Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 44
62 • 25 • FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í sfma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. Verslunavmannahelgin: Líkur á sól fyrir sunnan _4 AösögnPálsBergþórssonarveður- fræðings er allt útlit fyrir að Sunn- lendingar verði heppnir með veður um verslunarmannahelgina. Það gæti hins vegar orðið verra veður á Norður- og Austurlandi. Páll sagði að hægt væri að spá með góðri samvisku fram á föstudag og hti út fyrir áframhaldandi norðanátt. Þar með verður bjart hér á Suöurl- andi en skýjað á Norður- og Austurl- andi. Er líklegast talið aö þetta veður haldi áfram fram yfir verslunar- mannahelgi. Páll sagði að það mætti þó ekki taka þessa spá allt of hátíð- lega því að spá sem næði til lengri tíma en fjögurra daga væri ekki mjög nákvæm. -SMJ Nakinn maður við Elliðaamar Nakinn maður sást í hólma í Elliða- ánum, á móts við Rafstöðina, í gær. Urðu strákar, sem voru að fikta við veiðar í leyfisleysi, varir við mann- inn. Að sögn þeirra hafði hann sig eitthvað í frammi við stúlkur sem voru þarna. Haft var samband við Jögreglu en sá beri var allur á bak ög burt þegar hún kom á vettvang. Samkvæmt lýsingu strákanna var þetta hávaxinn maður. Strákarnir voru sjálfir ekki alsak- lausir en veiðivörðurinn við Elliða- árnar haföi gert veiðarfæri, sem þeir höfðu meðferðis við ána, upptæk. -hlh Nýtt aflamet Gylfi Kristjánsson, Akureyri: „Þetta var mjög góðuf túr,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samheija hf. á Akur- eyri, við DV í morgun en einn af tog- urum fyrirtækisins, Akureyrin EA- ^0, kom að landi um helgina með metaíla. Akureyrin er frystitogari og var á veiðum í 22 daga. Skipið veiddi um 630 tonn af þorski og aflaverðmæti er á bihnu 44-45 mihjónir króna. Skipstjóri á Akureyrinni er Þor- steinn Vilhelmsson. LOKI Hann hefur bara verið að „flassa" fyrir laxana! Nauðlenti flugvél á túni í Fnjóskadal: Drapst á hreyflinum í um 3500 feta hæð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn: „Ég má teljast mjög heppinn að hafa sloppið ómeiddur úr þessu og mjög góð þriggja punkta öryggis- belti í vélhini björguðu mér,“ sagði Helgi Rafhsson sem í gær nauð- lenti htilh einkaílugvél sinni á túni við bæinn Sólvang í Fnjóskadai nærri Ljósavatnsskarði. „Ég var aö koma frá Reykjavík, flaug niður Bárðardal og ætlaöi til Akureyrar,“ sagöi Helgi. „Þegar ég var nýkominn niður Ljósavatns- skarðiö drapst skyndilega á hreyfl- inum í 3500 feta hæö og það var ekkert um annað að gera en að demba sér niður. Túnið leit vel út til lendingar séð ofan frá en reynd- ist hins vegar ekki vera slétt þegar á reyndi og því fór sem fór,“ bætti hann við. Véhn, sem er lítil eins hreyfíls flugvél, er mjög mikið skemmd og furöulegt aö Helgi skuh hafa slopp- ið ómeiddur úr henni. Véhn enda- stakkst á túninu og hafnaöi á hvolfi um 50 metra frá þeim stað þar sem hún kom fyrst niður. Helgi, sem býr í Eyjafirði, á vélina ásamt nokkrum öörum og ber hún ein- kennisstafma TF-JFK. Hundarnir Kobbi og Píla og eigendur þeirra, Hulda Sigurðardóttir og Ágúst Ásgrimsson. DV-mynd: GK „Ovissan var mjóg erfið“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Okkur leið mjög iha þennan tíma þar til bíllinn og hundarnir fundust," sagði Ágúst Ásgrímsson á Akur- eyri við DV í gær, en heimilisfólkið að Aðalstræti 70 varð fyrir þeirri reynslu um helgina að bíl Ágústs með tveimur heimihshundum var stolið og fannst hann ekki fyrr en tæpum sólarhring síðar. „Við rétt skruppum inn í húsið hjá pabba mínum um klukkan tvö aðfaranótt laugardagsins og þegar við kom- um út var bíllinn horfmn með hundunum í,“ sagði Ágúst. Þá tók við mikil leit sem stóð alveg til klukkan tíu á laugardagskvöld en þá fannst bíllinn í Munkaþver- árstræti og hundarnir við góða heilsu í bílnum.“ Hundamir tveir, Kobbi, sem er hreinræktaöur íslensk- ur hundur, og Píla, sem er colhetík, téku sér af krafti er DV kom við í Aðalstrætinu í gær og virtust ekkert uppveðraðir yfir því sem á undan var gengið. Ágúst sagði að undir venjulegum kringumstæðum hefði tíkin ekki látiö atburð sem þennan gerast hávaðalaust en hún hefði verið sprautuð á laugardagskvöldið og verið miður sín vegna þess og dösuð. Hulda Sigurðardóttir, kona Ágústs, á tíkina en afi Ágústs og alnafni á Kobba. Ágúst eldri sagðist hafa ver- ið alveg í rusli í óvissunni enda vissi fólkið ekki hvort það ætti eftir að sjá hundana aftur. Sá sem stal bílnum og hundunum hafði ekki fundist í gær. Veðrið á morgun: Bjart veður syðra Á morgun verður norðaustan- átt, viðast -kaldi eða stinnings- kaldi. Rigning eða skúrir un landið norðanvert en þurrt og sums staðar bjart veður syðra. Hiti 5 til 15 stig. Krafla: Dregið hefur úr landrisi Gylfi Kxistjánsson, DV, Akureyn: „Það má segja að ástandið sé óbreytt, það sem helst hefur gerst um helgina er aö dregið hefur úr landrisinu,“ sagði Ármann Péturs- son á skjálftavaktinni við Mývatn er DV spuröi hann um ástandið á Kröflusvæðinu í morgun. Ármann sagði að smáhlé heföu komið í landrisið en það hefði jafnan byrjað aftur. Skjálftavirkni hefur veriö svipuð og var í síðustu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.