Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988. 15 Fólkið treystir því að vaxtaokrinu linni Enn einu sinni er komiö að átaka- punkti í ríkisstjóminni, spuming- unni um það hvort hún hefur vilja og getu til að takast á við og stöðva vaxtaokrið og stjórnleysið í pen- ingamálunum. Það reynir verulega á Framsókn- arflokkinn í þessum átökum. Sú þróun, sem um nokkurt skeið hefur ríkt á peningamarkaðnum, er sí- fellt að færa fjármagnið á færri hendur og mun, ef heldur fram sem horfir, ræna þúsundir heiðarlegra karla og kvenna æm og eignum. Lánskjaravísitala er heilög, að mati Seðlabanka sem leiðir málefni pen- ingaokraranna. Margar ástæður em orsakir þess í hvert óefni peningamálin eru komin og hvers vegna þau hafa gjörsamlega farið úr böndunum. Vextirnir voru gefnir frjálsir, leyfö var skipulagslaus stofnun kaup- leigufyrirtækja og verðbréfamark- aða. Óll var þessi nýja peninga- starfsemi sett á laggimar í höfuð- borginni. Ríkissjóöur kórónar svo ógæfuna og skemmtir skrattanum með því að æsa logann undir há- vaxtaokrinu með því að selja ríkis- skuldahréf á 8,5% vöxtum umfram verðtryggingu. Fram að þessu hafa tilfinninga- hiti og rangfærslur jafnan komið í KjaUarinn Guðni Ágústsson þingmaður Framsóknarflokksins veg fyrir að menn þyrðu aö ráðast að vaxtaófreskjunni sem svo mjög skiptir nú þjóöinni í tvær fylking- ar, eigendur peninga og eigendur skulda. Vegur þyngra en gull Fyrirtækin hafa ekki síður en einstaklingar skuldsett sig. Fjár- magnskostnaðurinn er sífellt stærri liöur serrfkemur í veg fyrir að hægt sé að borga starfsfólkinu hærri laun. Þetta á ekki síst við hjá framleiðsluatvinnuvegunum. Eig- endur peninganna skulu fá allt sitt og engar reflar - sífellt hærri vexti á vísitölutryggðu lánin sín. Mæh- kerfið er lánskjaravísitalan sem vigtar þyngra en gull eða gengis- trygging. Það em allir sammála um það að sparifláreigendur skuh fá sann- gjama þóknun fyrir sitt, miðaö við marga aðra þætti sem taka verður tihit til. En er heiðarlegt að vigta peninga svo þungt að unga fólkið, sem þarf á húsnæöi aö halda og hefur tekið þau lán sem þaö mátti til til að byggja húsið, sjái þann kost vænstan að afhenda bankan- um eða peningastofnuninni húsið í hendur og hverfa á braut? Þetta mun gerast hér á næstunni verði þróuninni ekki snúið við. Verð- tryggðu lánin okurmældu hækka á mánuöi hverjum um þessar mund- ir um upphæð sem nemur launum eigandans. Eða er sanngjarnt að séra Jón, sem lánar sínar tíu millj- ónir, skuli á einu ári þéna með peningunum einum saman and- virði íbúðarhúss? Ef svona á sér stað er þá ekki tími kominn th að fara að skattleggja peningana sem séra Jón á ofan ein- hverrar lágmarksinneignar eins og hverja aðra eign í þessu landi? Stjórniaus darraðardans Peningastofnanir landsins stíga nú stjórnlausan darraðardans. Þar liggur hundurinn grafinn hvers vegna ríkisstjómin nýtur þverr- andi trausts fólksins. Það hefur skort kjark og vhja th aö taka á vitleysunni, sumpart vegna þess að sumir ráðherrarnir telja sig sitja í stólunum fyrir flármagnseigendur og peningavaldið en ekki fólkið, sumpart vegna þess að þeir trúa á lögmál þjóða sem um aldir hafa búið við góða peningastjórnun. Framsóknarflokkurinn verður nú aö taka snarpa glímu í rikis- stjórninni og skeyta engu um líf eða dauða hennar. Lánskjaravísi- töluna, vaxtaokrið og óstjórnina í peningamálum verður aö kveöa niður. Framsóknarflokkurinn hef- ur stærri skyldum að gegna viö alþýðufólkið í landinu og atvinnu- fyrirtækin en svo að hann geti set- ið í ríkissstjóm sem setur fyrirtæk- in á