Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988. 31 LífsstOl Félagsmálastofnun og Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar hafa milli- göngu um aö útvega starfsfólk vegna heimilishjálpar. Ellilífeyrisþegar og fólk, sem á erfitt með daglegar athafnir, á rétt á nióurgreiddri heimilisaðstoð. Ef um biölista er að ræða hjá Félags- máiastofnun eru barnabörn eða annað venslafólk gjarnan tekið þar á launaskrá. Þannig leysist vand- inn um lítið framboö af starfskröft- um. innar er einnig hægt aö leita sér heimilisaöstoðar. Þangað leita t.d. margir sem hafa stórt heimili og vinna mikiö. Þannig er algengt aö fólk fái einhvern til að ræsta fyrir sig 2-3 sinnum í mánuði. En þetta er óniðurgreidd hjálp - talsvert dýrari en hjá Félagsmálastofnun. Algengt er að stúlkur taki um 300 kr.'á tímann fyrir ræstingu og ann- aö slíkt. Þetta verð er þó ekki alg- ilt. En ráðningarstofan hefur að- eins milligöngu um að útvega starfsstúlkurnar. Veröið setja þær gjarna upp sjálf- ar og getur það því verið mismun- andi. Hjá ráðningarstofunni feng- ust þær upplýsingar að fólk borgaði eftir dugnaði. Ef þeir sem ráöa húsum eru ánægðir með starfs- stúlkur og treysta þeim fyrir eign- um sínum þá eru margir fúsir til að greiða samkvæmt því. Þetta mun vera samkomulagsatriði í hvert skipti. Þær koma á staðinn og fá borgaö þar. Hjá Félagsmála- stofnun fara launagreiðslur hins vegar að öllu leyti fram í gegnum stofnunina. Ef erfitt reynist að fá heimilisað- stoð hjá þessum tveimur áöur- greindustofnunum má benda á auglýsingar í dagblöðum. Þannig má eins og áður segir útvega sér fólk sem sett væri á launaskrá hjá Félagsmálastofnun. En til' þess verður aö uppfylla ákveðin skil- yrði. Að öðru leyti hafa ráðningar- þjónustur gjarna eitthvað slíkt með höndum t.d. Vettvangur. Einnig má benda á ræstingafyrirtæki - þau annast þó vfirleitt stærri verk- efni. -ÓTT iniiiimiiiinnninmm] LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Lausavegi 178 - Reykjavik - Simi 685811 nniiniimnTnimniiiii - nokkrir möguleikar fyrir hendi, m.a. niðurgreidd aðstoð % Eitthvað o FYRIR - ALLA Á vegum Félagsmálastofnunar og Ráöningarstofu Reykjavíkurborg- ar er hægt að útvega heimilishjálp. Einnig er hægt að leita sér aðstoðar í gegnum auglýsingar í dagblöðum eða jafnvel frá einkafyrirtækjum. Ódýrasti kosturinn er vafalaust að leita til Félagsmálastofnunar. Stofnunin greiðir kostnað að miklu leyti niður. En það eru ekki allir sem hafa greiöan aðgang að slíku. Ellilífeyrisþegar og þeir sem éru sjúkir ganga fyrir hvað þetta snert- ir. Yfirleitt er um biðlista að ræða hjá stofnuninni. Þaö'er vegna tak- markaðs framboðs af starfskröft- um. Til að flýta fyrir er fólki gefinn kostur á að útvega aðstoðarfólk sjálft. Þá eru viðkomandi teknir inn á launaskrá hjá borginni. Um 2.000 heimili njóta aðstoðar Um þessar mundir njóta 1.900- 2.000 heimili aöstoðar á vegum Fé- lagsmálastofnunar. Oftast er um að ræða heimilishjálp einu sinni í viku, fjóra tíma í senn. Þó munu vera um 200 tilfelli þar sem veitt er aðstoð alla daga. Þannig er ýmist um 4-8 tíma hjálp á dag þar sem fólk er lasburöa og á erfitt með at- hafnir daglegs lífs. Álgengast er aö beðið sé um heimilishjálp einu sinni í viku, flóra tíma í senn. Þá er gert ráð fyrir að heimilið sé þriflð - það er ryksugað, þurrkað af, þvegið og jafnvel keypt inn. Oft á tíðum býr eldra fólk í stóru húsnæði. í þeim tilfellum veröur umgengni sjaldn- ast í öllum hlutum híbýlanna. Þrátt fyrir takmarkaða umgengni er allt- af nauðsynlegt aö ræsta reglulega. Þetta er því kærkomin hjálp. Heimilisaðstoð er niður- greidd af bæjar- eða sveitarfélagi Þeir sem rétt eiga á milhgöngu Félagsmálastofnunar um heimilis- hjálp eru aðallega tveir hópar - elli- lífeyrisþegar og fólk sem leggur fram læknisvottorð vegna lasleika. Aðrir geta sótt um, en þá er viö- búið að bíða þurfi nokkuð lengi, oftast er um biðlista að ræöa. Stofnunin kostar til hluta af þjón- ustunni. Rétthafar þurfa að greiða um 130-140 kr. fyrir hverja unna klukkustund. Sveitarfélagið greiðir hinn hluta launanna. Laun starfs- fólksins eru með orlofi 272 kr. á tímann. Þaö mun vera nokkuð mis- Afi og amma þurfa stundum á hjálp að halda. Það getur skipt sköpum fyrir marga að fá einhverja heimilisað- stoð. Þannig getur fólk t.d búið lengur á heimili sínu - áður en farið er á dvalarheimili. ilið. Einnig geta hjálparþurfi aug- lýst eftir fólki. Það er svo með flest fólk að því er ekki sama hver kem- ur og tekur til hjá því. í þessu til- felli geta barnabörn eða aðrir kunnugir hlaupiö í skarðið. Gömlu fólki og sjúkum er það mjög mikil- vægt að fá heimilisaöstoð frá ein- hverjum sem það getur treyst. Af þessu fæst einnig félagsskapur og visst öryggi. Fyrir marga getur þetta skipt sköpum um mikilvæga þætti daglega lífsins. Ekki er hlaup- ið að því að komast inn á dvalar- heimili því þar eru oft um 1.000 manns á biðlista.“ Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar hefur einnig milligöngu Á vegum ráðningarstofu borgar- munandi hve sveitarfélög greiða mikið niður af kostnaði. Til þessa hefur ríkið borgað lítinn hluta, en til stendur að það verði afnumið. Barnabörn og aðrir stundum á launaskrá Oftast er langur biðhsti eftir heimilishjálp hjá Félagsmálastofn- un. Þetta skapast vegna takmark- aðs framboðs starfsfólks. En það Heimilið má leysa þann vanda innan fiöl- skyldunnar eða annars staðar frá. Jónína Pétursdóttir, deildarstjóri hjá heimilishjálp stofnunarinnar, segir aö barnabörn eða aðrir fiöl- skyldumeðlimir geti leyst vand- ann. „Ef fólk getur útvegað sér fólk sjálft til þessara starfa þá erum við reiðubúin að taka þaó inn á launaskrá. Þetta er að sjálfsögðu góð lausn því hér er gjarna um að ræða að fá einhvern kunnugan inn á heim- Heimilishjálp skiptir sköpum fyrir marga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.