Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. 19 Fréttir Alþýðusamband Norðuriands: „Skipað á bekk meðSamstöðu“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Með setningu þessara ósvífnu laga var íslenskri verkalýðshreyf- ingu í raun skipað á bekk með Sam- stöðu í Póllandi og verkalýðshreyf- ingu margra landa þriðja heimsins," segir m.a. í ályktun miðstjómar Al- þýðusambands Norðurlands um setningu ' bráðabirgðalaga ríkis- stjómarinnar. „Miðstjórn Alþýðusambands Norðurlands telur að gengisfeliingin í maí sl. og setning bráðabirgðalaga ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar í kjölfar hennar sé einhver ósvífnasta árás á íslenska verkalýðshreyfingu frá upphafi hennar og einstök lítils- virðing við það lýðræði sem núver- andi stjórnarflokkar hafa talið sig sérstaka málsvara fyrir. Verkalýðshreyfing, sem býr við þau skilyrði að vera sífellt svipt samningsrétti sínum þegar lélegum stjómvöldum hefur mistekist við stjóm efnahagsmála þjóðarinnar, er gagnslítið baráttutæki og lítið betur sett en ríkisrekin verkalýðshreyfing austantjaldslanda. Spyrja verður hvort það sé markmið núverandi stjórnarflokka að svo sé. Með setn- ingu bráðabirgðalaganna, sem bönn- uöu frjálsan samningsrétt, var þeim hluta launafólks, sem þá hafði samið, gert að una bótalaust þeirri óðaverð- bólgu og dýrtíö sem geisar. Með þeim var enn frekar teygt á því launamis- rétti sem fyrir var. Bráðabirgðalögin hindraðu ekki á nokkurn hátt að launaskrið betur settra hópa ætti sér stað en bættu aðeins aðstöðu at- vinnurekenda til að mismuna verka- fólki í launum. Miðstjóm Aiþýðusambands Norð- urlands krefst þess að ríkisstjómin nemi bráöabirgðalögin þegar úr gildi. Efnahagsvandinn verður ekki leystur með því að svipta verkafólk þeim grundvallarmannréttindum að búa við frjálsan samningsrétt eða nema gerða kjarasamninga úr gildi. Almennt verkafólk hefur ekki skap- að þann efnahagsvanda sem ríkis- stjórnin notaði sem forsendu fyrir. setningu bráðabirgðalaganna. Hún ætti að líta sér nær,“ segir m.a. í ályktuninni. Akureyri: Borga þarf fyrir veiði- leyfin við Leiruveginn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Veiðimönnum við brúna yfir Eyja- fjarðará viö Leiruveginn hefur fækk- að mjög að undanfómu, eða eftir að farið var að selja réttinn til að veiða þar. Áður mátti oft sjá veiðimenn á öll- um aldri þar í tugatali viö veiðar á kvöldin og um helgar. Bændur, sem eiga veiðiréttinn í Eyjafjaröará, töldu. sig hins vegar vera að missa spón úr aski sínum og óánægja þeirra leiddi til þess að farið var að selja leyfi til veiða þarna sem ekki var gert áður. Skiptar skoðanir eru hins vegar um réttmæti þess að selja leyfi til veiða á þessum stað. Margir telja að þama sé ekki um ósa Eyjafjarðarár að ræða, þeir séu mun innar og því sé þama einungis um að ræða sil- ungsveiði í sjó sem ekki þurfi að greiða fyrir. & SlVUÖ* IVýja kotasælan kætír bragðlaukana enda krydduð með lauk Sæluunnendur fá nú enn nýjan valkost; það er komin ný tegund af kotasælu, með rauðíauk og púrru. Indæl og bragðmikil viðbót við kotasæiufjölskylduna - hæfir vel á brauð, sem meðlæti, í salöt eða beint úr dósinni! Og fyrir þá sem vilja passa upp á iínurnar er nýja kota- sæian auðvitað laukrétt val. Vestmannaeyjar: togari í stað Ófeigs Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum: Nýlega var gengið frá samningum um smíði á nýjum bát í Malmö í Sví- þjóð og kemur hann í stað Ófeigs III., sem eyðilagðist eftir strand við Þor- lákshöfn sl. vetur. Að sögn Viktors Helgasonar út- gerðarmanns verður nýi báturinn 7,3 m á breidd og 26 m á lengd, fram- byggður. Aðalvélin verður 1200 ha. Alfavél, spil frá Rapp og báturinn verður búinn öllum nýjustu fiskleit- ar- og siglingatækjum. Báturinn er einungis búinn til togveiða, lítill tog- ari. Fiskmóttaka er fyrir 20 tonn og 124 kör komast í lest. Kaupverð bátsins er 91 milljón króna á núverandi gengi og aíhend- ing áætluð 15. mai 1989. Tilboð í bát- inn bárust víða að, bæði innanlands og utan. Ólafur Friðriksson skipa- tæknifræðingur teiknaði bátinn og sagðist Viktor Helgason vera mjög ánægður með vinnu hans. Gott sam- starf hefði verið á milh þeirra og ánægjulegt að hafa þessa þjónustu hér í Vestmannaeyjum. Við lánum allt að helmingi kaupverðsins í 12 mánuði með föstum 9.9% ársvöxtum. | FRAMTlÐ VIÐ SKEIFUNA ENGIN VERÐTRYGGING! Athugið, að greiðslubyrði lánanna léttist eftir því sem á líður! SlMAR: 685100, 689622. Öll verð eru háð gengisbreytingum. Ryðvörn og skráning er ekki innifaJin i verði. essemm/:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.