Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988. Utlönd Launahneyksli í Hessen Gizur ffelgason, DV, Reersnaes: Óheyrileg græögi v-þýskra stjóm- málamanna dró verulegan dilk á eft- ir sér í síðustu viku í v-þýska fylkinu Hessen. Hún kostaöi þá alla þá gríð- arlegp launahækkun sem þeir höfðu gefið sér sjálfir. Atburðurinn kostaði einnig hin háu embætti þingforseta fylkisins og varaþingforseta án þess að afsögn þeirra yrði til að spoma við almennum leiða á stjórnmála- mönnum meðal almennings þar í landi. Forseti þingsins í Hessen var Joc- hen Lengemann frá kristilegum demókrötum og varamaður hans sósíaldemókratinn Erwin Lang. Þeir höfðu á dimmum síðkvöldum Uðins vetrar komist að því samkomulagi að meölimir þingsins í Wiesbaden skyldu hækka í launum um 25 pró- sent á yfirstandandi kjörtímabili. Þingmenn höfðu 6.200 mörk á mán- uði en í þremur launahækkunum áttu þeir aö komast á fóst mánaðar- laun sem námu 8.000 þýskum mörk- um. Auk þess áttu skattfrjálsar stað- aruppbætur að hækka um allt að þúsund þýsk mörk. StjórnarmeðUmir og nefndarfor- menn, sem fá tvöfóld laun, áttu aö fá laun í þrjú ár eftir að þeir hyrfu úr embætti. Er hér um að ræða upp- hæð sem nemur um hálfri mUljón marka á mann. Græningjar andvígir Samkomulag tvímenninganna setti þingmenn Hessenfylkis í forystusæti launalega séð á meðal v-þýskra starfsbræðra. Þaö var svo samþykkt í febrúar með 96 atkvæöum á móti 10. Voru það aðaUega græningjar sem voru á móti. Þegar þingmenn samþykktu eigin launahækkanir var settur inn í laga- heimUdina fjöldi flókinna athuga- semda sem hafði það markmið að dylja almenning hvemig málum var háttað. Málið sprakk fyrst í loft upp þegar félagasamtök skattþega fengu þann úrskurð frá þar til kvöddum sérfræðingum að stjómmálamenn- irnir hefðu veitt sjálfum sér þrisvar sinnum hærri launahækkun en al- menningur hafði fengið á tímabUinu. Prófessor í lögum sagði að hluti af lagaheimildinni væri beinlínis í mót- sögn við þýsku stjórnarskrána. Útbreidd gremja Síðan hefur gremjan meðal al- mennings breiöst út. Menn hafa mót- mælt skattfrjálsu flugvélabensíni fil sportflugmanna en þaö var enginn annar en sportflugmaðurinn Franz Josef Strauss sem barði það mál í gegnum stjómina í Bonn. Samtímis ákvað Bonnstjórnin að hækka bens- ínskatt á bifreiðar. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað meðal v-þýskra stjórnmála- manna þar sem peningar og völd hafa ráðið ferðinni. Flickhneyksliö, Barschelhneykslið og fleiri hafa það nú í fór með sér að jafnvel hin lítU- fjörlegustu mál geta haft áhrif á álit á stjórnmálaflokkunum. Flokks- skrifstofurnar tUkynna um fjölda fólks sem segir sig úr flokkunum. Neyddir til afsagnar í Hessen vísuðu stjórnmálamenn gagnrýni skaftgreiðendasamtak- anna á bug og vísuðu til þess aö lög- in hefðu verið samþykkt á löglegan hátt. Svo seint sem í síðustu viku fékk Lengemann þingforseti trausts- yfirlýsingu frá þingflokkum fylkis- stjórnarinnar en þó nægilega stóra þegar hans eigið atkvæði var með- talið. Sósíaldemókratar neyddu hins vegar flokksbróöur sinn og vara- forsetann, Lang, til aö segja af sér. Það var svo á fimmtudaginn aö Walter WaUemann, forsætisráð- herra fylkisins og erfðaprins kansl- araembættis Helmuts Kohl, rauf sína löngu þögn í málinu. Hann er einnig formaður kristilegra demókrata í Hessen og nú varð hneykslið ekki lengur þagað í hel. Wallemann for- sætisráðherra neyddi einfaldlega gamlan kunningja sinn og vin til þess að segja af sér en lýsti jafnframt yfir sakleysi hans sem var í mótsögn við afsögnina. Wallemann forsætis- ráðherra lýsti þvi einnig yfir öllum til mikillar undrunar að hann hefði sjálfur greitt atkvæði gegn launa- hækkununum. Auk þess lýsti hann því yfir að laun þingmanna væru hér með fryst á núverandi stigi. Bimir í vandræðum