Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 38
50 - MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Cybill Shepherd kærir sig lítið um að eiginmaöur hennar, læknirinn Bruce Oppen- heimer, skuli alltaf taka af sér giftingarhringinn þegar hann fer í vinnuna. Cybill er ákaflega af- brýðisöm og vill alls ekki að sjúklingar hans haldi að hann sé enn á lausu. Corbin Bemsen var í Róm á dögunum og leist þá svo vel á eina ítaiska að hann bauð henni út. Tók hann fegurð- ardisina út að borða á fínan veit- ingastað og gerði svo ráö fyrir að hann gæti notið máltíðarinnar og félagsskaps stúlkunnar án þess að til stórtíðinda drægi. En ekki varð honum að ósk sinni því þeg- ar þau höfðu snætt í nokkum tíma þá hrópar snótiní upp yfir sig svo hátt að allir heyrðu, „Þú borðar eins og svín. Þú veist ekki einu sinni hvemig á að nota gaff- al. Corbin býður ekki þessari út aftur á næstunni. Roger Moore hefur nú lagt drykkju á þurrum martíni á hilluna, en sjá má Ja- mes Bond einatt með martíníglas í hendi. Fyrrum 007 er nú nýkom- in frá Suður-Frakklandi þar sem hann lagði af um 10 kíló. Til að ná þessum árangri lagði hann niður ýmsa slæma vana og fór í líkamsrækt á hverjum morgni. Sést hann nú á veitingastöðum Ríveríunnar með salatdisk fyrir framan sig og vatn í glasi. Maður lifir jú bara einu sinni og betra aö fara vel með það sem maður hefur. Glímt við krókódílinn Þar sem nú er nýfarið að sýna hér á landi framhald myndarinnar um Krókókdíla Dundee, þá er ekki úr vegi að fjalla aðeins um leikkonuna Lindu Kozlowski. í viðtali við banda- ríska blaðið US sagði hún frá gerð myndarinnar og samstarfi sínu við Paul Hogan. Reyndar neitaði hún að um annað en samvinnu hefði veriö að ræða milli hennar og Paul, en annað þykir þó hafa sannast. Þegar Linda var spurð hvemig Paul Hogan væri í raun og veru, sagði hún að hann gæti verið mjög þögull og það kæmi fólki oft á óvart því það byggist viö að hann væri sí- fellt að segja brandara. Linda sagði að allir hefðu átt von á að hún myndi „fríka út“ í Ástralíu. Því hefði þó verið öfugt farið því hún' kynni mjög vel við sig úti í náttúr- unni. Ef báðar myndimar em taldar saman, þá eyddi hún samanlagt hálfu ári nálægt Darwin í Kakadu-þjóð- garðinum sem innfæddir leigja rík- inu. „Það var dásamlegt,“ sagði hún, þegar hún talaði um yfirgefnu nám- una þar sem leikaramir og aðstoðar- fólkið dvaldist. „Maður vaknaði snemma á morgnana í hreinu og tæm lofti og svo mikil ró hvíldi yfir öllu. Ég hafði alltaf tíma og orku til að fá mér göngutúr." Fyrir utan krókódílana þá var líf Lindu í Ástralíu ekki svo ólikt því sem það er í Los Angeles. Stundum Paul Hogan og Linda Kozlowski í þeirri geysivinsælu mynd Krókódíla Dundee. hoppar hún upp í svarta Saabinn sinn og keyrir til Santa Barbara þar sem hún eyðir nokkmm dögum í að fara í útreiðartúra og gönguferðir. Venjulega er hún ein á ferð. Það tók ekki langan tíma fyrir Lindu að fá hlutverk í fyrstu mynd- inni um Krókódíla Dundee. Hún var ráðin sex vikum og fimm prufum eftir að hún kom fyrst til Hollywood, Það hefur ekki sakað að Dustin Hoff- man, sem lék með henni í myndinni Death of a Salesman, mælti með henni. Því miður virðist sem enginn hafi séö nýjustu mynd Lindu, Pass the Ammo, sem fjallar um svik sjón- varpspredikara. Sú mynd var þó gerð áður en upp komu hneykslismál í kringum sjónvarpspredikara í Bandaríkjunum. í haust mun hún svo birtast í smá- syrpunni, Favorite Son. Þar leikur hún hjákonu og blaðafulltrúa ungs öldungadeildarþingmanns se'm eng- inn annar en Harry Hamlin úr Laga- krókum leikur. Linda gerði ekki ráð fyrir aö enn ein myndin um Krókódíla Dundee yrði gerð, þar sem Paul Hogan sagði aö svo yrði ekki. Persónur þeirra eru enn saman í lok myndar riúmer tvö, en Paul er búinn að fá nóg og vill snúa sér að því að leika önnur hlut- verk. Linda hefði þó ekkert á móti því að leika í þriðju myndinni. Dansarinn og leikarinn Patrick Swayze reyndi eitt sinn að svipta sig lífi. Hann fékk fyrir nokkrum árum ígerð í hnéð og varð að gang- ast undir uppskurð. Þetta olii hon- um miklu þunglyndi þvi hann sá fram á að geta ekki dansaö framar. Keypti Patrick þá stórt og mikið mótorhjól og keyrði eins og