Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988. 3 Fréttir Hugmyndlr um að binda krónuna vlð erienda mynt Ofvaxið mínum skilningi segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra ,,Sú hugmynd aö tengja íslensku utanríkisráöherra. viö EMS eða myntbandalag Evr- ur Egilsson, framkvæmdastjóri krónuna við Evrópumyntirnar er Jón Sigurðsson viðskiptaráð- ópu. Fyrir tveimur vikum sendi Verslunarráðsins, bendir á hér á nánastgríneinsogdr.Guðmundur herra hefur hins vegar lýst því yfir Félag íslenskra iönrekenda frá sér síðunni. Ef íslenska krónan yrði Magnússon sagði í grein. Eg veit að slik tenging komi tfi greina. nokkuð samhljóða yfirlýsingu þar tengd við aðrar myntir þyrftu áöur ekki hvemig tengja á íslenskt efiia- I niðurstöðum verðtryggingar- sem hvatt var til tengingar krón- að koma til einhvers konar „geng- hagslifviðgjaldmiðlaEvrópu, eins nefndarinnar, sem hann skipaði, unnar viö Evrópumyntimar. isleiöréttingar“,meööðrumorðum ólíkt og það er efnahagslífinu þar. era ákvaröanir í gengis- og pen- Það sem hefur auk þess ýtt undir 10 til 20 prósent gengisfeUingar. Það er ofvaxiö mínum skilningi,“ ingamálum spyrtar saman við hug- umræður um þessi mál er yfirvof- Myntbandalag Evrópu er samtök sagði Steingrímur Hermannsson leiöingar um tengingu krónunnar andi gengisfelling eins og Vilhjálm- þjóöa innan Evrópubandaiagsins. Þau hafa sameinast um gengis- skráningu og er hver mynt háö annarri Aðrar þjóðir hafa einnig bundið gjaldmiöil sinn við aðrar myntir. Gjaldmiðlar ísraels og Hong Kong era bundnir dollar og svissneski frankinn er tengdari þýska markinu en nokkur önnur mynt. -gse limm,,,, . , C0Ö000000 SÚÐLABANKi (SLANDS ...... ", íslensk króna eða þýskt mark? Umræður um beina tengingu íslensku krón- unnar við erlenda gjaldmiðla hafa nú fengið byr undir báða vængi vegna yfirvofandi gengisfellingar. Afsökun fyrir gengisfellingu Hægt að tengja krónuna Evrópumyntunum strax - segir Sigurður B. Stefánsson „Tæknilega er hægt að binda krón- una við Evrópumyntirnar strax. Þetta er hins vegar það viðamikil kerfisbreyting aö það er spuming hvað menn telja sig þurfa langan undirbúningstima. Reynslan sýnir okkur hins vegar aö réttast væri að taka ákvörðunina strax og menn hafa sannfærst um að þetta sé þaö rétta,“ sagði Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Veröbréfamark- aðar Iðnaðarbankans. „Ef við eigum að bíða eftir því að efnahagslífið hjá okkur verði komið í lag áður en við bindum krónuna við erlendar myntir gætum við þurft aö bíða nokkur ár og jafnvel áratugi. Maður getur ályktað sem svo að fenginni reynslu. Ég tel að með því aö gera þetta strax neyðum viö okkur til þess að komast niöur á svipaðan grunn og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þeim stöðugleika fylgja nátt- úrlega ómetanlegir kostir fyrir bæði innflutning okkar og útflutning." - En hverjir era ókostirnir við að framkvæma þetta strax? „Meö því að tengjast stærra mynt- kerfi erum við aö afsala okkur því sjálfræði sem við höfum. Viö höfum getað haft okkar eigin verðbólgu og fellt gengið þegar kreppti að. Menn hafa leyst ýmis mál með verðbólg- unni, kjarasamninga og ýmsar fjár- magnstilfærslur. Allt þetta hverfur og menn verða að fara að reka sín viðskipti eins og tíðkast í Evrópu. Á meðan við erum að aðlagast þvi mun það kosta að við verðum aö þrengja eitthvað að okkur í ákveðinn tima,“ sagði Sigurður B. Stefánsson. -gse segir Vilhjálmur Egilsson Framtíðarmúsík en ekki kostur í dag - segir Þorvaldur Gytfason „Eg hef það á tilfinningunni þegar ég heyri