Sumarliöi kleifeson, DV, Arósum: Nýlega var kærður þjófnaður til lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Brotið var framið í Kristjaníu. Fjómm söfnunarbaukum á veit- ingahúsum í hverfinu haföi verið stolið og var talið að í þeim hefðu verið á milli fjögur þúsund og fimm þúsund krónur. En fýrir hverju voru íbúarnir aö safha? Nú í allmörg ár hefur stór bjöm setiö innilokaður í litlu búri í Kristjaníu. Eigandi dýrsins hafði verið rekinn burt fyrir að vanrækja dýrin sín. Hann tók þó nokkur þeirra meö sér en skildi björninn eftir. Síðan eru liöin nokkur ár og bjöminn hefur setiö áfram innilok- aöur í búrinu. Hann hefur fengið að éta það sera til hefur fallið og ekki síst bjór að drekka. Eftir aö blöð hér í landi vöktu athygli á ósómanum hefur matar- skammtur bangsans aukist vegna þess að dýravinir í Kaupmanna- höfn hafa komiö og gefið honum mat. Og bjórskammturinn hefur sennilega aukist lika. Blaðamenn danska blaðsins In- formation héldu því fram eftir eigin athugun aö björninn hefði sett heimsmet í bjórdrykkju og ætti skilið að fara í heimsmetabókina fyrir að hafa verið aöeins þrettán sekúndur að tæma hverja flösku. Eftir að vitnaöist um fangann tóku yfirvöld við sér og kröfðust betri aöstæðna fyrir dýrið. Það átti aö fá almennilegt bjarnarfæði, vatn aö drekka en þó fyrst og fremst stærra búr. Fengu íbúar Kristjaníu nokkum frest til aö uppfylla þessi skilyröi. En gott búr fyrir björninn var dýrt og gat það kostað allt að hundrað þúsund krónur að mati heimamanna. Upphæöin virðist þó ekki há ef miðað er viö að talið er að hass og önnur slík efni séu seld í hverfinu fyrir um hálfa milljón danskra króna daglega. En nú átti að reyna að safna pen- ingum handa birninum. Hafði söfn- unin farið vel af stað en svo hurfu baukarnir. Fulltrúi lögreglunnar á Amager, Bjöm að nafni, sagði í blaðaviðtali að reynt væri að upp- lýsa málið. En enn sem komið er, er þaö þó svo að báðir bimirnir, sá í lögreglunni á Amager og hinn í búrinu í Kristjaníu, eru með óleyst mál. Sjúklingar selja lyf sín Gizur Helgason, DV, Reeranæs: Ný rannsókn í Danmörku sýnir að 15 prósent af innlögnum á sjúkra- hús eru vegna rangrar lyfjanotkun ar. Þetta kostar danskt samfélag milljarða króna. Jafnframt nota Danir meiri lyf í dag en nokkum tima áður. Á fyrstu mánuðum þessa árs er piUuneysla 20 prósent meiri en í fyrra. Heilbrigðisráðherra Dana leggur áherslu á að takmarka verði kröftug- lega neyslu róandi lyfja. Notkun þeirra hefur aukist um 11 prósent frá því í fyrra. TaHð er að eitt af hverium sex sjúkrahússrúmum sé nú upptekið af fólki sem hefur ekki kunnað að fara með lyf eða ekki haft hugmynd um aukaverkanir lyfjanna. í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að komast hefði mátt hjá flest- um af þessum innlögnum með betri upplýsingum frá læknum og þjúkr- unarfræðingum. Auk þess séu lækn- ar allt of greiðviknir að skrifa lyf- seðla upp á örvandi lyf. Auk ofannefnds vandamáls er ann- að mál svipaðs eðlis orðið hitamál innan heUbrigðiskerfisins. Hér er um að ræða ólöglega verslun með töflur sem keyptar hafa verið út á' lyfseðii en seldar á götuhornum. TH er fjöldi dæma um eftirlaunaþega, krabba- meinssjúkHnga og aðrar persónur sem versla með lyf til að drýgja vasa- peningana. HeUbrigðisráðherrann er nú að láta kanna þessi mál. BerHngske Tidende skrifaði nýlega að í framtíðinni myndi öll lyfjanotk- un verða skráð á tölvu. Á þann hátt fær sjúkrasamlagið nákvæmar upp- lýsingar um hvernig og hversu mikiö hver einstakur Dani notar. Það eru ömtin sem eiga að sjá um skrásetn- inguna sem gerist um leið og lyfja- verslanirnar hafa tölvuvæðst. Sjúkrasamlögin ábyrgjast nafn- leynd. Tilgangurinn með tölvufærslunni er að finna út hvernig útgjöldin skiptast niður. Sjúkrasamlögin vUja gjarnan lækka útgjöld vegna lyfja en taUð er aö í ár verði þau 14 miUjarð- ar króna. NÁMSKEIÐ Sækiö námskeið hjá traustum aðila gegn vægu gjaldi Námskeið TÖLVUNOTKUN Dagsetning Grunnnámskelö: Einkatölvur og DOS stýrikerfið................................8.