Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 11
11 .3351 liIUL .3X auuAuu/iAM MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. Útlönd Leiðtogi Burma segir af sér Ne Win, leiðtogi sósialistaflokks Burma, sagði af sér á laugardag eftir 26 ára stjórn. Símamynd Reuter Leiðtogi sósíaiistaflokks Burma, Ne Win, sagði af sér á laugardag eft- ir 26 ára stjóm og hvatti flokkinn til að halda kosningar í september. Sósíalistaflokkurinn, sem haldið hefur um stjómartaumana síðan 1962, kom saman til neyðarfundar í gær í kjölfar afsagnar Ne Win. Síðan Ne Win komst til valda hefur efna- hagur Burma hmnið og nú er svo komið að landið, sem eitt sinn var eitt af ríkari löndum heims, er talið eitt af vanþróuðustu löndum heims. Um 200 manns létu lífið í mótmæla- göngum gegn stjóminni í mars og apríl sl. og sagði Ne Win aö hann segði af sér vegna þess að hann bæri óbeint ábyrgö á dauða þess fólks svo og að hann væri orðinn of gamafl en hann er 77 ára. Hann sagöi að íbúar Burma ættu að ákveða hvort eins flokks stjóm ætti aö ráða ríkjum í Buma eöur ei. Ekki era allir sam- mála um að Ne Win hætti öllu af- skiptum af stjómmálum þrátt fyrir ákvörðunina um að segja af sér. ' Reuter Stuðningsmenn Lefebvre stofna eigin söfhuð Að sþgn svissneska ábótans Jos- ephs Bisig hafa tæplega fjöratíu stuðningsmenn hins róttæka franska erkibiskups, Marcel Lefebvre, snúið baki viö honum og stofnað sinn eigin söfnuði Stofnendur hins nýja safnað- ar, sextán prestar og tuttugu guö- fræðinémar, bíða nú samþykkis páfagarðar. Lefelvre olli deilum innan ka- þólsku kirkjunnar og sneri baki viö henni vegna deilna um umbætur kirkjunnar. Breytingamar, sem Lefebvre setti sig á móti, era t.d. þær að hin gamla latneska messa var lögð niður og að kaþólska kirkjan tók upp samvinnu viö aðra trúarsöfriuði. Lefebvre vígði fjóra biskupa í óþökk páfagarðs í síðasta mánuði og var hann, ásamt biskupunum fjór- um, þegar í stað bannfærður. Páfa- garðuf varaði um eitt hundrað þús- und stuðningsmenn Lefebvre við að þeir ættu einnig á hættu að verða bannfæröir nema að þeir snera baki við Lefebvre. Stuðningsmennimir gripu sem sagt til sinna ráða og stofn- UÖU SÍnn eigin SÖfÍlUð. Reuter Skopteiknarinn Lurie teiknar hér Lefebvre erkibiskup er hann reynir, árang- urslaust, að hindra breytingar og vöxt kaþólsku kirkjunnar. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Steinunn Böðvarsdóttir Friðarviðræð- urnar hafhar Friðarviðræður skæruliöa og fulltrúa víetnömsku leppstjómar- innar í Kampútseu hófust í Jakarta á Indlandi í morgun. Helstu atriði viðræönanna, sem taliö er að geti staðið í fimm daga, munu vera hvemig hægt sé að koma á friði til frambúðar í landinu, hvemig völd- um verði skipt, hver framtíð Karap- útseu sé og hvernig haga eigi brott- flutningi víetnamskra hermanna. Þetta er í fyrsta sinn sem allir stríðsaðilar hittast síðan Víetnam- ar réðust inn í landiö 1978 Seinni partinn i dag, að loknum viðræðum fulltrúa skæruliða og stjómarinnar, munu utanríkisráð- herra Víetnams og fulltrúar ASEAN, ríkja Suðaustur-Asíu, ræöa við Hun Sen og fulltrúa skæruliðahreyfingarinnar. Aðalumræðuefni í viöræðunum í dag mun verða hvemig hægt sé að koma í veg fyrir að Rauðu kmer- amir nái völdum í Kampútseu á nýjan leik þegar Víetnamar hafa flutt á brott herlið sitt, en kmeram- ir vora viö völd á seinni hluta síð- asta áratugar. Þeir era sakaðir um aö hafa orðið um einni milljón manna aö bana á valdatíma sínum. Brottflutningi víetnamska herliðs- ins, sem sent var til Kampútseu til aö steypa stjóm Rauðu kmeranna, lýkur ári fyrr en áætlaö var og ætti að vera aö fullu lokið um ára- mót 1989-1990. Sihanouk prins, sem §agði af sér leiðtogaembætti skæruliðahreyf- ingarinnar í Kampútseu, hefur hætt sjálfskipaöri útlegð í Frakk- landi. Sihanouk skipaði son sinn í leiðtogaembættið og þó að hann taki ekki formlegan þátt í friðarvið- ræðunum er hann staddur í Ja- karta og ræddi við utanríkisráð- herra Indónesíu í morgun. Forsætisráðherra Víetnams, Hun Sen, gaf það í skyn aö hann væri tilbúinn til viðræðna við Sihanouk en þeir hafa tvívegis ræðst við um friðarhorfur í Kampútseu. Vest- rænir sem og asískir ráðamenn telja Sihanouk hæfastan til að gegna leiðtogastöðu nýrrar ríjós- stjómar landsins eftir aö brott- flutningi víetnömsku hermann- annalýkur. Reuter Utanrikisráöherra Vietnams, Nguyen Co Thach, ræöir hér viö frétta- menn við komuna til Jakarta en hann tekur þátt i friðarviöræðum skæru- liða og stjómarinnar i Kampútseu. Simamynd Reuter HEMLAHUJTIRI JAPANSKA BÍIA • „Originar hemlahlutir í alla japanska bíla. • Innfluttir beint frá Japan. • Einstaklega hagstætt verð. ®] Stilling Skfeifunni 11,108 Reykjavlk Sfmar 31340 & 689340 rmoKKasmu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.