stjómmálamenn tala um slíka aðgerð að þeir séu að gæla við að fella gengið og ætli að afsaka hana með því að verið sé að leiðrétta gengi krónunnar áður en við bindum það erlendri mynt,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Versl- unarráðs. „Meginástæðan fyrir því að ég er á móti því að tengja krónuna við er- lenda mynt er sú að ég tel heppilegra að láta samdrátt í þjóðartekjum koma fram í sveiflum í kaupmætti og lífskjörum heldur en alfariö í at- vinnuleysi og afkomusveiílum sem fyrirtækin standast ekki. Stjómvöld hafa tekiö að sér að skrá verð á erlendum gjaldeyri. Þau kvarta síðan þegar menn snúa sér til þeirra til þess að fá þessu verði breytt. Ég sit í Verölagsráði. Það ákveður verð á ýmsum vörum og þjónustu. Það undrar það engan í Verðlagsráði þegar kemur fram beiðni um hækkun á þessum vörum. En þegar einhver vogar sér að tala um hækkun á erlendum gjaldeyri talar ríkisstjómin um gengisfelling- arkór. í staðinn fyrir að gefa verðið frjálst og láta markaðinn ákveða það, ætla þeir að koma því þannig fyrir að þaö ákveði það enginn. Það verði fast um aldur og ævi. Eftir sem áður er möguleiki á nýrri gengisskráningu innan Evrópu- myntbandalagsins. Ef fiármagnsviðskipti eiga að vera frjáls mun það setja allt á annan endann þegar breyta á gengi krón- unnar innan Evrópumyntkerfisins. Þá munu krísur, eins og áður en gengið var fellt í vor, koma upp og standa lengi því það tekur langan tíma aö fá gengi krónunnar breytt innan þessa kerfis. Það að kaupa gjaldéyri þegar vitað er að hann muni hækka er engin spákaup- mennska heldur ósköp eðlileg kaup- mennska. Ég veit því ekki hversu mikinn stöðugleika svona binding á að gefa,“ sagði Vilhjálmur Egilsson. -gse „Binding krónunnar við erlendan gjaldmiðil er framtíðarmúsík í mín- um eyrum en ekki raunhæfur kostur á þessu stigi. Ekki vegna þess að hugmyndin sé slæm heldur vegna þess að tímasetningin er röng,“ sagði Þorvaldur Gylfason, prófessor í hag- fræði. „Úr því að það er höfuðmarkmið ríkisstjómarinnar að ná verðbólg- unni niður verðum við að fylgja að- haldssamri stefnu í gengismálum, einfaldlega vegna þess að þaö hefur engri þjóð tekist það nokkurn tímann að eyöa verðbólgu nema með fóstu gengi. Síðan, þegar búið er að ná nið- ur verðbólgunni, er fyrst tímabært að velta því fyrir sér hvort við eigum til frambúðar að negla gengið fast með því að binda það í eitt skipti fyr- ir öll við Evrópumyntimar eða leyfa því að fljóta á frjálsum markaði.“ - Þurfum við að bíða með þessar ákvarðanir þar til verðbólga hefur verið stöðug og lítil hér í nokkur ár? „Ég vil ekkert fullyrða Um það ná- kvæmlega hver skilyrðin þyrftu að vera. En fyrst þurfum við að ná verð- bólgunni niður meö samræmdu að- haldsátaki á öllum vígstöðvum; ekki síst í ríkisfiármálum, peningamál- um, gengismálum og launamálum. Þegar árangur af því hefur náöst er kominn tími til þess aö velta framtíð- arskipulaginu fyrir sér.“ - Hvor kosturinn er betri af þessum tveimur, markaðsgengi eða binding við erlenda mynt? „Þeir hafa báðir sína kosti og galla. Mér sýnist sjálfum að okkur m>ndi henta það betur aö festa gengið," sagði Þorvaldur Gylfason. llFGoodrich Bjóðum nú þessi frábæru kjör: B Útborgun 25% Eftirstöðvar á 4-6 mánuðum. Fyrsta afborgun í október. 10% staðgreiðsluafsláttur. LT225/75R16 33x11,5R16LT LT 215/75R15 32xll.50Rl5LT 235/85R16LT LT235/75R15 33xl2.50Rl5LT 31xl0.50R16.5LT 30x9.50Rl5LT 35xl2.50Rl5LT 33xl2.50R16.5LT 31xl0.50R15LT 255/85R16LT 35xl2.5Rl6.5LT /ViáRTst Jeppadekkin sem duga. Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.