Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 16
16 Spumingin Lesendur li MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. Hvern telur þú eiga sök á samstarfsörðugleikum innan stjórnarinnar? Kristján Brynjólfsson: Því get ég ekki svaraö. Einn hefur þaö sem annan brestur og enginn þeirra má teljast mestur. Sigurður Jóhannsson: Ég er ekki með neina skoðun á því. Bryndís Kristinsdóttir: Það veit ekki. eg svara því. Það gekk vel meðan Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkurinn voru í stjóm svo ætli það sé þá ekki Al- þýðuflokkurinn. Magnús Þorsteinsson: Ég held þeir eigi aflir sokina. Enginn þeirra þorir að taka á vandanum. Adda Gerðiu- Árnadóttir: Ég veit það ekki, því get ég ekki svarað. Radarvarar: Eigendur ekki lögbrjótar Björn Björnsson skrifar: Ég mótmæli ummælum rannsókn- arlögreglumanns hér í blaðinu ný- verið á þann veg að „eigendur radar- vara séu lögbijótar (í umferðinni), annars væru þeir ekki með þá í bif- reiðum sínum“. Ég er með einn slík- an í bifreið minni og tel ég að hann hafi hjálpað mér til þess að halda niðri hjá mér hraðanum heldur en hitt með því að vekja betur athygli mína á umferðinni. Umræddur lögreglumaður ætti að aka um Reykjanesbrautina úr og í Breiðholtið þegar menn eru á leiö í eða úr vinnu og einnig á öðmm tím- um. Það er frekar reglan en undan- tekning að umferðin þar og víöa er almennt á 70-80 km hraða (leyft há- mark er 60 km), sem sagt nánast all- ir lögbrjótar. Jafnvel strætisvagna hef ég mælt æðandi á 90 km hraða og stundum sér maöur lögreglubíla akandi langt yfir löglegum hraða í venjulegu eftirliti. Ég hélt að flestir væm búnir að átta sig á því að radarvarar eru gagnslausir í hraðakstri, sérstaklega þegar lögreglumenn kveikja ekki á mæli sínum fyrr en sést til farartæk- isins, sem mæla á hraðann á. Ég vísa því ummælum og alhæfingu lög- reglumannsins á bug. Kísilflögur en ekki psoriasis Þórólfiir Már Þórólfsson hringdi: hann hefur séð einhveijar flögur í Mikið er um kísil í lóninu og eðh- leita sér upplýsinga um þessi mál Ég er psoriasissjúklingur og er búningsklefum eða í lóninu sjálfu legt er að hann festist á mönnum þáeropinskrifstofaFélagspsorias- mjög hissa á skrifum .jfyrrverandi þá er að öllum líkindum um kísil- eða komist undir sundfBt og getur is- og exemsjúklinga aö Baldurs- baögests" sem birtust í Iesenda- flögur að ræöa sem era afls ekkert með þeim hætti borist inn í sturtu- götul2ámiflikl. 13ogl7.Aðlokum dálki DV á mánudaginn. Þar kvart- óhollar, eru reyndar taldar vera klefa. Ég hef reyndar fengið mikla skora ég á „fyrrverandi baðgest“ ar hann um sóðaskap og meðal með lækningamátt. Það era senni- lækningu af böðum mlnum í Bláa að svara mér og skrifa þá undir annars psoriasisflögur sem eiga aö lega ekki nema 10-15 manns með lóninu og tel mikinn lækningamátt nafhi þvi ásakanir hans eru til- vera úti um afla búningsklefa. Skrif psoriasis sem stunda lónið aö stað- fólginn í þvi. Það eru reyndar fleiri hæfulausar því það fer aflt fram „fyrrverandi baðgests“ einkennast aldri svo það er fjarri lagi að bún- en psoriasissjúklingar sem fá batá raeð mikilli snyrtimennsku við af fordómum og vanþekkingu. Ef ingskiefar séu þaktir húðflögura. með böðum í lóninu. Ef fólk vill Bláa lónið. íbúi í Kópavoginum er ekkert á móti því að Viðihvammurinn verði lagfærð- ur og malbikaður. Gatnagerðarmál í Kópavogi: Ófremdarástand Sigrún Ásgeirsdóttir hringdi: Eg var að lesa grein í mánudags- blaði DV um gatnagerðarmál í Kópa- vogi og kom fram að tengigatan Eski- hvammur hafi verið iagfærð vegna þrýstings frá íbúum Hvammahverf- is. Kópavogsbúi kvartaði undan því að þessi gata skyldi hafa forgang fram yfir aðrar mannmargar götur, en eins og allir sjá er þetta tengigata og gegnir hún því öðram lögmálum en íbúðargata. Auk þess vil ég benda umræddum Kópavogsbúa á að Eski- hvammur telst varla nýleg gata, því hún er um 30 ára gömul. En það var ekki það sem ég ætlaði aðallega aö ræða um. Ástand í gatna- gerðarmálum Kópavogsbúa er óvið- unandi, og stendur bærinn langt að baki Reykjavík í þessu efni. Mér fmnst skrítið að sjá það að fram- kvæmdir skulu hafa verið gerðar við Eskihvamm vegna þrýstings frá íbú- um. Er það eina ráðið til að bót á fáist? Aö mynda þrýsting? Ef það er eina leiðin til að eitthvað verði gert, er ég tilbúin að taka virkan þátt í þrýstihópi og jafnvel ganga í hús til að afla málstaðnum fylgi. Ég bý í Víðihvammi og sú gata nálgast það helst aö vera hestatroðningur, svo ifla er hún farin. Fyrirspum til Fatalands María Guðbrandsdóttir hringdi: Ég er hér með fyrirspum til for- ráðamanna fyrirtækisins Fata- lands. Fataland auglýsti í vetur teiknimyndasamkeppni og átti að skila inn teikningum fyrir 15. apríl á þessu ári. Meiningin var síðan að vera með sýningu á verkum krakkanna í einni af verslunum fyrirtækisins. Eftir það hefur ekkert spurst til keppninnar og ómögulegt er að fá upplýsingar um hana þar sem allir símar hjá fyrirtækinu eru lokaöir. Þess vegna sný ég mér til lesenda- síðu DV og bið forráðamenn versl- unarinnar að svara því hvað orðið hefúr um keppnina. Ef þeir vilja ekki svara þessu þá ættu þeir að sjá sóma sinn í að senda krökkun- um teikningamar til baka þar sem mikil vinna var lögð í þær. Eigandi verslunarinnar Kúnigúnd styöur Hrafn Bachmann i Kjötmiðstööinni í því aö neita aö borga Stef-gjaldiö. Höfundarréttargjald: Alger vitleysa Sigurveig Lúðvíksdóttir hringdi: Eg styð Hrafn Bachmann kaup- mann algerlega í því að neita aö borga svokallað höfundarréttargjald fyrir tónlistarflutning í verslunum, eins og kom fram í frétt í DV í síð- ustu viku. Það eru samtök tónlistar- manna (S.T.E.F.) sem hyggjast inn- heimta þetta gjald. Það er hreint út sagt út í hött að borga svona gjald, og ég veit bara ekki hvar þessi vit- leysa endar. Það er orðið nánast hægt að skattleggja mann fyrir hvað sem er. Ég er með útvarp hér inni í búð hjá mér, en ég rek verslunina Kúnigúnd, og mér dettur ekki til hugar að greiða Stef-gjaldið þó að ég hafi útvarpið á hjá mér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.