Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. 45 LífsstíU Ríkishandbók merkisrit - með handhægum upplýsingum Hvernig er fyrsta grein stjómar- skrárinnar? Hver skyldi vera ræöis- maður íslands í Venezúela? Hvar skyldi ég finna leiðbeiningar um meðferð íslenska fánans? Hvað er Vísindasjóður? Hverjir eru þing- menn núna? Þessum spumingum eða einhverjum álíka skýtur áreið- anlega oft upp í hugum fólks. Svör viö þeim öllum er reyndar hægt að finna á einum staö. t Markmiðið að greiða fyrir samskiptum Ríkishandbók íslands er nýlega komin út í sjötta sinn. Hún var fyrst gefin út af Hagstofu íslands, árið 1917 undir nafninu Starfsskrá íslands, hanbók um opinberar stofnanir og starfsmenn. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að veita upplýsingar um stofnanir ríkisins og starfsmenn þeirra og greiða þannig fyrir samskiptum. Þjóðsöngurinn á átta tungum í Ríkishandbókinni má meðal ann- ars finna Stjórnarskrá lýðveldisins íslands, upplýsingar um embætti for- seta íslands, Ríkisráð og Hæstarétt. Þama er einnig hægt að fá leiöbein- ingar um notkun íslenska fánans, lit- myndir eru í bókinni af þjóðfánan- um, fána forseta íslands og ríkis- skjaldarmerkinu. Leiðbeiningar um hvemig bera á heiðursmerki em í bókinni auk þess sem þjóösöngurinn er þar í ölium erindum og fyrsta erindið að auki í þýöingu á dönsku, ensku, finnsku, frönsku, norsku, sænsku og þýsku. Lög um íslenska fánann og leið- beiningar um notkun hans eru á meðal þess fróðleiks er finna má i Rikishandbók íslands. Fæðingardagur starfsmanna Hvert ráðuneyti er í sérkafla í bók- inni ásamt stofnunum, stjórnum, nefndum og ráðum sem á þess verk- sviði starfa. Leitast er við að veita nokkrar upplýsingar um hverja stofnun og verkefni hennar. Greint er frá nöfnum starfsmanna, fæðing- ardegi og starfsaldri. Þama er einnig hægt að fá upplýs- ingar um ráðherra og ráðuneyiti síð- an árið 1904, alþjóðastofnanir sem ísland er aðih að, fulltrúa erlendra ríkja á íslandi og fulltrúa íslands erlendis. Hnattstaða íslands og mann- fjöldi Meðal annarra handhægra upplýs- inga má nefna staðsetningu, nöfn og starfsmenn allra menntastofnana landsins og bókasafna. Einnig eru í bókinni póstnúmeraskrá, götuskrá, hnattstaöa íslands, flatarmál og mannfjöldi. Eins og sjá má á þessari upptaln- ingu er ýmsan fróðleik að finna um landið okkar í þessari bók. Eru þetta oft á tíðum upplýsingar sem halda legar hveijum sem er. er Birgir Thorlacius en fjöldi manna lygur sem annast sölu og dreifingu mætti að erfitt væri að fá. En þama Útgefandi Ríkishandbókar íslands vann að gagnasöfnun og gerð hand- bókarinnar og kostar hún 5000 krón- em þær allar á einum stað, aðgengi- 1988, er Ríkisstjórn íslands. Ritsjóri rita. Það er bókaútgáfan Óm og Ör- ur. -gh tamisroM d mm oiisirto um verslunarmannahelgina 29. júlí til 1. ágúst 1 Ƨ mfe f|i^ 'L. •»| ^ Mðritor—| SigluíjöTdur ~| ■ ’.V''... -■ Húsa'ijk '. : ■ ■' ■ Blöiuluósbær ) ■•■ '•■‘.'•.j ^uréyrl ‘~|: ... ' ' . '•'; .: •. .. ‘ j Egii^’táðabæf * • | * . A** .. • •* V. ' *•*•'•; *.•.’;. >•.' '• •:•■•. ... •,•'■• —. '• : • .V Egilsstaðabær *4».w‘í**’ > /*••.'■ -’i*?-'-*—— ■■-* ;. * ' • - ’ ; ■ d:.■ f ’.ii ”•■■: • V-. '.■ • SKEWIMTIKRAFTAR: :i‘ • V' ó-.orV"' .. Viking Band Stefán Hilmarsson ■ ‘ •., ... •. ;• . . • *•.; ”v *»*•’. • ' 'V keflavík Skriðjöklar Hljómsveitakeppni Sálin hans Jóns míns Afiraunakeppni Stuðkompaníið íslandsmótið í sandspyrnu ■■, •,-•/•;. Sniglabandið Fallhlífastökk Víxlar í vanskilum Svifflugssýning "■.: ■.',' ■•'••: Rokkabillíbandið Flugeldasýning . <•• • ■ V •« Reykjavfk .V v; Sigurður Sigurjónsson Varðeldur '- ./jv :•;'• Karl Ágúst Ulfsson Hestaleiga ;í-..- ■ ••■• •, ;•;• ' • V ðrn Árnason Skemmtum okkur án áfengis. ífflgMh Sm ' ■:■■ ■' ; ■• H á m 1 Frá Reykjavík, Egifsstöðum, Suðurnesjum, Akranesi, Borgarnesi, Húsavík og stöðum í nágrenni Akureyrar verða rútuferðir. Frá Reykjavík, (safirði og Egilsstöðum verða einnig ferðir með flugi. , , . , , . ., . . .. . ... ..... Göngum vel um landið. Verið vakandi Varist slysin. MIÐAVERÐ KR. 4500.- ' PEPSI 16 ÁRA ALDURSTAKMARIf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.