hausinn og gerir einstaklinga eignalausa. Nái Framsóknarflokkurinn ekki fram endurskoðun á lánskjaravísi- tölu og nýjum áherslum í efnahags- stjórninni og komi böndum á flár- magnsmarkaðinn á flokkurinn hiklaust að kreflast kosninga þegar í haust. Þjóðin gefur þá sitt svar við því hvert hún vih stefna en fyrst láta ráðherrar Framsóknar- flokksins reyna á það innan ríkis- stjórnarinnar hvort frjálshyggju- mennirnir láta sér segjast. Tíminn er naumur, aðeins nokkrar vikur sem úrshtum ráða í þessu máh. Guðni Agústsson „Það hefur skort kjark og vilja til að taka á vitleysunni, sumpart vegna þess að sumir ráðherrarnir telja sig sitja í stólunum fyrir Qármagnseigendur og peningavaldið en ekki fólkið... “ Að gefa ríkum útlend- ingum eða fátækum „Sífellt berast fyrirspurnir til íslands um hjálp til þróunar um allan heim. Og því miður er það svar sem yfirleitt er gefiö NEI og bætt við ÞVÍ MIÐUR.“ Það á að fara að byggja annað ál- ver. Fyrst þarf að virkja svo sem eina eða tvær ár og drekkja við það ögn meira af íslenskum gróðri, taka nokkur viðbótarlán i útlöndum og skapa aukna þenslu í þjóðlífmu. Og til hvers? Jú, th þess að gefa útlendum auðhringum ögn meira af rafmagni. Vitrir menn þykjast nefnhega sjá að við munum sáraht- iö ef nokkuð fá fyrir það rafmagn sem við ætlum okkur að virkja meö þessum mikla tilkostnaði. Þetta er á sama tíma og við öh tökum þátt í að barma okkur óskaplega. Það veldur okkur áhyggjum að við erum orðin skuld- ugasta þjóð í heimi ef miðað er viö skuld á hvern íbúa og alltaf er ver- ið að tala um hvað hægt væri að gera við ögn meiri peninga. Ef bara veiddist meiri fiskur, ef hann bara seldist á hærra verði, ef bara ein- hverjir vhdu kaupa af okkur kjöt eða iðnaðarvörur, ef, ef, ef... Meðal þess sem við þykjumst ekki hafa efni á er að styrkja fátæk- ari þjóðir þessa heims að neinu gagni. Sífellt er skorið af framlög- um til þróunarmála og því borið við að nú séu vondir tímar, vondir tímar sem bara halda áfram og áfram. Hin sjö mögru ár eru orðin miklu fleiri og virðist ekki lát á. En eru þau svo mögur þegar allt kemur til alls? Fyrir flakkara eins pg sjálfa mig, sem aðeins kem til íslands þetta einu sinni á ári, er ekki hægt að sjá að mögru árin hafi leikið íslenska samfélagið sér- lega grátt. Ekki bara ný hús heldur heil hverfi rísa á milU þess að ég kem heim og sífellt eru „ahir“ aö fá sér eitthvað sem á þeim tíma er ýtrasta nauðsyn; video, afruglara eða geislaspilara, svo fátt sé nefnt. Það er nokkuð sem almenningur leyfir sér ekki í Danmörku, þar sem ég annars bý, og alls ekki í fátæk- ari löndum heims. Kjallarinn Dóra Stefánsdóttir nemi Á hverju höfum við efni? Munurinn á lífskjörum okkar og fátæksutu þjóða heims er svo gífur- legur að honum verður varla með orðum lýst. Ekki bara eru tekjur okkar margfalt hærri heldur er all- ur aðbúnaður svo ótrúlega miklu betri. Okkur þykir sjálfsagt að búa í fínum húsum, borða að minnsta kosti þrisvar á dag, ganga í skóla og leggjast á sjúkrahús þegar við erum veik. Víða um heim dreymir fólk ekki einu sinni um slíkan munaö. Þar þykja bárujárnsskúrar eða leirkofar framfarir, ein máltið á dag geysilegur lúxus og skólar og sjúkrahús aðeins fyrir fámenn- an hóp ríkra. Það er mikill munur á þeim lönd- um sem við í daglegu tah setjum undir einn hatt og köllum þróun- arlönd. Myndin, sem ég var að reyna að draga upp, á sem betur fer ekki við þau öh. En því miður er flöldi þeirra landa, sem þessi lýsing á við um, talsverður og það sem verra er hann er að aukast á meðan velmegun í heiminum al- mennt