Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 25. JULÍ 1988. ALASKA Bílavörur í sérflokki! Fréttir V. Allar leiðbeiningar á íslensku! PR Búðin. Heildsölud:ieifing Kársnesbraut 106 200 Kóp. Vinylhreinsir Vinylgljái Áklæðahreinsir Handþvottakrem Ryðhreinsir Bflasjampó Lakkgljái sem þolir þvott með tjöruhreinsi. Símar 91-41375/641418 Sparar tima léttir burð PAUS Lélt og lipurt tæki. „Handlangarinn" er nýjung hér á landi og hefur þegar vakið mikla athygli. Með honum er auðvelt að flytja bygg- ingarefni og búshluti upp á efri hæðir: Svalir, inn um glugga og upp á þök (allt upp á 7. hæð). Sala, leiga og þjónusta Þorskur um helmingur dragnótaaflans: FiskHræðingar vrta ekki hvað þeir era að tala um - segir formaður Landssambands smébátaeigenda Afli veiddur í dragnót 1987 Samkv. tölum frá Fiskifélagi íslands. 8.75% Sandkoli 32.58% Skarkoli 52.15% Þorskur Ysa 6.52% Aili dragnótabáta er ekki eingöngu koli eins og fiskifræðingur hélt fram í DV fyrir skömmu. Ýsa og þorskur eru tæp 60 prósent af aflanum sem veið- ist uppi í landsteinum, smábátaeigendum til mikils ama. „Þeir sem eru á dragnótaveiðum uppi í landsteinum eru menn sem geta ekki fyllt kvótann sinn öðru- vísi. Tölurnar sýna, svo ekki verður um viílst, að þessir menn eru á hött- unum eftir þorski og ýsu. Fiskifræð- ingamir vita ekkert um hvað þeir eru að tala þegar þeir segja að afli dragnótabáta sé nær eingöngu ýmsar kolategundir,“ sagði Öm Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, við DV. Fyrir skömmu var í DV vitnað í starfsmenn í sjávarútvegsráðuneyt- inu og hjá Hafrannsóknastofnun sem sögðu að dragnótin væri ekki skað- legra veiðarfæri en önnur og að afl- inn samanstæði nær eingöngu af kolategundum. Öm lagði fram tölur um afla drag- nótabáta síðustu þriggja ára. Eru þær fengnar úr Utvegi, blaði sem Fiskifélag íslands gefur út. Hlutfall fisktegunda er mjög svipað öll árin. í fyrra var þorskur 52,15 og ýsa 6,52 prósent af aflanum, skarkoh 32,58 prósent og sandkoli 8,75. Hlutur kolategunda er því ekki nema 41,35 prósent en dragnótin er fyrst og fremst notuð til veiða á þessum teg- undum. „Vegna möskvastærðarinnar, sem er 135 millímetrar um allt land, nema í Faxaflóa þar sem hún er 155 millí- metrar, veiddist töluvert af undir- málskola á Skjálfanda í fyrra. Einnig hefur veiðst „bolta“-hrygningarfisk- ur í Finnaflrði inn af Bakkaflóa. Þessi fiskur veiðist af dragnótabát- imum og sést ekki lengur. Dragnótin er því alls ekki skaðlaus.“ Tillögur um veiðisvæði Vegna þess sem smábátaeigendur kalla gegndarlausa ofnotkun drag- nótar hefur Landssamband smábáta- eigenda gert tillögur um notkun dragnótar og sett fram undirskrifta- lista. I tillögunum felst meðal annars að allar dragnótaveiðar verði bannaðar frá áramótum til 1. júlí ár hvert inn- an 3ja sjómflna landhelgi miðað við grunnlínupunkta. Eins að dragnóta- veiðunum verði svæðisskipt í 6 svæði í kringum landið og einungis bátiun sem eiga heimahöfn innan viðkom- andi svæðis verði leyft að veiða þar. „Við höfum safnað um 300 undir- skriftum sem afhentar verða ráð- herra á næstunni. Það er engin glóra þegar smábátar verða að sækja langt út á haf vegna fyrirferðar dragnóta- báta á miðunum upp við land. Það gerir smábátaveiðar mun áhættu- samari en ella.“ -hlh VÉLTÆKJAÞJÓNUSTA Sigurðar Eggertssonar - Simi 73492 Upplýsingar á vinnutíma: Sendibílastöð Kópavogs - Sími 79090 Hollenskir barnaskór sem bæklunarskósmíðameistari mælir með Höfum sérfræðinga á staðnum hvern virkan dag milli 17 og 1í sem gefur ráðleggingar varðandi skókaup. Piedro skór eru sér hannaðir fyrir innlegg og veita sem bestan stuðning fyrir fætu barna þinna. Piedro skór fást í mörgum breiddum. Við sjáum un mælingu og aðstoðum við valið. SKÓBÚÐ GISLI FERDINANDSSON HF Lækjargötu 6a Reykjavík Sími 91-20937 ORTHOPAEDISK SKÓSMÍÐI SJÚKRASKÓR MEÐFERÐARSKÓR ÖKKLASPELKUR ORTHOPAEDISK INNLEGG Grunnurinn að byggingunni Höfða. DV-mynd Sigurgeir Akranes: Tilboð samþykkt í Höfða Sigurgeir Sveinssan, DV, Akranesi: Nýlega voru opnuð 'tilboð í lofta- einingar, það er hol- og rifjaplötur, í nýbyggingu dvalarheimilisins Höfða hér á Akranesi. Tvö tilboð bárust og var ákveðið að taka tilboði Bygging- ariðjunnar sem hljóðaði upp á 5.485.071 krónu. Þá var nýlega samiö við Tréverk sf. um að steypa upp tvær hæðir og að gera þær fokheldar fyrir 31 millj- ón króna. Selfoss: Inghóll stendur fyrir sínu Regma Thorarensen, DV, Selfossi: Aö sögn Ásbjöms Sigurðssonar, framkvæmdastjóra veitingastaðar- ins Inghóls hér á Selfossi, hefur reksturinn gengið ágætlega það sem af er þessu ári, einkum þó um helgar en einkaveislur hafa einnig færst í vöxt. Sextíu manns eru á launaskrá veitingastaðarins, þijátíu í fullu starfi.og þrjátíu sem_kallaö er á þeg- ar mest er að gera. * Allt brauð er bakað á staðnum af Guðbjörgu, eiganda hússins, og mat- ur þar er góöur. Dansleikir era í Ing- hóh um hveija helgi á fóstudögum og laugardögum og þar er skemmti- legur bar. Selfossbúar og aðrir gestir ganga vel um staðinn og skemmdir eru nær óþekkt fyrirbrigði. n ÞHSOIXI v________y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.