Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988. 17 Lesendur „Þaö getur verið hreinlega hættulegt heilsu fólks að ganga um Skerjafjörðinn," segir bréfritari. Viðbjóðurinn engu líkur K.G. skrifar: Nú get ég ekki orða bundist. Þannig var að nýlega fékk ég mér gönguferð í góðviðri um fjöruna í Skeijafirði þar sem ég eyddi mörgum ánægju- stundum sem barn. En mér brá illa er ég sá viðbjóðinn og sóðaskapinn sem blasti við mér þama í fjöruborð- inu. Þar sem ég er sómakær mann- seskja á ég erfitt með að lýsa því sem fyrir augu bar en sé mig tilneydda í þeirri von að eitthvað verði gert til úrbóta. Þama flaut alls kyns ófógnuður er fólk virðist skola niður um salernis- skálar sínar, notuð dömubindi og bleiur, sígarettustubbar og jafnvel tómar salernispappírsrúllur. Það hlýtur eitthvað alvarlegt að vera að klóakmálum borgarinnar og mundi ég halda að úrbætur í þeim efnu,m ættu að ganga fyrir. Þetta er beinlínis hættulegt heilsu fólks sem fer þarna um. Hvað þá barna er stundum gera sér ferð niður í fjöru þarna og krukka í viðbjóðinn. Ötfusárbrúin: Er hún nógu arðbær? Jóna S. hringdi: Eg las í DV á föstudaginn var að Ölfusárbrú, sem tengir Eyrarbakka- hrepp og Ölfushrepp, sé um það bil að verða tilbúin. Komið hefur í ljós að brúin mun skila litlum eða jafnvel engum aröi þegar búið er að taka allt með í reikninginn. Það finnst mér ekki skynsamleg fjárfesting. Það er fjöldinn allur af arðbæmm fjár- festingum úti um allt land sem Uggur miklu meira á, eins og til dæmis bundið slitlag um allan Hvalfjörðinn sem flestir em orðnir langeygir eftir. Brúin er engin smásmíði og hefur eflaust kostað sitt, 375 metra' löng með tveimur akreinum. í fréttinni kemur fram að hún komi tiltölulega fáum til góða og lítil umferð verði sennilega um hana. Ég er ekkert að öfundast út í íbúana þar, þeir fagna smíðinni eflaust. En er ekki viss for- Vegagerðarinnar, eða er þetta bara gangsröð varðandi framkvæmdir hreppapóhtík? Fjölmargar arðvænlegri fjárfestingar heldur en smiði Olfusárbrúar hljóta að vera til, telur lesandi. KEFLAVÍK Blaðberabörn óskast í Keflavík. Uppl. í síma (92)13466. Ágústa. TT TIL SOLU TENGIVAGN Árgerð 1971 Lengd 7,6 m Breidd 2,5 m Eigin þungi 4,87 t Heildarþungi 16,0 t Bremsur og hjólalegur nýlega yfirfarnar og endurnýjaðar Yfirbreiðsla léleg Tækin eru tii sýnis við verksmiðju okkar og upplýsingar eru gefnar á skrifstofunni í síma 93-47740. ÞÖRUNGAVERKSMIÐJAN HF. REYKHOLUM DRATTARBATUR Smiðaár 1975 Lengd 8,0 m Breidd 3,0 m Vél 120 hö. Tegund Ford Power Marine. Gírtegund Borg Warner, hlutfall, 2,91:1. Akureyrarbær auglýsir eftir DEILDARSTJÓRA ÖLDRUNARÞJÓNUSTU Starfið felst í yfirumsjón með öllum þáttum öldrunarþjónustu á vegum Akureyrarbæjar, þ.e. dvalar- heimili, hjúkrunarvist, vernduðum þjónustuíbúðum, dagvist fyrir aldraða, heimaþjónustu, félagsstarfi o.fl. Gerð er krafa um staðgóða þekkingu og reynslu í: stjórnun og mannaforráðum, rekstri, öidrunarþjónustu. Upplýsingar um starf þetta veita félagsmálastjóri Akureyrarbæjar (sími 96-25880) og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar (simi 96-21000). Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Skriflegum umsóknum skal beint til bæjarstjóra. Bæjarsfjórinn á Akureyri ik 'lÆVtW Naglalakk er meðal þeirra snyrtivara sem flestar konur kaupa öðru hverju án þess að velta fyrir sér verði. Verð á naglalakki er misjafnt eftir tegundum og í mörgum til- fellum er útsöluverð svipað í verslunum. í öðrumtilvikum getur munurinn verið mjög mikill. Við gerðum lauslega verð- könnun á þremurtegundum naglalakks og kom niður- staðan nokkuð á óvart. í Lífsstíl á morgun segjum við nánarfrá þessari könnun. Ungirsemaldnirflykkjast út úr bænum þessa mestu ferðahelgisumarsins. Ungl- ingarfara á útiskemmtanir og eru oft vanbúnir hvað varðar mat. í Lífsstíl á morgun verða þeim gefnar leiðbeiningar varðandi nesti og frágang. Engin er þjóðhátíðin án lunda segja Vestmannaeyingar. Lund- inn tekur verulegt pláss í matar- kistum þeirra þegar þeir fara inn í Herjólfsdal um helgina. ( Lífsstíl á morgun verðurfjallað um þessa sérstöku matarmenn- ingu Vestmannaeyinga. Upp- skriftir að matreiðslu lundans hafa gengið í ættir og engu ver- ið breytt. Einnig eru margir sem bryddað hafa upp á nýjungum í matreiðslunni og við segjum líka frá því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.