar væntanlega sjá ævintýraferðina í sjónvarp- inu á næstu vormánuðum eða þegar líða tekurá haustið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.