Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. Lífsstm Neytendur Lágt verð - og góðar vörur Erlendir sveppir eru nákvæmlega eins og þeir ísiensku, neðsti hlutinn af rótinni er hreinsaður burt og hægt að nota þá beint i matinn. Kílóið af þessum sveppum kostar aðeins kr. 120. Rækjur í stærðarflokknum 51-60 stykki í pundi kostuðu 400 kr. kg, og voru þá lækkaðar úr 480 krón- um. Litlar rækjur, líkar þeim sem við þekkjum kostuöu í dag 560 kr. kg, lækkaðar úr 720 krónum. Þær eru alveg tilbúnar til neyslu. Hörpuskelfiskurinn kostar um 400 kr. kg. Var í dag lækkaður úr hvorki meira né minna en 720 kr. kg. Þessi skelfiskur er af stærðinni 20-30 stk hvert pund. Svo er hér mjög gott úrval af alls kyns tilbúnum fiski sem auðvelt er aö matreiða annað hvort í ör- bylgjuofnum eða á hefðbundinn hátt. Undarlega lítfll verömunur er á slíkum fiski og ómatreiddum. Ekki er meðlætið dýrara Og hvað skyldi það, sem hafa þarf meö fiski og kjöti, kosta, græn- metið og ávextimir. Það eru bara smámunir miðað viö það sem þetta kostar heima á íslandi. Ég minnist þess, að er ég skrifaði um óheyrilegt verð á íslenskum sveppum í fyrra, sagði sveppafram- leiðandi mér að tilkostnaðurinn viö íslenska sveppaframleiðslu væri rosalega mikill. Þess vegna yrðu sveppirnir að vera svona dýrir. Hann sagði einnig að á íslandi væri neðsti parturinn af rótinni jafnan skorinn af, sem ekki væri gert erlendis. Hægt væri að nota íslensku sveppina án þess að skera af þeim nokkurn skapaðan hlut. Þá vissi ég auðvitað ekki hvernig þetta væri gert erlendis. En ég veit það nú. Erlendu sveppimir eru nákvæmlega eins og þeir íslensku, bæði hvað varðar bragð og útlit, nema verðiö. Það er mjög frábrugð- ið. Hér kosta fyrsta flokks sveppir 120 kr. kg. Reyndar er það lækkaða verðið í miðvikudagsblöðunum. En það lækkaði úr 160 krónum. Agúrkur hér eru önnur tegund en heima, styttri og digrari. Bragð- ið er hins vegar svipað, ef ekki eins. Nú er komin ný uppskera frá Texas og kostar 48 kr. kg. í annarri versl- un er boðið upp á fjögur stykki fyr- ir tæpar 40 krónur. Þaö er senni- lega svipað magn og tvær íslenskar agúrkur. Nú em einnig nýkomnir á mark- að glænýjir púrrulaukar, ræktaðir í Colorado. Búntið af þeim kostar sem svarar tíu krónum. Tómatarnir kosta hér um 70 kr. kg. En viðurkennast verður að þeir eru yfirleytt ekki nærri því eins góðir og íslensku tómatarnir, sem mér finnast bestu tómatar sem ég hef smakkað, austan hafs og vest- an. Flest annað grænmeti er mjög svipað á bragðið og það íslenska en kostar ekki nema brot af því sem þaö íslenska kostar. Ávaxtaverð er hér mjög lágt. Nú eru jarðarberin komin niður í tæp- ar 50 kr. kg. Bananarnir slá hins vegar allt út því þeir kosta ekki nema 23 kr. kg„ það em Chiquita bananar. Hér eru ekki á boðstólum Uncle Tuca bananar, sem mér hafa alltaf þótt mjög lélegir, enda hefur mér alltaf verið sagt að þeir séu annar flokkur af Chiquita bönun- um. Hér em aftur á móti til „ónafn- greindir" bananar. Þeir em mun minni en hinir „nafntoguðu" og kosta helmingi minna, en eru alveg ágætir. Verðskynið meira hér Verðskyn fólks virðist vera meira hér en heima á íslandi. Ég held að það sé ekki hvað síst þessum miklu matarauglýsingum í hverri viku að þakka. Raunar em matarauglýs- ingarnar tvisvar í viku því um helgar fylgir bunki af auglýsinga- blööum meö dagblöðunum. Þá fylgja einnig heilu „bækurnar" af alls kyns afsláttarmiðum. Fólk not- ar þessa miða, en það er heilmikil stúdía út af fyrir sig að læra að notfæra sér þá. En það kemst upp í vana eins og hvað annað. Ég er rétt að læra á