Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. DROPLAUGARSTAÐIR heimili aldraðra, Snorrabraut 58 YFIRSJÚKRAÞJÁLFARI óskast í 70% stööu frá og með 1. september næst- komandi. Starfið felst í endurhæfingu aldraðra. Möguleikar eru á sjálfstæðri starfsemi. Upplýsingar gefur forstöðumaður og yfirsjúkraþjálf- ari í síma 25811 kl. 9.00-12.00 alla virka daga. Fréttir MENNT ER MATTUR Byrjendanámskeið áPC tölvur Kjörið tækifæri fyrir þá, sem vilja kynnast hinum frábæru kostum PC- tölvanna, hvort heldur sem er, í leik eða starfi. Leiðbeinandi * Grundvallaralriði við nolkun PC-tölva. * Stýrikerfið MS-DOS. * Ritvinnslukerfið WordPerfeet. * Töflureiknirinn Multiplan. * Umrœður og fyrirspurnir. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28 Tími: 19., 21., 26. og 28. júlí kl. 20-23. Upplýsingar og innritun í símum 687590 og 686790. VR og BSRB styöja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu. Komatsu Zenoah Vélorfið vinsæla Ómissandi fyrir sumarbústaðalóðir og annað óslétt land • Til að snyrta umhverfis kantsteina, tré eða girðingar* Létt, sterk- byggt, kraftmikið og auðvelt í notkun • Ýmsir fylgihlutir • Orfið sem atvinnumenn nota • Góð varahluta og viðhaldsþjónusta. G.R. P6TUR5SON HF. Umboðs- og heildvcrslun lláfiuvéla markaðurlnn Smiðjuvegur 30 E-gata, Kópavogur Sími 77066 Sumartiótelið að Laugum í Reykjadal: Mikið afpantað í ár eftír metár í fyrra Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Á Laugum í Reykjadal í Þingeyjar- sýslu hefur verið rekið sumarhótel í húsakynnum Héraðsskólans í 40 ár._ Þau hjónin Óskar Ágústsson og Elín’ Friðriksdóttir, sem voru kennarar að Laugum, hafa ávallt séð um þann rekstur og gera enn þótt þau hafi hætt kennslu fyrir þremur árum og flutt suöur „á mölina“. Hótehð að Laugum er nær ein- göngu rekið fyrir erlenda ferðamenn sem koma þangað í skipulögðum hópferðum til gistingar. I hótelinu eru 65 herbergi sem í geta verið einn eða tveir, auk þess sem boðið er upp á svefnpokapláss þar sem 30-40 manns geta gist í einu. Og þrátt fyrir þetta mikla framboð hefur oft verið fullt hjá þeim að sögn Óskars. „Hér hefur mörgu verið breytt síð- an hótelreksturinn hófst,“ sagði Óskar er hann gaf sér tíma til að setjast niður með fréttamanni DV smástund. „í upphafi voru engir vaskar í herbérgjunum, svo dæmi sé nefnt, en í dag held ég að það sé óhætt að segja að enginn héraðsskóh á landinu státi af jafngóðu viðhaldi varðandi húsakynni og hér er. Við höfum einnig sundlaug í kjallara og mun hún vera elsta yfirbyggða sund- laug landsins." Ferðamennirnir, sem koma til gist- ingar að Laugum, koma þangað' í hópferðum á vegum ferðaskrifstofa bæði innanlands og utan. Yíirleitt koma hópamir seinni part dags, gest- irnir snæða kvöldverð, sofa og fá morgunverð áður en haldið er í dags- ferð og síðan er komið aftur að kvöldi. Mismunandi er hversu lengi hópamir gista að Laugum. „Nýtingin hefur aldrei verið betri en í fyrra,“ sagði Óskar. „Það hefur hins vegar orðið mjög mikil fækkun nú í sumar og mikiö er afpantað," bætti hann við. „Það er auðvitað engu um að kenna nema dýrtíðinni og fólk vill jafnvel komast úr landi fyrr en þaö ætlaði upphaflega vegna dýrtíðarinnarsagði Elín. Þau Óskar og Elín era sannarlega búin að skila miklu starfi að Laugum, bæði sem kennarar í áratugi og jafn- framt sem hótelstjórar í jafnlangan eða lengri tíma. Það virtist samt sem áður engan bilbug á þeim að finna og Elin sagði að ekkert þýddi annað en að vera vakandi og sofandi yfir þessum rekstri svo hann gengi vel. Á hótelinu hjá þeim starfa um 20 manns. Óskar Ágústsson og Elín Friöriksdóttir á tröppunum fyrir framan hótelið að Laugum í Reykjadal. DV-mynd GK, Akureyri GA ARS VERSLUNARMANNAHELCIN 29. JÚLÍ - I.ÁCÚST GUNNA 15ÁRA DANSSYNING UNjGLINGA- , HLIQMSVEITIR I STORATJALDINU DÖNSK UNGLINGAHLJOMSVEIT ] SÉR UNGLINGA TJALDSTÆÐI - HÆFILEIKAKEPPNI 1 Eitthvað FYRIR ALLAgg ALLl 9 ARA -N FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI BARNADANSLEIKIR HJÓLREIÐAKEPPNI BARNASKEMMTUN TÍVOLÍ FRÁBÆR LEIKTÆKI ÚR dAGSl<RÁNNÍ HLJÓMSVEIT BIRGIS GUNNLAUGSSONAR ÓMAR RAGNARSSON PÁLMI GUNNARSSON FJÖRKARLAR KVASS QUE JÓN PÁLL JÓHANNES KRISTJÁNSSON ÖKULEIKNI BRÚÐUBÍLLINN ÞORVALDUR HALLDÓRSSON FINE COUNTRY KIDS LEIKIR OG KEPPNI ÍSLANDSMEISTARAR í DANSI O.M.FL. Skúmmtún AN ÁreMHS gg SIGGl 39 ARA GÓÐ JJAQD- OG HJOLHYSASTÆÐI ' 3 DANSJLEIKIR A PALLI KVÖLDVÖKUR GÖNGULJEIÐIR [ NAGRENNI KEPPNI í ÖKULEIKNI AD ÓGLEYMDLL, VEITINGAHÚS VATNSSALERNI FLUGELDASÝNING VARÐELDUR HELGISTUND RÚTUFERÐIR BSf SVÆÐISÚTVARP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.