Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1988, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988. Lífsstm „Andlit'' húss gert aðlaðandi - lítið þarf til að gera snyrtilegt að fallegu tnngangur að húsum veröur fallegri blómum skrýddur. Þóti timburklæöning gefi þessu húsi hlýlegt yfirbragð breytist svipurinn mjög til hlns betra þegar blómaskreytingar eru komnar. Þarna má sjá ýmislegt, svo sem ker meö rósum, þurrkaðan blómvönd, berberisrunna (fremst), bonsaitré, t.v., bergfléttu upp aó þakskeggi og pelargóniur. Því færri litir því hreinni svipur. Skreytingar eru frá Blómálfinum við Vesturgötu. Ekki þarf mikið til að gera heim- reið húsa aðlaðandi. Þannig geta eitt eða tvö blómaker og hangandi blómapottar við inngang skipt sköpum. Ef hugmyndaflugið er látið reika má fmna marga hluti sem henta vel sem blómaker. Tréker, semlíkj- ast hálftunnu, eru mjög falleg. Einnig má nota trékassa, gamla mjólkurbrúsa, steinrör og leirker. Svokallaðir U-steinar, sem eru um 70 kilóa þungir, geta verið hvar sem er. Þeir kosta um 500 krónur. DV skoðaði á dögunum aðkomu nokkurra húsa. Svo virðist sem ís- lendingar séu mjög svo famir að hafa hugann við að skreyta við hús sín. Á mörgum stöðum er frágang- ur til fyrirmyndar. Víðast hvar er mjög snyrtilegt um að Utast. Að öðru leyti má sjá að ekki þarf mik- ið til að snyrtileg aðkoma verði fal- leg aðkoma. Við fengum einnig eigendur Blómálfsins viö Vesturgötu til að leggja okkur lið við að skreyta inn- gang við hús í Skeijafirðinum. Mismunandi útlit við raðhús í vesturbænum Talandi dæmi um það hve lítið þarf til að gera aðkomu húss aölað- andi Við rákumst á raðhúsaröð í vesturbænum sem er talandi dæmi um það hver lítið þarf til aö gera aðkomu húss aðlaðandi. Þar hefur nýlega verið byggt. Búið er að mála og ganga frá húsunum. Lóðimar eru samt talsvert hráar enn. Þegar litið var yfir svæðið sáust varla nokkur óhreinindi. Þegar betur var að gáö var búið aö skreyta inngang við eitt hús- anna. Þrjú blómaker við inngang- inn og annað viö glugga geröu þetta hús tvímælalaust það snotrasta við Þótt ótrúlegt megi virðast er frágangur við þetta hús unninn fyrir tveim- ur árum. Blómakerin með einitrjánum setja fallegan svip á þennan inn- gang. Tvö blómaker og hengipottar bjóða gesti velkomna. Án þessara einföldu gróðurskreytinga væri sjálfsagt kuldalegt um að litast. þessa götu. í eitt keranna var búið að planta um 150 cm háu tré sem gaf heildarútlitinu meira líf. Þegar litið var á aðra innganga var ótrú- legt að sjá hve mikill munur verður við svo htlar framkvæmdir. Einfalt og hlýlegt Við Óðinsgötu varð á vegi okkar sérlega einfold skreyting. Tvö tré- ker stóðu hvort sínum megin við tröppuinngang og tveir hengipottar voru þar fyrir ofan í mismunandi hæð. Þetta þarfnast ekki mikillar umhirðu. Einfaldleikinn er allsráö- andi. Gróðurkerin eru höfð í sama lit og gluggakarmar og hurðarlist- ar. Gróðurinn með grænu og hvítu ívafi setti fallegan svip á húsiö með svarta litnum. Skammt frá stendur bleikmálaö hús en bleikur litur er ekki algeng- ur á húsum. Gróðurinn tekur sig engu að síður vel út við það. Þarna var blómabeð sem hallast frá hús- inu. Á milli eru tröppur úr hellu- steini. í glugga hússins voru svo svipsterkar blómstrandi potta- plöntur. Þessi samsetning hefur sérstakan en fallegan blæ. Meira að segja voru sum blómin í beöinu í sama lit og húsið - bleik. Inngangur við hús í Skerjafirði skreyttur Til að sýna fram á hvemig hægt er að skreyta inngang við hús fall- ega fengum við þær Hjördísi Reyk- dal Jónsdóttur og Fjólu Guð- mundsdóttur, eigendur Blómálfs- litum ekki blandað saman. Hér er auðvitað um smekksatriði að ræða. Því er þó ekki að neita að einfaldur stOl getur óneitanlega veriö fall- egur. -ÓTT. Ekki þarf mikið til aö gera inngang- inn aðlaðandi. Þarna hefur nokkr- um leirkerum verið komið fyrir. Þótt lóðin sé ekki frágengin hefur þetta mikið að segja fyrir heildar- svip hússins. ins, til liðs viö okkur. Þær völdu sér gamalt en nýklætt timburhús til að skreyta við. Inngangurinn var heldur óhrjá- legur í fyrstu. Þó má segja að timb- urklæðningin hafi gefið staðnum hlýlegt viðmót. Stúlkumar tóku nú til við að Hér er samspil bleiks litar og samlitra blóma í þeði við þetta hús. prýða innganginn. Sem uppistaða var notað stórt tréker með gulleitri rósaplöntu. í horni við innganginn var svo bergfléttu komið fyrir þannig að hún hékk niður. Þessi tegund getur einnig klifrað upp eft- ir tré- eða steinsúlum. Þama vom einnig þurrkuð blóm - slíkt þarfn- ast þó skjóls. Upp við steinahleðslu, sem mynd- ar útigrill og borð í senn, var síðan sett svokallaö berberistré. Þessi tegund mun ekki vera á markaðn- um nú en veröur til sölu víða næsta sumar. Tegundin hentar vel við aðstæður sem þessar. Hún hefur rauðleitan blæ. Framarlega við innganginn var sett bonsai-tré. Þetta er smaékkuð mynd af birkitré sem fer afar vel viö inngang eða á svölum. Að lokum var svo nokkrum pel- argóníuplöntum komið fyrir á borði eða stöllum og á stéttinni. Þó hér séu nokkrar tegundir skreyt- inga samankomnar var of mörgum Ef garður snýr ekki að suöri getur verið heppilegt að hafa sumar- blómin við inngang hússins. Þarna eru notaðir einfaldir trékassar. Einnig eru bastkörfur uppi við rennuna og pottar á tröppunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.