eykst. Það eru lönd af þessu tagi sem ísland hefur stutt með þróunar- hjálp og heldur áfram að styðja af fátæklegum mætti. Grænhöfðaeyjar Grænhöfðaeyjar hafa verið sá staður sem við höfum stutt hvað öflugast. Sjálf er ég að búa mig undir þaö núna að fara þangað nú í ágúst. Undirbúningurinn fyrir ferðina er meðal annars fólginn í því að lesa allt sem ég kemst yfir um eyjarnar og samt veit ég aö þegar ég kem þangað verður reynsla mín gjörólík því sem ég býst við nú. Ég veit að eyjarnar eru bókstaf- lega talað á mörkum hins byggilega heims. Þær eru í hópi 33 fátækustu þjóða þessarar veraldar, með um 300 dollara tekjur á mann á ári á meðan við íslendingar höfum um 10 þúsund. Jafnframt eru þær fá- tækar af öllu sem kahast getur auðæfi. Þar rignir ekkert, svo ekk- ert er vatniö. Landgrunn'ið er mjög lítið og fiskur er því af skornum skammti. Ekkert er hægt að rækta nema með geysilegri fyrirhöfn á þessum hrjóstrugu og þurru eyjum og meira að segja barnsfæöingar eru komnar undir hjálp að utan. Helmingur eyjaskeggja býr í öðrum löndum og eru það í miklum meiri- hluta karlmenn. Konur, börn og gamalmenni eru því stór hluti þeirra er á eyjunum búa. Karlarnir senda heim peninga eftir því sem þeir geta og koma svo heim á nokk- urra ára fresti til að líta eftir öhu saman og gera konum sínum börn. Þrátt fyrir að mörgum finnist þessi lýsing dregin i fremur svört- um litum sé ég af öllum skýrslun- um og bókunum að ástandið er miklu betra en það var fyrir 'svona 10 árum. Það hefur orðið bylting í lífskjörum og lítið brot af þeirri byltingu geta íslendingar þakkaö sér. En bara agnarlítinn hluta. Fiskveiðar og jarðhiti Aðstoð okkar hefur falist í að fmna ný og óþekkt fiskimið, kenna íbúum Grænhöfðaeyja að nýta þau með betri veiðarfærum en þeir höfðu áöur. Leitað hefur verið eftir jarðhita og aðstoð veitt til skóla og heilsugæslustöðva. Á móti þessu hefur veriö tekið meö miklum þökkum. Eyjaskeggj- ar hafa verið ótrúlega duglegir aö vinna og tileinka sér nýa tækni og þeir dást mikið að íslendingum fyr- ir samvinnuna. En stundum spyija þeir, mjög hæversklega, hvort viö getum ekki hjálpað þeim pínulítið meira. Og þeir eru ekki einir um að spyrja. Sífellt berast fyrirspurnir til íslands um hjálp til þróunar um allan heim. Og því miöur er það svar sem vfirleitt er gefið NEI og bætt við ÞVÍ MIÐUR. Gleymd fátækt Það er eins og við séum búin að gleyma þvi hvernig allt var hér fyrir svo stuttu, því hversu fátækir íslendingar voru í byrjun þessarar aldar og hversu vonlítiö okkar samfélag var um að geta tryggt þegnum sínum lífskjör sem kalla mætti mannsæmandi. Við erum búin að gleyma hversu heppin við vorum. Okkur var hjálpað af öðrum. Þaö komu hingað hermenn tveggja þjóöa með vasana fulla af peningum og að loknu seinna stríði fengum við aðstoð kennda við Marshall. Án þessarar aðstoðar er ekki unnt að ímynda sér hvernig hefði farið fyrir okkur. Við sætum kannski ennþá og skylf- um í moldarkofunum með maðkað mjöl og siginn fisk einan til átu. Auðvitað myndum við lifa það af, rétt eins og við gerðum ahar aldim- ar áður. En skolli held ég að okkur þætti þá hart til þess að vita ef aðrar þjóð- ir væru að gefa útlendum auð- hringum fé í formi rafmagns .á meðan þær berðu sér á bijóst vegna fátæktar og þættust ekki hafa efni á að styðja okkur í þreng- ingum okkar. Dóra Stefánsdóttir „Fyrir flakkara eins og mig, sem aðeins kem til Islands þetta einu sinni á ári er ekki hægt að sjá að mögru árin hafi leikið íslenska samfélagið sérlega grátt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.