Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLl 1988. 13 Fréttir Dýralæknar vilja ekki í útkjálkahérað fara í nokkur misseri hafa ekki fengist dýralæknar til starfa í tveim af 29 héraðsembættum landsins. „Ungir dýralæknar óttast að seta þeirra í útkjálkahéruðum verði ekki metin þegar kemur að veitingu betri emb- ætta,” segir Birnir Bjamason, fyrr- verandi formaður Dýralæknafélags íslands. Birnir sagði að í tvö undanfarin skipti sem ráðherra veitti góð dýra- læknisembætti hafi verið gengið framhjá umsækjendum með lengstu starfsreynsluna. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, segir umræddar embættis- veitingar hafi verið á þann hátt sér- stakar að læknamir sem fengu stöð- umar hafi um nokkum tíma starfað á eigin vegum í héruðunum og heimamenn viljað halda þeim. Dýralækna vantar á Barðaströnd og á Þórshöfn. Þessi hérað era, ásamt Ströndum, Breiðdalsvík og ísafirði, nefnd uppbótarhérað af dýralækn- um. Staðirnir era úr alfaraleið og launin þar lægri vegna fárra vitjana. Jón Helgason sagði aö búið væri að margauglýsa eftir dýralæknum á Barðaströnd og Þórshöfn en enginn hefði sótt um. Þá sagði Jón að ekki stæði til að bjóða-betri laun til dýra- lækna í útkjálkahéruðum. Dýralæknasamtökin meta hvert starfsár í uppbótarhéraðum þriðj- ungi hærra en starfsár í betri héruð- um. Landbúnaðarráðherra sagðist að öllu jöfnu taka tillit til starfs- reynslu umsækjenda en þegar heimamenn óskuðu sérstaklega eftir tilteknum lækni vægi það þungt. Jón gat ekki sagt til um aðgerðir sem ráðuneytið myndi grípa til að fá lækna til Barðastrandar og Þórs- hafnar. Samkvæmt upplýsingum frá Páli Agnari Pálssyni, yfirdýralækni, eru um 20 íslendingar í dýralæknanámi erlendis og yfirdýralæknir kvaðst vongóöur um að senn tækist að fylla allar héraðsstöður dýralækna. pv Gestkvæmt á Djúpuvík og 300 á ættaimótinu í Ófeigsfirðl Rogfoa ThoraretBen, DV, Sttöndxim; Að sögn Evu, hótelstýru á Djúpuvík, hefur veriö mikill gestagangur í sumar þrátt fyrir kalt veður, rigningu og oftast súld. Ófeigsftaröarættinni fannst gott að koma á hóteliö sem er reyndar eina hótehð í hinum af- skekkta og famenna hreppi, Ár- neshreppi. Eva telur að þaö hafi verið um 300 manns á ættarmót- inu í Ófeigsfirði á dögunum og gisti hluti þeirra bjá henni. Eva sagði aö miklu fleiri gestir hefðu verið bjá henni í sumar en á sama tíma í fyrrasumar og þó var veðráttan alveg frábær þá- Svo gott veður á Ströndum að elstu menn muna ekki betra sum- ar, langt og gott. Jeppinn dreginn af torfærunni. DV-mynd Ragnar Dreginn af torfærunni Júlía btisland, DV, Hofn; Það er bráðnauðsynlegt fyrir þá sem standa í bflaviðgerðum meiri- hluta sólarhringsins að taka smá- pásu og hér er einn sem á góðan tor- færabfl og torfæra rétt við vinnu- staðinn. Nú vildi svo illa tfl að jepp- inn sat fastur en þá kom vinnufélagi til hjálpar og gerði það greinilega með glöðu geði. Þessir ungu menn heita Gunnar Pálmi og Egill og starf- rækja Bflaþjónustuna á Höfn. Ámeshreppur: Skólastjórínn flytur austur Regína ThDrarensen, DV, Strandum: Gunnar Finnsson, skólastjóri bamaskólans á Finnbogastöðum, Trékylhsvík á Ströndum, er á fóram eftir fimm ára skólastjóm þar. Hann fer ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og fimm bömum, í Fellabamaskóla í Fellabæ í Noröur-Múlasýslu. Gunnar hefur veriö skólastjóri á Ströndum við góðan orðstír í fimm ár og gat sér einnig orð sem skemmti- kraftur. Hann var í hreppsnefnd Ár- neshrepps síðasthðin tvö ár og finnst mörgum slæmt að missa hann svona fljótt. Gunnar flytur 15. ágúst austur og Strandamenn munu ekki aðeins sakna skólastjórans heldur einnig hans ágætu eiginkonu og þeirra efni- legu bama. Akranes: Stillholt opið á ný Sigurgeir Sveinason, DV, Aktanesú Veitingastaðurinn Stillholt hér á Akranesi hefur verið opnaður aö nýju eftir að hafa verið lokaður í nokkra mánuði. Það er Gunnar Páll Ingólfsson, sem hefur tekið að sér að reka staðinn og sagði Gunnar að það yrði fyrst tfl reynslu í þrjá mánuði meðan kannað væri með stofnun hlutafélags um rekstur staðarins. „Ég mun fara rólega af stað en í fljótlega ættu allar veitingar að vera til staðar og Stillholt verður opið alla daga vikunnar". Gunnar Páll i Stillholti. DV-mynd Sigurgeir Leisure 2000 íþróttaskór. Hvítir, svartir. St. 36-46. Verð áður kr. 2.575 Verð nú kr. 1.490 Glansgallar Verð áður kr. 4.700 Verð nú kr. 2.900 Barnajogginggallar Verð áður kr. 2.460 Verð nú kr. 1.790 Flippaðar flipphúfur kr. 790 Verð nú kr. 990 ÁRMÚLA 40 REYKJAVÍK SlMI 83555 Verð nú kr. 990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.