-11. ágúst Ritvinnsla: WordPerfect (Orðsnilld).....................................13.-14. ágúst Word IV (frá Microsoft)......................................15.-18. ágúst Word IV-framhald (frá Microsoft)..................................22.-25. ágúst Gagnagrunnur: dBase IV................................................. 15.-17. ágúst dBase IV forritun............................................29.-31. ágúst Töflureiknar: Lotus 1 -2-3............................................tími ekki ákveðinn Multiplan.........................................................27.-28. ágúst Multiplan-framhald..................................................3.-4. sept. Tölvubókhald: Laun - launaforrit........................................... 5.-7. sept. Ópus-fjárhagsbókhald........................................10.-11. sept. Öpus - viöskiptamannabókhald.................................17.-18. sept. Ópus-birgða- og sölukerfi..........................................24.-25. sept. Frá Tölvuháskóla: Forritahönnun...........................v.....................8.-11. ágúst Assembly mál á PC tölvur..........................................22.-24. ágúst Turbo Pascal fyrir byrjendur..27. ágúst, 3., 10., 17., 24. sept., 1..8. og 15.okt. Turbo Pascalfyrirforritara og þá sem kenna á tölvur .......................................22., 24., 26., 29., 31. ágúst og 2. sept. Tölvusamskipti og tenging við gagnabanka...................29. ág.-1. sept. Kerfisgreining fyrir forritara og kerfisfræðinga...................26.-30. sept. STJÓRNUN FYRIRT/EKJA OG DEILDA: Verslunarréttur (réttarreglurviðskiptalifsins).....................20.-22. sept. Starfsmannahald/þjónusta.................................... 27.-29. sept. Rekstur fyrirtækja..................................................3.-4. okt. Samsklpti og hvatnlng I starfi.......................................5.-6. okt. Markaðsmál....................................................10.-12. okt. Fjármál fyrirtækja........................................17.-20. okt. SKRIFSTOFU- OG VERSLUNARSTÖRF: Bókfærsla I (einfaldar dagbókarfærslur og uppgjör)............................9., 11., 13., 14„ 16. og 18. ágúst Bókfærsla I (flóknari færslur og uppgjör).20., 21., 23., 25., 27. og 28. ágúst Bókfærsla II (Þungar færslur og uppgjör).30. ágúst, 1., 3., 4., 6. og 8. sept. Bókfærsla II (Þyngri færslur og uppgjör).10., 11 13., 15„ 17. og 18. sept. Vélritun (byrjendanámskeið)...............22.-25., 29.-31. ág. og 1. sept. Þjónustunámskeió (samskipti við viðskiptavini)................20.-21. sept. Verslunarreikningur (prósentureikningur og verðútreikningar)......3.-6. okt. Skjalavarsia - virk skjöl......................................10.-12. okt. Árangur í sölu- og afgreiöslustörfum...........................10.-13. okt. BHM, BSRB, VR og fleiri stéttarfélög styrkja sína félaga til þátt töku. Frekari upplýsingar fást í síma 688400. Innritun fer fram á skrifstofu skólans VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Komatsu Zenoah Velorfið vinsæla Ómissandi fyrir sumarbústaöalóðir ogannaðóslétt land • Hentugt til snyrtingar • Létt, sterkbyggt, kraftmikið og auðvelt í notkun • Ýmsir fylgihluti*^, Orfið sem at- vinnumenn nota sj • Góð varahluta / og viðhalds /j þjónusta. 2ja línu nælonhaus fyrir heimagarðinn. Diskur fyrir opin svæði. 4ra línu nælonhaus fyrir atvinnumenn. Gá. PéTURSSON Hf Umboðs- og heildverslun SláituvéEa markaðurlnn Smiðjuvegur 30 E-gata, Kópavogur Simi77066

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.