btjál- aður maður því hann hugöist binda enda á lif sitt á þessari jörð. Það var svo eiginkona hans, Lisa, sem kom vitinu fyrir hann aftur. Patrick og Lisa hafa verið gift i tólf ár og er hjónaband þeirra hon- um mjög mikilvægt. Hann sagðí að áöur en hann hitti Lisu hefði hann verið eiginhagsmunaseggur en hún kenndi honum aö bera virðingu fyrir lífinu og öðrum. Hefði það ekki veriö fyrir hana þá væri hann ekki lifandi í dag. Patrick er ekki enn orðinn góöur i hnénu en dreymir um að gera dansmynd með konunni sinni, sem hugóist stytta sór aldur þar sem hann reyndar hitti í dansskóla hann hélt eitt sinn að hann gæti móður sinnar. aidrei dansað framar. Kínverjar hafa nú ákveðið að Jackie Collins, systir Joan, skuli brennd á báli. Ekki verður það þó hún sjálf sem lendir á bálkestinum heldur bækur hennar og þá sérs- taklega bókin „The Gambler“. Hef- ur stærsta bókaútgáfufyrirtækinu í Kína verið skipað af yfirvöldum að losa sig við bókina og hefur því einnig verið skipað að borga háar fjárhæðir í sekt fyrir dreifingu á klámi. Bókaútgáfufyrirtækið, sem hing- að til hefur notið fyllsta trausts kommúnistastjómarinnar, er stærsta fómarlamb herferðar sem stjómin hefur hafið gegn bókum er hún álítur vera klám. Flestar bækumar em vestrænar og hafa þær verið þýddar og gefnar út í Kína í algjöra leyfisleysi. Þarf fyr- irtækið að borga 495.000 krónur fyrir að hafa prentað og gefið út bókina í 370.000 eintökum. Blaðið The Peoples Daily, sem gefið er út í Kína, sagði að „The Gambler" innihéldi svo mikið klám að það hefði eyðilagt líkamlega og andlega heilsu ungs fólks. Bókin hefði því mjög slæm áhrif. Annað útgáfufyrirtæki hefur ver- ið sektað um 720.000 krónur fyrir að hafa gefið út bandarísku bókina „Fun Club“. Ríkisrekin útgáfufyr- irtæki í Kína kvarta mikið yfir því að það borgi sig hreinlega ekki að gefa út ódýrar, kínverskar bók- menntir meðan hægt sé að fá mun hærra verð og virkilega græða á þýddum bókum eftir vestræna höf- unda. Kína er ekki samningsaðili að neinum alþjóðlegum útgáfuréttar- samningum og útgefendur þar prenta og gefa út erlend ritverk án þess að hafa leyfi höfunda og án þess aö borga prósentur af sölu- gróða. „Þurfum ekki konungdæmi" - segja Norðmenn Sonja, krónprinsessa Norðmanna, er í slíku uppáhaldi hjá löndum sín- um að þeir standa oft lengi í röðum um götur og torg til þess eins að geta hana augum litið. En það er ekki alltaf sem hinum tignu er heilsað með veifandi fánum og húrrahrópum. Það fékk norska konungsfjölskyldan að reyna nýlega þegar Margrét Danadrottning og Hinrik maður hennar voru á ferð í Noregi. Stór hópur ungs fólks safnað- ist saman í Karls Jóhanns-götu og hrópaöi slagorð gegn kóngafólkinu, en fyrst og fremst var það að mót- mæla því að þingið skyldi hafa boðið kóngafólkinu til stórveislu þegar efnahagslíf landsins er á hraðri nið- urleið. Í þinginu sjálfu eru ekki allir jafn- sammála um það að landsmenn hafi ánægju af því að búa í konungsríki. Grete Knudsen, sem situr á þingi fyrir Verkamannaflokkinn, verður addrei þreytt á að tala um hversu illa krónprinsessan standi sig. Ef hún fengi að ráða myndi Noregur verða að lýðveldi um leið og Ólafur Noregs- konungur er allur. Grete er með miklar stríðsyfirlýsingar og telur Noreg ekki hafa neina þörf fyrir Harald, hvað þá að hafa Sonju fyrir drottningu. Fyrir þessi orð sín fékk hún mikið lófaklapp frá stuðnings- mönnum sínum í þinginu. Það sem sérstaklega hefur angrað Grete er að hinn almenni skattborg- Ekki eru allir sarnmála um gagn konungdæmis fyrir Noreg og vilja sumir ieggja það niður um leið og Ólafur fellur frá. ari skuli borga fyrir rekstur keppnis- báts Haralds svo aö hann geti sýnt norska fánann í alþjóðlegum mótum. Hún telur Sonju einnig vera ákaflega óheppna í orðavali og kunna ekki að koma fyrir sig orði. Sonja sé því óhæf um aö ræða um mikilvæg mál og slíkt eigi ekki að líðast meðal kon- ungsfólks. Og svo er bara aö sjá hvað Norð- menn gera. Jackie Collins nýtur mikilla vinsælda í hinum vestræna heimi fyrir bæk- ur sinar en eitthvað finnst Kínverjum hún vera opinská í ýmsum lýsing- um sínum og hafa þeir því ákveðiö að brenna ritverk hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.