afsláttarmið- ana. í einni innkaupaferðinni, þar sem keypt var fyrir 28 dollara fékkst 4 dollara afsláttur út á af- sláttarmiða úr helgarblöðum. Heima á íslandi eru það ekki nema einstaka verslanir sem auglýsa verð á vörum sínum. Það er kannski í og með ástæðan fyrir því hve verðskyn fólks er brenglað þar. Ég sá viðtal á Neytendasíðunni um daginn. Rætt var við innkaupa- stjórann í Hagkaupi um græn- metisneyslu og innflutning. Hann taldi aö verðsamanburöurinn færi illa meö grænmetisinnflutninginn því allir vildu véra með lægsta verðið. Hér keppast menn um að vera með sem lægst verð og jafnframt með sem allra besta vöru. Það hlýt- ur að vera þaö sem fær viðskipta- vinina til að versla í viökomandi verslun. Lágt verð og góð vara. Hér í Bandaríkjunum kosta bananar ótrúlega lítiö. Þessir eru á 23 krónur kílóið. Anna Bjamason, DV Denver Á miðvikudögum fylgja mikfl auglýsingablöð með dagblöðunum hér. Auglýsingablöðin eru fyrst og ffemst frá matvöruverlsunum. Þeir sem kaupa inn til heimilanna, hvort sem það eru konur eða karl- ar, grandskoða þessi blöð og kaupa svo inn eftir þeim. Ólíkt höfumst við að Það er svo sannarlega annað að lesa þessar matarauglýsingar held- ur en þær sem ég sé í blöðum frá íslandi og heyri um í samtölum við fólk að heiman. Ég hitti á dögunum konu sem var að koma að heiman Tómatarnir eru ekki nærri eins góðir og þeir íslensku. Hér er fiskur ekki daglega á borð- um, þótt margir borði fisk af heflsu- farsástæöum. Til Colorado verður að flytja fisk um langan veg því fylkið er landlukt inni í miðju meg- inlandi Norður Ameríku. Hér er samt á boðstólum ferskur fiskur úr Kyrrahafinu, „Red Snapper“ heitir hann, og kosta flökin kr. 239 kg. Sama verð er á „Golden King- clip“ sem er hvítur fiskur, líkur þorski eða ýsu í útliti. Sá kemur frá Chfle. Þá er hér tii smálúða frá Grænlandi og kosta flökin kr. 280 kg. Rækjur og krabbar eru hér í miklu úrvali. í matarblöðunum í dag voru auglýstar hráar rækjur (41-50 stk. pr. pund) á 320 kr. kg. og var hún enn í hálfgerðu „sjokki“ eftir að hafa farið í matvöruversl- anir þar. Eftir því sem mér er tjáö kostar lambalæri í matinn handa fjöl- skyldu nú um tvö þúsund krónur. í blaðinu hér í dag var einmitt aug- lýst lambalæri og kostar kílóið sem svarar 160 krónum. Læri sem veg- ur 2,5 kíló myndi því kosta um 400 krónur. Svínakótelettur með beini kosta í dag 120 krónur í einni versluninni og 160 krónur í annarri. Þessar kótelettur voru þá lækkaðar úr 232 krónum en voru alveg fyrsta flokks í útliti. Heil svínasteik kostar sem svarar kr. 135 hvert kíló, nýr svínahrygg- ur kostar 120 kr. kg. og er þá búið að skera úr honum pöruna. Hér er hægt að fá sérlega gott nautakjöt í öllum hugsanlegum fituflokkum. Verðið er hlægilegt miðað við verð á íslensku nauta- kjöti. Verðið er frá 160 kr. kg. á beinlausdum hringskornum fram- parti og er þá tekið fram að ekki sé búið að hreinsa burt fitu. Fitu- hreinsað „roast" kostar um 200 kr. kg. og þykkar T-beins steikur kosta um 240 kr. kg. Kjúklingar, sem eru daglegur matur fólks hér, eru svo ódýrir að með ólikindum er. Sem dæmi má nefna að kjötmiklir efri hlutar af læri, (mjaðmir), kosta 55 kr. kg. Hægt er að fá hvaða hluta kjúkl- ingsins sem óskað er, bæði með eða án beina og eru þeir allir jafn ódýr- ir. Pundið fyrir minna er dollar, sem þýðir að kílóið er undir 80 krónum. Fiskurinn ekki daglegur matur Sú var tíðin heima á íslandi aö fiskur var daglegur matur fólks. Þótt fiskur hafi hækkað í verði á íslandi er hann sennilega enn ódýr- ari en kjötmeti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.